Morgunblaðið - 23.08.1988, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.08.1988, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 1988 Vandinnmikli eftir Benjamín H.J. Eiríksson Fjórða grein Eg ætla að byija þessa grein á því að fara lauslega yfir sumt sem ég hefí þegar rætt. Svolítil upprifjun ætti ekki að saka. Vandinn sem ríkisstjómin — nei, öll þjóðin stendur andspænis sem sjaldan fyrr, er verðbólgan, einnig oft kölluð ófreskjan óg ekki að ástæðulausu. Hún er að minnsta MANi HÁR- VÖRURNAR HAFA SÉRSTÖÐU Próteinbætti Manex hárvökvinn samanstendur af 22 amínósýrum sem inni- halda nægilega lítil mólikúl til að komast inn í hárslíðrið og næra hárrótina með hreint undraverðum árangri. Virkni próteinbætta hárvökvans er ótvíræð: / / / Hárvökvinn stöðvar hárlos í allt að 100% tilvika. Flasa hverfur í 100% tilvika. I 73% tilvika hefur Manex hárvökvinn endurheimt hár í hársverði þar sem lífsmark er enn með hárrótinni. jf Með því að bæta hár- * " vökvanum i permanentfesti, næst langvarandi ending permanents í þunnu hári. / Próteinbætti Manex hár- vökvinn dregur úr exemi í hársverði. f Hárvökvinn lífgar og styrkir hár sem er þurrt og slitið eftir efnameðferð. Manex hárlækninga- vörumar samanstanda af sjampó, hárnænngu, vítamín- töflum og próteinhættum hárvökva og fást á flestum rakara- og hársnyrtistofum um land allt. HEILDSÖLUBIRGÐIR ambrosia UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN SlMI 680630 kosti fjögurra áratuga gömul og því vel þekkt. Hún er mikil plága, allir sjá það og viðurkenna. Margt er þó ekki á yfirborðinu, en samt mikil- vægt, til dæmis hin vondu uppeldis- áhrif hennar. Hún venur fólk á laus- ung í fjármálum. Það sér oft enga fótfestu í peningamálum og það ýtir undir lausung og kæruleysi. Við- horfíð verður það, að peningar séu hálfgerð markleysa, ekki þau undir- stöðuatriði persónulegrar reglu í samskiptum við aðra, sem þeir eiga að vera. Menn venjast óreiðu í fjár- málum og þar með í persónulegu lífí. Allir eru á móti verðbólgunni, tala .lla um hana, svo sem rétt er. Hvers vegna lifir hún samt góðu lífí, sjald- an betur en einmitt nú? Svarið fínnst í sögu sem ég hefí vitnað til, sög- unni af bjöllunni og kettinum. Engin músin þorði að hengja bjölluna á köttinn, af skiljanlegum ástæðum. En hafí kötturinn unnið sér til óhelgi í augum húsbóndans, hvað þá? Af vörum stjómmálamanna og fjármálaspekinga af ýmsu tagi streyma sífellt ráð um það, hvemig fara eigi að í glímunni við verð- bólguna. Flest eru ráðin í þá átt, að ráðist skuli gegn einhveiju einu fyrirbrigði verðbólgunnar, sem stundum er ekki annað en froða á einhverri holskeflu verðlagsins. Mik- ið af því sem sagt er á þessum vett- vangi er lítið annað en almennt fjas. í seinni tíð hefir komið frá ríkis- stjóminni lítið uppbyggilegt tal. Ut- anríkisráðherrann lýsti því yfír að gengislækkun stæði fyrir dyrum. Seðlabankinn missti strax nokkra milljarða í erlendum gjaldeyri á fá- einum dægrum. Sami ráðherra sagði að afnema yrði verðtryggingu fjár- hagsskuldbindinga. Hið fýrra sagði hann til þess að bjarga atvinnu- rekstrinum, hið síðara til þess að bjarga ástandi peningamálanna, en hvort tveggja virtist hann leggja til vegna erfíðleika SÍS. Gengislækkun- in reyndist samt mikið áfall fyrir SÍS, vegna hækkana erlendra skulda í krónum talið. Niðurfærsluleiðin myndi ekki verka svona. Hið síðara var dæmt nánast fásinna af opin- berri nefnd, svo sem