Morgunblaðið - 23.08.1988, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 23.08.1988, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 1988 Forsetakosningar og frábær- ar íslenskar pylsur „með ölluu eftir Ólaf Gauk íslendingafélagið í Los Angeles hefur á liðnum árum oft staðið fyrir samkomuhaldi félaga sinna í tilefni þjóðhátíðardagsins, 17. júní. Ekki hefur það samkomuhald endilega borið upp á sjálfan þjóð- hátíðardaginn, heldur verið valinn næsti laugardagur á undan eða eftir þar sem fæstir eiga heiman- gengt nema um helgar. Nú síðast fór 17. júní hátíð ís- lendingafélagsins fram laugar- daginn 11. júní og hófst um há- degisbil. Eins og oft áður fór sam- koman fram undir berum himni, enda ekki ástæða til að kúldrast inni í húsum á þessum stað hnatt- arins, þar sem góðviðri má heita gulltryggt, að minnsta kosti á þessum árstíma. Á tilsettum tíma tóku íslend- ingar með vinum og vandamönn- um að safnast saman á Nansens- velli (Nansen Field), sem er sam- Stjóm íslendingafélagsins í Los Angeles frá vinstri: Ólafia Bergmann Lyle, Sigrún Breazile, Jó- hanna Sigþórsdóttir Lewis, Katrín Gunnarsdóttir Johnson formaður, Katrin Einarsdóttir Warren, Margrét Símonardóttir Johnson og Guðrún Magnúsdóttir Kaneen. Pylsumar komu frá Islandi i kassavís. íslenskar fjölskyldur mæta til ieiks og þátttakendur í 17. júni hátíðahöldunum em á öllum aldri. Forsetakosning við óvenjulegar aðstæður. Halla Linker ræðismað- ur stjómar kosningu af röggsemi. komustaður með öllu tilheyrandi ásamt víðum völlum í kring. Nans- en Field er annars í eigu Norsk- ameríska félagsins, eins og nafnið bendir naunar sterklega til, og þetta er annað árið, sem íslend- ingafélagið tekur staðinn á leigu til þjóðhátíðarhalds. Pylsur og f öðurlandsást Það sem einkum er sér til gam- ans gert á hátíðum sem þessari, er að hitta kunningja og vini og rabba við þá, bregða ef til vill á leik í knattspymu á grænum bala, og síðast en ekki síst borða íslen- skar pylsur, sem sérstaklega eru fluttar í kassavís yfir næstum hálfan hnöttinn af þessu tilefni. Þeim, sem ekki hefur dvalið árum saman erlendis, frnnst þetta skrítin ráðstöfun, þar sem amerí- skar pylsur eru vægast sagt ekki síðri, en viðstaddir íslendingar jafnt og Ameríkanar fullvissa gestinn um að íslensku pylsurnar séu þær allra bestu, sennilega bestu pylsur í heiminum, og það sé engin hátíð án þeirra. Hvort þetta á eitthvað skylt við föður- landsást skal ósagt látið. Það er hins vegar vitað mál, að föður- landsástin vex í hlutfalli við íjar- lægðina, sem gerir fjöilin blá, mennina mikla og líklega pylsum- ar betri. ...og remoulaði Ekki má gleyma því, að með pylsusendingunni frá íslandi koma dósir fleytifullar af nýblön- duðu remoulaði, sem virðist vera lítt þekkt sósa þarna vestra þó sósuúrval sé þar annars bæði mik- ið og fjölbreytt. En remoulaði verður að vera til þegar halda skal íslenska pylsuveislu því þá er hægt að fá sér pylsu „með öllu“ og þá er hátíð í bæ. Fleira er líka á boðstólum þama en blessaðar pylsumar Og svignar langborð undan gómsætum rétt- um, sem félagskonur koma með, en margar þeirra virðast vera af- bragðs kokkar. Svo er drukkið kók og bjór og gleðin skín á hverri brá. Forsetakjörið á flötinni íslenski ræðismaðurinn í Los Angeles, Halla Linker, kemur á staðinn og hefur meðferðis skrautritað skjal með heillaóskum til íslendingafélagsins í tilefni dagsins frá Bradley borgarstjóra. Viðstaddir hafa gaman af þessu, enda er Bradley vinsæll borgar- stjóri og kann sýnilega að við- halda vinsældum. Halla Linker tekur einnig upp úr pússi sínu kosningagögn, og um miðjan dag hefst þama íslensk forsetakosn- ing á flötinni framan við Nans- ens-húsið undir Kalifomíusól. Þama gefst þeim, sem vilja og hafa íslenskan kosningarétt, kost- ur á að taka þátt í kosningunni um forseta lýðveldisins til næstu fjögurra ára. Notaðir eru sérstak- ir atkvæðaseðlar, sem menn setja síðan sjálfir í póst og senda til yfirkjörstjómar