Morgunblaðið - 23.08.1988, Side 65

Morgunblaðið - 23.08.1988, Side 65
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 1988 6§r- Gerið verðsamanburð Vetrartískan frá m.a.: Roland Klein - Burberry - YSLo.fl. Búsáhöld - leikföng - sælgæti - jólavörur o.fl. Kr. 190.- (án burðargjalds) Arnarstapi á Snæfellsnesi: Nýr veitingastaður í gömlum búningi Stykkishólmi. Á ARNARSTAPA á Snæfellsnesi hefir starfad tvö undanfarin sumur veitingahúsið Arnarbær. Er þetta hús alveg sérstætt. Það er eins og íbúðarhúsin til forna, klætt torfi um þök og hliðar og stafninn er svo úr timbri. Þetta eru tvö sambyggð hús, en þegar inn er komið er þarna ágæt mat- stofa eða salur og þar er hægt með góðu móti að taka á móti 50 gestum i einu. Hjónin Kristín Bergsveinsdóttir og Hjörleifur Kristjánsson eigendur þessa húss og Amarfells í nágrenni staðarins, tóku sig til fyrir tveim árum og komu þessari ferðamanna- þjónustu á fót. Þegar fréttaritara Mbl. bar þama að garði var fólk að streyma í hlað. Þótti honum rétt að reyna þessa þjónustu og varð ekki fyrir von- brigðum. Lét Hjörleifur vel af þessu og kvað þetta fyrirtæki þeirra vekja athygli. Hann var spurður urn hvað hefði vakað fyrir þeim með bygg- ingu þessa húss. Hann sagði að þau hefði langað til að fara inn á nýjar brautir í þessum efnum og þetta hefði orðið fyrir valinu. Eins og þeir vissu sem hefðu lagt leið sína um Amarstapa væri náttúrufegurð- in einstök. Kraftur úr Snæfellsjökli væri rómaður og því þyrfti hið gamla form að lýsa í þessari mynd. Hjörleifur sagði að íbúum Amar- stapa hefði verið að fjölga seinustu árin. Þama hefðu ný hús verið byggð og sumarbústaðahverfi væri að rísa. Fiskverkun væri við hina sérstæðu höfn og þar hefði bátum fjölgað og því væri gleðilegt ef þró- unin yrði í aukningu mannafla þar og verðmætasköpunar. Því þótt höfuðborgarsvæðið tæki lengi við, hlyti því að vera takmörk sett eins og öðra. - Árni Kleppjárnsreykir; Fj ölsky ldudagar Slysa- vamafélaffs Islands KlpnniámBrevkium. Kleppjárnsreykjum. Fjölskyldudagar Slysavarnafé- lags íslands verða haldnir við fé- lagsheimilið Brúarás og á tjald- stæðunum við Bjarnastaði, eftir því hvemig viðrar, helgina 26.-28. ágúst. Vænst er þátttöku sem flestra slysavarnadeilda. Umsjón fjölskyldudaganna er að þessu sinni f höndum björgunarsveita á svæði 4. Þátttaka tilkynnist til skrifstofú Slysavamafélags fslands á Grandagarði. Mótssvæðið verður opnað föstu- daginn 26. ágúst kl. 18.00. Á laugar- daginn verður gengið á Eiríksjökul ef veður leyfir, annars verða hellar í Hallmundarhrauni kannaðir. Til greina kemur að gera hvort tveggja. Gönguferðimar verða undir stjóm kunnugra. Sýning verður á fluglínu- tækjum, bamaskemmtun, grillveisla, kvöldvaka og að lokum verður flug- eldasýning. Á sunnudagsmorgun verður morgunstund með séra Geir Waage sóknarpresti í Reykholti. Hægt verður að komast í sund í Reykholti. - Bemhard ísstöðin í Garði; Hjörleifur Kristjánsson fyrir framan Arnarbæ á Amarstapa. Morgunblaðið/Ámi Holgason BAÐSÖNGVARAR! BLÖNDUNARTÆKIN SEM FULLKOMNA ÁNÆGJUNA ! B.MAGNÚSSONHF. HÓLSHRAUNI2 • SÍMI52866 Ráðstefna norrænna iðnráðgjafa Iðnráðgjafar á Norðurlönd- um gangast fyrir ráðstefnu á Akureyri dagana 1.