Morgunblaðið - 23.08.1988, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.08.1988, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 1988 Morgunblaðið/Sig. Jóns í skógarteignum á Kirkjubæjarklaustri. Sigurður Blöndal skógræktarstjóri útskýrir gróðurfar og eigin- leika skógarteigsins fyrir landbúnaðarráðherra og öðrum ferðafélögum. Skógur getur vaxið á tíu þúsund f erkíló- metrum hér á landi Selfosai. ÞAÐ er mat Skógræktar ríkis- ins að einhvers konar skógur geti vaxið á 10 þúsund ferkíló- metrum af flatarmáli íslands. Enn eru ræktunarsvæði Skóg- ræktarinnar aðeins smáblettir miðað við þetta svæði af flatar- máli landsins. Skógarteigar þessir eru dæmi um hágæðaræktun og eru að mati skógræktarmanna til vitnis um það hvemig breyta mætti ásýnd landsins ef þjóðin og for- ystumenn hennar teldu æskilegt að gera það. Skógrækt ríkisins telur þessa skógarteiga stökkpalla til stærri átaka ef vilji er fyrir hendi til slíks. Skóglendi í eigu og umsjá Skóg- ræktar ríkisins eru um 70 þar sem meginhluti starfseminnar fer fram. Plöpjuuppeldi fer fram á ----;£ Gengið út úr Lýðveldislundinum á Tumastöðum fimm stöðum þar sem framleiddar eruum 1,1 milljón skógarplantna og 2 - 300 þúsund garð- og skjól- beltaplöntur. í gróðrarstöðinni á Tumastöð- um í Fljótshlíð er eitt besta dæmi á landinu um það hvemig birki getur gagnast í skjólbelti. Þar hefur skjólbeltakerfí gjörbreytt skilyrðum til ræktunar. A ferð um Suðurland nýlega, í boði land- búnaðarráðuneytisins, lét Sigurð- ur Blöndal skógræktarstjóri þess Auðlindaskattúr — Lands- byggðarskattur - Kvótakerfi eftírSigurð Gunnarsson AUnokkur ár eru nú liðin síðan Svarta skýrslan svokallaða leit dagsins jjós. Síðar gerðist það svo, að farið var að stjórna fískveiðunum „ofanfrá". Fyrst með skrápdaga- kerfí og síðar mjög svo umdeildu kvótakerfí. Ekki verður hér lagður dómur á það kerfí, en eitt er ljóst, að það á sinn þátt í byggðaröskun síðustu ára. Þegar teknar eru afger- andi ákvarðanir varðandi heilar stéttir þjóðfélagsins, verður að huga vel að hugsanlegum afleiðingum aðgerðanna. Fáir þeirra, sem við útgerð fást, munu í upphafí hafa tekið fagnandi við kvótalögunum. Hitt er svo annað mál, að margir hafa síðar sæst á kerfíð. Auðlindaskattur Svo mætti ætla, að nú væri nóg að gert, en það er nú öðru nær. Undanfarið hafa ýmsir, svokallaðir málsmetandi menn, sem lítið eða ekkert vita um sjómennsku, fundið hjá sér hvöt til að bæta um enn betur. í ræðu og riti hafa þeir fjall- að um svokallaðan auðlindaskatt. Skal útgerðin í eitt skipti fyrir öll hneppt í fjötra auðhyggjunnar (það skiptir engu þó einstaka menn telji orðið auðlindaskattur rangnefni). Landsbygg-ðarskattur fyrst og fremst íslenskir sjómenn hafa lengst af getað fískað frjálsir. Bönn og höft hafa sjaldnast plagað þá að ráði. Kvóti og auðlindaskattur verka eins og fellibylur á þessa menn. Reyndar eru flestir sammála því að fyrra óveður hafí ekki verið umflúið, en hinn „væntanlegi" síðari fellibylur, gerður af manna höndum, er með öllu fráleitur. Þeir sem mest og fjálglegast tala um auðlindaskatt, myndu undir engum kringumstæð- um kæra sig um hliðstæðan skatt sér til handa. Það, sem menn vilja ekki sjálfír taka við, eiga þeir ekki að ætla öðrum að þola. Fyrir rúmum tveim árum var svo komið, að útgerðin hafði verið rekin með tapi í sem næst hálfan annan áratug. Þó e.t.v. hafí á orðið ein- hver breyting til betri vegar tvö sl. ár, er ástandið naumast svo gott, að mönnum hafí tekist að vinna upp tap fyrri ára hvað þá meira. Með hverju á þ_á útgerðin að greiða nýj- an skatt? Á að skerða kjör sjómann- anna sem nemur skattinum, eða má gera ráð fyrir því, að leið auð- hyggjunnar verði valin og fískveiði- leyfí seld hæstbjóðanda, sem fengi þá yfírráðarétt aflans í einu og