Morgunblaðið - 23.08.1988, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 23.08.1988, Blaðsíða 41
'iYiJÍJA 6S flUOACrit.íi'iQ .(HilA.. <lðlii)jl014 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 1988 Oí 41' ^ WERBLOÐ Á FÖSTÚDÖGUM 3S|lS ðjMHBS jWgjí!sUs-í Greinargerð vegna ráðning- ar í stöðu sparisjóðsstjóra hjá Sparisjóði Norðfjarðar MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi gTeinargerð frá Jafnréttisráði: „Með bréfi, dags. 28. júní 1988, fór jafnréttisnefnd Neskaupstaðar fyrir hönd Klöru ívarsdóttur þess á leit við Jafnréttisráð að ráðið kann- aði hvort gengið hefði verið fram hjá Klöru Ivarsdóttur vegna kyn- ferðis við ráðningu í stöðu spari- ssjóðsstjóra hjá Sparisjóði Norð- fjarðar, sbr. 7. gr. laga nr. 65/1985 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Umsækjendur um stöðuna voru: Klara Ivarsdóttir, settur spari- sjóðsstjóri hjá Sparisjóði Norðfjarð- ar, Sveinn Ámason, flármálastjóri hjá bæjarsjóði Neskaupstaðar. í stöðuna var ráðinn Sveinn Ámason. Málavextir Staða sú sem hér um ræðir mun ekki hafa verið auglýst laus til umsagnar og ekki mun vera búið að taka ákvörðun um frá hvaða tíma í hana verður ráðið. Með bréfí, dags. 6. júlí 1988 til stjómar Sparisjóðs Neskaupstaðar óskaði Jafnréttisráð eftir upplýsing- um um menntun og starfsreynslu umsælqenda og upplýsingum um hvaða sérstöku hæfíleika sá hefur til að bera sem í stöðuna var ráð- inn, sbr. 7. gr. laga nr. 65/1985. í bréfí, dags. 27. júlí 1988 sem undir- ritað er af Reyni Zoega, formanni f.h. stjómar Sparisjóðs NorðQarðar og fylgiskjölum með því bréfi koma fram eftirfarandi upplýsingar um umsækjendur: Ktara ívarsdóttir: Hún lauk ungl- ingaprófí frá Gagnfræðaskóla Nes- kaupstaðar árið 1968. Á árunum 1970—1973 starfaði hún við versl- unarstörf á Neskaupstað og um tíma við bókhald. Klara hóf störf hjá Sparisjóði Norðfjarðar við al- menn bankastörf á árinu 1973. Hún var ráðin skrifstofustjóri Spari- sjóðsins um áramótin 1979/1980. í febrúar 1988 var Klara settur spari- sjóðsstjóri hjá Sparisjóði Norðfjarð- ar. Um starfssvið Klöru innan spari- sjóðsins kemur fram að hún hafí unnið öll almenn bankastörf þar til hún var ráðin skrifstofustjóri. Sem skrifstofustjóri fólst starf hennar í að sjá um aðal- ’og launabókhald sparisjóðsins, auk þess að sjá um starfsmannahald. Skrifstofustjóri annast fjárhagslegt uppgjör spari- sjóðsins en ársfjórðungslega er unn- ið uppgjör til upplýsingar fyrir sparisjóðsstjóra og sparisjóðsstjóm. Skrifstofustjóri sér að auki um að vinna og undirbúa áramótauppgjör í hendur löggilts endurskoðanda sparisjóðsins. klara var sem skrif- stofustjóri staðgengill sparisjóðs- stjóra. Á starfstíma sínum hjá spari- sjóðnum hefur Klara sótt nokkur kynningamámskeið um ýmsa þætti starfsemi sj)arisjóðsins. Sveinn Ámason: Hann stundaði nám í Alþýðuskólanum á Eiðum í tvo vetur en hóf að því loknu nám í húsgagnasmíði. Burtfararprófí í húsgagnasmíði lauk Sveinn frá Iðn- skólanum á Akureyri í desember 1960. Sveinn hefur sótt námskeið í bókfærslu. Haustið 1966 hóf Sveinn störf á skrifstofu Byggingarfélagsins Brúnáss hf. en ft-am til þess tíma vann hann við trésmíðar hjá sama félagi. Starf Sveins á skrifstofu byggingarfélagsins fólst í