- 3. septem- ber næstkomandi. Ráðstefnan ber heitið „Idébörs ’88“ og á henni verður fjallað um sam- starf fyrirtækja, einkum á sviði sölu, útflutnings, vöruþróunar og framleiðslu. Ráðstefnan er sérstaklega ætluð iðnráðgjöfum er starfa i strjálbýli. Hér á landi starfa nú 7 iðnráð- gjafar ýmist á vegum iðnþróunar- félaga eða landshlutasamtaka sveitarfélaga. Þátttakendur á „Idébörs ’88“ verða 50, en þetta er þriðja árið í röð sem norrænir iðnráðgjafar hittast til að bera saman bækur sínar. (Úr fréttatilkynningu). „Ég byijaði smátt, var með eina vél og framleiddi í saltpoka, ekki leið á löngu þar til ég gat ekki ann- að eftirspum. Þá bætti ég annarri vél við, en fljótlega dugði það ekki heldur. Þá réðst ég í að byggja þenn- an tum og í honum era 3 vélar sem era í gangi allan sólarhringinn og framleiða þær 25 tonn af ís. Markað- urinn hefur verið að aukast og út- gerðarmenn og sjómenn eru almennt að gera sér betur grein fyrir mikil- vægi þess að ísa fiskinn jafnóðum og hann veiðist. Enda er mikill mun- ur á gæðum á físki sem kemur fsað- ur, eða þess fisks sem kemur illa eða óísaður til vinnslu. Það þýðir svo að þeir sem eru með lélega fískinn fá mun minna verð en hinir." Benedikt sagði að allar vélar og tæki hjá sér væra íslensk og kostnað- ur við bygginguna væri orðinn um 15 milljónir. En fjármagnskostnaður væri mikill og sem dæmi um það hefði hann orðið að greiða um 3 milljónir í vexti á fyrstu 6 mánuðum þessa árs. Hann sagði að glíman við lánastofnanir væri býsna erfíð á köfl- um. Ráðamenn þar væra flestir bæði stirðir og áhugalausir. Gott dæmi Morgunblaflið/Bjöm Blöndal Benedikt Jónsson og kona hans, Guðrún Blöndal, setja ís í kassa sem áttu að fara um borð í togarann Hauk GK frá Sandgerði en Haukur tók 50 tonn af ís fyrir veiðiferðina. Golfklúbbur Suðurnesja í Leiru fær einnig ís hjá Isstöðinni en í mun minni mæli. um það sagði hann að væri óeðlileg seinkun á láni hjá einni stofnuninni sem hefði kostað sig 200 þúsund krónur í dráttarvexti og bankastjóri síns viðskiptabanka hefði ekki séð ástæðu til að koma og skoða fyrir- tækið. Benedikt sagði að þrátt fyrir ýmis Ijón á veginum vildi hann vera bjartsýnn, því fyrirtækið hefði þegar sannað tilverarétt sinn. _ BB 1 J Danfoss baöblöndunartækin eru hitastillt. Þú ákveöur hitastigiö og skrúfar frá - Dan- foss heldur hitanum stööugum. Danfoss blöndunartækin eru stílhrein og þau er auövelt aö þrífa. Danfoss fæst í helstu byggingavöruversl- unum um allt land. = HÉÐINN = SEUAVEGI 2, SÍMI 624260 LAGER-SÉRPANTANIR-WÓNUSTTA ísvélarnar eru í gangí allan sólarhringinn Keflavík. „VÉLARNAR vinna allan sólar- hringinn og framleiðslan er um 25 tonn af ís,“ sagði Benedikt Jónsson framkvæmdarstjóri og eigandi ísstöðvarinnar í Garði sem nú hefur verið starfrækt f 2 ár. Benedikt starfaði áður sem verk- stjóri og matsmaður f frystihús- um, en hætti því starfi og fór að framleiða ís þvi honum blöskraði hversu lélegt hráefni barst oft og tiðum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.