Morgunblaðið - 23.08.1988, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 23.08.1988, Blaðsíða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 1988 © 1984 Uruversal Press Syndicate Frstbae-rt^ Vilhjditmur." IO-3 Með morgunkaffinu Minnkaðu reykingar og drykkju og ekki eltast við kvenfólk upp stiga heldur niður... HANDVOMM - EÐA EIN- FALDLEGA BREYTING Til Velvakanda. „Ökumaður" ritar Velvakanda línur og birtust þær í Morgunblað- inu þann 17. ágúst síðastliðinn und- ir fyrirsögninni „Skipulagsmistök við lögreglustöðina". Þar fjallar hann um „mikla handvömm við lóð lögreglustöðvarinnar við Hverfis- götu. Innkeyrslu hefur verið breytt neðst við Snorrabraut. Þar hafa menn gerst svo djarfir, að leggja akbraut inn á lóðina, yfir gang- braut og ég held að slíkt hljóti að vera einsdæmi í heiminum." Þessu er til að svara, að út- og innkeyrslu bifreiðastæðanna norð- an við lögreglustöðina hefur verið breytt frá því sem áður var. Áður gátu lögreglumenn ekið út og inn af bifreiðastæðinu frá Snorrabraut og Rauðarárstíg, en nú hefur því verið skipt þannig, að vestari hluti þess verður framvegis einungis fyr- ir ökutæki lögreglunnar, en eystri hluti þess fyrir ökutæki starfs- manna embættisins og utanríkis- ráðuneytisins. Inn- og útkeyrsla þeirra fyrr- nefndu verður frá Snorrabraut en hinna síðamefndu frá Rauðar- árstíg. Inn- og útkeyrslan frá Snorrabraut hefur verið lagfærð, til þess að auðvelda aðgengi bif- reiðastæðisins, sem er til afnota fyrir lögreglubifreiðamar. Til þess þurfti smávægilegar breytingar og virðast þær hafa farið í taugamar á einhverjum. Það er hins vegar misskilningur, að þar sé gangbraut. Núna er þama inn- og útkeyrsla. Áður fyrr var skarð í umferðareyj- una gegnt útkeyrslunni, en það var ekki merkt sem gangbraut. Fullyrð- ingin fer því fyrir lítið. Öðm, sem kemur fram í grein- inni, er því til að svara, að ökumenn þurfa ávallt að vera vel á verði, jafnvel við inn- og útkeyrslu lög- reglunnar. Varðandi undirmerki með bann- merkinu, þá er ekkert sem mælir á móti því, og þar af leiðandi ekkert athugasemdavert. Bréfritari segir lögreglumenn aka á móti bann- merkinu á ómerktum bifreiðum og hljóti það því að vera ólöglegt. Þessu er til að svara, að nokkrar bifreiðir lögreglunnar em ómerktar og eiga að geymast á nefndu bif- reiðastæði. Eina leiðin þangað er frá Snorrabraut. Aðkoma almennings að lögreglu- stöðinni hefur ekkert breyst, þannig að allir þeir sem þangað eiga erindi geta komið þangað eins og áður. Lang algengast er, að fólk komi að lögreglustöðinni frá Hverfisgötu og þar er hægt að leggja bifreiðum í nálægð án vandkvæða. Flestar breytingar fela í sér breyttar aðstæður og á fólk mis- jafnlega erfitt með að gera sér grein fyrir tilgangi og þýðingu þeirra í fljótu bragði. Þá er að setjast nið- ur, reyna að skoða hlutina frá hin- um ýmsu hliðum, eða einfaldlega að leita eftir skýringum hjá réttum aðilum. Það er ávallt gaman að heyra frá fólki, sem er vel vakandi fyrir umhverfi sínu. Niðurstaða þessara breytinga er sú, að lögreglan telur þær til bóta, úr því sem komið var. Þær eiga ekki að þurfa að auka slysalíkur á þessum stað. Umferðarréttur þeirra, sem aka um Snorrabraut, er ótvíræður og lögreglumenn gera sér grein fyrir því. Virðingarfyllst, Ómar Smári Ármannsson aðalvarðstjóri. Þekkir einhver vísurnar Kæri Velvakandi! Mig langar til að grennslast fyrir um það, hvort nokkur muni eftir revíuvísum, sem byija svona: „Þó ég sé nú gráhærður, /genginn úr skorðum er gaman að líta’ yfir /nútímahjörð." Ef svo færi, að einhver myndi eftir þessu, væri gaman að fá kvæð- ið birt í heild í blaðinu, ásamt nafni höfundar. Virðingarfyllst, Sigurbjörg Stefánsdóttir. Hvítur högni í óskilum Lítill hvítur högni fannst nýlega í Holtsbúð 22 í Garðabæ. Upplýsing- ar í síma 43350 eða á Dýraspítalanum. Víkverji skrifar essa dagana tala stjómmála- menn um svokallaða niður- færsluleið, en í henni felst að lækka laun og verðlag um leið. Sjálfsagt verður auðvelt að lækka launin en erfiðara að lækka verð á vöru og þjónustu! Enda er verð ákaflega mismunandi eins og allir vita. Fyrir nokkrum vikum þurfti Víkveiji að láta skipta um peru í framljósi á bíl. Peran kostaði 690 krónur hjá fyrirtæki, sem selur raf- magnsvörur í bíla og rekur raf- magnsverkstæði. Skömmu síðar kom í ljós, að þessi pera var í ólagi. Þá var Víkveiji kominn til Akur- eyrar og fór þar á rafmagnsverk- stæði Norðurljósa. Þar kostaði pera í þetta sama framljós 316 krónur. Hvemig getur staðið á þessum verðmun? Hér áður fyrr var skýr- ingin á mismunandi verði af þessu tagi gjaman sögð sú, að dýrari varan hefði verið innleyst síðar á öðm gengi. Nú hafa fyrirtæki tekið upp þann hátt að hækka vörubirgð- ir sínar - eins og sjálfsagt er - og þess vegna getur þessi verðmunur ekki stafaði af því, að ódýrari peran hafi verið keypt t.d. fyrir gengis- lækkunina í vetur! Er hugsanlegt, að álagning hafi verið svona óheyri- lega mikil í Reykjavík? xxx Víkveiji kom fyrir skömmu á veitingahús í Vestmannaeyj- um. Þar var matur svo góður, að beztu og dýmstu veitingastaðir í Reykjavík gera ekki betur. Þetta var á hótel Þórshamri og er ánægju- legt, að slíka þjónustu skuli vera að fá utan Reykjavíkur. Það var ekki hægt þar til fyrir nokkmm ámm en nú hefur orðið gjörbreyting á . Annað dæmi um veitingastað, sem vert er að vekja athygli á er Skíðaskálinn í Hveradölum. Þar er þjónusta til fyrirmyndar og athygl- isverðar nýjungar á matseðli, sem því miður er alltof lítið um á veit- ingahúsunum í Reykjavík. XXX Nú er búið að leggja varanlegt slitlag alla leið til Þingvalla og innan þjóðgarðsins að verulegu leyti. Einn af viðmælendum Víkveija lýsti sérstakri ánægju yfir þessu og bað jafnframt fyrir þakkir til Matthíasar Á. Mathiesen, sam- gönguráðherra, sem hann sagði hafa átt mikinn þátt í að ljúka þessu verki. Þeim er hér með komið á framfæri um leið og látin er í ljósi sú von, að vegamálayfirvöld haldi leiðinni til Þingvalla opinni að vetr- arlagi. Þangað er skemmtilegt að koma ekki síður að vetri en á sumr- in.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.