Morgunblaðið - 23.08.1988, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 23.08.1988, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 1988 Guðmundur Thorsteins- son — Minningarorð Fæddur 13. september 1948 Dáinn 13. ágíist 1988 Vinur minn og félagi Muggur verður til moldar borinn í dag. Mig langar til að minnast hans í nokkr- um orðum. Kynni okkar hófust fyrs* þegar við vorum litlir drengir í Kópavogi, en þangað fluttist Mugg- ur með foreldrum sínum Sigurveigu Halldórsdóttur og Halli Hermanns- syni, sem gekk Muggi í föðurstað. Við Muggur ræddum oft um þessa gömlu góðu daga, alla leik- félagana og öll uppátækin og allt það skemmtilega sem við gerðum saman, þá var byggðin ekki eins þétt og umferðin og hraðinn á öllu ekki eins mikill og nú er. Við Mugg- ur vorum heimagangar hvor hjá öðrum og alltaf var jafn gott að koma á heimili Halls og Sísíar og vel tekið á móti manni, og fannst mér eins og ég væri heima hjá mér. Muggur var yngstur í systk- inahópnum en þau eru Stefán, Hall- dór, Gyða og Rósa. Leiðir okkar gömlu leikfélaganna skildu og margir fluttu annað, eins og gengur, en vinátta okkar Muggs hélst alla tíð órofin í gegnum súrt og sætt. Muggur var einstaklega ná- kvæmur í öllu sem hann tók sér fyrir hendur og vandvirkur og í skólanámi gekk honum vel og átti hann auðvelt með að læra. Eftir að hafa lokið verknámsprófí fór hann að læra til þjóns, en upp úr því gekk hann í gegnum margra ára erfítt tímabil. Síðan verða straumhvörf í lífi hans 1982 þegar hann kynnist elskulegri eiginkonu sinni Elísabetu Jónsdóttur, með krafti hennar og hjálp AA-samtak- anna snýr Muggur gjörsamlega við blaðinu. Hann fór aldrei leynt með þessa hluti og vildi að það gæti orðið öðrum til góðs að vita hvemig hann fór að og kemur mér í hug bænin sem hann fór svo oft með: Guð gefðu mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til þess að greina þar á milli. Það hefur verið ánægjulegt að fylgjast með þeim hjónum Muggi og Elísabetu koma undir sig fótun- um, dugnaður þeirra var einstakur, þau komu sér upp'fallegu og mynd- arlegu heimili í eigin íbúð. Þau eign- uðust eina dóttur, Hallveigu, en Muggur átti áður son Jóhannes Frey. Muggur var góður heimilis- faðir og voru hjónin ákaflega sam- rýnd að gera heimilið sem vistleg- ast. Fjölskylda mín kom þangað oft í heimsókn og fannst okkur öllum gott að koma til þeirra og einstak- lega vel á móti okkur tekið. Mugg- ur var léttur í lund að eðlisfari, bjartsýnn var hann og mjög gætinn í öllu sem hann tók sér fyrir hend- ur, til hans þótti öllum gott að leita því hann var mjög greiðvikinn og ráðagóður. Hann hafði mörg áhugamál, var til dæmis góður bridge spilari og á hillum heima hjá honum má sjá marga verðlauna- gripi. Pjölskyldur okkar Muggs hafa átt margar ánægjustundir saman og nú síðast í sumar vorum við saman í tjaldferð og ræddum um allt sem við ætluðum að gera sam- an ... En vegir Guðs eru órannsak- anlegir. Muggur var kallaður burt skyndi- lega aðeins einum mánuði fýrir fer- tugs afmælisdaginn sinn og sakna ég góðs vinar. Votta ég Elísabetu, Hallveigu, Jóhannesi Frey, Sísí og Halli, systk- inum hans og öðrum ástvinum mína dýpstu samúð og megi