Morgunblaðið - 23.08.1988, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 23.08.1988, Blaðsíða 45
 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. AGUST 1988 45 Sverrir Guðnason Höfn — Kveðjuorð Fæddur 23. desember 1937 Dáinn 13. ágúst 1988 Frá því marki manninn þann ég menntaðastan dæmdi flest og best sem var og vann það vönduðum manni sæmdi. (Stepan G. Stepansson) Það hefur verið undarlegt þetta sumar, kalt og litlaust, eiginlega ekki verið neitt sumar, og óðar en varði komið haust. Eftir einn af fáum þokkalega björtum og eril- sömum dögum þessa sumars kom regnnótt og kærkomin hvíld fyrir þreytta, síðan þessi undarlegi dapri og drungalegi sunnudagur með vondar fréttir í morgunsárið, Sverr- ir var dáinn, hann hafði orðið bráð- kvaddur kvöldið áður þar sem hann var í heyskap hjá vinafólki sínu hér í Lóni. Eftir stöndum við höggdofa og þurrkum í burtu þrálát tárin, dæmd til að beygja okkur undir miskunnarleysi örlaganna. Það er undarlegt þetta samspil lífs og dauða og oft slegið á falska nótu, hvemig má það passa að menn í blóma lífsins — menn í fullu fjöri og starfi séu þrifnir í burtu en hinir sem lífið er ekki annað en tilgangslaus þraut jafnvel óbærileg kvöl eru ekki frelsaðir frá þjáning sinni? Þau voru ekki mörg árin sem ég þekkti Sverrir sam fannst mér að við hefðum alltaf þekkst, hann var einn af þeim mönnum sem maður á fyrir vin frá fyrstu stundu. Hjálp- semi hans og greiðvikni var næsta fátíð, það var sama hvert vandamál- ið var ef hann átti þess nokkum kost leysti hann úr því og það sem hann gerði hefði fáum þýtt að reyna að gera betur. Hann var völundur til allra verka bóndi, sjómaður, vélvirki, veiðimað- ur það hvarflaði stundum að mér hvort hann ætti ekki einna síst heima í sínum daglegu störfum inn- an fjögurra veggja skrifstofunnar, þó leysti hann þau jafnvel af hendi og hin. Útivistar naut hann af lífí og sál og átti hér í Lóni margar ánægjustundir í starfí og leik - og hér átti hann sinn síðasta dag. Eg vil með þessum fátæklegu orðum votta konu hans Erlu As- geirsdóttur, börnum þeirra Sjöfn og Birki og öðmm ástvinum mína innilegustu samúð, þeirra missir er mestur. Sverrir þakka ég af alhug stutta samfylgd, blessuð sé minning hans. Þó að fomu björgin brotni bili himinn og þomi mar allar sortni sólimar aldrei deyr þó allt um þrotni endurminning þess sem var. (Grimur Tomsen) Svava Herdís Guðmund- ur Ó. Guð- mundsson - Kveðjuorð Fæddur 4.júlí 1900 Dáinn 2. ágúst 1988 Guðmundur Ólafur Guðmunds- son fæddist í Brimnesi á Ólafsfirði, sonur Freydísar Guðmundsdóttur og Guðmundar Ólafssonar. Guð- mundur stundaði sjóinn öll sín manndómsár, var ávallt- farsæll skipstjóri og skilaði sínu fleyi og áhöfn heilu í höfn. Guðmundur var kvæntur Ólöfu Ingimundardóttur sem einnig er Ólafsfirðingur og var hjónaband þeirra gott og farsælt. Þau eignuð- ust tvo syni, auk þess tóku þau tvö böm í fóstur. Nú á kveðjustund langar mig að þaka þeim órofa vin- áttu í gegnum árin um leið og ég rifja upp gamlar minningar að norð- an og eins er þau komu suður. En allt tekur enda, nú hefur ský dregið fyrir sólu, en við getum hlýj- að okkur við fagrar minningar eftir að ástvinir okkar eru horfnir. Um leið og ég sendi mínar sam- úðarkveðjur bið ég Guð að blessa alla ástvini Guðmundar. Lára Guðmundsdóttir t Eiginmaöur minn, THEODÓR HEIÐAR PÉTURSSON • andaöist í Borgarspítalanum að kvöldi föstudagsins 19. ágúst. Hugrún Kristjánsdóttir. t JÓN DANÍELSSON, Hörpulundi S, Garðabæ, fyrrum bóndi Hvallátrum, Breiðafiröi, iést laugardaginn 20. ágúst. Jóhanna Friðriksdóttir og börn. • ■ •' t Eiginkona mín, RÓSA PÁLSDÓTTIR frá Geirlandi, andaðist í Landspítalanum að morgni 21. ágúst. Sigfús H. Vfgfússon. t Eiginmaöur minn, SVEINBJÖRN EGILSON, Barðavogi 34, Reykjavik, andaðist á öldrunardeild Landspítalans, sunnudaginn 21. ágúst. Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna, Margrát Þorvaldsdóttir. t Hjartkær eiginmaöur minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi okkar, ÓSKAR ÁSTMUNDUR ÞORKELSSON fyrrverandi gjaldkeri Slippfólagsins f Reykjavfk, lést á heimili sínu, Rauöageröi 65, Reykjavík, mánudaginn 22. ágúst sl. Fyrir hönd barnabarna og annarra aðstandenda. Sigrföur I. Ólafsdóttir, Signý Þ. Óskarsdóttir, Aðalsteinn Helgason, Ólafur H. Óskarsson, Ingibjörg Björnsdóttir, Anna H. Óskarsdóttir, Þorgrfmur Ólafsson, Guðrún Fanney Óskarsdóttir, Þráinn Sigurbjörnsson, Skarphéðinn P. Óskarsson, Valgerður Björnsdóttir. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, SKARPHÉÐINN HALLDÓRSSON, fyrrverandi sparisjóðsstjóri, andaðist í Borgarspítalanum að morgni 20. ágúst. Kristfn Sigurbjörnsdóttir, Gunndfs Skarphóðinsdóttir, Ragnar H. Bjarnason, Guðrún Skarphóðinsdóttir, Leifur E. Ægisson, Gunnar Skarphóðinsson, Harpa Hansen, Sigrún Skarphóðinsdóttir, Sigurður G. Ringsted og barnabörn. JARNROR Svört og galviniseruð Stærðir: 3/8 - 4“ HAGSTÆTT VERD VERSLIÐ ÞAR SEM ÚRVALIÐ ER V VATNSVIRKINN HF. ÁRMÚLA 21 SÍMAR 686455 — 685966 HÉhBÉ LYNGHÁLSI 3 SÍMAR 673415 — 673416 Ný sending af þýskum kjólum j® ■®r$% wM fofrffe Metsölublad á hverjum degi!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.