Morgunblaðið - 23.08.1988, Side 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST J988
Rasrnarsbakarí
í Keflavík selt
Morgunblaðið/Júlíus
Eimskipafélagið hefur kynnt borgaryfirvöldum frumteikningar að 200 herbergja hóteli á lóð félagsins
við Skúlagötu, milli Vatnsstigs og Vitastígs. Þorkell Sigurlaugsson, sem sést við lóðina á myndinni, segir
að hérlendis vanti alþjóðlegt hótel í háum gæðaflokki.
EIGENDASKIPTI urðu hjá
Ragnarsbakarí í Keflavík um
síðustu helgi. Hinn nýji eigandi
er Björgvin Víglundsson, verk-
fræðingur, og keypti hann fyrir-
tækið af forráðamönnum Ávöxt-
unar sf., Pétri Björnssyni og
Ármanni Reynissyni. Ragnars-
bakari varð sem kunnugt er
gjaldþrota á síðasta ári og
keyptu Pétur og Ármann
þrotabú fyrirtækisins í desember
á siðastliðnu ári. Rekstur fyrir-
tækisins hefur síðan verið endur-
skipulagður þannig að náðst hef-
ur að koma fyrirtækinu á réttan
kjöl.
Að sögn Armanns Reynissonar,
framkvæmdastjóra Ávöxtunar sf.,
starfa nú um 55 manns við Ragn-
arsbákarí og er staða þess góð um
þessar mundir en fyrirtækið er hið
Eimskip kynnir teikning-
ar hótéls við Skúlagötu
Alþjóðleg hótelkeðja annast reksturinn
EIMSKIPAFÉLAG íslands hefur látið gera frumteikningar að um
20 þúsund fermetra hóteli á lóð félagsins sunnan Skúlagötu, milli
Frakkastígs og Vitastígs. Stofnað verður hlutafélag innlendra og
erlendra aðila um byggingu hótelsins veiti borgaryfirvöld byggingar-
leyfi. Rætt hefur verið við fulltrúa nokkurra þekktra alþjóðlegra
hótelkeðja um reksturinn þótt ekki hafi enn verið gengið til samn-
inga. Hugsanlegt er að stjórnandi hótelsins verði erlendur en þorri
starfsfólks islenskur að sögn Þorkels Sigurlaugssonar, framkvæmda-
stjóra þróunarsviðs Eimskips. Segir hann að framkvæmdir hefjist
ekki á þessu ári eða þvi næsta og myndi ljúka árið 1993 hið fyrsta.
Miðað er við að gistiherþergi í er ráð fyrir bílageymslu vestan
hótelinu verði um 200 en að auki Vatnsstígs en aðkoma að að henni
er gert ráð fyrir að minnsta kosti
tveimur veitingasölum, ráðstefnu-
sölum, ferðamannaþjónustu, stærri
heilsuræktarstöð en nú þekkist hér-
lendis, hárgreiðslustofu og verslun-
um. Hluti þessarar þjónustu yrði
inntur af hendi í yfirbyggðum garði.
Að sögn Þorkels Sigurlaugssonar
yrði áhersla lögð á notalegt og ró-
legt umhverfi fyrir hótelgesti, ekki
yrði til dæmis almennur skemmti-
staður í húsinu.
Aðalálma hótelsins verður þrett-
án hæðir auk inndreginnar hæðar
fyrir loftræstibúnað, en aðrir hlutar
hótelsins verða mest þijár hæðir
samkvæmt frumteikningum. Gert
og aðalinngangi hótelsins yrði af
litlu hringtorgi í miðri brekku
Vatnsstígs. Gengið yrði irin í veit-
inga- og ráðstefnusali af Skúlagötu
og lögð áhersla á að umferð að
hótelinu valdi íbúum hverfisins ekki
ónæði.
Arkitektamir Garðar Halldórs-
son og Ingimundur Sveinsson hóf-
ust handa um gerð frumteikninga
í vor en haft hefur verið samráð
við hönnunarfyrirtæki í London,
„RMandB Consultants".
