Morgunblaðið - 23.08.1988, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.08.1988, Blaðsíða 18
í 18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 1988 Skammt er stórra högga í milli eftirJóhann Þórðarson Síðan lög nr. 46/1985 um fram- leiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum tóku gildi ásamt eftirfar- andi reglugerðum, sem samdar voru á grundvelli þeirra, hafa far- ið fram miklar umræður um þau er snerta kosti þeirra og galla. Eins og kunnugt er var bændum með reglugerðarákvæðum skammtaður framleiðsluréttur á kjöti og mjólk, þar sem eigi var talinn nægjanlegur markaður fyrir þessa vöru. Eins og að því var staðið við skömmtun á þessum framleiðslu- rétti var vegið mjög að þeim sem minnst búin höfðu og máttu ekk- ert missa til þess að geta lifað af búum sínum. Sér í lagi var harka- lega og ómaklega vegið að þeim, sem þegnskap höfðu sýnt og voru búnir að draga úr framleiðslunni fyrir viðmiðunarárin 1984/1985 eða dregið höfðu úr framleiðslu af einhveijum öðrum ástæðum. Til að mæta þessari tekjuskerð- ingu lofuðu stjómvöld því og lýstu yfír að reynt yrði af fremsta megni að gefa bændum kost á nýjum atvinnutækifærum í sínu byggðar- lagi til að koma í veg fyrir stór- fellda byggðaröskun í landinu. Til að drýgja tekjur sínar hafa bændur unnið á haustin við slátrun á búfé sínu í hinum ýmsu slátur- húsum víða um land, enda oft erf- itt að fá góðan mannskap í slík störf, þar sem hér er um tíma- bundna vinnu að ræða, enda flest vinnufært fólk í föstum störfum allt árið. Umsvif í kringum slátur- hús, þó lítið sé, eru talsverð og bjóða upp á nokkra vinnu. Sam- kvæmt þessu hafa hin smærri slát- urhús, a.m.k. víða um land, verið mönnuð af bændum og fólki bú- andi í nágrenni þeirra. Fram hefur komið í umræðum um þessi mál að sumir bændur hafí um ijórða- part af árstekjum sínum vegna vinnu við sláturhúsin og aðra vinnu í sambandi við þau. Hafa menn því haft í huga og vonað að úrvinnsla á þessu heima- fengna hráefni ykist frekar en hitt og að stjórnvöld stæðu með fólkinu í því að koma slíkri starfsemi í viðunandi horf. Það kemur því eins og hnefa- högg í andlit þessa fólks, sem hefur fram að þessu haft góða atvinnu við þessi sláturhús, þegar tilskipun kemur úr hinu háa land- búnaðarráðuneyti að nú skuli af- nema og þurrka út meiripartinn af sláturhúsum í landinu og jafn- framt skuli skattleggja bændur, þ.e. með því að taka ákveðið gjald af innleggi þeirra, og nota það til að stuðla að því að svipta þá at- vinnunni. Nú telja stjómvöld ekki þörf á því að bjóða bændum og fólki í hinum dreifðu byggðum aukin atvinnutækifæri. Hér fínnst mér vægast sagt vegið aftan að mönnum á ódrengilegan hátt. Ljóst er að ef hugur hefði fylgt máli, þá hefði átt að veija fé til að byggja þessa starfsemi upp, þannig að hún kæmi að hluta til í staðinn fyrir skerðingu á fram- leiðsluréttinum. Með fækkun sláturhúsanna er ljóst að það hefur þau áhrif að það dregur mjög úr sölu á afurðum sláturfjárins, þ.e. kjöti og slátur- mat. Astæðan fyrir því er sú, að víða um land heftir það verið venja hjá fólki að kaupa afurðir þessar í sláturhúsi staðarins og þá í veru- legu magni. Hér er um að ræða ákveðna hefð eða