Morgunblaðið - 23.08.1988, Blaðsíða 48
48
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 1988
—T'"—1—. "1—~r----------------r~T"!—rT.VTE.TtTTVl'' f'
UNGADAUÐINN VIÐ MYVATN
Orsök átuskortsíns óþekkt
MÝVATN, eitt af stærstu vötnum landsins er þekkt
fyrir fjölskrúðugt fuglalíf. Þar og við Laxá verpa
allar íslenskar andategundir, 15 talsins, og þijár
þeirra, húsönd, gargönd og hrafnsönd verpa óviða
annarsstaðar á landinu.
Þegar fuglar voru taldir á Mývatni í sumar kom
hins vegar i ljós að engir andarungar höfðu kom-
ist þar á legg, nematoppandarungar sem lifa eink-
um á hornsílum. Ástæðima fyrir þessum unga-
dauða telja liffræðingar að megi rekja til skorts
á þeim lifverum sem endurnar og andarungarnir
nærast einkum á, þ.e. smáum krabbadýrum og
rykmýslirfum, en rykmý hefur vart sést við vat-
nið í sumar. Ungadauði þessi mun vera einsdæmi,
þó eitthvað svipað hafi átt sér stað sumarið 1983.
Af hveiju þessi átuskortur stafar er ekki ljóst
og þyrftu, að sögn vísindamanna, að koma til ýtar-
legri rannsóknir ef takast ætti að skera úr um
það. En ýmsar kenningar eru þó ræddar og eru
ekki allir á eitt sáttir um orsakir þessarar röskun-
ar á lífríki vatnssins. Morgunblaðsmenn fóru að
Mývatni og ræddu við bændur og fleiri um við-
horf þeirra og hugmyndir í sambandi við ástand
vatnsins og orsaskir ungadauðans. Einnig var tal-
að við einn þeirra liffræðinga sem unnið hafa að
rannsóknum á lífríki vatnsins um hugsanlegar
orsakir átuskortsins.
- GHS
x 'v, T
Endur og álftir á Mývatni.
Morgunblaðið/Bjami
Ingólfur Á. Johannesson og Sólveig Jonsdóttir, landverðir.
Erlendir f erðamenn
spyrja um fuglana
- segja landverðir á tjaldstæðinu í Reykjahlíð
Á TJALDSTÆÐINU i Reykjahlíð hittum við fyrir landverðina Sólveigu
Jónsdóttur og Ingólf Á. Johannesson sem bæði eru úr Mývatnssveit.
Þeirra hlutverk er að fylgjast með umferð ferðamanna og tjaldstæðum.
Þau voru nokkuð ánægð með umgengni ferðamanna og sögðu hana
hafa batnað mikið á undanförnum árum. Áhyggjufyllri voru þau hins
vegar vegna átroðnings á viðkvæmum svæðum þar sem fjöldi ferða-
manna í sveitinni er gífurlegur.
„Það er ljóst að einhver hlekkur
er brotinn í vistkeðjunni hér á vatn-
inu. Útlendingar sjá ekki fugla á
vatninu eins og þeir áttu von á og
spyija okkur hvers vegna. Það hefur
mikið af fuglum safnast á Laxá en
það eru bara örfáar tegundir sem
fara á straumvatnið, aðallega hús-
önd“ sagði Sólveig.
Ingólfur kvaðst hafa talsverðar
áhyggjur af þessu ástandi. Þó svipað-
ir hlutir hefðu gerst áður þá væri
Tíðarfarið hefur trulega mest áhrif
- segir Kristján Þórhallsson í Vogum
KRISTJÁN Þórhallsson býr í Vogum sem eru við Ytri- Flóa Mývatns,
en þaðan er dælt kísilgúr til vinnslu í Kísiliðjunni. Við ræddum við
hann og son hans, Jóhann, sem vinnur { Kísiliðjunni á sumrum en
nemur annars rafeindaverkfræði í Bandarikjunum. Töldu þeir feðgar
frettaflutning af fuglalífi við vatnið nokkuð orðum aukinn.
„Það hefur verið óvanalegt ástand anir á þessu máli.
hér í sumar eftir þurrkana og hvas-
sviðrið í vor. Veturinn var auk þess
snjólaus og því litiar leysingar í vor.
Vatnið grynntist líka mikið þegar
landið reis og virðist enn vera að
grynnast, en talið er að vatnið grynn-
ist um 1 m á hveijum hundrað árum.
A hveiju ári setjast 1-2 mm á botn-
inn, og þar sem vatnið er grunnt
hafa hita og kuldasveiflur meiri áhrif.
Það var byggð stífla í Miðkvíslina,
þar sem rennur úr vatninu en nú
hefur hún verið sprengd. Einnig var
sett loka í Ystu- Kvísl en ekkert
hefur verið hægt að hleypa þar úr
vatninu vegna þurrka. Það væri e.t.v.
lausn að stífla Miðkvfslina aftur?
Tíðarfarið hefur þó trúlega mest
að segja varðandi fuglalífið og mýið.
