Morgunblaðið - 23.08.1988, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 23.08.1988, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 1988 Dagvistargjöld hækka um 20% Dagvistargjöld hjá Akur- eyrarbæ munu hækka um 20% frá og með 1. september nk. í samræmi við forsendur fjár- hagsáætlunar fyrir árið 1988. Félagsmálaráð bendir þó á að dagvistargjöld hækkuðu um 10% 1-. mars sl., þó ekki hafi verið gert ráð fyrir þeirri hækkun við gerð fjárhagsáætlunar. Fjögurra tíma leikskólapláss mun kosta eftir hækkunina 4.300 krón- ur. Fimm tíma leikskólar kosta 5.300. Svokölluð hádegispláss munu kosta 6.500 krónur. Einstæð- ir foreldrar munu greiða 6.800 krónur fyrir dagheimilisrými allan daginn, en aðrir munu greiða 10.000 krónur fyrir eitt bam á dag- heimili allan daginn. Fóstrur og meinatæknar: Vilja viðræður um nýjan kjarasamning LUifKtfHJCL Það var fjölmenni í Reistárrétt á laugardaginn og mikið skrafað og skraflað. Morgunblaðið/Rúnar Þór FÓSTRUFÉLAG íslands og Meinatæknafélag íslands hafa óskað eftir viðræðum við bæjar- stjórn fyrir hönd akureyrskra fóstra og meinatækna þar sem féiögin hyggjast ganga sjálfstætt 0 Utgerðarfélag Dalvíkinga: 130tonn úr fyrstu veiði- ferð Björgvins Dalvík. Hinn nýi togari Útgerðarfélags Dalvíkinga, Björgvin EA 311, kom úr sinni fyrstu veiðiferð 10. ágúst sl. með 130 tonn. Skipið var aðeins um fjóra sólarhringa að veiðum.. Björgvin EA 311 var smíðaður í Flekkeflord í Noregi og kom til Dalvíkur í lok júlí. Skipið hélt á veiðar fímmtudaginn 4. ágúst og að sögn Vigfúsar Jóhannessonar skipstjóra gekk veiðiferðin í alla staði mjög vel. Kvað hann að heita mætti að skipið væri fullt með þenn- an afla. Björgvin veiðir í ísfisk og er aflinn lagður upp hjá Frystihúsi Kaupfélags Eyfírðinga. Skipið er þannig útbúið að því má breyta í frystitogara án mikillar fyrirhafnar. Enn liggur þó ekkert fyrir um að það verði gert og verður skipið gert út á ísfísk fyrst um sinn og látið á reyna hvemig útgerð skips- ins gengur. Trausti til kjarasamninga. Erindinu hef- ur verið vísað frá bæjarráði til kjaranefndar, þar sem það hefur ekki verið tekið fyrir enn. Ný- lega stofnuðu fóstrur sérstakt stéttarfélag, sem fara á með samningsumboð fyrir þær. í framhaldi af þvi hefur félagið óskað eftir viðræðum við bæjar- stjórn um undirbúning að gerð kjarasamnings við Fóstrufélag íslands og ýmis réttindamál fóstra. Meinatæknar hyggja jafnframt á stofnun stéttarfé- lags, sem fara á með samnings- rétt þeirra. Sá samningur, sem nú er í gildi við fóstrur og meinatækna hjá bænum, gildir til 31. desember 1989 svo fremi sem kjarasamningi verði ekki sagt upp. Karl Jörundsson starfsmannastjóri Akureyrarbæjar sagði í samtali við Morgunblaðið að launaliður samningsins væri uppsegjanlegur ef forsendur verð- lags og kaupmáttar breyttust veru- lega á samningstímanum. Þá væri hægt að segja samningnum upp fjórum sinnum á ári, 1. febrúar, 1. maí, 1. ágúst og 1. nóvember, með 15 daga fyrirvara. „Við höfum hinsvegar viljað halda því fram að samningurinn, sem launanefnd sveitarfélaga hefur gert við starfs- mannafélögin, gildi til 31. desember 1989 og að ekki komi til nýr kjara- samningur öðruvísi en að núgild- andi samningi verði sagt upp. Þá er jafnframt miðað við að forsendur verðlags og kaupmáttar hafi breyst. Hér er um aðra hluti að ræða auk þess sem menn verða að halda að sér höndum að minnsta kosti fram að áramótum vegna bráðabirgða- laga ríkisstjórnarinnar," sagði Karl. Innbrot í Ping Pong Fatnaði að verðmæti um 90.000 kr. stolið BROTIST var inn í tískuverslunina Ping Pong, Strandgötu 11, í fyrrinótt og þaðan tekinn