Morgunblaðið - 23.08.1988, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.08.1988, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÖJUDAGUR 23. ÁGÚST 1988 Látúnsbarkakeppnin 1988 Hætti aldrei að syngja - segir Látúnsbarkinn 1988 Morgunblaðið/ K.G.A. Ólðf Ágristsdóttir, sem hreppti annað sætið i keppninni. Hún söng lagið Ég sakna þín eftir Gunnar Þórðarson. Langar að leggja sönginn fyrir mig - segir Ólöf Ágústsdóttir „Ég trúi þessu ekki og er engan veginn búinn að átta mig á þessu ennþá,“ sagði nýkrýndur Látúns- barki 1988, Arnar Freyr Gunn- arsson 21 árs, eftir keppnina á sunnudagskvöldið umvafinn vin- um og kunningjum, sem sam- fögnuðu honum ákaft. „Þetta breytir vonandi ekki miklu í minu lífi en ég hætti þó aldrei að syngja,“ sagði látúnsbarkinn ennfremur. Kærasta Arnars Freys sagðist aðspurð alveg eins hafa átt von á þvi að hann ynni og var að vonum ánægð þegar sigurinn var i höfn. Amar Freyr leikur á gítar og syngur í hljómsveit Bjama Arason- ar, sem vann látúnsbarkakeppnina í fyrra. Hann tók einnig þátt í keppninni þá, en varð að láta í minni pokann fyrir Bjama og komst ekki í úrslitin. í ár reyndi hann aftur og söng þá að sjálfsögðu lag- ið Reyndu aftur eftir Magnús Eiríksson. í þetta sinn kom hánn, sá og sigraði með þó nokkrum yfir- burðum, að sögn Jakobs Magnús- sonar, Stuðmanns. Amar Freyr sagði það án efa verða erfitt að standa undir titiinum eftir að félagi hans Bjami Arason hefði borið hann síðasta árið. „En ætli við hjálpum ekki hvor öðrum," bætti hann við. Bjami sagðist vona að næsta ár yrði jafn skemmtilegt hjá Amari Frey og undanfarið ár hjá honum sjálfum. Eins og kunnugt er varð látúnsbarkakeppnin í fyrra til þess að Bjami sló í gegn og síðan hefur hann verið önnum kafínn við að skemmta um land allt. Amar Freyr segist eiga sér þann draum að lifa eingöngu á tónlistinni í framtíðinni, en býst ekki við að það verði í nánustu framtíð, það væri þó aldrei að vita í framhaldi af þessari keppni. Undanfarin ár hefur hann unnið við kjötvinnslu. „ÞETTA breytir ekki miklu fyrir mig held ég, en gæti þó hjálpað manni svolítið við að komast áfram," sagði Ólöf Ágústsdóttir, sem varð í öðru sæti, i samtali við Morgunblaðið. „Ég er ánægð með úrslitin, en ég hélt að stelpa mundi vinna í ár. Arnar Freyr söng þó lagið mjög vel.“ Ólöf, sem er 22 ára Reykvíking- ur, keppti fyrir hönd Suðurlands. Hún sagði ástæðuna.fyrir.jryí vera þá, að hún hefur sungið mikið fyrir austan fjall með hljómsveitinni Kaktus. Hennar heimaslóðir í tón- listinni séu því á Suðurlandi. „Ég hef mikinn áhuga á því að leggja sönginn fyrir mig og fara utan til söngnáms," sagði Ólöf, „en það er ekkert ákveðið í þeim efn- um“. Auk söngsins hefur Ólöf áhuga á fyrirsætustörfum, út- saumi, sundi og líkamsrækt. Hún starfar um þessar mundir í Nýja Kökuhúsinu við Austurvöll. Morgunblaðið/K.G.A. Látúnsbarkarnir 1987 og 1988, Bjarni Arason og Arnar Freyr Gun- arsson. Látúnsbarkakeppnin í fyrra var stökkpallur til frægðar fyr- ir Bjama en nú á félagi hans