að annast vöminnkaup og vörusölu, auk vinnu við gerð tilboða í ákvæðisvinnu. Þann 1. febrúar 1975 var Sveinn ráðinn skrifstofustjóri hjá Egils- staðahreppi. Starf hans þar fólst í að vinna bókhald hreppsins og und- irbúa það í .hendur löggilts endur- skoðanda. Einnig sá hann um inn- heimtu sveitarsjóðsgjalda, auk al- mennra skrifstofustjómarstarfa. Þann 1. júní 1982 var Sveinn ráðinn skrifstofustjóri og staðgeng- ill sveitarstjóra Borgamesshrepps. Þar hafði hann umsjón með bók- haldi þreppsins sem hann undirbjó í hendur löggilts endurskoðanda og umsjón með innheimtu sveitarsjóðs- gjalda. Auk þess sá Sveinn að mestu um samskipti hreppsins við pen- ingastofnanir. Þann 15. september var Sveinn ráðinn fjármála- og skrifstofustjóri hjá Bæjarsjóði Neskaupstaðar. í því starfí var hann staðgengill bæjar- stjóra. Starf Sveins hjá Bæjarsjóði Neskaupstaðar fólst í að sjá um innheimtu allra bæjargjalda og inn- heimtu á tekjum bæjarfyrirtækja, auk innheimtu allra reikninga sem greiða ber b’æjarsjóði og bæjarfyrir- tækjum. Hann vann við almenna skrifstofustjóm og sá m.a. um upp- gjör og kröfugerð við ríkið og önn- ur sveitarfélög vegna sameiginlegra verkefna. Hann undirbjó gerð íjár- hæagsáætlunar bæjarins. Ákvörðun um ráðningu spari- sjóðsstjóra Var tekin af fímm manna sparisjóðsstjóm. Við leynilega at- kvæðagreiðslu á fundi sparisjóðs- stjórnar þann 6. júní sl. féllu at- kvæði þannig að Sveinn Ámason fékk þrjú atkvæði en Klara ívars- dóttir tvö atkvæði. í yfírlýsingu stjómarmanna þar sem þeir gera grein fyrir atkvæði sínu leggja allir stjómarmenn áherslu á að báðir umsækjendur séu hæfir að þeirra mati. Þeir þrír stjómarmenn sem greiddu Sveini atkvæði sitt leggja áherslu á víðtæka reynslu Sveins í ýmsum fjármálastörfum og tveir af þessum þremur töldu hagsmun- um sparisjóðsins betur þjónað með því að ráðinn yrði sparisjóðsstjóri sem ekki hefði unnið hjá sparisjóðn- um en hefði sína reynslu annars staðar frá. Hinir tveir stjómarmennimir sem greiddu Klöru ívarsdóttur atkvæði sitt leggja hins vegar áherslu á mikilvægi starfsreynslu hennar inn- an sparisjóðsins sem telja verði sér- staka hæfileika sem hún hafí um- fram hinn umsækjandann. í bréfi formanns stjómar þar sem hann gerir grein fyrir atkvæði sínu segir orðrétt: „Klara hefur starfað í spari- sjóðnum langan tíma, og sem skrif- stofustjóri og staðgengill spari- sjóðsstjóra í fjarvem hans frá síðari hluta árs 1979. Hún hefír fylgst vel með þróun sparisjóðsins þennan tíma og haft náin kynni af við- U' HElMILí£) hönnun OG TÍSKA skyldan Auglýsingar í Daglegt líf þurfa að hafa borist fyrir kl. 12.00. á föstudögum og íblaðiðÁdagskráfyrir kl. 12.00 á miðvikudögum. - blaé allra landsmanna Magnús Ingvarsson listmálari við eitt verka sinna. Málverkasýning í Þrastarlundi í Þrastarlundi hefur verið opnuð sýning á málverkum eftir Magnús Ingvarsson frá Mos- fellsbæ. Þetta er sjötta sýning Magnús- ar, auk tveggja samsýninga á veg- um Myndlistarklúbbs Mosfells- bæjar. A sýningunni eru landslags- málverk unnin í olíu. Sýningin verður opin til 4. september næst- komandi. (Úr fréttatilkynningu). Jafnréttisráð: skiptamönnum hans og starfsfólki. Góðrar þekkingar á rekstri hefir hún aflað sér í starfí og