fatnaður, sem er metinn á um 90.000 krónur í verðmæti. Tilkynnt var um innbrotið kl. 8.10 í gærmorgun og vinnur rannsóknarlögreglan á Akureyri að rannsókn málsins. Að sögn Gunnlaugs Snævarrs rannsóknarlögreglumanns var gluggi bak við húsið spenntur upp og þar farið inn. Ekki er vitað hvort einn eða fleiri hafi verið að verki, en fatnaðurinn, sem tekinn var, er hinsvegar í mismunandi stærðum. Þá varð árekstur reiðhjóls og bifreiðar hjá Búnaðarbanka íslands á Akureyri um hádegisbilið í gær. Ökumaður reiðhjólsins, 16 ára stúlka, var fluttur á slysadeild Fjórðungssjúkrahússins með meiðsl á fæti. Mikið var um eril hjá lögreglunni á Akureyri í gærdag. Nokkuð var um árekstra án meiðsla og önnur minniháttar útköll. „Það koma svona dagar þegar loftið er hálf- rafmagnað. Við höfum varla haft tíma til að anda,“ sagði Gunnar Randversson varðstjóri hjá lögregl- unni á Akureyri í samtali við Morg- unblaðið í gær. Meðal annars var tilkynnt um ógætilegt aksturslag ungs ökumanns í göngugötunni, sem reyndar er lokuð innakstri. Hann mun hafa ekið suður göngu- götuna og töldu vitni mikla hættu stafa af honum „þar sem hann svingaði á bílnum innan um fólkið eins og hann væri í svigi,“ sagði Gunnar. 0 Utimarkaður í Reistárrétt: Rúgbrauðið uppselt á fyrsta tímanum Það voru ekki allir jafnánægðir með stemmninguna. Eins og sjá má var vöruúrvalið fjölbreytt og handagangur í öskj- unni, því að allir vildu gera reyfarakaup. FJÖLDI fólks lagði leið sína á útimarkað í Reistárrétt í Amar- neshreppi síðastliðinn laugar- dag. Mönnum taldist til að á milli 1.500 og 2.000 manns hefðu kom- ið í réttina og var þar mikið höndlað. Verðlagi var þó mjög stillt í hóf. Þijátíu og fjórir bás- ar voru leigðir út til verslunar- innar og sameinuðust oft tveir til þrír „kaupmenn“ um básinn. Mun fleiri sölumenn voru því á svæðinu heldur en tala útseldra bása segir til um. Hugmyndin að útimarkaði varð að veruleika fyrir um það bil fimm árum og eru aðstandendur hans Ungmennafélag Skriðuhrepps og Ungmennafélag Möðruvallasóknar. í fyrstunni var markaðurinn hugs- aður sem einskonar flóamarkaður. Menn og konur komu saman til að losa sig við alls kyns hluti, sem lágu í geymslum heima fyrir, svo sem gömul húsgögn og aðrir nytja- hlutir. Hin síðari ár hefur markað- urinn þróast út í sölu á matvöru, fatnaði, skóm og heimatilbúnum vamingi ýmsum. Ami Amsteinsson á Stóra-Dunhaga og Bjami Guð- leifsson á Möðruvöllum hafa meðal annarra staðið að undirbúningi markaðarins fyrir ungmennafélögin tvö. Ámi sagði að markaðilrinn væri ávallt haldinn í kringum 20. ágúst og væri hann orðinn fastur punktur í tilverunni ef marka mætti aðsókn. „Aldrei hefur þó annar eins íj'öldi komið og nú. Fólk kemur nú gagngert til að versla, mun meira en áður, og á matvaran mestum vinsældum að fagna. Hún selst best enda er hún ódýr.“ Mestmegnis eru það félagasam- tök, sem standa að sölunni og er hún góð lyftistöng fyrir starfsemi þeirra. Rúgbrauðið rann best út á markaðnum enda var það orðið uppselt áður en fyrsti klukkutíminn var liðinn. Nýju kartöflurnar runnu út eins og heitar lummur og góð sala var í soðbrauðinu, kleinunum, reykta laxinum, sveppunum, brauð- inu og kökunum svo eitthvað sé nefnt. Ámi sagði að leigufé fyrir básana væri mjög stillt í hóf enda væri því aðeins ætlað að greiða upp auglýs- ingakostnað. Ungmennafélögin standa sjálf að veitingasölu, annað sér um kaffí og brauð en hitt sér um gos, pylsur og sælgæti. Veðrið hefur eflaust átt sinn þátt í góðri aðsókn, en meðfylgjandi myndir voru teknar þegar markaðurinn stóð sem hæst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.