úr Búningunum næsta. leik. Einn af Búning- um Bjama hlaut látúnsbarkann ARNAR Freyr Gunnarsson, fuU- trúi Vestfirðinga, sigraði í úr- slitum Látúnsbarkakeppninnar 1988, sem fram fór á Hótel ís- landi á sunnudagskvöldið. Þetta er í annað sinn sem keppnin er haldin en hún er sem kunnugt er fóstruð og fædd af Stuð- mönnum. Að sögn Jakobs Frímanns Magnússonar, Stuð- manns, sem var kynnir keppn- innar, sigraði Arnar Freyr með nokkrum yfirburðum. „Hann er vel að sigrinum kominn," sagði Jakob, „en hann átti þó í harðri keppni við 3-4 aðra um látúns- barkann". Arnar Freyr leikur á gítar og syngur með hljómsveit Bjaraa Arasonar, Búningunum, en Bjarai skaust upp á stjörnu- himininn í fyrra eftir að hafa sigrað í látúnsbarkakeppninni. Þeir föðmuðust félagamir þeg- ar Bjarni afhenti Amari sigur- launin, látúnsbarkann sjálfan, þegar úrslitin voru kunn. í öðru sæti varð Ólöf Ágústsdóttir, en Anna Mjöll Ólafsdóttir hreppti það þriðja. Leitin að Látúnsbarkanum 1988 hefur staðið yfír í sumar í sveitum landsins, en níu keppendur komust í úrslitin. Dómnefiidir sátu svo í kjördæmunum og gilti álit þeirra til hálfs á móti áliti aðaldómnefnd- ar, sem viðstödd var keppnina á Hótel íslandi. í dómnefndunum var tónlistarfólk eða áhugamenn í þeim fræðum, en í aðaldómnefnd sátu Björgvin Halldórsson, Sóley Jó- hannssdóttir, Sigrún Hjálmtýs- dóttir, Kristín Þorsteinsdóttir og Pétur Steinn Guðmundsson. Dóm- nefndarmenn voru ánægðir með frammistöðu keppenda og Diddú sagði að það væri ótrúlegt að margir þeirra væru að stíga sín fyrstu skref á söngbrautinni. Eftir að keppendur höfðu lokið Unnusta Araars, Krístrún Kristinsdóttir, fagnaði sigurvegaranum innilega. Reyndu aftur söng Arnar Freyr og er það i samræmi við það, að hann tók einnig þátt í keppninni í fyrra, en varð að lúta í lægra haldi fyrir félaga sínum Bjarna Arasyni. flutningi sínum við undirleik Stuð- manna var niðurstöðum dóm- nefnda safnað saman og svo talið niður eins og tíðkast í fegurðars- amkeppnumi, sigurvegarinn nefnd- ur síðast. í þriðja sæti varð Anna Mjöll Ólafsdóttir, dóttir Svanhildar Jakobsdóttur og Ólafs Gauks, og söng hún lag Jóhanns Helgasonar, Ég gef þér allt mitt líf. Ólöf Ágústsdóttir, sem söng lag Gunn- ars Þórðarsonar Ég sakna þín, náði öðru sæti. Og Amar Freyr, sem tók einnig þátt í keppninni í fyrra en varð að lúta í lægra haldi fyrir félaga sínum Bjama Arasyni og komst þá ekki í úrslit, reyndi aftur og kom, sá og sigraði með lagi Magnúsar Eiríkssonar, Reyndu aftur. Aðrir keppendur voru: Erla Friðgeirsdóttir, Karl Elvarsson, systumar Guðrún og Jónína Elíasdætur, Sólný Páls- dóttir og Elvar Sigurðsson. Leitin að látúnsbarkanum held- ur áfram. „Við ætlum í sveitimar á næsta ári í leit að næsta barka," sagði Jakob Magnússon eftir keppnina. -styg Morgunblaðíð/ K.G.A. Jakob Magnússon óskar Araari Frey Gunnarssyni. nýkrýndum Lát- únsbarka 1988, til hamingju. Á milli þeirra má sjá Ónnu Mjöll Ólafs- dóttur, sem varð í 3. sæti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.