Morgunblaðið - 23.08.1988, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 23.08.1988, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 1988 35 Þórdís Skaptadóttir og Valur tíuðmundsson. Margret Ólafsdóttir, Guðmundur V. Guðmundsson, Gunnar Ingi Guðmundsson, Sigríður Kristinsdóttir, Helga Torfadóttir, og Helea Birna Stefánsdóttir. Hilmar Pálsson, úr Reykjavík, sagðist rnjög ánœgður með breytingarn- ar, „líst betur á þetta framtak Davíðs en ráðhúsbygginguna," sagði hann. Skoðanakönnun Skáís: Sjálfstæðisflokkur fengi 30,5% atkvæða Framsóknarflokkur 24,4% og Kvenna- listinn fengi 21,2%. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir ÁSGEIR SVERRISSON Hægt miðar 1 afvopnunar- viðræðum risaveldanna NÚ þykir Ijóst að samningur um helmingsfækkun langdrægra kjarnorkuvopna verður ekki undirritaður í valdatið Ronalds Reag- ans Bandaríkjaforseta. Raunar geta þetta ekki talist ný tíðindi því margir bentu á fyrir leiðtogafundinn í Moskvu í lok maímánað- ar að það væri öldungis óraunhæft að ætla að samningamönnum risaveldanna í Genf tækist að ljúka gerð sáttmála fyrir þann tíma. Engu að síður náðist samkomulag um ýmis smærri tæknileg ágreiningsefni og umboð samningamannanna í Genf var ítrekað. I ljósi þess hve afvopnunarviðræður eru gríðarlega flókinn mála- flokkur getur þetta talist allnokkur árangur. Því er á stundum haldið fram að fundir leiðtoga risaveldanna séu fyrst og fremst fjölmiðlahátíðir en sagan sýnir að viðræður þeirra Reagans og Gorbatsjovs Sovétleiðtoga hafa skilað árangri, sem einkum hefur falist í því að veita samningamönnum stórveldanna umboð til frekari samningaumleitana. Reykjavíkurfundurinn í október 1986 er skýrt dæmi um þetta og sá hraði sem einkenndi afvopnunarvið- ræður risaveldanna á síðasta ári verður tæpast endurtekinn. SAMKVÆMT skoðanakönnun, sem Skáís framkvæmdi fyrir Stöð 2, dagana 19 og 20 ágúst sl., myndi Sjálfstæðisflokkur fá 30,5% atkvæða ef kosið væri til Alþingis núna ef einungis eru teknir þeir sem tóku afstöðu í könuninni. Framsóknarflokkur fengi 24,4% og Kvennalisti 21,2%. Meðal kvenna er Kvennalisti stærsti flokkurinn. Alls var haft samband við 700 einstaklinga og af þeim svöruðu 636 eða 90,9%. í könnuninni var spurt hvaða flokk viðkomandi myndi kjósa ef kosið væri til Alþingis núna. Alls svöruður 636 og þar af tóku af- stöðu 406 eða 63,8%. Sjálfstæðis- flokkur fékk 30,5% atkvæða þeirra sem tóku afstöðu, Framsóknar- flokkur 24,4%, Kvennalisti 21,2%, Alþýðuflokkur 10,6%, Alþýðu- bandalag 9,4%, Borgaraflokkur 3,0% og Þjóðarflokkur 1%. Aðrir flokkar fengu 0%. Ef einungis eru teknir karlar sem tóku afstöðu sögðust 33,5% ætla að kjósa Sjálfstæðisflokk, 24,0% Framsóknarflokk, 14,9% Kvennalista, 12,7% Alþýðuflokk, 10,9% Alþýðubandalag, 3,6% Borgaraflokk og 0,5% Þjóðarflokk. Urtakið skiptist jafnt milli kvenna og karla en mun færri konur tóku afstöðu í könnuninni. 