{ fyrra var gott mýár. Mýið kom líka
fyrst í vor en svo gerði frostnætur
og stórviðri um miðjan júní. Þetta
voru mikil hvassviðri og vatnið varð
skólplitað.
Veiðin í vatninu hefur minnkað
smám saman á síðustu 25- 30 árum.
Við viljum helst kenna þar um of-
veiði. Hér fyrr á öldum, áður en
mótorbátar og bílar komu til sögunn-
ar var aldrei veitt úti á flóanum.
Silunginn vantar nú alveg { vatnið,
en eitthvað hefur verið sleppt í það
af urriða. Reynt hefur verið að friða
svæði í Syðri- Flóa fyrir allri veiði
en ekki er v(st að það dugi til. Urrið-
inn sem sleppt er í vatnið er nokkuð
feitur enda lifir hann á homsílum
sem nóg er af. Við verðum þó ekki
mikið varir við þau hér í Ytri- Flóan-
um, meira í Syðri- Flóa.
Hér áður fyrr var lítið af álft hér
á vatninu en þær dvelja hér í hópum
á meðan þær eru f sárum. Nú virðist
þeim hafa fjölgað mikið og í vetrar-
hörkum hafa þær drepist úr hungri,
eða einhveiju fári. Okkur bændum
fínnst að betra væri að fækka þeim
eitthvað með því að leyfa veiði á
haustin" sagði Kristján.
Hann kvaðst ekki hafa trú á að
um mengun væri að ræða í vatninu.
„Ef ef þetta væri mengun hlyti hún
að vera f Laxá líka, þar sem áin renn-
ur úr vatninu. Okkur hefur fundist
margir lfffræðingar hafa neikvæð
viðhorf og fyrirfram ákveðnar skoð-
Sumir tala líka um örari sveiflur
í vatninu en áður. Mýlirfumar em
heilt ár í vatninu áður en þær klekj-
ast úr og 2. til 3. hvert ár virðist
mýið minnka eða hverfa.
Öndunum hér á vatninu hefur
tvisvar fjölgað mikið á þessari öld.
annars vegar í fyrri heimsstyijöldinni
og síðan í kring um senni heimstyij-
öld. Þetta var tengt skotfæraleysi í
Evrópu og talið að mikið skyttirí þar
gæti haft áhrif á fjölda andanna á
vatninu.
Meðan heyjað var í Slútsnesi, sem
er stærsta eyjan í Mývatni, var varp-
ið lfka gengið og týnt undan öndun-
Morgunblaðið/Bjarni
Feðgamir f Vogum, Kristján Þórhallsson og Johann sonur hans.
um. Nú þegar sjaldnar er farið út í
eyna og eggjatöku að mestu hætt
hefur gróður aukist svo í eynni að
endumar verpa þar ekki lengur. Það
er eins og fuglinn sæki í návist mann-
skepnunnar. Þar sem varpið er geng-
ið og skilin eftir þetta 4- 5 egg í
hveiju hreiðri virðast fleiri ungar
komast á legg“.
þetta versta tilfellið, a.m.k. á þessari
öld. „Menn tengja þetta Kísiliðjunni
en það er engin leið fyrir hvorugan
aðilan að sanna neitt í þeim efnum.
Það er ljóst að dælingin úr vatninu
hefur einhver áhrif og þær álftir sem
áður héldu sig á því svæði sem dælt
hefur verið úr hafa nú fært sig“.
. Ferðamannastraumur er mikill við
Mývatn og sjá sjö landverðir um að
fylgjast með öllu Mývatnssvæðinu.
Sólveig sagði ferðamannastrauminn
hafa margfaldast og hefði einkabíla-
akstur útlendinga sérstakalega auk-
ist. „Rætt er um að selja aðgang að
einstökum viðkvæmum svæðum. Það
er e.t.v. ekki æskilegt en þar sem
mörg náttúrufyrirbæri eru mjög illa
farin af ágangi þyrfti að hafa vakt
og veita fólki meiri upplýsingar og
það er kostar sitt. Erfiðast er að
fylgjast með þeim sem koma á eigin
bílum, og margir vilja ekki fylgja
settum reglum". Ingólfur sagði að
svokallaður „bakpokalýður" væri oft
bestu ferðamennimir og vissu yfir-
Ieitt mikið um landið auk þess sem
auðveldara væri að hafa eftirlit með
þeim.
„Á meðalnóttu gista 4- 500 manns
á tjaidsvæðinu f Reykjahlíð en auk
þess eru ferðamenn á öðrum tjald-
svæðum, á hótelinu, í svefnpoka-
plássum og fyöldi fólks kemur í dags-
ferðir frá Akureyri eða gistir á Laug-
um. Áætlað var að í fyrra hefðu 50-
70 þúsund ferðamenn komið í
Dimmuborgir og væri ekki út í hött
að áætla að 100 þúsund manns
kæmu til Mývatns yfír sumarið.
Verulegur hluti ferðamannanna eru
íslendingar" sögðu þau Ingólfur og
Sólveig.