vana hjá okkur, sem allir vanir sölumenn, sem hafa vit á sölumennsku, reyna að hagnýta sér. Sölumaðurinn reynir ekki að breyta neysluvenjunum, hann reynir að halda þeim við til hins ítrasta um leið og hann leitar nýrra markaða. Annað er engin sölumennska. Með því móti að við fáum að kaupa vöru þessa í slátur- húsi, þá gefst okkur möguleiki á að velja kjötið eftir okkar eigin dómgreind og þurfum ekki að láta segja okkur hvað við viljum, en sem betur fer er stór hópur neyt- enda sem þekkir hvað er gott kjöt og hvað er lélegt. Ég hef persónu- lega alltaf átt þess kost að kaupa kjöt úr litlu sláturhúsi úti á landi svo og aðrar sláturafurðir, og hef- ur mér reynst það afburða vel, enda vinnur þar vant starfsfólk, og bera vörur frá þessu húsi þess merki að þar er viðhaft mikið hreinlæti. Að sjálfsögðu hefur það einnig áhrif á mig að vita hvaðan af landinu kjötið er. Nauðsynlegt er fyrir okkur að fá að sjá kjöt- skrokkana heila hangandi á rá áður en við festum kaup á kjötinu. Það eru ýmsir þættir, sem hafa þama mikið að segja fyrir okkur sem viljum fá „íslenskt dilkakjöt", þ.e. af dilkum, sem lifað hafa á villtum gróðri án fóðrunar á ein- hveijum gerviefnum hvað þá held- ur hormónagjöf. í þessu sambandi vil ég benda á stórmerka grein, sem birtist í Morgunblaðinu 1. maí 1982 eftir dr. Sigurð Péturs- son gerlafræðing. Þar segir hann m.a.: „íslenskir bændur framleiða margan góðan mat og ein helsta og verðmætasta matvaran er dilkakjötið, eftir að fráfærur lögð- ust niður. Aður fyrr var það sauða- kjötið, sem bar af, en fráfærulömb þóttu léleg til frálags . . .“ Síðan kemst hann svo að orði: „Á ís- landi er lítið um veiðidýr, aðeins nokkrar tegundir fugla, einkum ijúpa og svo fáein hreindýr. Líta má svo á að íslensku dilkamir nálgist mjög þessi villtu dýr. Mæð- ur þeirra hafa að vísu verið fóðrað- ar innanhúss um meðgöngutí- mann, en lömbin sjálf, þeir eigin- legu dilkar, fá aldrei aðra fæðu en móðurmjólkina og grænt grasið beint af jörðinni. Framleiðsla dilkakjöts er því alveg sérstæð búgrein, sem við megum alls ekki missa, né heldur spilla af fljót- fæmi og fégræðgi". Grein dr. Sig- urðar er mjög svo lærdómsrík og teldi ég nauðsynlegt að þeir sem eru að fást við veigamiklar breyt- ingar í meðferð á „íslensku" dilka- kjöti, sem skerðir hin séríslensku einkenni þess, ættu að kynna sér grein þessa, sem ber yfírskriftina „Vísindi og vélabrögð". Með fækkun sláturhúsa og síðan með beinni afleiðingu þess, minnkandi sölu á sauðfjárafurð- um, þarf að grípa til frekari skerð- ingar á framleiðsluréttinum, sem þýðir frekari erfíðleika og frekari fólksflótta. Er það það sem stjóm- völd vilja? — Allt virðist benda til þess með þessum aðgerðum. Þama er vegið að mönnum frá mörgum hliðum. Með því að fækka sláturhúsum er ljóst að sláturtíminn lengist, ekki síst þar sem erfitt hefur reynst að manna stóru slátur- húsin, enda ljóst að það fólk sem unnið hefur í sláturhúsunum í sinni heimabyggð fer ekki í atvinnu langan veg, enda þurfa bændur oft að sinna einhveijum störfum heima hjá sér jafnframt slátur- húsavinnunni. Ég vil og benda á það sem oft vil! gleymast að við búum á íslandi og veður og færð getur spillst þegar