69,5% aðspurðra karla tóku af- stöðu en 58,2% kvenna. Af þeim konum sem tóku af- stöðu sögðust 28,6 ætla aþ kjósa Kvennalista, 26,5% Sjálfstæðis- flokk, 25,4% Framsóknarflokk, 8,1% Alþýðuflokk, 7,6% Alþýðu- bandalag, 2,2% Borgaraflokk og 1,6% Þjóðarflokk. Ráðamenn í Kreml hafa hins vegar þráfaldlega lýst yfir því að unnt sé að ganga frá sam- komulagi um fækkún langdrægra kjarnorkuvopna í tíð Reagans ef viljinn er fyrir hendi. Þegar litið er til þess að risaveldin greinir á um nokkra mikilvægustu þætti slíks samkomulags verður ekki betur séð en að siíkar yfirlýsingar séu út í bláinn. Ýmsar skýringar hafa verið settar fram á þessu ofurkappi Sovétmanna. Því hefur til að mynda verið haldið fram að þeir vilji semja við Reagan forseta því hann einn geti tryggt að slíkur sáttmáli fái formlega staðfestingu á Bandaríkjaþingi. í þessu samhengi benda menn á deilur bandarískra þingmanna um sáttmálann um upprætinu meðal- og skammdrægra landeldflauga sem undirritaður var á Washing- ton-fundinum í desember á síðasta ári. Hann fékkst ekki staðfestur fyrr en Reagan var kominn til Moskvu og leit á tímabili út fyrir að leiðtogamir gætu ekki skipst á skjölum um staðfestingu eins og áformað hafði verið. Þá hefur því verið haldið fram að afstaða Sovétmanna sýni hversu um- hugað Míkhaíl S. Gorbatsjov sé um að draga úr framlögum til vígbúnaðarmála og veita fjármun- um þess í stað til uppbyggingar efnahagslífsins, sem er í sem allra einföldustu máli í rúst. í viðræðum utanríkisráðherra risaveldanna undanfarið ár, sem hafa reynst mjög árangursríkar og hafa vafal- ítið orðið til þess að bæta friðar- horfur víða um heim, hefur komið fram að Sovétmenn veita 17 til 19 prósentum af þjóðartekjum sínum til vígbúnaðarmála. Þetta er ótrúleg tala og enn hefur ekk- ert komið fram sem bendir til þess að dregið hafi úr framlögum í tíð Gorbatsjovs enda hafa sov- éskir ráðamenn ævinlega lagt áherslu á að treysta stórveldisí- mynd sína með öflugum kjarn- orkuherafla og afrekum á sviði geimvísinda í stað þess að bjóða þegnum sínum sómasamleg lífskjör. í upphafi var stefnt að því að sáttmáli um svonefnda helmings- fækkun langdrægra kjamorku- vopna ( þessar viðræður eru í daglegu tali nefndar START) yrði tilbúinn til undirritunar er Reagan kæmi til Moskvu. Þetta reyndist óframkvæmanlegt og var ef til vill alla tíð óraunhæft. Þótt Reag- an hafi vafalítið dreymt um að geta undirritað slíkan sáttmála auk Washington-samningsins hefur hann lagt áherslu á að Bandaríkjamenn vilji ekki setja tímamörk fyrir slíku samkomu- lagi. Þessi afstaða forsetans nýtur stuðnings annarra aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins. „Aðal- atriðið er ekki það að undirrita slíkan sáttmála heldur að ná fram góðum samningi sem unnt er að sannreyna með traustu eftirliti," sagði forsetinn á blaðamanna- fundi í Moskvu. Hins vegar er vert að benda á að samningamenn hafa náð mikl- um árangri í þessum viðræðum á undanfömum tveimur, sem sýnir ljóslega hvað hér ræðir um ótrú- lega flókinn málaflokk. Risaveldin hafa afráðið að helminga nánast íjölda langdrægra kjarnorkueld- flauga og sprengjuflugvéla þann- ig að hvort ríkið um sig ráði yfir 6.000 kjamaoddum og 1.600 skotpöllum. Á Moskvufundinum náðust drög að samkomulagi um ýmsar tæknilegar skilgreiningar sem varða m.a. svonefnd undir- mörk eða leyfilega samsetningu kjarnorkuheraflans sem eftir stendur. Enn á eftir að semja