Morgunblaðið - 23.08.1988, Page 33

Morgunblaðið - 23.08.1988, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 1988 33 Bretland: Tveir troðast und- ir á rokktónleikum Saint Andrews, frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. TVEIR létust og tveir slösuðust á hljómleikum í Donington í Leic- ester-skíri á iaugardag. Stór hóp- ur fslenskra ungmenna var á þessum tónleikum. Tónleikamir voru þungarokks- hátíð sem stóð í tólf tíma á laugar- dag frá hádegi fram til miðnættis. A tónleikunum sem nefndir voru Rokkskrímslahátíðin (Monsters of Rock Festival) voru um hundrað þúsund manns. Hátíðin fór hið besta fram og áheyrendur ollu engum vandræð- um. Lögreglan segir að öryggisráð- stafanir hafí verið fullnægjandi og hér hafí einungis átt sér stað slys. Hvorugur mannanna sem lést bar á sér skilríki en borin hafa verið kennsl á annan þeirra og lögreglan vonar að tattóveringar geri kleift að bera kennsl á hinn. Maurice Jones, framkvæmda- stjóri hátíðarinnat, segir að skipu- lag og öryggisráðstafanir hafí aldr- ei verið betri en nú, en þetta er f níunda sinn sem hátíðin er haldin. Hann harmaði að þetta slys skyldi hafa átt sér stað. Einn tónleikagesta segist hafa séð annan þeirra sem lést troðast undir mannfjöldanum. Á þessum tónleikum var hópur íslenskra ungmenna á vegum Rásar 2 undir leiðsögn Sigurðar Sverris- sonar og Eiríks Haukssonar. Eng- inn þeirra lenti í neinum vandræð- um en sumum sem lentu nálægt sviðinu þótti mannþröngin mikil. Búrma: Óvissa ríkir um framtíð Maungs Bangkok. Rcuter. TIL mótmæla kom f Rangoon, Mandalay og öðrum borgum Búrma í gær og nú er talið aðeins dagaspursmál hvenær Maung Maung, leiðtogi sósíalista, hrökkl- ast frá völdum. Að sögn vestrænna stjómarerind- reka hefur Maung ekkert aðhafst frá því hann var útnefndur flokks- leiðtogi síðastliðinn föstudag. Hann hafi hvorki beðið landsmenn um að sýna stillingu né veita sér tækifæri til þess að vinna að endurreisn efna- hagslífsins. „Það er eins og engin stjóm sé í landinu. Það ríkir algjör þögn, það heyrist ekki stuna frá henni,“ sagði einn sendifulltrúinn. Að sögn vestrænna stjómarerind- reka gæta hermenn helztu bygginga og mannvirkja í Rangoon en þeir létu mótmælendur, sem efndu til útifundar við helzta sjúkrahús borg- arinnar afskiptalausa. Einnig var efnt til mjög fjöl- mennra mótmælafunda í baejunum Mandalay, Monywa, Sagaing og Taunggyi. Hermt er að fjöldi fUndar- manna í fyrstnefndu borginni hafí verið á annað hundrað þúsund. Sovétríkin: Ekkert lát á vöruskorti Moskvu. Reuter. SOVÉSKA fréttastofan TASS skýrði frá þvf á laugardag að þrátt fyrir að þijú ár væru liðin síðan umbótastefna Gorbatsjovs var fyrst kynnt hefði ekki tekist að koma f veg fyrir skort á ýmsum nauðsynjavörum. Tekið var fram að yrði ekki ráðin bót á þessu mætti búast við að vinsældir ráða- Reuter Hyggstsetja heimsmetá flygildi Indverski milljónamæringur- inn Vijay Singhania situr f flygildi sínu meðan aðstoðar- maður hans kannar hvort allt sé örugglega í lagi. Sing- hania ætlar að setja heims- met f flygildisflugi með þvf að fljúga frá Lundúnum til Bombay í Indlandi. Flugleið- in er um 9.600 kflómetrar og vonast Singhania til að ferðin taki 23 daga. SIMIISKKUÐGONGU Reuter Risastórum síma var ekið um götur Jakarta- borgar á sunnudag þegar efnt var til skrúð- göngu f borginni f tilefni þess að 43 ár eru liðin síðan Indónesfa hlaut sjálfstæði. Sfmafyrirtæki Indónesfu vildi þannig kynna takkasíma sína. Viðræður sendinefnda Suður- og Norður-Kóreu; Lausn deilunnar um Ólymp- íuleikana ekki í siónmáli Panmuniom. Reuter. Panmuiyom. Reuter. LÍTILL árangur varð af viðræð- um sendinefnda Norður- og Suð- ur-Kóreu í gær og engin ákvörðun var tekin varðandi sérstakan fund um hugsanlega þátttöku Norður- Kóreumanna í Olympíuleikunum, sem hefjast f næsta mánuði. Norður-Kóreumenn höfnuðu til- lögu Suður-Kóreumanna um sér- stakan fund þar sem deilur ríkjanna um Ólympíuleikana yrðu ræddar. Norður-Kóreumenn segjast ætla að hundsa leikana nema gengið verði að kröfum þeirra um skiptingu leik- anna. Norður-Kóreumenn kreflast þess menna í Kreml færu dvfnandi. Fréttastofan kynnti áform ráða- manna um að auka framleiðslu á nauðsynjavörum um 24 miljarða rú- bla (tæplega 1.800 miljarða ísl. króna) og sagði að efnahagslegar umbætur stjómarinnar hefðu gengið hægar en áætlað hefði verið I upp- hafi. „Matarskorturinn átti að minnka með umbótum á efnahagssviðinu, en enn er ekkert lát á vöruskortin- um.