Morgunblaðið - 23.08.1988, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 23.08.1988, Blaðsíða 57
57 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 1988 Minning: Þóraiinn Krístjáns son símrítarí Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstýr deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. Er ég settist niður til að rita þessi fátæklegu kveðjuorð í minn- ingu míns elskulega föðurbróður Þórarins Kristjánssonar, eða Bloga eins og hann var jafnan nefndur, kom mér í hug þetta er- indi. Sannarlega finnst mér ekki of- mælt þó ég leyfi mér að segja að hann hafi getið sér góðan orðstír á jörðu hér, svo mörgum kostum búinn, sem hann var. Hógvær, hreinlyndur, hjartahlýr, um- hyggjusamur og dagfarsprúður og vakti virðingu og væntumþykju allra sem til hans þekktu. Hann var einnig gæddur einstakri kímnigáfu og hafði lag á að laða fram bros og vekja kátínu meðal samferðafólks jafnt í gráma hvers- dagsleikans sem og á gleðistund- um. Með Bloga er horfin sú kynslóð föðurættar minnar sem hann til- heyrði, því hann var sá seinasti fjögurra bræðra til að kveðja þenn- an heim. Þegar ég hugsa til baka þá ber hæst í minningu minni um Bloga þær stundir sem átti ég með hon- um sem smástelpa á heimili hans, ömmu og Tótu á Langholtsvegi. Þá voru hans eigin böm af bams- aldri og farin að fljúga úr hreiðr- inu. Þær vom ófáar helgamar sem ég dvaldi þama með þeim þrem og þá taldi hann frændi minn það ekki eftir sér að lesa fyrir mig eða stytta mér stundir á ýmsan hátt. Svo hlýddum við ævinlega á leikri- tið sem var fastur liður í dagskrá útvarpsins á laugardagskvöldum þessara ára. Ég efast um að hann hafi rennt grun í hve veglegan minnisvarða hann reysti sér í barnshuga mínum á þessum árum. Ennfremur minn- ist ég þess hve ólatur hann var alla tíð að lesa fyrir ömmu, en hún átti lengi við vanheilsu að stríða. Hann fór ekki varhluta af sorg- inni hann frændi minn því hann mátti lifa það að sjá á eftir kom- ungri eiginkonu og tveim dætrum í blóma lífsins á vit skaparans, sem var honum afar þungbært. En hann átti því láni að fagna að eignast lífsförunaut á ný. Fyrir um það bil aldarfjórðungi síðan, gekk hann að eiga eftirlifandi eig- inkonu sína, Matthildi Þórðardótt- ur. Hún hefur veitt honum mikla lífsfyllingu og gleði svo hress og glaðvær sem hún er. Síðari árin var hún honum stoð og stytta er heilsu hans tók að hraka og annað- ist hann af mikilli fómfysi til hinstu stundar. Hann var mikill tónlistarunn- andi hann Blogi frændi og lék bæði á píanó og knéfiðlu. Þó ég hafi varla haft mikið vit á, þá man ég er hann æfði kammertónlist með nokkrum félögum sínum, sem ég kann ekki að nafngreina, það þótti mér ofsalega flott. Ekki fannst mér síður gaman er hann og pabbi tóku lagið sam- an, sem var því miður allt of sjald- an. Sem kunnugt er hafa böm hans erft listhneigð hans sem og móður sinnar og nú hafa barnabörn hans fetað í fótspor þeirra og hasla sér nú völl á sviði tónlistar og leiklist- ar. Hefur það vafalaust glatt hjarta frænda er sonarsonur hans þreytti frumraun sína í hljómsveit- arstjórn á nýafstaðinni listahátíð, þar sem meðal annars var flutt verk eftir son hans. Að leiðarlokum er mér efst í huga þakklæti fyrir að hafa átt Bloga fyrir frænda, fengið að kynnast honum og öllum hans mannkostum og gæsku. Fjölskylda mín og ég vottum ástvinum hans öllum okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minningin um góðan dreng. Anna Kristjánsdóttir Þegar Þórarinn var borinn í þennan heim á Seyðisfirði árið 1906 var sá staður á ýmsan hátt merkilegur og sérstakur. Ritsím- inn á Seyðisfirði var tekinn í notk- un það ár, og augljóslega hlaut sá atburður að marka sín spor í sögu bæjarins og móta viðhorf ungs fólks á staðnum í næstu framtíð. Um þær mundir var Seyð- isfjörður á ýmsan hátt mjög al- þjóðlegur bær vegna tíðra skipa- koma að utan og svo vegna ritsí- mans. Algengt var, að notaðar væru franskar kveðjur og ávarps- orð, en kurteisisvenjur báru þess merki, að Seyðisfjörður var ekki einangraður afdalabær. Þetta er það umhverfi, sem mótað hefur bernsku Þórarins Kristjánssonar og gefið honum það veganesti, sem entist honum alla ævi. Þórarinn var sonur Kristjáns Kristjánssonar, héraðslæknis á Seyðisfirði og konu hans, Kristínar Þórarinsdóttur. Þau áttu indælt menningarheimili og eignuðust þau hjónin fjóra syni. Þeir voru auk Þórarins, Kristján, Ragnar og Gunnar, en þeir eru nú allir látn- ir. Örlögin hafa hagað málum þannig, að fjölskylda Þórarins