Morgunblaðið - 23.08.1988, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 23.08.1988, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 1988 33 Bretland: Tveir troðast und- ir á rokktónleikum Saint Andrews, frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. TVEIR létust og tveir slösuðust á hljómleikum í Donington í Leic- ester-skíri á iaugardag. Stór hóp- ur fslenskra ungmenna var á þessum tónleikum. Tónleikamir voru þungarokks- hátíð sem stóð í tólf tíma á laugar- dag frá hádegi fram til miðnættis. A tónleikunum sem nefndir voru Rokkskrímslahátíðin (Monsters of Rock Festival) voru um hundrað þúsund manns. Hátíðin fór hið besta fram og áheyrendur ollu engum vandræð- um. Lögreglan segir að öryggisráð- stafanir hafí verið fullnægjandi og hér hafí einungis átt sér stað slys. Hvorugur mannanna sem lést bar á sér skilríki en borin hafa verið kennsl á annan þeirra og lögreglan vonar að tattóveringar geri kleift að bera kennsl á hinn. Maurice Jones, framkvæmda- stjóri hátíðarinnat, segir að skipu- lag og öryggisráðstafanir hafí aldr- ei verið betri en nú, en þetta er f níunda sinn sem hátíðin er haldin. Hann harmaði að þetta slys skyldi hafa átt sér stað. Einn tónleikagesta segist hafa séð annan þeirra sem lést troðast undir mannfjöldanum. Á þessum tónleikum var hópur íslenskra ungmenna á vegum Rásar 2 undir leiðsögn Sigurðar Sverris- sonar og Eiríks Haukssonar. Eng- inn þeirra lenti í neinum vandræð- um en sumum sem lentu nálægt sviðinu þótti mannþröngin mikil. Búrma: Óvissa ríkir um framtíð Maungs Bangkok. Rcuter. TIL mótmæla kom f Rangoon, Mandalay og öðrum borgum Búrma í gær og nú er talið aðeins dagaspursmál hvenær Maung Maung, leiðtogi sósíalista, hrökkl- ast frá völdum. Að sögn vestrænna stjómarerind- reka hefur Maung ekkert aðhafst frá því hann var útnefndur flokks- leiðtogi síðastliðinn föstudag. Hann hafi hvorki beðið landsmenn um að sýna stillingu né veita sér tækifæri til þess að vinna að endurreisn efna- hagslífsins. „Það er eins og engin stjóm sé í landinu. Það ríkir algjör þögn, það heyrist ekki stuna frá henni,“ sagði einn sendifulltrúinn. Að sögn vestrænna stjómarerind- reka gæta hermenn helztu bygginga og mannvirkja í Rangoon en þeir létu mótmælendur, sem efndu til útifundar við helzta sjúkrahús borg- arinnar afskiptalausa. Einnig var efnt til mjög fjöl- mennra mótmælafunda í baejunum Mandalay, Monywa, Sagaing og Taunggyi. Hermt er að fjöldi fUndar- manna í fyrstnefndu borginni hafí verið á annað hundrað þúsund. Sovétríkin: Ekkert lát á vöruskorti Moskvu. Reuter. SOVÉSKA fréttastofan TASS skýrði frá þvf á laugardag að þrátt fyrir að þijú ár væru liðin síðan umbótastefna Gorbatsjovs var fyrst kynnt hefði ekki tekist að koma f veg fyrir skort á ýmsum nauðsynjavörum. Tekið var fram að yrði ekki ráðin bót á þessu mætti búast við að vinsældir ráða- Reuter Hyggstsetja heimsmetá flygildi Indverski milljónamæringur- inn Vijay Singhania situr f flygildi sínu meðan aðstoðar- maður hans kannar hvort allt sé örugglega í lagi. Sing- hania ætlar að setja heims- met f flygildisflugi með þvf að fljúga frá Lundúnum til