Gert er ráð fyrir hótelinu í nýlegu
deiliskipulagi Skúlagötusvæðisins
og Borgarráð úthlutaði Emskipafé-
laginu byggingarrétti í síðastliðinni
viku. Frumteikningar voru kjmntar
í byggingamefnd borgarinnar í
gær. Byggingarleyfi hefur þó ekki
verið veitt og áður en borgaryfir-
völd veita endaniegt samþykki seg-
ir Þorkell Sigurlaugsson ekki hægt
að taka lokaákvörðun um byggingu
hótelsins, ganga til formlegra við-
ræðna um fjármögnun hennar eða
segja til um kostnað. Kveðst hann
gera ráð fyrir að borgaryfirvöld
afgreiði málið síðla árs. Þá verði
jafnframt lokið endurskoðun hag-
kvæmnisathugana sem félagið hef-
ur látið gera undanfarin misseri
þannig að í árslok yrði líklega unnt
að ganga til samninga við alþjóð-
lega hótelkeðju um reksturinn.
„Hugmyndin um að Eimskip
hefði frumkvæði að byggingu al-
þjóðlegs hótels í háum gæðaflokki
kviknaði 1986,“ segirÞorkell Sigur-
laugsson, „undirbúningur hófst í lok
þess árs og unnið var að honum
af krafti á síðasta ári. Gerð var
hagkvæmnisathugun á markaði
hérlendis auk kostnaðar við bygg-
ingu hótelsins og rekstur. í sumar
var ákveðið að endurskoða athug-
unina vegna breyttra aðstæðna í
þjóðfélaginu, til að mynda aukinnar
verðbólgu.
Aðspurður segir Þorkell að hann
telji nægan markað fyrir gott al-
þjóðlegt hótel hér á landi. Slíkt yrði
nýjung á íslandi og þótt hótelher-
bergjum hafi fjölgað að undanfömu
verði þar líklega stöðnun eftir nokk-
ur ár. Ekki megi einblína á aðstæð-
ur augnabliksins, hótel sem þetta
yrði rekið um margra áratuga skeið.
Segir Þorkell að með byggingu
hótelsins víkki Eimskip út starfsemi
sína og leggi frekari áherslu á
áhuga félagsins á ferðamálum.
Yfirmenn fyrirtækisins telji að al-
þjóðlegt hótel gæti aukið áhuga
ferðamanna á landinu. Þá myndi
staðsetning þess treysta stöðu mið-
bæjarins, bæði vegna erinda 200
starfsmanna og 400-500 gesta f
miðbæinn og vegna þess að borg-
arbúar hefðu sitthvað í hótelið að
sækja.
þriðja stærsta á Keflavíkursvæðinu.
Armann sagði að undanfama
mánuði hefði verið unnið að því að
endurskipuleggja rekstur Ávöxtun-
ar sf. með tilliti til nýrra laga um
verðbréfafyrirtæki sem yrðu sett í
vetur. í þeim væri kveðið á um að
forráðamenn verðbréfafyrirtækja
mættu ekki eiga fyrirtæki eða hlut
í fyrirtækjum sem væru í viðskipt-
um við verðbréfasjóðina. Þess
vegna hefði sú stefna verið tekin
upp að selja hlutabréf í öðmm fyrir-
tækjum.
„Ummæli
formanns-
ins vítaverð“
- segir framkvæmda-
stjóri Landssambands
smábátaeigenda
ÖRN Pálsson framkvæmdastjóri
Landssambands smábátaeigenda
segir ummæli Haraldar Blöndal
formanns rannsóknanefndar sjó-
slysa vera vítaverð, en i Morgun-
blaðinu á sunnudaginn er haft
eftir honum að komið hafi fyrir
að menn hafi sökkt bátum sínum.
