Morgunblaðið - 23.08.1988, Side 68
ÞRIÐJUDAGUR 23. AGUST 1988
VERÐ I LAUSASOLU 70 KR.
njjjpypÍS
- "^S* ■• v~ ’
L- •- * -í;~'.- í«tó&- :,:
Frá Skaftárhlaupi 1984.
Skaftár-
hlaup að
hefjast?
LÍKUR eru taldar á að hlaup
sé að byrja í Skaftá, en áin
er orðin dökk við jökulræturn-
ar og við endann á Langasjó
og Fögrufjöllum þar sem hún
kemur undan Skaftáijökli, og
virðist vera nokkur vöxtur i
henni. Þá hefur brennisteins-
fnykur fundist í byggð. Hlaup
í Skaftá hefur venjulega verið
2—3 daga að ná hámarki.
Á laugardaginn kom hlaup í
Súlu og náði það hámarki að-
faranótt sunnudags, en var
gengið yfir síðar um daginn.
Ekkert tjón varð og fólk lenti
ekki í erfíðleikum vegna þessa
Súluhlaups.
Efnahagsaðgerðir:
Hugmyndir um 9% lækkun
lairna og verðlags um 3-5%
Vextir Húsnæðismálastofnunar hækki í 5-6% - erlendar lán-
tökur stöðvaðar að mestu — nafnvextir lækki í 15% og síðan 10%
í HUGMYNDUM ráðgjafanefndar ríkissljórnarinnar, sem kynntar
voru ráðherrum og forystumönnum þingflokka í gær, er gert ráð
fyrir, að laun verði lækkuð um 9%. Ráðgjafanefndin setur ekki
fram ákveðna hugmynd um lækkun á verði vöru og þjónustu en
gert er ráð fyrir, að hún geti numið að meðaltali um 3-5%. Þá er
lagt til, að vextir af lánum Húsnæðismálastofnunar hækki án þess,
að sett sé fram ákveðin hugmynd um hve mikið. I samtölum ráða-
manna stjórnarflokkanna er talað um hækkun þessara vaxta í 5-6%.
Jafnframt verði dregið úr kaupskyldu lífeyrissjóða á skuldabréfum
Byggingarsjóðs.
Þá er lagt til, að erlendar lántök-
ur verði stöðvaðar á þessu og næsta
ári umfram afborganir af erlendum
lánum á sama tíma. Gert er ráð
fyrir að verði þessum ráðstöfunum
og öðrum hrundið í framkvæmd
muni nafnvextir stórlækka, jafnvel
niður í um 15% hinn 1. september
næstkomandi og 10% 1. október.
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins setur ráðgjafanefndin
ekki fram ákveðnar tillögur um
aðgerðir heldur hugmyndir. I þeim
mun t.d. bent á, að í kjölfar 9%
launalækkunar mundi lækkun á
verðlagi verða mjög mismunandi.
Þannig mundi lítil lækkun verða á
olíu og benzíni en á öðrum þáttum
mundi verðlækkun verða svipuð
launalækkun.
Viðhorf innan ríkisstjórnarinnar
og þingflokka hennar til þessara
hugmynda eru enn óljós. Ráðherrar
eru þó væntanlega sammála um,
að þeir standi frammi fyrir sérstöku
vandamáli, þar sem er 2,5% samn-
Isafjarðarflugvöllur:
Engan sakaði er
Fokker nauðlenti
Almannavarnanefnd bæjarins að undirbúa
sviðsetningu flugslyss þegar atvikið gerðist
FOKKER flugvél frá Flugleiðum,
með 32 farþega og þriggja manna
áhöfn innanborðs, nauðlenti á Isa-
fjarðarflugvelli í gærkvöldi
vegna hreyfilbilunar. Lendingin
tókst vel og engan sakaði. Hreyf-
illinn bilaði um fjórum mínútum
eftir flugtak og var vélinni strax
snúið til baka.
Fokker flugvélin var í áætlunar-
flugi á leið til Reykjavíkur þegar
óhappið gerðist. Hún tók á loft út
Skutulsfjörð kl. 20.12 í gærkvöldi.
Um fjórum mínútum síðar sýndi
aðvörunarljós í stjórnklefa bilun í
öðrum hreyflinum. Var þá þegar
slökkt á honum, vélinni snúið til
baká og tilkynnt að lent yrði með
bilaðan hreyfil. Þá var vélin komin
út úr Skutulsfirði og yfír Djúp í um
£.000 feta hæð. Flogið var sömu
leið til baka og lent í stefnu inn fjörð-
inn. Veður var gott og skilyrði öll
hin bestu. Vélin lenti um kl. 20.25
og tókst lendingin giftusamlega.
Flugstjóri í þessari ferð var Erlendur
Guðmundsson. Önnur flugvél var
þegar send vestur og sótti hún flesta
farþegana og flutti til Reykjavíkur.
Tilkynning um nauðlendinguna
barst slökkviliði ísafjarðar kl. 20.20.
Þá var slökkvilið og lögregla strax
kallað út og almannavarnakerfíð
sett í gang. Fyrsti bíll slökkviliðsins
var kominn á flugvöllinn átta mínút-
um eftir að kallið kom, lögreglan
var mínútu fyrr á ferð. Slökkvibíll
flugvallarins var í viðbragðsstöðu
og á honum þrír menn. „Lendingin
tókst vel og allar aðgerðir á jörðu,“
sagði Þorbjöm Sveinsson slökkvi-
liðsstjóri á Isafírði í gærkvöldi.