Ekki vitað um orsakir átuskortsins
- segir Árni Einarsson líffræðingur
RANNSÓKNARSTOFNUN Náttúruvemdarráðs hefur aðsetur f gamla
prestshúsinu að Skútustöðum. Þar tók á móti Morgunblaðsfólki enskur
líffræðingur, Lowana Veal, sem vinnur fyrir Lfffræðistofnun Háskól-
ans við að taka sýni úr vatninu og fylgjast með mýflugunum. Flugum-
ar em veiddar f gildmr sem tæmdar era reglulega og sýndi hún okk-
ur glerkrukkur með mýflugum sem hún hafði veitt.
Lowana, sem hefur verið við Mý- ekki fyrir silung og fugl.
vatn síðan um miðjan júní, sagði að
mikið væri af bitmýi í ánni og hefðu
endumar sem þar væru, ekki orðið
fyrir neinum áhrifum af þeirri röskun
á fæðukeðjunni sem virtist hafa átt
sér stað í. vatnfnu. Sagðist hún ný-
lega hafa séð nokkrar duggendur og
skúfendur á ánni, en þær væru venju-
lega aðeins á vatninu og hefðu þær
eflaust flúið yfír á Laxá vegna skorts
á rykmýslirfum sem eru eftirlætis-
fæða þeirra.
Ámi Einarsson, Kffræðingur hjá
LíffræðÍ8tofnun Háskólans, sem hef-
ur mikið unnið við rannsóknir á lífríki
Mývatns, sagði að ekki væri vitað
um frumorsakir átuskortsins. Öll
krabbadýr hefðu horfíð úr vatninu í
sumar, einkum svokölluð komáta
sem silungur og fugl, það er andar-
ungar, lifa að veruiegu leyti á yfír
hásumarið. Rykmýið hefði líka næst-
um algerlega brugðist og það sem
eftir væri af rykmýslirfum nýttist
Mikið er af homsílum f vatninu
en ekki vitað á hveiju þau lifa nú
og er verið að rannsaka það.
„Ungadauðinn í sumar á sér engin
fordæmi. Mesti ungadauði hingað til
var árið 1983, en það var ekki nærri
eins slæmt og nú“.
Ámi kvað ekki vera hægt að
tengja námagröft Kísiliðjunnar átus-
kortinum í vatninu. Sömuleiðis sagði
hann útilokað að veðurfar, eins og
frost eða hvassviðri gæti haft áhrif
á dýralífíð. „Við erum ekki komnir
nógu langt í rannsóknum okkar hér
til þess að hægt sé að rekja orsakas-
amhengi þessa máls. Breytingar á
næringarflæði í vatnið gætu stafað
af veðurfarslegum orsökum eins og
miklum þurrkum. Annaðhvort væru
það breytingar á þeim næringarefn-
um sem berast með lindarvatni í
Mývatn eða breytingar sem stafa frá
byggð og iðnrekstri á svæðinu.
Það sem gert hefur verið í rann-
Morgunblaðið/Bjarni
Lowana Veal, enskur líffræðing-
ur, með sýnishorn af bitmýi sem
veitt var f gildrur við Laxá.
sóknum er að fylgjast með þeim
breytingum sem verða á lífríki vatns-
ins, telja fugla og fylgjast með mýflu-
gustofnum og átu silungs og fugla.
Við getum séð hvaða breytingar
verða á þessum þáttum en ekki fund-
ið orsökina. Fylgst hefur verið með
fuglum í 14 ár og mýflugustofnum
í 12 ár, en það hafa engar rannsókn-
ir verið í gangi sem ætlað er að fínna
frumorsakir fyrir þeim breytingum
sem verða, þó vöktun gefi ákveðnar
hugmyndir. Við höfúm ekki bolmagn
til slíkra rannsókna sem væru mjög
viðamiklar, en þá þyrftum við að
vita meira úm samspil dýra og
plöntustofna við umhverfisþætti í
náttúrunni.
Ástandið er okkur vissulega
áhyggjuefni og algert einsdæmi að
ekki komist upp ungar á vatninu,
en meðan ekkert er vitað um orsakir
er erfítt að gera nokkuð.
Það eru tvær meginhugmyndir á
lofti um orsakir átuskortsins. Önnur
er sú að það verði ætisskortur hjá
átunni sjálfri þannig að hún deyji
úr hungri, og önnur áta, sem homsíl-
in lifa á, nái sér upp í staðinn. Hin
hugmyndin er sú að ef homsílastofn-
inn nær að stækka mjög mikið gæti
hann hugsanlega náð því að éta upp
mýflugu- og krabbadýrastofninn í
vatninu. Báðar skýringamar gætu
átt við og þarf að athuga það nán-
ar. Hugsanlegt er að fæðuskorturinn
slái á stofnana sem sfðan skapi ójafn-
vægi.
Svokallað leirlos gæti átt þátt í
þessum breytingum . Þörungarnir
sem grugga vatnið ná sér á strik ef