Morgunblaðið - 23.08.1988, Page 16

Morgunblaðið - 23.08.1988, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGtJST 1988 VERZLUNARSKÓLIÍSLANDS ÖLD UNGADEILD Innritun á haustönn öldungadeildar Verzlunarskóla íslands fer fram dagana 25., 26., 29. og 30. ágúst frákl. 09.00-18.30. Kenadar verða eftirfarandi námsgreinar: Auglýsingasálfræði Reksturshagfræði Bókfærsla Ritvinnsla Bókmenntir Saga Danska Stærðfræði Efna- og eðlisfræði T öl vubókhald Enska Tölvufræði Farseðlaútgáfa Vélritun Ferðaþjónusta Verslunarréttur Franska Þýska fslenska Áföngum ofangreindra námsgreina er hægt að safna saman og láta mynda eftirtalin prófstig: Prófaf bókhaldsbra u t. Prófafferðamálabraut. Prófafskrifstofubraut. Verslunarpróf. Stúdentspróf. Umsóknareyðublöð og námslýsingar fást á skrifstofu skólans, Ofanleiti 1. iHnj] OLYMPIAO Sparaöu sporin! AKar nýjustu og vinsælustu sKólaritvél- arnar á skólaritvélamarkaði Tölvuvara hf., Skeifunni 17 (við hlið Hagkaups). Komdu með gömlu iitvélina og við reyn- um að selja hana fyrir þig. TOLVtl „<«l£ lfHDIID HUGBÚNAÐUR V MHVn SKRIFSTOFUTÆKI SKEIFAN 17.106 REYKJAVlK • SÍMI 91487175 Morgunblaðið/Ámi Sæberg Brynjólfur Sveinbergsson mjólkurbússtjóri með Hvammstangaostinn. Hvammstangi: Framleiðsla á brauðosti dregst saman um 30% MJÓLKURBÚ Hvammstanga, sem er þekkt fyrir framleiðslu á brauð- ostinum vinsæla með rauðu skorpunni, framleiddi á síðasta ári 350 tonn af mjólkurosti en vegna nýrrar framleiðslustýringar verður ostaframleiðslan minnkuð um 30%. Að sögn Brynleifs Sveinbergsson- ar mjólkurbússtjóra fór áhrifa þessarar stjórnunar fyrst að gæta á árinu 1987 og minnkaði ostaframleiðsla fyrirtækisins þá um 8%. Siðastliðið vor þótti einsýnt að skortur yrði á smjöri og smjörva í landinu og var þá gripið til þessara ráðstafana til þess að mjólkurbú landsins útveguðu nægt feitmeti til smjörgerðar. Þau mjólkursamlög á Norður- landi sem framleiddu ost urðu að sjá af tveimur milljónum lítra mjólk- ur í smjörgerð. Mjólkurbúið á Hvammstanga hefur ekki framleitt smjör í tíu ár og hefur reyndar ekki framleitt aðrar unnar mjólkur- vörur en ost og lítið magn af ný- mjólk og undanrennu. Mjólkurbúið hefur sérhæft sig í brauðosti og hefur náð góðri rekstrarútkomu í gegnum árin, að sögn Brynjólfs. Hlutdeild brauðosts í heildarosta- sölu var á síðasta ári 26,4%. Feiti sem fyrirtækið átti var fullnýtt með því að kaupa undanrennu frá Mjólk- ursamlaginu á Blönduósi og undan- rennumjöl frá Mjólkurbúi Flóa- manna til framleiðslu á osti. Mjólk- urbúið keypti á síðasta ári 460.000 lítra af undanrennu frá Mjólkur- samlaginu á Blönduósi og undan- rennumjöl sem samsvaraði 650.000 lítrum frá Mjólkurbúi Flóamanna. Með nýju framleiðslustýringunni var tekið fyrir þessi viðskipti og fyrirtækinu gert að hefja fram- leiðslu á smjöri. Framleiðslugeta fyrirtækisins hefur því minnkað um 1.120.000 lítra. Að sögn Brynjólfs mjólkurbús- stjóra hefur þetta í för með sér mikla framleiðsluminnkun, sem fyr- irtækið hefur mætt með verulegri hagræðingu og minni mannafla. Hann sagði ennfremur að þetta hafí mikið að segja fyrir ekki stærri stað þar sem hvert atvinnutækifæri er ákaflega dýrmætt. Fyrirtækið hefur mætt þessu með því að ráða færri sumarmenn til starfa og með því að ráða ekki í stöður sem losna. Mjólkurbúið á Hvammstanga hefur ekki þurft að þiggja stuðning úr verðmiðlunarsjóði undangengin ár, að sögn Brynjólfs, en sá sjóður er meðal annars notaður til að færa fé á milli samlaga eftir því hvernig vinnsla á mjólkurvörum kemur út rekstrarlega. Arthur Ragnarsson t.v. og Víðir Ragnarsson á vinnustofu sinni. Ný myndskreytinga- og auglýsingastofa Teiknistúdíóið, nýtt fyrirtæki á sviði myndskreytinga og auglýs- ingagerðar hefur hafið starfsemi í Reykjavík. Arthur Ragnarsson teiknari ann- einn stærsta útgáfuaðila vegg- ast mynd- og formgjöf fyrirtækis- spjalda í Evrópu. ins. Hann stundaði nám við Mynd- Með Arthuri starfar Víðir Ragn- lista- og handíðaskóla íslands og arsson auglýsingagerðarmaður við hélt síðan til Svíþjóðar þar sem leturhönnun og textagerð en hann hann starfaði í 6 ár við myndlistar- hefur m.a. stundað nám í fjölmiðl- kennslu, jafnframt því sem hann un. vann sjálfstætt við myndskreyting- Teiknistúdíóið er til húsa í Versl- ar fyrir þarlendar auglýsingastofur unarhúsinu Gerðubergí 1 í og önnur fyrirtæki, s.s. Scandekor, Reykjavík. (Kréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.