Morgunblaðið - 23.08.1988, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 23.08.1988, Blaðsíða 63
H TdÚílA f:$ HI <1 Jt( IV1 . UjS Ov MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 1988 63 Myndarskapur borgaryfirvalda Til Velvakanda. Það hlýtur að velcja fðgnuð allra Reykvíkinga, að húsin í Viðey hafa loksins verið gerð upp. Þarna hefur ómetanlegum menningarverðmæt- um verið bjargað og nú er fyrirsjá- anlegt, að hinir miklu möguleikar, sem eyjan býður upp á sem útivist- arsvæði, verði betur nýttir en áður. Löngu niðurlægingartímabili í sögu Viðeyjar er lokið. Meðan hún var í eigu ríkisins var ekkert að- hafst til úrbóta. En um leið og Reykjavíkurborg tók við henni var hafist handa við framkvæmdimar þar. Ber að þakka Sverri Her- mannssyni og öðrum fulltrúum ríkisins fyrir þann stórhug og fram- sýni, sem þeir sýndu þegar ríkið færði borginni eignir sínar í Viðey að gjöf. Þeir gerðu sér ljóst, að þessi dýrmæta perla var betur kom- in í höndum hinna dugmiklu for- ystumanna borgarinnar, heldur en í höndum fjárvana og metnaðar- lauss ríkisbákns. Það þarf í sjálfu sér ekki að koma neinum á óvart að svona hefur far- ið. Sá heilbrigði metnaður og stór- hugur, sem hefur einkennt borgar- stjóratíð Davíðs Oddssonar er nær einsdæmi. Kraftur hefur verið í framkvæmdum á vegum borgarinn- ar og fjármálastjóm til fyrirmyndar Til Velvakanda. Þegar ég var ungur bytjuðu allar vikur á sunnudegi. Þá var sunnu- dagur fyrsti dagur hverrar viku og laugardagur sjöundi og síðasti dag- ur vikunnar. Ríkisútvarpið okkar hefur annað tímatal. Síðdegis á sunnudegi segja starfsmenn þess okkur frá dag- skrárefni næstu viku og byija þá á mánudegi, þeim sem að morgni er. Að mínu tali er vikan byijuð og þá segi ég „þessi vika“, en ekki „næsta í hvívetna. Vonandi bera Reykvíkingar gæfu til að velja hann til forystu enn á ný, þegar gengið verður til kosninga að tveimur árum liðnum. Með þökk fyrir birtinguna, Gamall Reykvíkingur. vika“. Þessi dagskrárlýsing nær venjulega fram á sunnudag í næstu viku. Þar mætti því segja,. að lýst væri dagskrá þessarar viku og næsta sunnudags. Ég gæti trúað því, að útvarpið hefði náð þeim árangri, að sumir haldi að vikan byiji á mánudegi og endi á sunnudegi. En hvað telur útvarpið sjálft? Og hvaða réttlæti og reglur ná yfir þetta tímabil? H.Kr. Hvenær byrjar vikan? Þessir hringdu . . Hjóli stolið í Hvassa- leitinu Aðfaranótt föstudagsins 19. ágúst var hjóli stolið frá Hvassa- leiti 18 í Reykjavík. Það er fjólu- bláleitt, en gaffallinn hvítur. Þeir sem geta gefíð upplýsingar um afdrif hjólsins eru beðnir að hringja í síma 36968. Páfagaukur í kirkjugarði Blár páfagaukur sást á rölti með þröstunum í neðsta hluta Fossvogskirkjugarðs á dögunum. Hann virtist vera spakur, svo eig- andinn gæti sennilega náð honum án mikillar fyrirhafnar. Leggja á brú út í Viðey Torfi hringdi: „Mér finnst afar vitlaust hjá borgaryfirvöldum að leggja ekki brú úr Gufunesi út í Viðey. Þama er grunnt, svo það ætti ekki að vera mikið mál. Þama ætti annað hvort að vera göngubrú eða brú fyrir bílaumferð. Ef það á að vera útivistarsvæði í eynni, þá er kjánalegt að brúa ekki. Það getur ékki verið svo dýrt.