góður Guð styrkja ykkur og blessa í ykkar miklu sorg. Blessuð sé minning Muggs. Böðvar Guðmundsson Það var erfitt að lýsa með orðum þeim hugsunum sem þutu um hug- ann þegar okkur barst sú frétt að hann Guðmundur okkar hefði látist í slysi aðeins hálfum sólarhring eft- ir að við höfðum séð hann heima hjá okkur. Allt í einu er allt breytt, framtíðaráform rokin út í veður og vind, en eftir stendur minningin um góðan dreng, sem reynt hafði margt í lífínu. Guðmundur lifði í skuggan- um þar til honum tókst að snúa við blaðinu í desember 1981 og fann eins og margir aðrir leiðina úr t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, ALEXANDER SIGURBERGSSON, Lindargötu 58, lést í Borgarspítalanum þann 20. ágúst. Alla Árdfs Alexandersdóttir, Marfa Alexandersdóttir, tengdasonur og barnabörn. t Faðir okkar, ÁSGRÍMUR KRISTINSSON frá Ásbrekku, síöast til heimilis í Beykihlíð 1, Reykjavik, lést í Landspítalanum laugardaginn 20. ágúst. Ása Ásgrfmsdóttir, Ólöf Hulda Ásgrfmsdóttir, Guðmundur Ó. Ásgrfmsson, Þorsteinn E. Ásgrfmsson, Sigurlaug I. Ásgrfmsdóttir, Ólafur S. Ásgrfmsson, Snorri Rögnvaldsson, Lilja Huld Sævars. t Sambýlismaöur minn, faðir, tengdafaðir og afi, ÁRNI KETILBJARNAR frá Stykkishólmí, Strandaseli 9, Reykjavík, sem lést 17. þ.m. verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmlu- daginn 25. ágúst kl. 10.30 f.h. Arndfs Ólafsdóttlr, Erna Árnadóttir, Þór R. Þorsteinsson, Katla Arnadóttir, Lára H. Þórsdóttir, Karolfna PétUrsdóttir, Vllborg Þóradóttir, Elena Pótursdóttir, Þóra G. Þórsdóttir, Arna H. Pótursdóttir. myrkrinu inn í ljósið með aðstoð AA-samtakanna. En það var aðeins byrjunin á þeirri hamingju og lífsfyllingu sem hann hafði áður farið á mis við. Því í júní 1982 kynntist hann Elísabetu Jónsdóttur frá Melum í Hrútafírði og hófu þau búskap saman áramótin 1982/83. Þau eignuðust dóttur, Hallveigu, þann 18. júlí 1984 og 19. maí síðast- liðinn gengu þau í það heilaga, rétt áður en þau fóru saman í sitt fyrsta sumarfrí til Flórída. Beta og Guðmundur voru oft gestir á heimili okkar og öfugt og fór ekki framhjá okkur að þau áttu vel saman. Missir þinn, elsku Beta mín, er sár og mikill. Megir þú fínna styrk í trúnni, þvi að Guðmundur sigraðist ekki á sínum vandamálum nema gegnum andlega reynslu. Á sínum tíma þegar ég fór i gegnum sama uppgjör og Guðmundur reyndist mér vel að hugleiða boð- skapinn í 23. sálmi Davíðs. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. A grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. . Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér. Sproti minn og stafur huggar mig. Þú býrð mér borð frammi fyrir §endum mínum. Þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína og í húsi Drottins bý ég langa ævi. Guðmundur og Anný Enn eitt hörmungarslysið. Tveir menn á besta aldri láta lífið. Maður hryggist yfír því að svona slys skuli alltaf vera að gerast. Skyndilega verður manni málið skylt, vinur er látinn. Ég kynntist Guðmundi fýrir rúm- um áratug, þá vorum við að reyna að leysa þá hnúta sem lífið stundum bindur, en hans hnútar voru fastari en mínir, svo ég týndi honum í nokkur ár. Dag einn hittumst við fyrir tilvilj- un. Það