menn hljóta almennt að hafa vitað fyrirfram, eins og ég hefí áður minnst á. Nokkurt misgengi hefír verið á kaupgjaldsvísitölu og lánskjaravísi- tölu, þar sem byggingarvísitalan er einn þriðji hluti hinnar síðamefndu. En misgengið hefír reynst vera á ýmsa hlið. Þannig kemur sú spá nú, að verðlagsvísitalan muni hækka um 27% á þessu ári, verði engin frekari lækkun gengisins, en byggingarví- sitalan um 19%. Þetta sýnir að spáð er að lánskjaravísitalan muni hækka minna en kaupgjaldsvísitalan, svo sem stundum áður. Verðtryggingin Það féll mörgum þungt að fallast á vísitölubindingu fjárhagsskuld- bindinga, þegar hún var tekin upp, eins og ég hefi áður minnst á. Þetta var uppgjöf. Það hafði reynst þjóð- inni um megn að halda uppi heil- brigðu peningakerfi, heilbrigðri mynt. Krónan var ekki lengur verð- stuðull efnahagslífsins. Hún hafði með þessari ráðstöfun hrapað í það að verða aðeins gjaldmiðill. Þetta þýddi að krónan sjálf var nú metin eftir öðmm og nýjum verð- stuðli. Hið nýja fyrirkomulag þýddi, að sá sem tók á sig skuldbindingu, það er skuld, segjum 100 krónur, greiddi nú á gjalddaga ekki 100 Vantar fyllíngtt í líf þítt? Sprungur í vegg lokast ekki af sjálfu sér. Þaö veistu. Lausnarorðið er Thorlte. Efnið sem fagmennirnir kalla demantssteypu. Harkan og endingín — þú skilur. Thortte viðgerðarefnið hefur góða viðloðun. Þú notar það jafnt á gamla steypu sem nýja. Mótauppsláttur er óþarfun eftir 40—60 mínútur er veggurinn þurr, sléttur og tilbúinn undir málningu. Iðnaðarmenn þekkja Thorite af langri reynslu. Nú er komið að.þér. Thorite fæst í litlum og stórum umbúðum með íslenskum leiðbeiningum. Spurðu eftir Thorite í næstu byggingarvöruverslun. Þeir þekkja nafnið. IS steinprýði !■ Stangarhyl 7. s. 672777 ÚUölostaMr: BYKO • B.B. BYggingcirvörur • Húsasmiöjan • Skapti, Akureyri • Málningarþjónustan, Akranesi • G.E. Sæmundsson, ísafiröi • Baldur Haraldsson, Sauöár- króki • Dropinn, Keflavík • Kaupfélag Vestmannaeyja • Kaupfélag A-Skaftfellinga, Homaflröi. Benjamín H.J. Eiríksson „Eiga þrýstihóparnir með hótanir sínar að ráða málum þjóðarinn- ar? Eig-a merinirnir sem ófarnaðinum hafa vald- ið að ráða ferðinni? Er ekki kominntími til að taka í taumana?“ krónur, svo sem áður, það er að segja krónu fyrir krónu, heldur fleiri krónur, hafi verðlagið stigið. Nú var skuldaranum gert að skila sama verðmæti til baka, svo sem verið hafði áður en verðbólgan hófst. Hafði vísitala verðlagsins hækkað um 50% varð hann að greiða til baka 150 krónur. Krónan var þar með hætt að vera verðstuðull, verð- mætamælir. Nú var hún aðeins gjaldmiðill. Ríkið tekur gildar allar greiðslur í krónum. Þetta er grund- völlur hennar, pappírskrónunnar, sem gjaldmiðils, og það ástand helzt óbreytt. Hún er orðin aðeins einn af gjaldmiðlunum, sá algengasti, þægilegasti og hentugasti eins og áður. Þetta er nú að líta um öxl. En það sakar ekki. Með því að líta til fortíðarinnar er auðveldara að átta sig á hinni undarlegu samtíð. Verð- tryggingin var tekin upp fyrst og fremst til þess að tryggja spariféð. Menn höfðu í vaxandi mæli gefið frá sér það fyrirhyggjuleysi, að leggja krónu í banka eða sparisjóð og fá aðeins 50 aura til baka, ef það. Skorturinn á lánsfé var viðvarandi vandi og hamlaði mjög framförum í atvinnulífinu. Það vantaði lánsfé, það vantaði sparifé. Ríkið tók lán sín erlendis. Sú ályktun að afnám verðtrygg- ingarinnar myndi bæta ástandið á peningamálunúm. hlýtur