Morgunblaðið - 23.08.1988, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 23.08.1988, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 1988 SÖ 53 Henning Rjær frá Sky Channel: Erum ekki í samkeppni við íslenskar sjónvarpsstöðvar Evrópska sjónvarpsstöðin Sky Channel nær nú inn á 2000 heimili á íslandi að sögn Hennings Kjær, ráðgjafa Sky Channel í Danmörku. Henning var nýverið staddur hér á landi til að ræða við tvo nýja umboðsaðila stöðvarinnar á Islandi og Póst og síma um frekari út- breiðslu Sky Channel hér á landi. „Ég er hingað kominn til að und- er varla hægt með Sky Channel? irbúa markaðinn fyrir Sky Channel á íslandi, en fram til þessa höfum við ekki verið í nánum tengslum við íslenskan markað. Ég hef verið að kynna mér íslensk lög og reglur um móttöku erlendra stöðva og hvernig við getum náð til íslenskra áhorfenda. Við vitum um tæplega 2000 heimili í landinu sem hafa aðgang að Sky Channel. Það er sá §öldi sem gert hefur samning við okkur, en við teljum að allt að 5 þúsund íslensk heimili geti horft á stöðina." Þeir sem hyggjast setja upp móttökudisk til að taka á móti sjón- varpssendingum frá gervitunglum verða að fá samþykki til þess frá samgöngumálaráðuneytinu. Til þess að slíkt samþykki fáist verða menn að hafa leyfi til að taka á móti efni frá viðkomandi sjónvarps- stöðvum. „Það getur vel verið að einhver minni húsfélög hafi komið sér upp móttökudisk fyrir kapal- kerfí án þess að vita að þeir verða að_ hafa tilskylin leyfí frá okkur. Nu þegar við erum komnir með íslenska umboðsaðila, sem eru Kapaltækni Seltjarnamess og Verkbær, eigum við að geta fylgst betur með uppsetningu móttöku- diskanna og að menn hafi þessi leyfí,“ sagði Hennig. Nú er kveðið á um það i íslensk- um lögum að efni sem sent er út til fleiri en 36 íbúða verði að vera textað eða með íslensku tali. Slíkt „Það er annað mál. í fyrsta lagi verður fólk að fá leyfi til að horfa á Sky. í öðru lagi verðum við að halda íslensk lög. Þau kveða á um að hús með allt að 36 íbúðum megi horfa á ótextað efni án sérstaks leyfís. Ef þær eru fleiri með einn móttökudisk verður að sækja um leyfi, sem fæst ef efnið er með íslensku tali eða texta. Það væri ill framkvæmanlegt að setja slíkt tal eða texta á efni frá Sky Channel. En við erum bjartsýnir á að íslensku lögunum verði breytt. Þau voru samþykkt árið 1985 og menn hér segja mér að þau verði að endur- skoða innan þriggja ára. Mér hefur verið sagt að verið sé að undirbúa eitthvað í því sambandi. Það kæmi mér á óvart ef lögunum yrði ekki breitt eins og gert hefur verið ann- arsstaðar í Evrópu. Þróunin þar hefur sýnt að það er ekkert að ótt- ast. Afþreyingarstöð eins og Sky Channel skapar annars konar venj- ur í sambandi við horfun. Fólk sest ekki niður eftir kvöldmat með það fyrir augum að horfa það sem eftir er kvöldsins. Við sendum út efni í 21 klukkustund á sólarhring og erum því alltaf til staðar þegar fólk kýs afþreyingu. Við erum því ekki í samkeppni við innlendar stöðvar." Þú segir að þið sendið eingöngu út afþreyingarefni. Hvaðan kemur þetta efni? „Við erum með afþreyingarefni fyrir alla íjölskylduna. Bamaefni, Morgunblaðið/Sverrir Henning Kjær íþóttir, tónlistarmyndbönd, fréttir, kvikmyndir og mikið af allskyns framhaldsþáttum. 56% af dag- skránni kemur frá Evrópu. Við framleiðum tæplega helminginn. Annað er aðkeypt. Mest frá Evr- ópu, en einnig frá Bandaríkjunum. Sky Channel hefur náð gífurlegri útbreiðslu frá því hún hóf starfsemi sína í Bretlandi fyrir 6 árum og það virðist ekkert lát vera á þeirri út- breiðslu. Nú náum við inn á 13 milljónir heimila um alla Evrópu. í byijun næsta árs verður tekinn í notkun nýr gervihnöttur og verða stöðvarnar sem hægt er að velja um þá orðnar íjórar á Bretlandseyj- um en þrjár annarsstaðar. Það verð- ur íþróttastöð, fréttastöð sem send- ir út fréttir allan sólarhringinn og svo framhaldsþættir og kvikmyndir. I lok næsta mánaðar hefjum við svo útvarpssendingar frá Sky radio. Þar verður spiluð stanslaus tónlist allan sólarhringinn.“ Rekstur Skyehannel er fjármagn- aður af styrktarfyrirtækjum og með auglýsingum. Hennig var því spurð- ur að því hvort þeir hefðu í hyggju að ná til íslenskra auglýsenda. „Já, að sjálfsögðu höfum við áhuga á því. Það er þó ekki á jnínum vegum, að annast þau mál. Ég held samt að umboðsaðili okkar í Dan- mörku hafí þegar rætt við íslenskar ferðskrifstofur um auglýsingar þó ég þori ekki að fullyrða neitt." ■ . MONZA Staðgreiðsluverð frá kr. 586.000,- Alþjóðleg hárgreiðslu- keppnikynnt FYRIR skömmu kom út á ensku kynningarbæklingur um alþjóð- lega keppni í hárgreiðslu með frjálsri aðferð sem haldin verður 5. mars 1989 á vegum tímaritsins „Hár og fegurð“. Bæklingurinn verður sendur fjölmiðlum, tísku- hönnuðum og hárgreiðslusam- böndum um allan heim. Undirbúningur keppninnar hefur staðið yfir síðan í mars á þessu ári. Hún verður kynnt í tímaritum og á mótum hárgreiðslufólks svo sem Heimsmeistaramótinu í DÚusseldorf, Salon Intemational í London, International Beauty Show West '88 í Los Angeles og The World Hairdress Congress í London. Framkvæmdastjóri keppninnar er Pétur Melsteð ritstjóri tímaritsins „Hár og fegurð" og keppnisstjóri er Torfi Geirmundsson. Kynningarbæklingur keppninn- ar í hárgreiðslu með fijálsri að- ferð. Nú bjóðum við uppá einstök greiðslukjör. Lánum allt að helmingi kaupverðsins í eitt ár - án vaxta og verðtryggingar. Auk þess bjóðum við umtalsverðan afslátt á Chevro et Monza. "tH Chevrolet Monza SL/E 1,8 lítra vél beinskiptur/sjálfskiptur____________ Chevrolet Monza SL/E 2,0 lítra vél sjálfskiptur____________________• Chevrolet Monza Classic 2,0 lítra vél beinskiptur/sjálfskiptur Sumarkjör okkar á Chevrolet Monza þýða - þrátt fyrir gylliboö annarra - hagstæðasta verðið á markaðnum í dag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.