líða tekur á haustið — stjómvöld ráða ekki ennþá yfír veðurguðunum. Þetta hefur það í för með sér að bændur þurfa að hafa sláturféð í vörslu og í sumum tilvikum þarf að setja það í hús og á gjöf. Með þessu móti spillum við kjötinu, kjötið verður þurrt og vont. Að auki vil ég benda á að með lengingu slát- urtíma er hætta á að af kjöti af hrútdilkum fari þá að koma hrúta- bragð, sem við neytendur viljum ekki — með þessu er búið að spilla hráefninu. Ef geyma þarf sláturfé lengi eftir að það kemur af fjalli þá er oft nauðsynlegt að bólusetja það til að koma í veg fyrir að það fái einhveijar pestir og með því höldum við áfram að skemma gott hráefni. Öllu þessu til viðbótar hefur fækkun sláturhúsa það í för með sér að flytja þarf féð langar leiðir, flutningar þessir þreyta sláturféð, sem um leið kemur fram á kjötinu til hins verra. í þessu sambandi vil ég benda á grein í árbók land- búnaðarins frá 1985 bls. 269, en þar er að fínna kafla úr grein eft- ir Guðjón Þorkelsson, en þar seg- ir: „Langvinn ofreynsla fyrir slátr- un getur tæmt orkuforðann í vöðv- um dýranna. Þreytandi flutningar, blöndun saman við ókunn dýr, langur sveltir og slæm meðhöndl- un geta haft slík áhrif. Við slátrun er því lítið af efnum til að bijóta niður, lítil mjólkursýra myndast og endanlegt sýrustig verður hærra en 6,2. Kjötið verður þurrt, stíft og dökkt. (Á ensku Dark, fírm and dry, DFD). DFD-kjöt hefur lélegt geymsluþol, meymar illa en hentar vel í unnar kjötvörur, því það bindur mjög vel vatn. Mér er það persónulega kunn- ugt að þessi áhrif koma greinilega í ljós, ef fé lendir í hrakviðram og þarf að vera í mikilli pössun fram að slátran. Ég held að ég sé að fara með það rétt, að Þorvaldur í Síld og físk, sem á svínabú, slátrar sínum svínum á staðnum í eigin slátur- húsi, án þess að þurfa að flytja gripina langar leiðir til slátranar, lét hann þess getið á vörasýningu, er hann var að auglýsa vöru sína. Ljóst er að hann hefur talið það vera sérstakan gæðastimpil. Hér er um að ræða þaulvanan mann í meðferð matvæla, er með áratuga reynslu á því sviði. Ég bendi á þetta sem eitt af mörgum dæmum, sem verka til hins verra með fækkun slátur- húsanna. Því er lýst yfír af landbúnaðar- ráðuneytinu að með því að fækka sláturhúsunum, þá verði hægt að lækka sláturkostnaðinn veralega og þar með áð lækka kjötverðið til hagsbóta fyrir framleiðendur og neýtendur. Já, stórar era gjafír yðar. Hafa stóra sláturhúsin, þau era nokkur til, skilað umtalsverð- um hagnaði undanfarin ár? Hafa þessi hús selt okkur neytendum ódýrara kjöt en þau minni? Hafa þessi hús stórar fjárhæðir í kass- anum vegna hagkvæms reksturs á stóra einingunni? Ég held að rétt sé hjá þeim ráðuneytismönn- um að athuga þetta áður en kom- ið er með einhveijar stórar yfirlýs- ingar. I þessu sambandi vil ég benda á grein eftir Gunnar Guðbjartsson í búnaðarblaðinu Frey nr. 23 — 24. desember 1976, þar fjallar hann um þessi mál, þar kemur m.a. fram að stóra og nýju slátur- húsin eigi mun erfíðara með að skila grandvallarverði til bænda en þau minni. Okkur er tamt að bera okkur saman við stóra einingamar er- lendis. Nýja-Sjáland er því nær- tækt dæmi í þessu sambandi. í grein Jóns Viðars Jónmundssonar í árbók landbúnaðarins 1985, kem- ur fram á bls. 237 að á Nýja- Sjálandi sé um 70 miiljón fjár og Jóhann Þórðarson „Því er lýst yf ir af land- búnaðarráðuneytinu að með þvi að fækka slát- urhúsunum, þá verði hægt að lækka slátur- kostnaðinn verulega og þar með að lækka kjöt- verðið til hagsbóta fyr- ir framleiðendur og neytendur. Já, stórar eru gjafir yðar.