Morgunblaðið - 23.08.1988, Side 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, VtDSKIFTl/AIVlNNULÍF ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 1988
Upplýsingar
Iðntæknistofnun tekur
á umbúðamálum
UMBÚÐAMÁL eru hlutur sem
eflaust hafa valdið mörgum fram-
leiðandanum heilabrotum, en nú
er von á því að íslenskir framleið-
endur geti fengið haldmeiri upp-
lýsingar og ráðgjöf en áður hefur
verið, gegnum Iðntæknistofnun
íslands. Þar mun verða komið á
fót upplýsingabanka um umbúða-
mál, auk þess sem stofnunin mun
veita ráðgjöf á þessu sviði.
í frétt frá Iðntæknistofnun segir
Fyrsti ársfjórðungur
Viðskiptahalli
3,12 milljarðar
Viðskiptajöfnuður var óhag-
stæður um 3123 milljónir króna á
fyrsta ársfjórðungi þessa árs en
var óhagstæður um 2207 milljónir
á sama tíma í fyrra. Þetta kemur
fram í Hagtölum mánaðarins, júl-
íhefti, sem Seðlabankinn gefur út.
Vöruskiptajöfnuður var óhagstæð-
ur um 1,653 milljónir á fyrsta árs-
fjórðungi en var óhagstæður um
1248 milljónir á sama tíma í fyrra.
Þjónustujöfnuður var óhagstæður
um 1470 milljónir en um 922 á sama
tíma í fyrra. Viðskiptajöfnuðurinn
er samtala þessara tveggja stærða.
Fjármagnsjöfnuður var á fyrsta
ársfjórðungi þessa árs hagstæður um
1787 milljónir en um 1162 milljónir
á síðasta ári. Heildargreiðslujöfnuð-
ur, sem er jafn breytingum á gjald-
eyrisforða og skammtímaskuldum
Seðlabankans, var neikvæður um
738 milljónir á fyrsta ársflórðungi
en var neikvæður um 1109 milljónir
á sama tíma á síðasta ári.
að upplýsingaþjónustan hafí verið
tekin upp í því skyni að efla þekk-
ingu á umbúðum og flutningum.
Einnig segir að harðnandi samkeppni
geri það að verkum að framleiðendur
verða að hafa vöruna í boðlegum
umbúðum, og að þetta gildi bæði á
innan- og utanlandsmarkað. Rekstr-
artæknideild Iðntæknistofnunar,
sem hefur yfírumsjón með átakinu,
hefur nú efnt til samstarfs við Um-
búða- og flutningsstofnunina í Dan-
mörku, en sem kunnugt er standa
Danir mjög framarlega í umbúða-
og sölumálum. Einnig hyggst Iðn-
tæknistofnun koma á fót fréttabréfí
um umbúðamál, sem íslensk fyrir-
tæki geta gerst áskrifendur að. Þá
hyggst stofnunin efna til hópferðar
á Scanpack 88, sem er sýning um-
búðaframleiðenda og umbúðanot-
enda, og verður haldin í Gautaborg
dagana 11—15 október næstkom-
andi.
Steyptir stodveggir og bekkir - bm vaiiá hefur
kynnt nýjar garðeiningar, sem eru annars vegar steyptar stoðveggjaein-
ingar og hins vegar steyptar horneiningar sem geta nýst sem bekkir.
Einingarnar, sem fyrirtækið hefur kosið að nefna stoðveggjakerfíð,
er hægt að fá í mismunandi stærðum og útfærslum. Samkvæmt upp-
lýsingum frá fulltrúum BM Vallá eru einingamar vel til þess fallnar
að leysa þau vandamál sem hæðarmismunur í lóðum skapar, en þær
raðast saman í stoðveggi við blómabeð og þess háttar. Homeiningam-
ar eru hins vegar þannig gerðar að nota má fjórar saman, og mynda
þannig blómaker, og einnig má nota þær sem bekki.
Bretland
Myndböndin verði auð
Danmörk
Nýjir bílar seljast illa
Kaupmannahöfn, frá Grimi Friðireirssyni fréttaritara Morgunblaðsins.
