Morgunblaðið - 23.08.1988, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 23.08.1988, Blaðsíða 66
66 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 1988 Alþjóðlegt félag skurðlækna: Oformlegur og skemmti- iegur félagsskapur — segja bandarisku læknarnir Harris B. Shumacker og Jonathan E. Rhoads ÁRSÞING alþjóðlegs félags skurðlækna fór fram hér á landi dagana 20.-22. ágúst sl. Félagsskapurinn kallast International Surgical Gro- up og var stofnaður fyrir rúmum þrátíu árum. Meðlimir eru innan við hundrað og er ástæðan fyrir því sú að þeir vilja hafa þingin óformleg, að sögn prófessors Harris B. Shumacker og prófessors Jonathan E. Rhoads frá Bandaríkjunum. Rhoads er einn af stofnend- um félagsskaparins og eru hann og Shumacker með elstu meðlim- .um. Báðir komnir yfir áttrætt. Jonathan E. Rhoads sagði að félagsskapurinn hefði verið stofnað- ur fyrir 32 árum þegar öll alþjóðleg læknaþing fóru fram á hálfri tylft tungumála. „Hugmyndin var því að stofna félagsskap lækna sem töluðu ensku. Helmingurinn átti að koma frá Bandaríkjunum og Kanada. Hinn hejmingurinn frá Evrópu. Bretlandi, írlandi og Norð- urlöndunum." „Á þingunum ræðum við allar hliðar skurðlækninga," sagði Shumacker. „Bijóstholsskurlækn- Fyrirlestrar um framfarir hérlendis ALÞJÓÐAÞING skurðlækna í ^ffélagsskapnum International Surgical Group var haldið á Hót- el Loftleiðum um siðustu helgi. Hjalti Þórarinsson yfirlæknir á Landspítalanum er einn islenskra lækna i þessum félags- skap og sá hann um skipulagn- ingu þingsins. Þingið sóttu um fimmtíu læknar víðsvegar að úr heiminum. íslenskir fyrirlesarar voru nokkrir og kynntu þeir fyrir ráðstefnugestum það sem er að gerast í skurðlækningum hér á landi. „í fyrirlestrum íslensku læknanna var m.a. yfirlit yfir þróun bijóstaskurðlækninga á Islandi og erindi um opnar hjartaaðgerðir sem framkvæmdar hafa verið hér síðustu árin. Flutt voru erindi um leitina að bijóstakrabbamein og erindi um gang heilaskurðlækninga hér á landi," sagði Hjalti Þórarins- son. Á þinginu voru saman komnir um fímmtíu sérfræðingar í skurð- lækningum, margir þeirra heimss- frægir að sögn Hjalta. Rætt var um allskyns sjúkdóma og aðgerðir við þeim. Markmið félagsins er að stuðla að framförum í skurðlækn- Morgunblaðið/KGA Hjalti Þórarinsson læknir ingum með því að skiptast á skoð- unum og miðla reynslu í starf og rannsóknum. Ennfremur stuðla að aukinni rannsóknarstarfsemi, bættri kennslu og verklegri þjálfun upprennandi skurðlækna. Þinginu lauk á mánudag. ingar, heilaskurðlækningar, innyflaskurðlækningar og svo framvegis. Þetta er hópur sem hef- ur áhuga á öllum greinum skurð- lækninga. Þetta er einstakur félagsskapur. Hann var stofnaður á þeim árum sem alþjóðlegar læknaráðstefnur fóru fram á mörgum mismunandi tungumálum, en síðustu fimmtán árin hafa flest alþjóðleg læknaþing verið haldin á ensku. Við vildum samt halda áfram að hafa lítil og óformleg þing. Við setjum engin takmörk um heildarfjölda meðlima, en takmörkum hversu margir koma frá hveiju landi. Sú tala fer eftir stærð landsins. Þá var einnig ákveðið að við skyldum leyfa okkur að taka inn einn einstakling frá einhveiju landi sem ekki var í upp- haflega hópnum á hveiju ári. Skil- yrði er þó að þeir tali ensku og hafi áhuga á skurðlækningum al- mennt. Þegar einhver hættir störf- um eða er orðinn 65 ára, þá er hann gerður að heiðursfélaga. Til að rýma fyrir nýjum mönnum svo við getum alltaf haldið sama fjölda af ungu fólki. Margir af okkur sem hafa verið með frá byijun og erum orðnir gamlir, líkar vel við félags- skapinn, eins og okkur Rhoads. Við höldum því áfram að koma á þing- in þó við séum hættir að skera upp.