“ að á meðalbúi séu um 2.500 fjár. Á bls. 239 segir hann: „ . . . Haustið 1985, eftir að verðfall það var orðið á afurðum bænda, sem áður er rætt, var stað- an sú að bændur greiddu í slátur- kostnað sem svaraði minnst helm- ingi af brúttóverði dilkanna. Fyrir fullorðnar ær var ástandið þannig að bændur gátu reiknað með að fá reikning frá sláturhúsunum vegna slátranar á ánum.“ í grein þessari kemur fram að einungis sé um að ræða 40-50 sláturhús á Nýja-Sjálandi. Stóra rekstrarein- ingin gefur ekki þama góða raun. Þannig að það verður nokkuð langt í land að landbúnaðarráðu- neytið geti lækkað sláturkostnað- inn fyrir okkur neytendur. Skv. reynslu Ný-Sjálendinga ætti kjötið að hækka með tilkomu stóra slát- urhúsanna, enda kemur það fram hjá okkur íslendingum eins og ég gat hér um.að framan að stóra sláturhúsin séu óhagkvæmari í rekstri hér, þegar búið er að taka alla liði inn í dæmið. Það er einn- ig ljóst, lítill hópur neytenda vill fá kjöt af nýslátraðum gripum sem lengstan tíma ársins, það er utan hins venjubundna sláturtíma, t.d. á páskum og fyrir jól, til að sinna óskum þessa hluta neytenda hlýtur að vera ódýrara að hafa lítil slátur- hús en stóra húsið er mun þyngra í vöfum. Ég vil skjóta því hér inn í að ég vona að þeir sem sjá um kjötsöluna blandi ekki þannig framleiddu kjöti saman við „íslenska dilkakjötið", það gæti orðið til að spilla stóram markaði. Ég vil bæta því hér við að selja sem mest af kjötinu í sláturhúsi, þá er neytandinn kominn með vör- una í frystikistuna eða frystihólfíð og neytir því óhjákvæmilega meira af vöranni. Ég bendi einnig á að með þessu sparast mikil vinna, það sparast dýr geymslukostnaður svo og fjármagnskostnaður, en honum má vart gleyma nú á tímum, hann tekur stóran hluta til sín. Ég sá einhverstaðar í blöðum eða blaði að félag ungra framsókn- armanna í Strandasýslu hafí á fundi 1. maí sl. skorað á ráðherra og þingmenn Framsóknarflokks- ins að standa vörð um atvinnu- tækifæri fólksins í landinu með því að treysta afkomu atvinnuveg- anna og fyrirtækja landsmanna. Er svar landbúnaðarráðherra við þessari áskoran á þá leið að byija á því að leggja niður stóran hluta af sláturhúsum víða um land og svipta fólki þeim atvinnutækifær- um, sem þau hafa gefið. Vægast sagt er þetta nokkuð kaldhæðnis- legt. Ein af þeim ástæðum, sem rétt- læta eiga fækkun sláturhúsa, er sú, að húsin uppfylli ekki kröfur heilbrigðisyfírvalda. Það eitt sér réttlætir ekki að svipta eigi fólk atvinnu sinni. Hér á að grípa inn í og lagfæra húsin. í það ber frek- ar að leggja fram fé heldur en að veija fjármagni. til að leggja at- vinnufyrirtækin niður öllum til tjóns. Hins vegar ber að varast að fara um of eftir ráðleggingum erlendra hvemig skuli 'að því stað- ið, a.m.k. á meðan þeir kaupa ekkert af okkur. Við höfum