DANSKA rikið missir af miklum
tekjum vegna sölutregðu á nýjum
bilum um þessar mundir, en gjöld
af bílum eru hvergi hærri en i
Danmörku. Þar nema þau tvö-
földu grunnverði bílsins.
Fyrri hluta þessa árs voru skráðir
53.700 nýir einkabflar og ef litið er
á söiulistann í júnímánuði síðastliðn-
um situr Toyota Corolla á toppnum
með 676 seida bfla, Opel Kadett i
öðru sæti með 668 bfla og Fiat Uno
kemur næst með 500 bfla. Sama
sölutregða er á bílum fyrir atvinnu-
rekstur, svo sem sendiferða-, vöru-
og langferðabflum.
Sérfræðingar í bílamálum segja
ófremdarástand vera að skapast
vegna sölutregðunnar og megi
greinilega sjá það þegar litið er á
bflaflotann í umferðinni. Meðalaldur
bíla hefur greinilega hækkað, „drusl-
um“ er tjaslað í lag og slysahætta
stóreykst.
eftir fjórar vikur
BRESKIR sjónvarpsáhorfendur
sem taka upp á myndbönd efni
úr sjónvarpinu verða að gæta
þess að þurrka upptökurnar út
innan fjögurra vikna ef þeir
vilja ekki að gerast brotlegir
við lög um útgáfurétt og einka-
leyfi samkvæmt frumvarpi sem
breska ríkisstjórnin hefur
kynnt.
Með þessum lögum myndi laga-
leg staða áhorfenda raunar batna
því að samkvæmt núgildandi lög-
um er óheimilt að taka upp efni
úr sjónvarpinu. Það hefur að vísu
hindrað fáa hingað til.
Francis Maude, ráðherra neyt-
endamála í Bretlandi, hefur lýst
því yfir að núgildandi löggjöf sé
fáránleg en að ekki sé gerlegt
vegna alþjóðasamninga um útg-
áfurétt að gefa eigendum mynd-
bandstækja alveg lausan tauminn
á þessu sviði. Hann hefur þó viður-
kennt að líklega muni reynast er-
fitt að framfylgja þessum nýju
lögum en sagðist treysta fólki til
að hlýða því sem hann kallar sann-
gjöm lög. Áfram verður bannað
að taka upp efni úr sjónvarpi til
að selja öðrum.
Talsmenn stjómarandstöðunnar
á þingi hafa iýst yfír lítilli hrifn-
ingu á frumvarpinu og lét einn
þeirra hafa eftir sér að eina leiðin
til að framfylgja lögunum væri að
setja tímasprengju í myndböndin
sem myndi springa 28 dögum eft-
ir að þau væru fyrst notuð.
Fjármál
Flugleiðir gátu valið
úr lán veitendum
- þegar samið var um fjármögnun til kaupanna á nýju
Evrópuflugsvélunum
KAUP Flugleiða á Boeing 737 flugvélunum sem taka á í notkun á
næsta ári, eru vafalaust eitthvert mesta átak i fjárfestingu sem
íslenskt fyrirtæki í einkarekstri hefur staðið frammi fyrir. Flugleið-
ir skrifuðu undir þennan samning á 50 ára afmælinu hinn 3 júní
1987 og hljóðaði samningsupphæðin upp á 60 milljónir Bandaríkjad-
ala eða liðlega 2,8 milljarðar króna. Nú liðlega ári síðar er hins
vegar að miklu leyti klappað og klárt hvernig Flugleiðir munu standa
að þessari fjármögnun í samstarfi við erlendar lánastofnanir og þar
sem ætla má að ýmsum þyki nógu fróðlegt að vita hvernig kaupin
gerast á þessari eyri, var Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða,
beðinn að lýsa því nánar í viðtali við Morgunblaðsins.
