Morgunblaðið - 23.08.1988, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 23.08.1988, Qupperneq 27
27 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 1988 40 refabænda. Landbúnaðurinn hefur og er að endurskipuleggja frameiðslumál sín. í þeim efnum hefur verið leitast við að draga úr framleiðslu hefðbundins landbúnað- ar til útflutnings en þess í stað að efla ný atvinnufæri sem fremur gætu selt framleiðslu sína erlendis. Slíkar breytingar á þúsund ára gömlum atvinnuháttum eru bæði viðkvæmar og vandasamar og auð- vitað ganga þær ekki fram án ein- hverra áfalla. Landbúnaðurinn á enn mikla möguleika á að ná fram breyttum framleiðslumarkmiðum, m.a. vegna þess að bændur landsins hafa í störfum sínum lagt inn á nýjar brautir bæði í hefðbundnum bú- rekstri og við uppbyggingu nýrra viðfangsefna í sveitum landsins. Hins vegar hafa félagasamtök land- búnaðarins og viðskiptakerfið, sem hann er tengdur, verið miklu seinni að átta sig á breyttum tímum. Vandinn í loðdýrabúskapnum er fyrsta alvarlega áfallið sem hefur hættur í för með sér gagnvart við- leitni landbúnaðarins til breyttra búskaparhátta. Það er við þessar aðstæður sem forystan má ekki bresta. Bændur landsins og forysta þeirra hafa nægan styrk til að hindra að þröngsýn banka- og sjóðakerfi lami viðleitni þeirra bænda, sem nú eiga í vök að veij- ast í ungum atvinnurekstri. í land- búnaði miðar því aðeins áfram að góður vilji bændanna sjálfra sé fyr- ir hendi. Þennan vilja eiga samtök landbúnaðarins— og landsfeðurnir — að efla. Á þessu sumri hefur það gagnstæða átt sér stað. Á því þarf. að verða skjót breyting ef ekki á illa að fara. Höfundur er þingmnður Sjálf- stæðisflokksins í Austurlnndskjör- dæmi. Morgunblaðið/Ámi Helgason Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur við mælingar í Helgafeilssveit. Landmælingar í Stykkis- hólmi og Helgafellssveit Stykkishólmi. PÁLL Einarsson jarðeðlisfræð- ingur hefir verið í Stykkishólmi og nágrenni tvö undanfarin ár ásamt aðstoðarmönnum og er með mælingar á staðsetningar- punktum Iandmælinga miðað við sjávarmál og gervitungl. Páll sagði að þessar mælingar væru athyglisverðar og sérstaklega beindust nú mælingar að Helga- felli, þar sem sá punktur liggur vel yfír sjávarmáli og hægt að byggja ýmsar niðurstöður á þeim mæling- um. Eftir mælingamar er svo unnið vísindalega úr verkefnum. - Ámi Kafarar í Hjálparsveit skáta í Hafnarfirði á æfingu, en sjóflokkur þeirrar sveitar mun aðstoða við námskeiðshaldið. Kafarar á námskeið í leitar- og bj örgnnarköfun NÁMSKEIÐ fyrir þá sem stunda köfun innan hjálpar- og björgun- arsveita verður haldið í lok mán- aðarins í Hafnarfirði. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt námskeið er haldið hér á landi og er kennt samkvæmt kröfum frá virtum alþjóðlegum björgunarsamtök- um (International Association of Dive Rescue Specialists — IADRS). Þátttakendur sem standast kröf- umar verða útskrifaðir sem björg- unarkafarar (PSD — Public Safety Divers) og fá þeir réttindi til að starfa sem slíkir innan björgunar- sveita. Námskeiðið er haldið á vegum Björgunarskóla Landssambands hjálparsveita skáta, LHS, og stend- ur það í 8 daga, hefst föstudaginn 28. ágúst og lýkur föstudaginn 2. september. Þátttakendur verða að hafa stundað köfun fyrir námskeið- ið, vera orðnir 20 ára og hafa til- skilda skyndihjálparkunnáttu. Leiðbeinendur verða Stefán Ax- elsson, Hjálparsveit skáta í Hafnar- firði, og Kjartan Hauksson, Hjálp- arsveit skáta á ísafirði, en þeir hafa kennsluréttindi í björgunar- köfun frá IADRS. Þátttökutilkynningar skulu ber- ast skrifstofu LHS. Hvar færðu yfir 150 tegundir af sófasettum á sama stað? Hvar færðu dýr sófasett, ódýr sófasett, venjuleg sófasett, óvenjuleg sófasett, lítil sófasett og stór sófasett? Hvar færðu frábær greiðslukjör, persónulega þjónustu, hámarks gæði og faglega ráðgjöf í þægilegu um- : hverfi? Svar: í Húsgagnahöllínni! Já, sértu í húsgagnahugleiðingum, þá sérðu það að þú getur ekki sleppt því að líta til okkar. Við tökum heim nýjar sendingar af vörum á hverjum degi. Húsgagnasýning alla daga REYKJAVÍK
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.