um eftirlitsákvæði slíks samnings, sem vafalítið á eftir að reynast eitt erfíðasta viðfangsefnið, geim- vamir og eftirtit með hreyfanleg- um landeldflaugum svo eitthvað sé nefnt. Þann 12. júlí hófst tíunda lota START-viðræðna í Genf en samn- ingamennimir höfðu tekið sér frí eftir fundinn í Moskvu. Áfram er unnið að drögum að sáttmála í þessa vem þar sem öll ágreinings- efni em skjalfest innan sviga og í neðanmálsgreinum. Drög þessi munu vera rúmar 300 blaðsíður. En eftir því sem næst verður kom- ist hafa viðræðumar í sumar reynst árangurslausar. Fækkun stýriflauga í höfunum og eftirlit með þeim þætti sáttmálans virðist nú vera helsti ásteytingarsteinn- inn. Vandinn er sá að ekki er gerlegt að að greina á milli stýri- flauga með hefðbundnum sprengjuhleðslum og þeirra sem búnar em kjarnaoddum. Banda- ríkjamenn em reiðubúnir til að fallast á takmarkanir langdrægra flauga með kjamahleðslum að því tilskildu að unnt verði að tryggja fullnægjandi eftirlit. Þá vilja þeir undanskilja flaugar með hefð- bundnum hleðslum. Sovétmenn telja á hinn bóginn að takamarka beri fjölda langdrægra stýriflauga með kjamahleðslum og venjuleg- um hleðslum. Ef unnt á að vera að halda uppi sannfærandi eftir- liti með þessum þætti samningsins verður ekki betur séð en bæði stórveldin verði t.a.m. að heimila eftirlitsmönnum að skoða vígtól í skipum og kafbátum. Raunar hef- ur Alexei Obukhov, helsti samn- ingamaður Sovétstjómarinnar, lagt fram tillögu um síðastnefnda atriðið en afstaða Bandaríkja- manna virðist sú að í fyrstu beri að skiptast á upplýsingum um þennan hluta heraflans og ákvarða á grundvélli þeirra fram- kvæmd eftirlits. Míkhaíl Gorbatsjov hefur á undanfömum vikum hvatt til þess að gengið verði til viðræðna um niðurskurð hins hefðbundna her- afla frá Atlantshafi til Úralfjalla. Þessa áherslubreytingu má túlka sem svo að honum þyki fátt benda til þess að fækkun langdrægra kjamavopna sé í augsýn. Raunar er stefnt að því að viðæður um stöðugleika á sviði hefðbundins vígbúnaðar frá Atlantshafí til Úralfjalla hefjist í haust en fátt bendir til þess að svo verði þar sem ríkin austan Jámtjaldsins hafa neitað að samþykkja tilslak- anir á sviði mannréttindamála sem lýðrasðisríkin setja sem skil- yrði fyrir nýju viðræðunum. Ef marka má fréttir em það einkum Rúmenar sem neita að ræða mannréttindi af nokkm skynsam- legu viti. Stjómarfar þar í landi er reyndar með þvílíkum ólíkind- um að alger einangmn virðist blasa við. Viðræður um hefðbundna her- aflann, sem koma í stað MBFR- viðræðnanna um jafna og gagn- kvæma fækkun heija í Evrópu, munu vafalítið hefjast fyrr en . síðar en líkt og á öðmm sviðum afvopnunarmála má gera ráð fyr- ir löngum og ströngum samnin- gaumleitunum áður en árangur kemur í ljós. Mestu skiptir að áfram verði haldið og unnið verði að því að treysta gmndvöll slök- unar á spennu milli austurs og ' vesturs. Samningurinn sögulegi um útrýmingu meðaldrægra landeld- flauga undirritaður í Washington. Fátt virðist benda til þess að leiðtogar risaveldanna fái á næstunni tækifæri til að undirrita fleiri afvopnunarsáttmála.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.