Morgunblaðið - 23.08.1988, Blaðsíða 21
aður hinna mörgu sem er fyrirferð-
armestur og skiptir svo miklu máli
fyrir myndun nýs fjármagns. Þar til
kemur svo arður fyrirtækjanna ef
einhver er. Það liggur því í augum
uppi að taprekstur fyrirtækjanna er
í sannleika mjög óheillavænlegur. í
stað þess að mynda nýtt fjármagn,
sem þau gætu nýtt sér, þá éta þau
upp það sem fellur til annars staðar.
Með hinu nýja sparifé er hægt
að kaupa vélar og tæki, í stuttu
máli sagt, efla framfarir í atvinnu-
lífínu í einhverri mynd, byggja hús
og bæta samgöngur. Þannig eflir
spariféð framfarir og velmegun.
Lækkun vaxta er því meira en lítið
tvíeggjað sverð. í rauninni væri með
slíkri ráðstöfun óráðsíunni gefíð
undir fótinn, eins og ástandið er nú.
Aðstoð við bágstadda skuldara at-
vinnulífsins þyrfti að beina sem
mest að öðru frekar, og þá því að-
eins að þeir eigi sér lífvænlega
framtíð.
Myntfóturinn
Islenzka þjóðin beið mikinn ósigur
þegar hún neyddist til þess að hætta
að nota krónuna sem verðmæta-
mæli eða verðstuðul, en það gerði
hún með því að taka upp verðtrygg-
ingu samkvæmt vísitölu verðlags.
Með þeirri vísitölu var í rauninni
tekinn upp nýr myntfótur, því að
króna sem er ekki lengur sem króna
að verðmæti er ekki lengur mynt-
fótur, aðeins gjaldmiðill, eins og ég
hefí áður sagt.
Nú er verið að reyna að koma á
dagskrá að hætta einnig við þennan
verðstuðul, og taka upp enn annan
myntfót. Þrennt hefir verið minnzt
á í þessu augnamiði: Tengingu við
Bandaríkjadollar, tengingu við Evr-
ópumyntina, og svo gullmyntfót. Ég
tel þetta seinasta með, því að ég
tæpti á þeim möguleika í skrifum
mínum fyrir allnokkru.
Allar þessar tillögur reka sig á
sama vandann: Myntfætinum verður
að stjóma, sama hver hann er.
í frumstæðu þjóðfélagi án pen-
ingastofnana væru viðskipti með
gull sem gjaldmiðil ekki annað en
eitt form vöruskiptaverslunar. Mynt-
fóturinn væri ekkert vandamál.
Hann stjómaði sér sjálfur eins og
•hver önnur vara. Nauðsyn stjómun-
ar myndaðist um leið og myntin er
orðin gmndvöllur loforða peninga-
stofnana, kredit er komin til sögunn-
ar, lánsfjármyndun bankanna. Það
er því misskilningur að halda, að
með tengingu krónunnar við aðrar
myntir, eða með því að setja gull í
umferð, myndi vandamálið breytast
í einhverjum grundvallaratriðum.
Aðalvandinn er eftir sem áður sá
sami. Verðgildi krónunnar getur
aldrei að ráði orðið annað en hin
hliðin á verðlaginu. Verðlagið og
krónan er sami hluturinn séð frá
tveimur mismunandi hliðum. En
verðlagið ákveðst í höfuðatriðum af
kaupgjaldinu. Eins og vom þjóð-
félagi er háttað, þá ráða launþega-
samtökin verðlaginu. Þeirra er vald-
ið. Þau hafa kverkatak á þjóðinni.
Setjum sem svo að þjóðin tæki
upp dollarann í stað krónunnar.
Verkalýðsfélögin yrðu þá að hlýða
honum, með góðu eða illu. Fólkið
sem ekki vildi hlýða eigin mynt,
ekki krónunni, yrði nauðugt viljugt
að hlýða dollarnum. Þýðingarmikill
hluti uppskem mannanna sem varð-
aði ekki um þjóðarhag væri þá kom-
inn í hús. En sennilegasta niðurstað-
an, yrði einhverskonar jafntefli, það
er að segja langvinn stöðnun atvinn-
ulífsins með tilheyrandi atvinnu-
leysi, að öðm óbreyttu. Sama myndi
gilda um fullveðja gullmyntfót. Ekki
yrði hann mildari húsbóndi en dollar-
inn eða Evrópumyntin.
Verðbólguberserkirnir
Hafi einhveijum lesenda minna
fundist ég vera of berorður, jafnvel
harðorður um verkalýðshreyfinguna
og hennar forystu, þá geta þeir feng-
ið leiðréttingu, með því að lesa við-
tal í DV við Ásmund Stefánsson
forseta Alþýðusambands íslands
hinn 6. þ.m.
Ríkisstjómin hefir ekki boðað nein
samráð við verkalýðshreyfinguna,
og hún á engan fulltrúa í nýskipaðri
ráðgjafamefnd ríkisstjórnarinnar,
segir Ásmundur. Hann segir enn-
fremur að á fundi með rikisstjórn-
inni í maí hafi ýmislegt verið full-
komlega viðurkennt, þar á meðal að
vandinn væri ekki kaupið, heldur
óráðsían f efnahagslífinu, einnig
ríkisfjármálin, peningamálin og
MORQUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR i23, ÁGÚST 1988
21
svarti markaðurinn. Ennfremur
þyrfti að stokka upp í atvinnulífínu
svo að menn nái betri árangri með
minni tilkostnaði. Ríkisstjómin var
sammála okkur, segir hann, en vildi
ekki viðræður við okkur.
