Morgunblaðið - 23.08.1988, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.08.1988, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 1988 Frosinn túnfiskur skoðaður áður en boðið er í. Uppboð í fullum g-angi. Kóngar, sniglar, bobbar og þang Japanir eru mesta fiskveiðiþjóð í heimi og lætur nærri að afli þeirra sé um milljón tonn á mán- uði eða 12 milljón tonn á ári. Nú um stundir eru versnandi horfur í fískveiðum Japana, því þeir hafa verið að missa aðgang að fjarlæg- um miðum, m.a. við Bandaríkin. Að sjálfsögðu veiða Japanir mest á heimaslóð, enda eru þar auðug mið. Fiskmeti hvers konar hefur um aldir verið meginuppi- staðan í mataræði þeirra, ásamt grænmeti og ávöxtum. Það eru ekki nema rúm hundrað ár frá því Japanir fóru að borða kjöt að ráði, t.d. nautakjöt, svínakjöt og lamba- kjöt. Fyrr á öldum var fuglakjöt eina kjötið sem þeir neyttu. Bann- að var að neyta kjöts af ferfætling- um. Þrátt fyrir miklar fískveiðar Japana, svo og veiðar í ám og vötnum og fískirækt, eru þeir ekki sjálfum sér nógir um fiskmeti. Þeir þurfa að flytja inn mikið af fískafurðum og í sívaxandi mæii. Þetta hefur komið sér vel fyrir íslendinga og ganga má út frá því sem vísu, að japanski markaðurinn verði æ mikilvægari fyrir okkur á næstu árum. Japanir borga hátt verð fyrir gæðavöru. Fyrir nokkru var undirritaður á ferð í Japan og gafst þá m.a. kost- ur á að heimsækja fiskmarkaðinn í Tókýó. Það var einkum tvennt sem var sláandi fyrir íslending. í fyrsta lagi það óhemju mikla úrval tegunda úr sjó og vötnum sem á boðstólum var og í öðru lagi sú mikla alúð sem lögð var við með- höndlun vörunnar, vandvirknin og hreinlætið. Á markaðnum voru ekki aðeins til sölu hvers könar fisktegundir, ferskar og frosnar, heldur einnig ýmiss konar sjávargróður, t.d. ýmsar þangtegundir, hvers konar skeljar, sem íslendingar telja ekki mannamat, kóngar, sniglar og bobbar, sæfíflar og fjörudoppur. Þarna voru heilu kassamir af smáskeljum, sem varla er hægt Litið inn á f iskmarkaði í Tokýó að Jjverfóta fyrir við sjávarsíðuna á Islandi, og hylja t.d. bryggju- stólpa. Þessar smáskeljar nota Japanir í súpur til að bragðbæta þær og svo er um margs konar tegundir úr sjónum, m.a. þangið. Þama var til sölu margs konar þurrkaður sjávargróður í sama skyni. Á fískmarkaðnum voru enn- fremur flestar þær tegundir sem íslendingar telja herramannsmat, rækjur, humar, heilagfíski, grá- lúða og bolfísktegundir. Að auki kolkrabbi, túnfiskur, makríll, sardínur, lax og silungur, skata, áll og vatnakarfí. Fjöldinn allur af físktegundum var þama á boð- stólum, sjávargróðri og hvers kyns afurðum úr fiski og skeldýrum sem undirritaður þekkir hvorki haus né sporð á. Maður kemur út af fískmark- aðnum með það á tilfínningunni, að íslendingar eigi langt í land með að nýta sér þau miklu tæki- færi sem japanski markaðurinn býður upp á. Það liggur við að þar sé hægt að selja allar þær afurðir sem lífríki sjávar býður upp á. Skipulag markaðanna Svonefndir heildsölumarkaðir í Japan starfa samkvæmt sérstök- um lögum og er héraðs- og borgar- stjómum ætlað að byggja og reka þá og annast heilbrigðiseftirlit, sem er afar strangt. Á heildsölu- mörkuðunum em seldar ferskar Kóngar, kuðungar og fleira góðgæti í einni fiskbúðinni. Ferskir og fallegir kolkrabbar. og unnar sjávarafurðir, grænmeti, ávextir, kjöt, egg og blóm. Slíkir markaðir em reknir í Tókýó og yfír 50 borgum, svo og í nokkrum hémðum. Sums staðar em fleiri en einn markaður starfandi. Á mörkuðunum starfa nokkrir heildsalar, sem fá starfsleyfi frá landbúnaðar- og sjávarútvegs- ráðuneytinu. Umboðslaunin em ákveðin af stjómvöldum og em 5,5% fyrir sjávarafurðir, 8,5% fyr- ir grænmeti 1,5% fyrir egg og 3,5% fyrir kjöt. Smásalar, sem reka búðir sínar í mörkuðunum, og aðrir kaupend- ur fá einnig starfsleyfi frá opin- bemm aðilum. Þá hafa ýmsir stór- ir kaupendur heimild til að kaupa á mörkuðunum, t.d. fiskvinnslu- fyrirtæki og smásölufyrirtæki, en þeim er óheimilt að selja aftur innan markaðssvæðisins eins og smásalamir gera. Tókýó markaðurinn Heildsölumarkaðurinn í Tókýó er sá langstærsti í landinu og er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.