var bjart yfír vini mínum, hann var búinn að fínna sína ham- ingju í ungri og fallegri konu og það sem meira var, þau áttu dótt- ur, „sólargeisla". Hann bauð heim og síðan höfum við, maðurinn minn og ég, haft samband við þau hjónin og fengið að verða vitni að kjarki, dugnaði og mikilli ást. Síðast þegar við hittumst, glödd- umst við yfír því að erfiðleikarnir við að eignast þak yfír höfuðið voru að mestu á enda, nú gætu þau far- ið að veita sér meira. Stundum eru örlögin ótrúlega grimm. Þeim var ekki ætlaður lengri tími saman. Vinur minn Guðmundur var sér- stakur maður, þrátt fyrir ótrúlega erfíðleika sem hann var búinn að ganga í gegnum í lífsbaráttunni tókst honum að varðveita barnið í sálu sinni, einlægnina og heiðarleik- ann. Slíkur maður gleymist seint. Ég og maðurinn minn sendum Elísabetu, Hallveigu og öðrum að- standendum okkar innilegustu sam- úðarkveðjur og vonum að Guð gefi þeim styrk í þeirra miklu sorg. Guðrún Jóna Til eru þeir menn sem gæfan virðist hafa tekið sérstöku ástfóstri við. Hvert tillit, hvert spor sýnir að gæfan er með í för, verðskulduð lífsgleði mótar alla framkomu og allt dagfar. Lífshamingjan stendur mörgum rótum í ástríku sambandi við sína nánustu, eiginkonu og bam, foreldra, systkini og tengdafólk, í traustum vináttuböndum, í trú- mennsku og atorku við öll verk. Guðmundur Thorsteinsson var slíkur gæfunnar maður í mínum huga þau ár sem ég þekkti hann, eftir að kynni tókust með þeim Elísabetu systur minni árið 1982. Um það leyti höfðu orðið kaflaskil í lífí Guðmundar, erfíð og umbrota- söm ár voru að baki og nýr áfangi var framundan með nýjum lífsgild- t Móðir okkar, MARÍA SIGURÐARDÓTTIR, Nóatúni 24, andaðist í Borgarspítalanum að morgni 20. ágúst. Fyrir hönd aðstandenda, Sigrfður Arnkelsdóttir, Hólmgeir Júlíusson, t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, HAFLIÐI JÓHANNSSON húsasmíðameistari, Freyjugötu 45, Reykjavfk, verður jarösunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 24. ágúst kl. 13.30. Svana Ingibergsdóttir, Ingibjörg Hafliðadóttir, Einar Guðmundsson, Jóhann Hafliðason, Eyja Slgríöur Viggósdóttir, Erla Hafliðadóttir, Tryggvi Hjörvar, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkaer eiginmaöur minn, faöir, sonur, tengdasonur, bróöir og mágur, GUÐMUNDUR THORSTEINSSON bifrelðastjóri, Dvergabakka 34, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í dag, þriðjudaginn 23. ágúst kl. 13.30. Elfsabet Jónsdóttlr, Hallveig Guðmundsdóttir, Jóhannes Freyr Guðmundsson, Sigurveig Halldórsdóttir, Hallur Hermannsson, Þóra Ágústsdóttir, Jón Jónsson, Stefán Skaftason, Sigrfður Hermóðsdóttir, Halldór Skaftason, ína Gissurardóttir, Gyða Thorsteinsson, Rósa Thorsteinsson. ———————Mr • >.s • .ar ■■ um. Viðfangsefnin voru tekin föst- um tökum og allur hugurinn við það bundinn að stofna nýtt heimili og búa í haginn fyrir framtíðina. í öllu þessu voru þau Elísabet ein- staklega samhent, enda lét árang- urinn ekki á sér standa. A örfáum árum tókst þeim að búa sér og dóttur sinni litlu, Hallveigu, sem þeim fæddist árið 1984, myndarlegt heimili. Margt í fari Guðmundar lýsti sér í umgengni og heimilis- brag, reglusemi og snyrtimennska