á íslandi. Ein í viðbót Svo lýkur kosningunni og knattspymuleikurinn er einnig til lykta leiddur. Enn er rabbað um heima og geima og íslenski fáninn blaktir við hún í þægilegum and- varanum. Sumir fá sér eina pylsu með öllu í viðbót. Að áliðnum degi tekur fólk síðan að tygja sig til heimferðar. Fáninn er tekinn niður Lokið er indælli, íslenskri þjóð- hátíð og útisamkomu, sem frá sjónarmiði þess, sem þekkir úti- samkomur á íslandi á ekkert skylt við íslensku samkomumar nema nafnið — og auðvitað pylsumar. Höfundur er hfjómlistarmaður. Sverrir Einar Egils- son - Kveðjuorð Það má með sanni segja að þess- ir dagar séu dagar saknaðar því að nú hefur minn ástkæri stjúp- faðir verið tekinn í burtu til þess staðar sem honum hefur verið fýrir- búinn af okkar góða hirði, Drottni Jesú Kristi. Manni finnst það vera mikil ráð- gáta þegar menn eru teknir héðan í burtu sem hafa ekki náð fullum aldri, en Guð veit hvað okkur mönn- £ -anum er fyrir bestu. Þegar tími Guðs er, þá er það besti tími, en seinna meir fáum við að skilja alla hluti og getum þakkað og séð það góða við allt og fengið að skilja leyndardóm lífsins. Það eru svo margar góðar endur- minningar sem ég gæti rifjað upp. Þá er einfalt dæmi hvað hann sýndi A hversu mikil manngæska var í hon- um, hvað hann reyndist móður minni vel í hennar sjúkdómum og erfiðleikum og hvernig hann gat annast okkur öll á kærleiksríkan hátt og hversu hann var gjafmildur og fús til þess að miðla því sem hann átti, því að hann gaf og hon- um var gefið. Frá honum streymdi aðeins það besta sem hægt er að hugsa sér í fari sérhvers manns, ávallt að hugsa um og elska náung- ann eins og sjálfan sig. Tveim þrem dögum fyrir andlát hans, þá hringdi ég í móður mína eins og ég geri oft, og þá heyri ég hann segja: „Leyfðu mér að tala við hann Eirík." Hann var nú ætíð mjög hógvær og var ég ánægður að hann skyldi vilja rabba við mig. Við áttum gott og ítarlegt samtal sem endurspeglaði þann frið og ánægju sem honum hafði hlotnast á lífsgöngu sinni hér á jörðunni og hvað hann var meyr og vildi fá að vera öllum allt og minnast allra þeirra sem áttu í erfiðleikum. í hvert skipti sem ég hitti hann síðustu skiptin, þá sá ég að hann var ekki við bestu heilsu. Ég gerði mér grein fyrir því að hann myndi yfirgefa okkur og það gæti skeð þá og þegar. Og þá sem trúaður maður, þá minntist ég þess að það besta, sem ég gæti miðlað honum, væri af minni reynslu sem trúaðs manns á Guðs Orð, að miðla því sem best væri, og það var að fela okkur öll í Guðs hendur. Þá man ég eftir því að við lásum saman Guðs Orð, báðum okkar himneska föður og ég lagði hendur mínar yfir hann og bað fyrir honum og bað þess að Jesús Kristur mætti koma inn í líf hans og fela anda hans, sál og líkama í hendur frels- ara okkar. Ég minntist þess og sagði að við ættum eftir að yfírgefa þessa jörð og fara til staðar, þar sem við myndum öll sameinast á ný. Úg það er okkar góði hirðir Drottinn Jesús Kristur sem mun koma okkur saman. Ég vil nota tækifærið og hvetja þig sem lest þessa grein að bjóða Jesú Kristi inn í þitt líf og eiga eilífa lífstryggingu, þ.e.a.s. eilíft líf, þar sem er enginn harmur né kvein, þar sem öll tár verða þerruð af augum okkar. Að lokum langar mig að vitna í fyrra Þessalóníkubréf, 4. kafla, vers 15 til og með 18: „Því að það segjum vér yður og það er orð Drottins, að vér sem verðum eftir á lífi við komu Drott- ins munum alls ekki fyrri verða en hinir sofnuðu, því að sjálfur Drott- inn mun stíga niður af himni með kalli, með höfuðengilsraust og með básúnu Guðs og þeir sem dánir eru í trú á Krist munu fyrst upp rísa, síðan munum vér sem eftir lifum verða ásamt þeim hrifnir burt í skýjum til fundar við Drottin í loft- inu. Síðan munum vér vera með Drottni alla tíma. Uppörvið því hver annan með þessum orðum." Blessuð sé minning stjúpföður míns, Sverris Einars Égilssonar. Eiríkur Rúnar Sigurbjörnsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.