“ segir í frétt TASS. „Áfram- haldandi vöruskortur hefur áhrif á afstöðu almennings til umbótastefnu ráðamanna og fær hann til að efast um að vænta megi raunhæfra um- bóta.“ enn að á hugsanlegum fundi ríkjanna verði ekki aðeins Ijallað um Ólympíuleikana, heldur einnig hvemig draga megi úr spennu á Kóreuskaga. Park Jun-kyu, sem leiðir sendinefnd Suður-Kóreu, sagði að vegna þess hversu skammur tími væri til stefnu yrði ágreiningurínn um Ólympíuleikana að hafa forgang. Engin ákvörðun var tekin um áfram- hald viðræðnanna, sem hófust á föstudag í landamærabænum Pan- munjom. Áður en viðræðunum lauk í gær höfðu Suður-Kóreumenn lagt til að einungis tveir fulltrúar frá hvom ríki tækju þátt í hugsanlegum fundi ríkjanna. Norður-Kóreumenn hafa ekki svarað þeirri tiliögu og fullrúar Suður-Kóreumanna í viðræðunum segjast efins um að Norður-Kóreu- menn taki þátt í Ólypíuleikunum. Rcutcr Park Jun-kyu, sem leiðir sendinefnd Suður-Kóreu, og Kum-chol, einn fulltrúa Norður-Kóreu (til vinstri), eftir að viðræðum sendi- nefnda Suður- og Norður-Kóreu lauk í gær. Bandaríkjamenn ljósmynda dvergkafbáta í Eystrasalti Bandarískur sérfræðingur segir Svía skorta hug- rekki til að sökkva kafbátum í lögsögu sinni Stokkhóimi. Frá Erik Liden, fréttaritara Morgunblaðsins. GORDON McCormack, bandariskur sérfræðingur í málefnum Sov- étríkjanna, segir að Svía skorti póiitískt hugrekki og vilja tíl að sökkva erlendum kafbátum, sem geri sig heimakomna í sænskri lögsögu. Ennfremur hefur verið frá því skýrt að bandarisk skip og flugvélar hafi tekið ljósmyndir af dvergkafbátum í Eystrasalti. McCormick, sem starfar fyrir hersins ekki í launkofa með hveijir bandaríska vamarmálaráðuneytið, Pentagon, segir í viðtali við sænska fjölmiðla, að erlendir kafbátar leiki lausum hala í sænskri lögsögu. Hún standi þeim að öllu leyti opin. Hann fullyrðir að þar séu eingöngu að verki sovézkir kafbátar, en Svía skorti kjark til að sakfella Sovét- menn opinberlega. í einkaviðtölum fari sænskir ráðamenn og yfirmenn séu að verki. Að sögn McCormicks spyija bandarískir leiðtogar sig þeirrar spumingar hvemig Svíar myndu bregðast við á stríðstímum fyrst þeir þori ekki að reyna að laska eða sökkva óboðnum kafbáti í lögsögu sinni á friðartfmum. Samkvæmt upplýsingum Pentagon hafa bandarískar flugvél- ar og skip náð Ijósmyndum af dvergkafbátum í austanverðu Eystrasalti. Reyndust þeir vera 29 metra langir, eða sömu lengdar og bátar, sem Svíar telja sig hafa orð- ið vara við í lögsögu sinni. Af hálfu yfirmanna sænska hers- ins og varnarmálaráðuneytisins í Stokkhólmi hefur fullyrðingum McCormicks verið harðlega vísað á bug. Talsmaður varnarmálaráðu- neytisins segir að þvert á móti sé allt kapp lagt á að komast að því hverjir séu að verki. Ein leiðin til þess sé að laska eða sökkva óboðn- um báti. Uppboð á eig- um Bítlanna Lundúnum, Reuter. MIJNIR sem voru í eigu bresku Bitlanna og fleiri frægra tón- listarmanna verða seldir á upp- boði þjá fyrirtækinu Christie’s í Lundúnum í þessari viku. Meðal þess sem selt verður á uppboðinu eru teikningar eftir Paul McCartney, bréf sem John Lennon skrifaði, ljósmyndir og árituð hljómplötuumslög Bítlanna. Uppboðshaldari hjá Christie’s sagði að auk muna frá Bítlunum yrðu einnig boðnar upp ljósmynd- ir af David Bowie, Bee Gees, fatn- aður af gitarsnillingnum Jimi Hendrix og skór af Michael Jack- son. Talið er að teikningar McCart- neys verði slegnar á 6.000 sterl- ingspund (480.0000 ísl. kr.) en skór af Michael Jackson á allt að 3.000 pund (240.000 fsl. kr.). Sothesby’s uppboðsfyrirtækið í Lundúnum hefur einnig á pijón- unum að halda uppboð á eigum frægra manna í næsta mánuði. Verða þar boðnir upp persónuleg- ir munir sem voru í eigu Pete Best, sem var meðlimur Bitlanna áður en þeir urðu frægir. Upp- boðið hjá Sothesby’s verður hald- ið 12. september.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.