blasti hvarvetna við, og glaðværðin réð ríkjum þegar gesti bar að garði, enda var heimilið gestkvæmt og vina- og kunningjahópurinn stór og tryggur. Þess er jafnan síst að vænta að för slíkra manna sér allt í einu á enda. En í einu vetfangi er öllu lok- ið. Hörmulegt umferðarslys hefur orðið, tveir menn í blóma lífsins eru fýrirvaralaust kallaðir á brott frá önnum sínum og ástvinum. Margir eiga um sárt að binda. Elsku Lilla mín og Hallveig. Eg veit að orð mega sín lítils við þess- ar kringumstæður. En hugur okkar allra er hjá ykkur, og við Sigga erum þess fullviss að minningin um góðan dreng, eiginmann og föður mun styrkja ykkur í sorginni. Blessuð sé minning Guðmundar Thorsteinssonar. Jón Hilmar Jónsson Elskulegur bróðir minn var snögglega og óvænt hrifínn á brott úr þessu lífi, réttum mánuði fýrir fertugsafmælið. Dyrum þeim var lokað að baki honum, sem aldrei verður lokið upp á ný. Guðmundur var jafnan nefndur „Muggur“ allt frá æskuárum og margir hafa vart þekkt hann undir öðru nafni. Eg á svo erfítt með að trúa því, að Muggur bróðir sé dáinn, þessi hrausti lífsglaði og góði drengur. Það er svo margt, sem ég vil ekki að glatist, að mér fínnst ég verða að festa nokkur kveðjuorð á blað, varðveita minningabrot með því að rifja þau upp. Þá verður fyrst fyrir að spyija: Hvað er það, sem helzt skal í minn- ingu geyma? Það er svo ótrúlega margt, sem leitar á hugann. Nauð- syn er að greina hismið frá kjarnan- um og stikla á stóru gegnum árin. Muggur ólst upp í stórum systk- inakópi í Kópavoginum frá 5 ára til 14 ára aldurs. Þá var Kópavogs- kaupstaður enn í mótun á ýmsan hátt og því víða gott athafnasvæði fyrir börn og unglinga. Á stórri lóð við húsið okkar mátti til dæmis smíða góðan skúr fyrir endur og aðra fugla. Þar ól Muggur stórar og bústnar ali-endur, sem átu ýmis- legt lostæti úr lófa hans. Þar fengu einnig inni dúfur, sumar tignari en aðrar og kölluðust að mig minnir „topparar“ og „hojarar“. Ekki taldi Muggur mig efnilegan fuglafræð- ing, enda reyndist mér alltaf erfitt að þekkja ættgöfugar dúfur frá hinum. Eg minnist þess er mamma velti eitt sinn um pappakassa í anddyrinu og út úr honum skoppuðu hvítir hnoðrar, sem Muggur sagði kanínu- unga. Ékki mun þó hafa fengist leyfi fyrir kanínubúskap. Skógar- þrösturinn í gluggaskansinum fékk aftur á móti að unga út öllum sínum ungum og naut dyggilegrar aðstoð- ar við að veija þá köttum og öðrum óvinum og koma þeim á legg. Allar þessar æskuminningar bera fagurt vitni ungum dreng, sem elsk- aði dýrin í kringum sig og vemdaði þau. Þannig var Muggur. Eitt sumar var hann í sveit norð- ur í Skagafirði og varð honum dvöl- in þar nýtt ævintýri og þá ekki síður sumardvöl hans síðar í Þingeyjar- sýslu. Þaðan kom hann glaður og reifur og fór oft með vísur og kvæði, sem hann lærði það sumar. Að afloknu gagnfræðaprófi hugsaði Muggur nokkuð um frek- ara nám. Þá helst iðnnám, en fannst svo, að það gæti vel beðið um sinn að læra meira. Það mátti alltaf taka upp þráðinn á ný. Lífið sjálft, barmafullt af sólskini og ævintýr- um, beið hans á næsta leiti og var ekki eitthvað til, sem hét „skóli lífsins"?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.