eða Bloja, eins og hann gjaman var nefndur, tengdist fjölskyldu minni á margvíslegan hátt í gegnum tíðina. Þótt í einn tíma virtist sem sambönd myndu rofna, kom ætíð örlagavefurinn nýspunninn með ný bönd. Þess vegna hef ég átt þess kost að kynnast Bloja og fjöl- skyldu hans frá fleiri en einu sjón- arhomi. Kristján, faðir Bloja, var skóla- félagi og vinur afa míns heitins Jónasar Kristjánssonar læknis og var nafns hans margsinnis að góðu getið svo ég mátti heyra í minni bernsku. Bloji hóf störf við símrit- un á Seyðisfirði sautján ára gam- all, en fluttist síðan til Reykjavíkur árið 1926 og hóf þá störf við Rits- ímann í Reykjavík, en þar starfaði hann alla tíð þar til að starfsævi hans lauk. Á vinnustað var Bloji annálaður sjentilmaður og vel lát- inn af starfsfélögum Bloji hóf búskap í Reykjavík og kvæntist Öldu Möller leikkonu. Þau hjónin eignuðust þijú börn, Leif tónskáld, Kristínu Ónnu leik- konu og Sigríði Ásdísi meina- tækni. Kristín Anna lést á síðasta ári. En hamingjan og sorgin eru af sama meiði, og Bloji missti eig- inkonu sína árið 1948, en þá voru börnin, þau eldri, rétt á unglings- aldri. Móðir Bloja, Kristín Þórar- insdóttir, tók að sér heimilishald hinnar vængbrotnu ijölskyldu ásamt systur sinni, Þórunni, en það stóð í um tuttugu ár. Móðir mín og Alda Möller voru miklar vinkonur og minnist ég ýmissa atvika frá þessum tíma, en sem barni risti skilningur minn ekki djúpt. Tónlist og aðrar fagrar listir voru ætíð í hávegum hjá fjölskyldu Bloja. Hann stundaði nám um nokkurra ára skeið sem óregluleg- ur nemandi í Tónlistarskólanum í Reykjavík og lék á hnéfiðlu. Á seinni árum greip hann oft til hljóðfærisins. Tæpast þarf að minnast á Öldu og börnin, sem voru ogeru landskunnir listamenn. Árið 1968 kvæntist Þórarinn Matthildi Þórðardóttur, ekkju föð- ur míns og stjúpu minni. Þau áttu indælt heimili og gestrisni og hlý- hugur ríkti í hvívetna, en mjög gestkvæmt var þar yfirleitt. Mín frásögn af síðustu tuttugu árum Bloja er líklega nokkuð lituð af okkar sameiginlega áhugamáli, sem er laxveiði. Ofáar eru þær ferðimar, sem við höfum farið til glímu við fiskinn afturmjóa, sem stiklar steina og fossa. En einmitt þá kom vel í ljós hvem mann Bloji hafði að geyma. Tillitssemin við veiðifélaga og virðing fyrir dreng- skap og heiðarlegum leikreglum vom svo af bar. Það litla sem ég kann í þeim efnum hef ég af hon- um lært. Nýlega sá ég, að hengd hefur verið upp mynd af honum á skrifstofu Stangveiðifélags Reykjavíkur. Árið 1969 var Bloji gerður að heiðursfélaga Stanga- veiðifélags Reykjavíkur. Þórarinn hefur verið félagi í Oddfellow-reglunni frá 1950. Við- mót hans var alla tíð sérlega hlýtt og kurteist og síst til þess fallið að framkalla það, sem nefnt er streita og flestir reyna að forðast en með misjöfnum árangri. Þessi eiginleiki hans átti sinn þátt í því, að heimili hans og Matthildar konu hans var eins gestkvæmt og raun bar vitni, en auk þess einkenndist það af miklum myndarskap. Síðustu tvö árin hafa verið þeim hjónum erfið eftir að heilsa Bloja fór að gefa sig. En fram til hins síðasta hélt hann sinni stillingu og prúðmennsku. Ég vil fyrir mína hönd og fjöl- skyldu minnar færa ekkju Þórar- ins og börnum ásamt bamabörn- um sem og öðrum nákomnum hugheilar samúðarkveðjur. Bles- suð sé minning góðs drengs. Jónas Bjarnason í dag, þriðjudaginn 23. ágúst, verður kvaddur hinstu kveðju Þór- arinn Kristjánsson fyrrverandi eft- irlitsmaður með símritun við ritsímann í Reykjavík. Þórarinn fæddist á Seyðisfirði 26. október 1906. Hann hóf störf hjá Landsímanum í heimabæ sínum 1923, en til Reykjavíkur fluttist hann 1926 og hóf störf við ritsímann. Þórarinn var tvíkvæntur. Fyrri konu sína, Öldu Möller, missti hann 1948. Þeim varð 3ja barna auðið. Seinni kona hans er Matt- hildur Þórðardóttir. Þau gengu í hjónaband 7. desember 1968. í langvarandi veikindum hefur Matthildur verið hans stoð og stytta. Þórarinn var maður prúður og hógvær í framkomu og hvers manns hugljúfi. Við starfsfélagar hans kunnum einnig vel að meta létta gamansemi hans. Sem starfs- maður reyndist hann vera bæði vandvirkur og ábyggilegur. Við leiðarlok kveðjum við hann með söknuði og óskum honum velfarnaðar á nýjum vegum guðs um geim. Eiginkonu hans, börnum og fjöl- skyldu vottum við innilega samúð. Fh. samstarfsmanna. Jónas Guðmundsson Ólafur Eyjólfsson UlfFtlUII KOSTUR FYRIR ÞIG lafót 1.995.' 1.290.' 995.- KAUPFELÖGIN UM LAND ALLT!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.