öllu? Hann Sómósa sálugi í Nicaragua hafði á sínum tíma eignast mestall- an fískiflota sfns heimalands. Það skyldi þó aldrei vera að hann hafí notað aðstöðu sína og vafasamlega fengið fjármagn tl að eignast skip náunga síns? Útgerð og fiskvinnsla fer fyrst og fremst fram á landsbyggðinni eins og landið er gjama nefnt, þ.e. sá hluti þess, sem er utan höfuð- borgarsvæðisins. utgerðarstaðimir eru oftast smábæir og þorp. I þess- ari byggð fer fram meginhluti gjald- eyrisframleiðslu þjóðarinnar. í mörgum þessum byggðum, einkum þeim smæstu, er þjónusta af eðlileg- um ástæðum af skomum skammti. Það má afar lítið út af bera til þess að mannlíf í þessum byggðum rask- ist með ófyrirsjáanlegum afleiðing- um. Hverskonar áföll, svo sem tíma- bundið aflaleysi, meiriháttar bilanir, missir skipa og tjón á fiskverkunar- stöðvum eru nógu alvarlegir hlutir fyrir fólk á fámennum, svo ekki sé nú talað um afskekktum stöðum, þó ekki bætist við náttúruhamfarir af mannavöldum, auðlindaskattur. í reynd fyrst og fremst lands- byggðarskattur. Kvótatilfærsla o g kvótasala Talsmenn auðlindaskattsins bregða gjama fyrir sig þeim rökum, að verslað sé með kvóta. Þá hljóti kvótinn náttúrulega að vera afar verðmætur og því beri að skatt- leggja hann. Hér skal það ekki var- ið, sem einhveijir gera, að selja af kvótanum sínum og leggja síðan fleytunni eitthvað tímabundið. Á hitt ber að líta, að á kvótatjlfærslum eru margar aðrar hliðar. í fyrsta lagi er algengt, að skyldir aðilar færa á milli sín kvóta af ýmsum ástæðum. I öðru lagi færa óskyldir aðilar til kvóta innan verstöðvar. Fyrir slíkum færslum eru ýmsar orsakir t.d. óvæntar bilanir. Það er nógu bölvað fyrir lítið byggðarlag ef það hendir t.d. að annar togarinn af tveim er frá veiðum um langan tíma vegna bilana, þó byggðarlagið sé ekki lika svipt óveiddum kvóta skipsins. Selji eigandi viðkomandi skips velstaeðum kollega í sömu verstöð óveiddan kvóta, til að hafa í handraðanum fáeinar krónum upp í kostnaðarsama viðgerð, þá er þess að gæta, að slík sala gæti gert gæfumunlnn varðandi framtíð og afkomu þess, sem selur. Meiriháttar bilanir og aðrir skaðar hafa í ótal tilvikum gert út af við bæði smáar og stórar útgerðir og þá stundum af hlotist meiriháttar röskun fyrir fólk í viðkomandi byggðum. Þá má nefna tilvik, þegar skip tapast eða bilar. Menn reyna þá gjarna, til að halda uppi atvinnulífi í heimabyggð sinni, að fá utanað- komandi aðila til að veiða kvótann fyrir sig. Hin eiginlega glerharða kvótasala er venjulega í mjög smáum stíl. Ýmsir aðilar freista þess gjama að kaupa þannig nokk- ur tonn til að bjarga sér frá því að segja upp starfsfólki og „brúa“ þannig stutt „dauð“ tímabil. Fallin röksemdafærsla Að framansögðu má ljóst vera að hin svokallaða kvótasala hrekkur skammt sem rök fyrir auðlinda- skatti. Finnist mönnum slík sala vera spilling (þegar um raunveru- lega sölu milli óskyldra aðila er að ræða og ekki verður lagður dómur á hér), sem nauðsynlegt sé að upp- ræta, þá sýnist rétt fyrir þá vand- látu að stöðva slíkt með öðrum ráð- um en þeim að hegna blásaklausu fólki með nýrri skattpíningu. Sigurður Gunnarsson „Þeir sem mest og fjálglegast tala um auð- lindaskatt, myndu und- ir engum kringumstæð- um kæra sig um hlið- stæðan skatt sér til handa. Það, sem menn vilja ekki sjálfir taka við, eiga þeir ekki að ætla öðrum að þola.“ Skyldi það ekki þykja merkileg uppákoma, ef allir starfsmenn í stórfyrirtæki yrðu sviptir ökuleyfi, vegna þess að einn eða jafnvel fleiri í fyrirtækinu hefðu gerst alvarlega brotlegir við umferðarlög? Um eigin guðlega forsjón Hann Stalín heitinn réðst í það fyrirtæki fyrir 60 árum að svipta bændur sjálfræði og skipa þeim í samyrkjubú. Afleiðingamar þekkja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.