“ Þeir sögðu að það væru bæði ræddar ýmsar nýjungar í skurð- lækningum, en einnig væru rifjaðir upp gamlir tímar. Alþjóðaþingin eru haldin árlega. Nokkrum sinnum í Evrópu og einu sinni í Bandaríkjun- um, til skiptis. Þingið var síðast haldið á íslandi fyrir 22 árum og sögðu þeir að einn hefði verið með myndir þaðan. Þeir voru hrifnir af Islandi, bæði landinu og ekki síður heilbrigðisþjónustunni. „Þetta þing er ólíkt öðrum læknaþingum þar sem saman eru komnir mörg þús- und læknar. Og miklu skemmti- legra." Eru einhver ákveðin skilyrði sett fyrir þá sem vilja gerast meðlimir? „Nýir meðlimir eru valdir þannig að þegar einhver er orðinn 65 ára og hættur störfum þá mælir hann með einhveijum ungum og greind- um skurðlækni, samlanda sínum og við veljum hann." Morgunblaðið/Bjami Lóðin sem raðhús og fjölbýlishús munu rísa á. Lítið stendur eftir af húsunum sem stóðu við Lauga- veginn, m.a. Ási, þar sem lengi var rekin verslun. Ármann Ármannsson hjá Ármannsfelli taldi að síðasta húsið á lóðinni, t.v., yrði einnig að víkja. Laugavegnr: Rýmt til fyrir raðhúsum og blokkum VIÐ ofanverðan Laugaveg mun rísa íbúabyggð á næstu árum. Að undanförnu hafa vinnuvélar í eigu Reykjavíkurborgar rifið niður hús sem stóðu á lóðinni sem liggur frá gömlu Mjólkur- samsölunni að Mjölnisholti, og frá Laugavegi upp að Brautar- holti. Mun byggingafélagið Ár- mannsfell hf. hefja fram- kvæmdir er líður á haustið. Að sögn Ármanns Ármanns- sonar, forstjóra Ármannsfells, verða byggð raðhús, fjölbýlishús og bílageymsla á lóðinni, sem er um 3000 fm. Auk þess er gert ráð fyrir verslun og þjónustu í litl- um mæli. Armann sagði ekki liggja ljóst fyrir hversu margar íbúðimar yrðu, hversu há fjölbýl- ishúsin yrðu eða hvenær fram- kvæmdum lyki. Rúnar Gunnars- son arkitekt mun hanna húsin. Jonathan E. Rhoads og Harris B. Shumacker. Morgunbiaðið/KGA 7 Félagsheimilið í Hnífsdal til sölu BÆJARSJÓÐUR ísafjarðar hef- ur óskað eftir tilboðum í Félags- heimilið í Hnffsdal. Að sögn Magnúsar Reynis Guðmundsson ar, bæjarritara á ísafirði, hefur rekstur félagsheimilisins gengið illa og þau félög sem staðið hafa að honum þurft að leita til bæjar- sjóðs eftir styrkjum og framlög- um. „ísafjarðarkaupstaður og Eyrar- hreppur voru sameinaðir árið 1971 og eignaðist ísafjarðarbær þá hlut í félgsheimilinu á móti ýmsum fé- lögum í Hnífsdal. Á síðustu árum hefur bærinn all oft þurft að leggja peninga í reksturinn. Þó nokkrir aðilar hafa reynt að reka þarna samkomuhús en mistekist og hefur verið hugleitt að bjóða húsið til leigu á öðrum grundvelli. Vínveitingar hafa verið leyfðar í félagsheimilinu en það hefur ekki dugað til og hafa félögin sem stóðu að rekstrinum afsalað sér sínum hlut. Því var ákveðið að auglýsa húsið til sölu og kanna hvort ekki kæmu í það fysileg tilboð" sagði Magnús Reyn- ir. Frestur til að skila inn tilboðum í Félagsheimilið í Hnífsdal rennur út á hádegi mánudaginn 29. ágúst. Morgunblaðið/Sig. Jóns. Kuregej Alexandra listakona, Magnús Karel Hannesson oddviti sem afhjúpaði fuglinn og Sigríður Eyþórsdóttir framan við listaverkið. Eldfuglinn afhjúp- aður á Eyrarbakka Selfossi. ELDFUGLINN „Gongha“, Iista- verk Kjuregej Alexöndru Argu- Ohapp við Kolbeinsrófu Kleppjárnsreykjum. „ÞAÐ VERÐUR aldrei of varlega farið,“ hugsaði bilstjórinn á olíubílnum er vegurinn gaf sig undan þunga bílsins þegar hann var að mæta öðrum bíl. Verið er að leggja bundið slitlag á veginn í Húsafellsskógi og var olíuflutningabíll á leiðinni þangað með 12 tonn af vegaolíu. Bíllinn var að mæta öðrum bíl þegar kant- urinn gaf sig undan bílnum. Kantamir á nýju vegunum eru mjög lausir og varasamir og ættu vegfarendur að taka meira tillit til stóru flutningabílanna við aðstæður sem þessar. Dæla þurfti allri olíunni yfir á annan bíl en til að það væri hægt þurfti að hita olíuna upp í 120 gráð- ur. Verkið gekk vel og náðist bíllinn upp óskemmdur. - Bernhard novu, var afhjúpaður á Eyrar- bakka síðastliðinn laugardag. Fuglinn stendur framan við húsið Sandvík við Túngötu, hús Sigríðar Eyþórsdóttur leik- konu. Eldfuglinn er úr rússnesku æv- intýri þar sem honum fylgja mikl- ir töfrar. Fuglinn snýr höfði mót norðri á lóðinni við Túngötuna og stél hans myndar bekk þar sem unnt er að setjast eða halla sér útaf. Við afhjúpun styttunnar var því lýst yfir að ef fólk settist á bekkinn og færi með töfraþuluna, með því að segja 19 sinnum púh, og fengi sér síðan smá blund þá rættist sá draumur sem það dreymdi. Eldfuglinn er litskrúðugur og svipmikill þar sem hann stendur á lóðinni. Nafnið Gongha er þannig tilkomið að lítil stúlka kallaði hann þessu nafni þegar verkið var langt komið og Kuregej Alexandra lista- kona sagði að það hefði verið al- veg tilvalið að gefa honum þetta nafn. Sig. Jóns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.