Ekki ég, sagði litla gula hænan.
Ásmundur talar í allar áttir, og sér
hvarvetna mikinn vanda. Hann horf-
ir aldrei í áttina heim, sem von er.
Þangað er útsýnið ljótt. Ráðherram-
ir jánkuðu fjasinu til þess að losna
við rifrildi, og kannski líka vegna
þess að ræðumennimir höfðu ekki
umboð þjóðarinnar til þess að leysa
málin, þeir neituðu því að fara til
og hjálpa mannætunum að stanga
úr tönnunum.
Síðan, segir Ásmundur, kemur
gengisfelling og kjaraskerðing.
Ríkisstjómin er á flótta, hagar sér
óskynsamlega, já, heimskulega. Ás-
mundur hefir náttúrlega ekki séð
hver það er sem hefir hrakið ríkis-
stjómina á flótta, og rekur flóttann,
né heldur hvort þjóðin sé sérstaklega
ánægð með það, að lýðræðislega
kjörin ríkisstjórn hennar sé hrakin
á flótta.
„Það helzt enginn friður í þjóð-
félaginu ef ríkisstjómin heldur
áfram á þessari braut. Það er full-
komlega ljóst." Samstaðan í verka-
lýðshreyfingunni kemur af sjálfu
sér, segir hann.
Hér talar maðurinn með valdið.
Hann er að segja að án hans leyfis
geti ríkisstjómin ekkert gert. Hann
hótar ófriði, það er að segja stríði.
Ásmundur sér ýmislegt ófullkom-
ið hjá mannfólkinu í þessu landi. Þar
af leiðandi væri nóg að gera, þótt
menn væru ekki að fást við þann
vanda sem verkalýðshreyfíngin hefir
skapað. Það væri flótti að takast á
við þau, og verði það gert, þá förum
við í stríð, segir Ásmundur. Hann
hótar ríkisstjórninni og þar með
þjóðinni stríði verði væntanlegar
ráðstafánir ríkisstjómarinnar fram-
kvæmdar.
Hver er svo þessi ríkisstjóm sem
haft er í hótunum við? Hún er valin
af Alþingi og'hefír traust þess. Og
hvað er svo Alþingi? Lýðræðíslega
kjörið löggjafarþing, kosið af þjóð-
inni. Það sem ríkisstjómin gerir er
því að framkvæma þjóðarviljann eins
og hann birtist við almennar-kosn-
ingar. Styijöld sú sem Ásmundur
boðar er því styijöld gegn þj<?ðinni,
hennar vilja, eftir því sem hægt er
að ganga úr skugga um hann með
almennum kosningum. En varðar
þá um þjóðarviljann sem ekki varðar
um þjóðarhag? Em menn almennt
reiðubúnir að sætta sig við fram-
ferði Ásmundar? Eiga þrýstihópamir
með hótanir sínar að ráða málum
þjóðarinnar? Eiga mennimir sem
ófarnaðinum hafa valdið að ráða
ferðinni? Er ekki kominn tími til að
taka í taumana?
NAMSMENN
ATHUGIÐ!
Ný hraðvirk, létt og
handhæg TA
Triump-Adler skrif-
stofuritvél á verði
skólaritvélar.
• Prenthraði 13slög/sek
• ”Lift off” leiðréttingar-
búnaður fyrir hvern staf eða
orð.
• 120 stafa leiðréttingarminni
• Sjálfvirk: miðjustilling
undirstrikun
feitletrun
auk ýmissa annarra kosta sem
prýða eiga ritvél rnorgun-
dagsins.
Komdu við hjá okkur eða
hringdu og fáðu frekari
upplýsingar.
Einar J. Skúlason hf.
Grensásvegi 10, sími 686933
Höfundur var áður um árabil
ráðunautur rikisstjórnarinnar í
efnahagsmálum og siðar banka-
stjóri Framkvæmdabanka íslands.
Umboösmaöurá
fslandi:
Bolholti 6.
Símar 68 74 80 og 68 75 80
Fjölbreytt námskeiðahald fyrir alla hefst í næstu viku.
Hvaða hópur hentar þér?
1 2 3 4
Ungar konur Ungar stúlkur og Bjóóum fyrirtækjum Sérhópar
á öllum aldri piltar 13-16 ára námskeiA fyrir Starfshópar
Snyrting starfsfólk sitt Saumaklúbbar
Hárgreiðsla Snyrting Framkoma
Framkoma Framkoma Kurteisi
Borðsiðir Fataval Símaþjónusta Snyrting
Fataval Hreinlæti Hreinlæti Framkoma
Hreinlæti Borösiðir KJæðnaður Borðsiðir
Gestaboð Mannleg samskipti Snyrting Gestaboð
Mannleg samskipti Ganga Mannleg samskipti Mannleg samskipti
5 6 7 8
Nýtt - Nýtt Stutt Herrar á ölium MódelnámskeiA
snyrtinámskeið aldri fyrir verAandi
Framkoma sýningarfólk
I. Föt og forðun Handsnyrting Fataval
Litgreining Húðhreinsun Hreinlæti 1. Ganga
Litakort Andlitssnyrting Snyrting Snúningaro.fl.
2. Andlitssnyrting Hárgreiðsla Sviðsframkoma
Litakassar Borðsiöir o.fl.
Mannleg samskipti 2. Upprifjun
Ganga framhald
Unnur Amgrímsdóttir,
framkvemdastjóri.
‘ FIMA*
Innrítun alla daga ísímum 687480 og 687580frá kl. 16-19.
Unnur Arngrímsdóttir, sími 36141.
Alþjóðleg umboðsskrifstofa.
28.078 augljós