Morgunblaðið - 23.08.1988, Page 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 1988
VEÐUR
MorgunblaOið/binar
Með hjólabretti í Þingholtunum
Heimild: Veðurstofa islands
(Byggt á veéurspá kl. 16.16 I gær)
V
/ DAG kl. 12.00:
VEÐURHORFUR íDAG, 23. ÁGÚST1988
YFIRLIT í GÆR: Við austurströnd Grænlands vestur af Snæfells-
nesi er 989 mb lægð sem grynnist heldur og þokast norðaustur.
Um 1.100 km suður af Hvarfi er 999 mb lægð sem dýpkar og hreyf-
ist austnorðaustur og síðan norðaustur. Lítið eitt kólnar í veðri.
SPÁ: Suður- og suðaustangola eða kaldi um mest allt land. Skúrir
um vestanvert landið, rigning é Suðaustur- og Austurlandi, en
þurrt á Norðausturlandi. Hiti 9 til 16 stig.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA
HORFUR Á MIÐVIKUDAG OG FIMMTUDAG:Norðlæg átt og held-
ur kólnandi. Rigning eða súld um norðanvert landið, en skúrir á
stöku stað syðra.
\ f %
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12:00 í gær að ísl. tíma
hhl veður
Akureyri 18 léttskýjað
Reykjavík 10 súld
Bergen 15 hálfskýjað
Helsinki 18 hálfskýjað
Kaupmannah. 18 skýjað
Narssarscuaq 5 rigningogsúld
Nuuk 5 rigning
Ósló 11 skúr
Stokkhólmur 19 skýjað
Þórshðfn 11 alskýjað
Algarve 28 heiðskírt
Amsterdam 18 léttskýjað
Barcelona 24 léttskýjað
Chlcago 19 alskýjað
Feneyjar 24 skýjað
Franlrfurt 17 skúr
Glasgow 15 láttskýjað
Hamborg 17 skýjað
Las Palmas 28 léttskýjað
London 17 skýjað
Los Angeles 16 léttskýjað
Lúxemborg 15 skýjað
Madríd 23 léttskýjað
Malaga 29 léttskýjað
Mallorca 27 léttskýjað
Montreal 11 úrkoma
Now York 17 heiðskírt
Parfs 17 skýjað
Róm 27 léttskýjað
San Diego 18 léttskýjað
Winnipeg 14 léttskýjað
Krafist gjald-
þrots O.N. Olsen
VÉLSMIÐJAN Oddi á Akureyri
hefur krafist þess að rækju-
verksmiðja O.N. Olsen á ísafirði
verði tekin til gjaldþrotaskipta.
Oddi á um 2 milljóna króna
kröfu á hendur rækjuverk-
smiðjunni og hefur reynt
fjárnám en árangurslaust .
Pétur Hafstein bæjarfógeti á
ísafirði sagði að þingað verði
vegna kröfunnar hjá embætti hans
næstkomandi föstudag. Geti for-
svarsmenn rækjuverksmiðjunnar
þá ekki greitt eða samið við Odda
komi til greina að kveðinn veðri
upp úrskurður um gjaldþrot. Að
sögn bæjarfógeta hafa honum enn
ekki borist aðrar kröfur í bú rækju-
verksmiðjunnar.
Að sögn Theódórs Norðkvist
stjómarmanns hjá O.N. Olsen er
staða fyrirtækisins erfíð en nú er
unnið að því að auka hlutafé fyrir-
tækisins. Verður ljóst í dag, þriðju-
dag, hvort þær tilraunir bera
árangur. Þá á fyrirtækið inni tugi
milljóna hjá verðjöfnunarsjóði sem
Theodór sagði brýnt að fá til að
leysa vanda fyrirtækisins, sem
væri hliðstæður því sem margar
rækjuverksmiðjur ættu nú við að
etja.
Starfsemi rækjuverksmiðju
O.N. Olsen hefur legið niðri um
nokkurra daga skeið eftir að raf-
magn var tekið af verksmiðjunni
vegna orkuskulda. Um 25 manns
vinna hjá O.N Olsen og er verk-
smiðjan ein hin stærsta sinnar
tegundar á landinu.