„Almannavamakerfíð var allt sett í
gang,“ sagði Þorbjöm. „Þá em allar
björgunarsveitir boðaðar, látið vita
á sjúkrahúsi og Almannavamanefnd
kemur saman í stjórnstöð." Auk
björgunarliðs á landi var sendur út
nýr björgunarbátur, Daníel Sig-
mundsson, sem björgunarsveitin á
ísafirði fékk nýlega og einnig fór
lóðsbáturinn út.
Samtímis því sem hreyfill vélar-
innar bilaði stóð yfir undirbúningur
sviðsetningar flugslyss á ísafjarðar-
flugvelli. Sú æfíng mun fara fram
í dag. Pétur' Kr. Hafstein sýslumað-
ur Isfírðinga sagði í gærkvöldi að
þetta atvik raskaði ekki undirbún-
ingi æfíngarinnar.
ingsbundin hækkun launa um
næstu mánaðamót og umtalsverð
búvöruverðshækkun. Verði þessar
hækkanir að veruleika yrði fram-
kvæmd niðurfærsluleiðar þeim
mun erfiðari. í gærkvöldi gætti
vaxandi efasemda um, að niður-
færsla væri framkvæmanleg og
nokkuð var rætt um aðrar hug-
myndir svo sem gengislækkun og
frystingu launa. Þá er ljóst, að
ágreiningur er uppi milli stjómar-
flokkanna um vissa grundvallar-
þætti þessara aðgerða. Þannigtelja
Alþýðuflokkur og Framsóknar-
flokkur að lögbinda eigi lækkun
launa, verðlags og vaxta. Sjálf-
stæðismenn hafa hins vegar talið,
að beina ætti tilmælum til þeirra
sem selja vöru og þjónustu um
lækkun verðlags, enda hafi Kaup-
mannasamtökin lýst vilja til sam-
starfs um slíka verðlækkun. Þá
mun það skoðun Sjálfstæðismanna,
að óþarft sé að lækka vexti með
lögum, þar sem bankar og spari-
sjóðir muni augljóslega gera slíkt
án lögþvingana.
Þá má búast við því, að fram
komi kröfur um skattlagningu fjár-
magnstekna og eru skiptar skoðan-
ir um það í stjórnarflokkunum,
þótt sá skoðanamunur fari ekki í
einu og öllu eftir flokkslínum.
Steingrímur Hermannsson, for-
maður Framsóknarflokksins, sagði
í samtali við blaðið að það væri
algjört skilyrði af hálfu framsókn-
armanna að niðurfærsluleiðin yrði
útfærð af fullri hörku á alla liði.
„Hún er eins og allar aðrar leiðir
vonlaus ef ekki verður stórlega
dregið úr þenslunni." Steingrímur
sagði að framsóknarmenn myndu
ekki bara krefjast lögbindingar
launa, ef niðurfærsluleið yrði farin,
heldur vaxta og verðlags einnig.
„Menn geta varla ætlast til þess
að launþegar verði skornir niður
við trog en íj ármagnseigendur leiki
áfram lausum hala,“ sagði
Steingrímur.
Ráðgjafanefndin sat á fundum
fram eftir nóttu. Að sögn Þorsteins
Pálssonar forsætisráðherra mun
hún skila honum lokaskýrslu sinni
í dag og fýrr vildi hann ekkert segja
efnislega um tillögur hennar. Er
forsætisráðherra hafði hitt nefnd-
armenn að máli fundaði hann með
formönnum Framsóknarflokks og
Alþýðuflokks. Þá fundaði hann með
Ásmundi Stefánssyni, forseta ASÍ,
Jóhannesi Nordal Seðlabankastjóra
og nokkrum forystumönnum Sjálf-
stæðisflokksins.
, # # Morgunblaðið/KGA
Matthías Á. Mathiesen, Einar Oddur Kristjánsson, Guðmundur H. Garðarsson, Davíð Oddsson og Ólafur
G. Einarsson bera saman bækur sínar á stéttinni framan við stjórnarráðið eftir fund sinn með forsætis-
ráðherra.
Orkuverð til ÍSAL
komið í 18,5 mill
Hefur ekki komist í hámark áður
ORKUVERÐ það sem ÍSAL
greiðir er nú komið í hámark það
sem sett var í siðustu orku-
sölusamningum, er 18,5 mill.
Bjarnar Ingimarsson fjármála-
stjóri ÍSAL segir að verð þetta
gildi fyrir þriðja ársfjórðung og
að menn búist fastlega við að það
haldi sér út árið. Það hefur ekki
gerst áður að orkuverðið hafi
náð 18,5 miil.
Orkuverðið sem ÍSAL greiðir er
bundið heimsmarkaðsverði á áli.
Álverðið á markaðinum í London
hefur haldist hátt undanfarnar vik-
ur og engin merki eru um að það
muni dala í bráð. Sem dæmi um
verð á áltonninu á markaðinum í
London má nefna að 16. ágúst sl.
var það um 123.000 krónur, daginn
eftir var það 124.500 krónur og
þann 18. ágúst var það 121.700
krónur. Bjamar Ingimarsson segir
að þetta verð hafi verið nokkuð
stöðugt að undanförnu.
„Það verð sem hér er nefnt er í
hærri kantinum ef tekið er mið af
þróun verðsins undanfarin ár og
ekki er reiknað með að það lækki
að ráði áþessu ári,“ segir Bjarnar.
Tekjur Landsvirkjunar af orku-
sölunni til ÍSAL eru rúmur milljarð-
ur króna á ársgrundvelli ef verðið
er 18,5 mill. Verðeiningin mill er
4,5 aurar á hverja kílóvattstund.