kynnis- ferðum til annarra sparisjóða. í starfí hennar hefí ég sem for- maður stjórnar átt allmikil sam- skipti við Klöru í sambandi við ákvarðanatöku milli stjómarfunda. Reyndist hún mér tillögugóð og glögg á stöðu viðskiptamanna og því er varðaði tryggingar og annað er til þurfti." Niðurstaða Jafnréttisráð er sammála um eft- irfarandi niðurstöðu: Samkvæmt 1. gr. laga nr. 65 frá 1985 um jafna stöðu ogjafnan rétt kvenna og karla er tilgangur lag- anna að koma á jafnrétti og jafnri stöðu kynja á öllum sviðum. I lögun- um eru því lagðar ýmsar skyldur á atvinnurekendur svo tilgangi lag- anna verði náð. Skylda þessi birtist m.a. í 5. gr. laganna en samkvæmt þeirri laga- grein er atvinnurekendum óheimilt að mismuna fólki eftir kynferði og gildir það m.a. um ráðningu, setn- ingu eða skipun í starf. Samkvæmt 1. mgr. 6. gr. lag- anna skal starf standa opið jafnt konum sem körlum. Að lokum má benda á skyldur atvinnurekenda samkvæmt 9. gr. laganna en þar segir að atvinnurek- endur skuli vinna markvisst að því að jafna stöðu kynjanna innan fyrir- tækis síns eða stofnunar og stuðla að því að störf flokkist ekki I sér- stök kvenna- og karlastörf. Það er mat Jafnréttisráðs að báðir umsækjendur um stöðu spari- sjóðsstjóra við Sparisjóð NorðQarð- ar hafí áþekka menntun og að starfsreynsla beggja geti nýst í stöðu sparisjóðsstjóra. Báðir um- sækjendur verða því að teljast hæf- ir til að gegna embættinu. Jafnréttisráð lítur svo á að túlka beri lög nr. 65 frá 1985 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla þannig, að atvinnurekenda beri að ráða þann umsækjandann sem er af því kyni sem er í minni- hluta í viðkomandi starfsgrein, í þeim tilvikum þar sem báðir um- sækjendur verða að teljast hæfír til að gegna umræddu starfí. Öðruvísi verði tilgangi laganna að koma á jafnrétti og jafnri stöðu kvenna og karla ekki náð, sbr. 1. gr., sbr. 5. gr. og 9. gr. laga nr. 65/1985. Jafnréttisráð telur að framan- greint eitt og sér séu nægileg rök fyrir því að telja þá ákvörðun stjóm- ar Sparisjóðs Norðfjarðar um að ráða Svein Ámason í stöðu spari- sjóðsstjóra Sparisjóðs Norðfjarðar brot á 1. nr. 65 frá 1985 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Jafnréttisráð vill hins vegar einn- ig benda á þá staðreynd að Klara Ivarsdóttir hefur með meira en ára- tugar starfi innan Sparisjóðs Norð- fjarðar, þar af síðustu 9 ár sem skrifstofustóri sparisjóðsins, öðlast reynslu og þar með sérstaka hæfí- leika umfram Svein Ámason til að gegna umræddu starfí. Að lokum bendir Jafnréttisráð á ákvæði 11. gr. 1. 3. í kjarasamn- ingi Sambands íslenskra banka- manna við bankana en þar er kveð- ið á um að bankastarfsmenn skuli að jafnaði sitja fyrir við ráðningu í stöður innan bankanna. Með vísan til þessa telur Jafnrétt- isráð að með ráðningu Sveins Áma- sonar í stöðu Sparisjóðs Norðijarðar hafí stjóm sparisjóðsins brotið ákvæði 2. tl. 5. gr. laga nr. 65 frá 1985 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Jafnréttisráð beinir þeim tilmæl- um til stjómar Sjjarisjóðs Norð- fjarðar að Klara Ivarsdóttir verði nú þegar ráðin í stöðu sparisjóðs- stjóra Sparisjóðs Neskaupstaðar, sbr. 16. gr. laga nr. 65 frá 1985.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.