90% tekin að láni
„Þaö má segja að þegar áður en
gengið hafði verið frá þessum
samningi við Boeing-verksmiðjum-
ar endanlega, höfðu mjög mörg
fjármálafyrirtæki og bankar erlend-
is haft samband við okkur og boðið
félaginu þjónustu sína við fjár-
mögnun þessara flugvélakaupa,“
segir Sigurður. „Þótt þetta væri
mikil fjárhæð, 60 milljónir dollara,
hafði félagið þá þegar ákveðið að
leggja sjálft fram af eigin fé sem
svarar til um 10% kaupverðisins eða
um 6 milljónir dollara en fjármagna
það sem eftir stóð á erlendum lána-
markaði."
Sigurður segir að í því sambandi
hafí Flugleiðir ákveðið að hafa þrjú
meginatriði að leiðarljósi. Í fyrsta
lagi var ákveðið að félagið ætti
sjálft þessar flugvélar fremur en
að freista einhvers konar kaupleigu-
samninga vegna þess að hér var
um að ræða flugvélar sem eiga að
þjóna því sem kalla má kjamaflugi
félagsins, þ.e.a.s. Evrópufluginu. í
öðru lagi var það talið meginatriði
að tiyggja þessa fjármögnun með
veði í vélunum sjálfum á einn eða
annan hátt. í þriðja lagi var ákveð-
ið að gera það að skilyrði að fjár-
mögnunin væri amk. tii 17 ára og
spannaði þannig það tímabil sem
telja má lágmarkslíftíma flugvél-
anna.
„Það var enginn skortur á aðilum
sem vildu ræða við okkur um þessi
mál,“ segir Sigurður ennfremur.
ÞÚ MÁTT EKKIMISSA AF ÞESSU
SPORTBÍLL 06 SPÍTTBÁTUR
„Mjög margir komu og heimsóttu
okkur hingað, og fóm með okkur
yfír allar hliðar málsins. í reynd
má segja að við höfum staðið
frammi fyrir tveimur kostum. Ann-
ars vegar hefðbundnum bankalán-
um sem beiniínis eru ætluð til fjár-
mögnunar af þessu tagi, en mjög
margir af stóru bönkunum úti í
heimi eru einmitt með sérstakar
flugdeildir innan sinna vébanda til
að sinna þessum sérhæfða markaði
einvörðungu. Hins vegar er um að
ræða þjónustu erlendra fjármála-
fyrirtækja sem búa til eins konar
Qármögnunarpakka og koma fram
sem milliliðir fyrir fjármagnseig-
endur sem vilja fjárfesta á þennan
hátt vegna þess að í sumum tilfell-
um fylgir því skattalegt hagræði
og ívilnanaðir, sem aftur hefur í för
með sér að unnt er að hafa vextina
lægri heidur en í hefðbundinni lána-
starfsemi. Fjármagnseigendurnir í
þessu tilfelli hafa aðallega verið
japanskir aðilar."
Samið við Bank of America
Kostirnir lágu sem sagt nokkuð
ljóst fyrir — hefðbundin lánastarf-
semi í gegnum banka eða hin
skattalega Qármögnun. Með það í
huga völdu Flugleiðamenn í október
í fyrra úr tíu aðila, bæði banka og
fjármálafyrirtæki, til frekari við-
ræðna. Með þessum aðilum var far-
ið mjög nákvæmlega í saumana á
því fjármögnunardæmi sem þarna
var um að ræða fyrir Flugleiðir. „Af
okkar hálfu var lögð á það áhersla
í þessum viðræðum að ekki væri
einungis verið að ræða um þessa
tilteknu fjármögnun heldur framtí-
ðarsamskipti," segir Sigurður. „Að
þessu leyti var hér um ákveðinn
vamagla að ræða frá okkar hendi
því að við vildum geta haldið sam-
bandi við þessa viðskiptaaðila okk-
ar, ef til þess kæmi að einhver veru-
leg umskipti yrðu í rekstrarum-
hverfí félagsins á samningstíman-
um. Þá gæti verið æskilegt eða
nauðsynlegt fyrir félagið að sækja
um breytingar á lánaskilmálunum,
t.d. Iengingu lána, líkt og fengum
í gegn í kringum 1980 vegna kaupa
félagsins á Boeing 727 og DC-8
vélunum. Þess vegna töldum við