að vera mjög svo fljótfæmisleg ályktun. Sennilega eru erfiðleikar SIS á bak við þetta, því að eftir að verðtrygg- ingin var tekin upp urðu fljótt um- skipti á peningamarkaðnum. Hinn almenni sparnaður fór í vöxt og þar með spariféð. En um tíma hafði að mestu tekið fyrir vöxt þess. Svo er að sjá sem margir viti ekki um það ástand sem ríkti. Hitt er svo annað mál, að svelgurinn mikli, taprekstur- inn, gleypir allt of mikið af spari- fénu, að minnsta kosti, eins og nú er ástatt. Það má þakka verðtryggingunni að myndast hefir dálítill íjármagns- markaður á íslandi, loksins. Rétt þegar ég er að skrifa þetta les ég í Tímanum að í augnablikinu sé spa- rifé hætt að vaxa í bönkunum, og markaðshyggjunni kennt um. I frá- sögn blaðsins hefir gleymst að spa- riféð fer nú að nokkru beint í verð- bréf á hinum nýja markaði, aðallega í kaup á skuldabréfum, en einnig að nokkru í hlutabréf. Þá er og ver- ið að segja frá því, að ríkið sé að fá 3 milljarða króna að láni innanlands með verðbréfasölu, eftir samninga við bankana. Þetta er nýjung. í leiðara Tímans er skrifað gegn markaðshyggjunni. Skömmtunar- hugsjónin, sem gjama má kalla skömmtunarhyggjuna, hefir lengi átt sér talsmenn við blaðið. Annars eru menn um allan heim að átta sig á hinni miklu þýðingu hins fijálsa markaðar fyrir efnahagslegar fram- farir og velmegun, já, og fyrir heilla- vænleg áhrif á þjóðlíf, menningu og stjómmál. Talið eitt um afnám verðtrygging- arinnar, sem átti sér stað fyrir nokkm, hafði þau óæskilegu áhrif, að skuldabréf ríkisins hættu að mestu að seljast. En sú sala byijaði ekki fyrir alvöru fyrr en með tilkomu verðtryggingarinnar. Reynt var að semja sérstaklega við bankana, en þeir samningar tókust ekki fyrr en nefndin hafði skilað áliti, nefndin, sem sett var til þess að fínna rök fyrir afnámi verðtryggingarinnar. Hún fann þau ekki, sem vonlegt var. Eftir það var hægt að semja. Mér er sagt að í Japan seljist hlutabréf á verði sem þýði að þau gefi af sér 1-2% í arð á ári. Af því má ráða hvað spariféð muni gefa af sér. Vextir hljóta að vera mjög lágir. Hvers vegna? Það er vegna þess að Japanir em mjög samhalds- söm þjóð. Þeir spara og leggja fyrir sparifé. Þess vegna. Illa staddir skuldarar tala oft mik- ið um vandamál sín, svo sem vonlegt er. Þeirra ósk er lægri vextir. Einn- ig þetta er vel skiljanlegt. En þegar málið er skoðað ofan í kjölinn, þá sést að lækkun vaxta, í ástandi því sem nú ríkir á vom landi, væri óráð- leg. Slík lækkun myndi ömgglega hafa áhrif í þá átt að draga úr mynd- un sparifjár og framboði lánsfjár. Samanburður á vöxtum af fé og vinnulaunum, sem leggur þetta tvennt að jöfnu í einskonar sam- keppni, er varla hægt að kalla annað en lýðskmm. Annað er greiðsla fyr- ir vinnuframlag af einhveiju tagi, hitt er greiðsla fyrir siðgæðislega þjónustu. Sú þjónusta er fólgin í því að neita sér um það að láta eign hverfa í neyzlu, en leggja hana í þess stað fram öðmm til afnota, nota sem leiða til framfara er hafa í för með sér hækkun launa verka- mannsins. Neyzlan getur verið neyzla misjafnlega knýjandi nauð- synja, eða bara krásir, skemmtanir, ferðalög eða hreinlega brennivín. Þar með em þær eignir, þær tekjur, kvaddar að fullu. Ifyrir hinn ríka er það sjaldan mikil fóm að bæta við eigur sínar, og að sjálfsögðu enn minni að halda þeim við, en fyrir aðra er sú fórn samt jafngagnleg. En það er spam-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.