“ Lyklakippa í óskil- um Sunnudaginn 14. ágúst fannst lyklakippa á Suðurgötu, til móts við Hótel Sögu. Kippan er svört, og á henni fjórir lyklar. Upplýs- ingar í síma 20464. Banna á kattahald Dýravinur hringdi: „Eg hef horft á ketti veiða fugla hvað eftir annað hér í Norðurmýr- inni og jafnvel séð þá leika sér að því að kvelja þá. Því fínnst mér það fólk vera skrýtnir dýra- vinir, sem á ketti en hefur ekki ól með bjöllu um hálsinn á þeim. Um þetta hefur verið skrifað hvað eftir annað, en flestir kattaeigend- ur taka ekkert tillit til þess. Þess vegna skora ég á borgaryfirvöld, að banna kattahald í borginni eða að öðrum kosti að leyfa það að- eins með ströngum skilyrðum.“ Úr fannst við Elliða- vog í byijun ágúst fannst kven- mannsúr við Elliðavog. Úrið er gulllitað með svartri skífu. Upp- lýsingar í síma 672843. Gleraugu týndust í Reykjavík Þriðjudaginn 16. ágúst týndust gleraugu í svartri og gylltri um- gjörð í Reykjavík. Líklegt er, að það hafi gerst í eða við Glæsibæ, Tómstundahúsið eða Kringluna. Finnandj hringi í síma 651831 eða 23720. í boði eru fundarlaun. Hjóli stolið frá Sundhöllinni í maílok eða júníbyijun var gráu Kalkhoffhjóli stolið frá Sundhöll Reykjavíkur. Ef einhver getur gefið upplýsingar um það, er viðkomandi beðinn að hringja í síma 14996. Kennitalan óheppi- leg Auðunn Bragi hringdi: nÉg er á þeirri skoðun, að óheppilegt hafi verið að taka upg kennitölu í stað nafnnúmers. í kennitölunni koma fram upplýs- ingar um fæðingardag manna og aldur, og er í raun verið að vega að persónu þeirra með því að taka hana upp. Nafnnúmerið gefur hins vegar engar upplýsingar um þann sem það ber. Ég tel að það hafi verið ákaf- lega sniðugt hjá borgaryfirvöldum að bjóða bara 200 manns að vera við athöfnina S Viðey á dögunum. Þannig tókst þeim að vera þar í friði fyrir öðrum." UTSALA Afsláttur af öllum karlmannafotum, jökkum, terylenebuxum og ýmsum öðrum vörum. * Karlmannaföt kr. 3.995 - 5.500 - 8.900 og 9.900. Ar Jakkar kr. 4.995. •k Terylenebuxur kr. 1.195-1.595og 1.795. Andrés. Skólavörðustíg 22, sími 18250. HRAÐLESTRARNAMSKEIÐ Fyrsta hraðlestrarnámskeið vetrarins hefst 30. ágúst nk. Námskeiðið hentar öllum sem vilja auka lestrarhraða sinn, hvort heldur er við lestur fagurbókmennta eða námsbóka. Nemendur HRAÐLESTRARSKÓLANS þrefaida að meðaltali lestrarhraða sinn í öllu lesefni. Skráning öll kvöld kl. 20.00-22.00 í síma 641091. HRAÐLESTRARSKÓUNN vtSA FRÁ PPC FERÐATOLVA 15% KYNNINGARAFSLÁTTUR AMSTRAD PPC-ferðatölvan erfullkomlega PC samhæfð (nýja stýrikerfið DOS-3.3) með 1 eða 2 drifum og 10“ LCD- skjá, MDA og CGA korti, 8 MHZ hraða og AT lyklaborði. Tengist: 220V/12V bíltengi/rafhlöður. Þyngdin er 5 kg. Burðartaska o.fl. fylgir svo sem ritvinnslufor- rit, spjaldskrárkerfi, dagatal, reiknivél o.fl. TÖUiUlAND Laugavegi 116-118,105 Reykjavík. 2%&SSSk ■‘ivSí KROSSVIÐUR SPÓNAPLÖTUR T.d. vatnslímdur og T.d. spónlagðar, plast- vatnsheldur - úr greni, húðaðar eða tilbúnar birki eða furu. undir málningu. Vegg- og loftklæðningar, límtré og parket. Einstök gæðavara á sérdeilis hagstæðu Verðl~ SPARIÐ PENINGA! - Smíðið og sagiðsjálf! Þið fáið að sníða niður allt plötuefni hjá okkur í stórri sög ykkur að kostnaðarlausu. BJORNINN Við erum í Borgartúni 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.