„Ég tel þessi ummæli formanns
rannsóknanefndar sjóslysa víta-
verð. Smábátaeigendur um land
allt eru ekki vanir því að gefast upp
þó á móti blási, og ég á alls ekki
von á því að nokkur fótur-sé fyrir
þessum ummælum. Ég hef ekki
kynnt mér þessi slys sem nú hafa
orðið með stuttu millibili, en það
er verk rannsóknanefndar sjóslysa
að rannsaka þau og væntanlega
hafa verið tekin sjópróf af þessum
aðilum sem hafa komist af. Ég
þekki hins vegar engin dæmi þess
að það hafi orðið ljóst að menn
hafí vísvitandi sökkt bátum sínum.“
Öm sagði að eftir að kvóti var
settur á veiðar smábáta hafí það
færst í aukana að menn væru einir
um borð í bátunum og það væri
ekki til þess fallið að auka öryggið.
Það eru kannski um 1500 bátar
á sjó á hverjum degi og vissulega
geta óhöpp átt sér stað hjá þessum
aðilum eins og öðrum.
Faxaborg og Þorkell Björn sem nýlega voru keyptir til Neskaupstaðar. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal
Neskaupstaður:
Enn fjölgar smábátunum
Neskaupstað.
ENN fjölgar smábátunum í hin-
um stóra og myndarlega smá-
bátaflota Norðfirðinga, nú
síðast bættust tveir í hópinn.
Nes hf. keypti Faxaborg, nýleg-
an 10 tonna plastbát, og tveir
ungir sjómenn, Sigursteinn Sig-
urðsson og Einar Hálfdánarson,
keyptu Þorkel Bjöm, tæplega 19
tonna eikarbát frá Bakkafirði.
Bátamir eru báðir gerðir út á
snurvoð. _ Ágúst
18, umdæmisþing Kiwanis á íslandi:
Evrópuforseti Kiw-
anis meðal gesta
ÁTJÁNDA umdæmisþing Kiwan-
is á íslandi verður haldið í Veit-
ingahúsinu Þórskaffi í Reykjavík
dagana 25.- 27. ágúst. Rétt til
setu á þinginu hafa 126 fulltrúar
úr 42 klúbbum, ásamt fyrrverandi
umdæmisstjórum. Einnig mun
Evrópuforseti . Kiwanis, aust-
urrildsmaðurinn Hannes Payrich,
sitja þingið, ásamt verðandi Evr-
ópuforseta, íslendingnum Þor-
birni Karlssyni, prófessor við
Háskóla íslands, úr Kiwanis-
klúbbnum Nes á Seltjamarnesi.
Aðalsteinn Aðalsteinsson, um-
dæmisstjóri Kiwanis á íslandi, Kiw-
anisklúbbnum Þyrli, Akranesi, mun
setja þingið við hátíðlega athöfn í
Langholtskirkju föstudaginn 26.
ágúst n.k. að viðstöddum þingfull-
trúum og eftirtöldum erlendum gest-
um:
William Lieber frá Indiana í
Bandaríkjunum, fulltúi frá heims-
stjóm Kiwanis, Egon L. Eplattenier
frá Sviss, ritari og framkvæmda-
stjóri, Vegar Björanger frá Noregi,
umdæmisstjóri Norðurlanda, Bert
Van Leeuwen, umdæmisstjóri Holl-
ands og Frakkinn Guy Caron, um-
dæmisstjóri Belgfu, Luxemborgar,
Frakklands og Mónakó.
Þinginu lýkur laugardaginn 27.
ágúst með viðhafnardansleik í
Glæsibæ kl. 19:00.
í íclímalfíi iimHæmirm pm nú st.arf-
Aðalsteinn Aðalsteinsson, núver-
andi umdæmisstjóri islenska
Kiwanisumdæmisins.
andi 42 klúbbar víðsvegar um landið
á sex svæðum. Einn Kiwanisklúbbur
er í Færeyjum og tilheyrir hann
íslenska umdæminu.
Verðandi umdæmissstjóri Kiwan-
is á íslandi fyrir árið 1988- 89 er
Bragi Stefánsson, Kiwanisklúbbnum
Jörva, Reykjavík.
(Fréttatilkynning.)