átt mannskap, sem kunnað hefur að fara með þessa vöra og vonandi helst okkur á þeim mannskap áfram, ef stjómvöld koma ekki í veg fyrir það. Að sjálfsögðu eigum við að vera með sláturhús áfram, sem uppfylla þau skilyrði sem krafist er, en að sjálfsögðu verður þá að vera einhver markaður fyrir þessa vöra. Ég er hins vegar engan veginn viss um að við séum tilbúnir að samþykkja fyrir okkar smekk þær kröfur sem útlendingar gera. Ég vil nefna dæmi um það hvemig standa á að slátran á laxi, sem á að fara á erlendan markað, en þar er aðalatriðið að ekki sjáist á hreistrinu á fískinum, þegar hann kemur til neytandans. Til að ná þessu takmarki er laxinum gefíð inn svefnlyf þannig að hann dofn- ar og hægt er að taka hann úr vatninu án átaka. Við íslendingar leggjum hins vegar meira upp úr gæðum físksins sjálfs, við viljum sleppa svefnlyfínu og látum okkur minna skipta roðið, þar sem við étum það ekki í flestum tilfellum. Að vísu er talið að áhrif lyfsins fari úr fískinum um leið og blóðið rennur úr honum. Hins vegar held ég að til þess að áhrif lyfsins verki á viðkomandi dýr, að þá þurfí áhrif þess að hafa farið úr blóðinu í hina ýmsu vegi í líkama dýrsins til þess að deyfíngaráhrifin verki. Þama er sláandi dæmi um mis- munandi kröfur neytendanna. Ekki alls fyrir löngu kom fram í fjölmiðlum að einhver erlendur sérfræðingur, sem var að gefa okkur ráð varðandi hreinlæti í slát- urhúsum, legði til að nauðsynlegt væri að setja flugnanet fyrir alla glugga í sláturhúsum tiljiess að flugur kæmust ekki inn. Eg lærði það í barnaskóla að flugur væra með misheitt blóð og af þeim sök- um hefðu þær hægt um sig þegar hitastig er lágt og legðust síðan í dvala. Nú má vera að með flugna- neti mætti hindra að einhveiju marki að flugur kæmust inn í slát- urhúsin. Ég vil samt benda á að sláturtíð á íslandi hefst ekki al- mennt fyrr en um miðjan septem- ber, en hitastig á íslandi er yfír- leitt orðið það lágt vegna hnatt- stöðu, þegar komið er fram í sept- ember að flugur era ekki mikið á sveimi. Til viðbótar þessu er hita- stig í sláturhúsum og einnig físk- vinnsluhúsum það lágt að flugur hafa ekki mikinn áhuga á að fara þama inn. I þessum húsum er reynt að hafa hitastigið lágt og þá m.a. vegna smærri lífvera, sem gætu verið sýnu hættulegri en flugur, en þar kemur flugnanetið ekki að gagni. Kröfur sem þessar era fáránleg- ar, ekki síst þegar tekið er mið af íslenskum aðstæðum, og geta verið varasamar að því leyti til að ef til vill stór og veigamikil atriði geta gleymst hvað hreinlæti snert- ir. Ég vil að lokum hvetja alla þá, sem hafa hagsmuni af rekstri slát- urhúsa, og aðra þá, sem eiga óbeina hagsmuni af rekstri þeirra, að standa nú saman og hrinda frá sér þessari árás á atvinnumögu- leika þeirra. Hugsið á þann veg að þó að ykkar atvinnufyrirtæki fái að standa áfram í bili á meðan verið er að koma öðrum fyrir katt- amef, þá kemur röðin að ykkur næst. Það sem kórónar þetta allt sam- an er svo það að bændumir era sjálfír skattlagðir til að standa undir kostnaði við að vinna að því að eyðileggja þeirra eigin fyrir- 15. ágúst 1988. Höfundur er héraðsdómslögmað- ur í Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.