Þrjú innbrot í
Vesturbænum
11 rúður brotnar
í Seljaskóla
ÞRJÚ innbrot voru tilkynnt lög-
reglu að morgni mánudags. Litlu
var stolið en sums staðar valdið
miklum skemmdum.
Brotist var inn í bílaleiguna ALP
við BSÍ og bónstöð við hlið hennar.
Litlu var stolið en innbrotsþjófamir
svöluðu skemmdarfýsn sinni á mun-
um og innréttingum í fýrirtækjun-
um.
Brotist var inn í nýlenduvöru-
verslun að Ásvallagötu 19. Nokkrar
skemmdir voru unnar en einskis var
saknað. Loks var brotist inní ísbúð
við Hagamel 67. Þjófamir báru lltið
sem ekkert úr býtum.
Um miðnætti á laugardagskvöld
var lögregla kvödd að Seljaskóla í
Breiðholti. Þar höfðu verið brotnar
11 rúður en skemmdarvargamir
voru á bak og burt þegar lögreglan
kom á staðinn.
Miðlínan milli íslands og Grænlands:
Danir stugga við
rækjutogurum
DANSKA varðskipið Beskjtteren hafði afskipti af nokkrum íslensk-
um rækjutogurum um helgina. Voru togararnir að veiðum við miðlín-
una milli Grænlands og íslands norðvestur af Vestfjörðum, á Dorhn-
banka, og taldi Beskytteren að þeir væru Grænlandsmegin við línuna.
VUdi Beskytteren að þeir færðu sig austar. Stýrimaðurinn á Akurnes-
ingi hafði samband við Landhelgisgæsluna á sunnudag og spurði
ráða. Var honum, og öðrum á svæðinu, ráðiagt að fara að tilmælum
Beskytteren hvað þeir og gerðu.
Þröstur Sigtryggsson skipherra
hjá Landhelgisgæslunni segir að
hægt sé að nota tvær lórankeðjur
eða staðsetningarkeðjur á þessu
svæði og svo virðist sem önnur
keðjan mæli miðlínuna vestar en
hún er. Ekki munar þó miklu á
þeim, aðeins 1,5-2 sjómílum. Að
sögn Þrastar verða skipin að vera
með móttökutæki fyrirgervihnatta-
sendingar til að vera 100% örugg
á staðsetningunni og hafa sum skip
slíkan búnað innanborðs. Hvað óná-
kvæmnina í lórankeðjunum varðar
segir hann að hún geti verið til
komin vegna erfiðra móttökuskil-
yrða frá þeim stöðum sem senda
staðarákvörðunarpunktana út, svo
sem Vestijarða og Jan Mayen.
Skipstjórar rækjutogaranna sem
hér um ræðir reyna að halda sig
eins vestarlega og hægt er því svo
til engin rækja veiðist nú austan
við miðlínuna.
Vilja að við séum
mílu frá miðlínunni
— segir Óskar Kristjánsson skip-
stjóri á Akurnesingi
ÓSKAR Kristjánsson skipstjórí á
Akurnesingi, sem nú er á rækju-
veiðum á Dornbanka, segir að
danska varðskipið Beskytteren
vilji að íslensku skipin haldi sig
um mílu frá miðlínunni milli
Grænlands og íslands. Beskytter-
en stuggaði við nokkrum fslensk-
um skipum á sunnudag þar sem
varðskipið taldi þau vera vestan
megin við miðlfnuna.
Oskar segir að þeim hafí borist
tilmæli um að flytja sig austar og
var það gert eftir að samráð var
haft við Landhelgisgæsluna. Hefur
allt verið með kyrrum kjörum á mið-
unum síðan.
Að sögn Óskars eru nú 15 íslensk
skip á þessum miðum og nokkur
erlend vestan megin við miðlínuna.
Afli hefur enn sem komið er verið
mjög dræmur, en Óskar segir að
skipin vestan megin afli betur.
„Þessi samskipti okkar og Be-
skytteren voru I góðu. Um var að
ræða mismunandi útkomu á þeim
tveimur Lórankeðjum eða staðsetn-
ingarkeðjum sem notaðar eru en þar
á milli getur orðið allt að 2ja sjómílna
munur,“ segir hann.