Bombay í Indlandi. Flugleið- in er um 9.600 kflómetrar og vonast Singhania til að ferðin taki 23 daga. SIMIISKKUÐGONGU Reuter Risastórum síma var ekið um götur Jakarta- borgar á sunnudag þegar efnt var til skrúð- göngu f borginni f tilefni þess að 43 ár eru liðin síðan Indónesfa hlaut sjálfstæði. Sfmafyrirtæki Indónesfu vildi þannig kynna takkasíma sína. Viðræður sendinefnda Suður- og Norður-Kóreu; Lausn deilunnar um Ólymp- íuleikana ekki í siónmáli Panmuniom. Reuter. Panmuiyom. Reuter. LÍTILL árangur varð af viðræð- um sendinefnda Norður- og Suð- ur-Kóreu í gær og engin ákvörðun var tekin varðandi sérstakan fund um hugsanlega þátttöku Norður- Kóreumanna í Olympíuleikunum, sem hefjast f næsta mánuði. Norður-Kóreumenn höfnuðu til- lögu Suður-Kóreumanna um sér- stakan fund þar sem deilur ríkjanna um Ólympíuleikana yrðu ræddar. Norður-Kóreumenn segjast ætla að hundsa leikana nema gengið verði að kröfum þeirra um skiptingu leik- anna. Norður-Kóreumenn kreflast þess menna í Kreml færu dvfnandi. Fréttastofan kynnti áform ráða- manna um að auka framleiðslu á nauðsynjavörum um 24 miljarða rú- bla (tæplega 1.800 miljarða ísl. króna) og sagði að efnahagslegar umbætur stjómarinnar hefðu gengið hægar en áætlað hefði verið I upp- hafi. „Matarskorturinn átti að minnka með umbótum á efnahagssviðinu, en enn er ekkert lát á vöruskortin- um.“ segir í frétt TASS. „Áfram- haldandi vöruskortur hefur áhrif á afstöðu almennings til umbótastefnu ráðamanna og fær hann til að efast um að vænta megi raunhæfra um- bóta.“ enn að á hugsanlegum fundi ríkjanna verði ekki aðeins Ijallað um Ólympíuleikana, heldur einnig hvemig draga megi úr spennu á Kóreuskaga. Park Jun-kyu, sem leiðir sendinefnd Suður-Kóreu, sagði að vegna þess hversu skammur tími væri til stefnu yrði ágreiningurínn um Ólympíuleikana að hafa forgang. Engin ákvörðun var tekin um áfram- hald viðræðnanna, sem hófust á föstudag í landamærabænum Pan- munjom. Áður en viðræðunum lauk í gær höfðu Suður-Kóreumenn lagt til að einungis tveir fulltrúar frá hvom ríki tækju þátt í hugsanlegum fundi ríkjanna. Norður-Kóreumenn hafa ekki svarað þeirri tiliögu og fullrúar Suður-Kóreumanna í viðræðunum segjast efins um að Norður-Kóreu- menn taki þátt í Ólypíuleikunum. Rcutcr Park Jun-kyu, sem leiðir sendinefnd Suður-Kóreu, og Kum-chol, einn fulltrúa Norður-Kóreu (til vinstri), eftir að viðræðum sendi- nefnda Suður- og Norður-Kóreu lauk í gær. Bandaríkjamenn ljósmynda dvergkafbáta í Eystrasalti Bandarískur sérfræðingur segir Svía skorta hug- rekki til að sökkva kafbátum í lögsögu sinni Stokkhóimi. Frá Erik Liden, fréttaritara Morgunblaðsins. GORDON McCormack, bandariskur sérfræðingur í málefnum Sov- étríkjanna, segir að Svía skorti póiitískt hugrekki og vilja tíl að sökkva erlendum kafbátum, sem geri sig heimakomna í sænskri lögsögu. Ennfremur hefur verið frá því skýrt að bandarisk skip og flugvélar hafi tekið ljósmyndir af dvergkafbátum í Eystrasalti. McCormick, sem starfar fyrir hersins ekki í launkofa með hveijir bandaríska vamarmálaráðuneytið, Pentagon, segir í viðtali við sænska fjölmiðla, að erlendir kafbátar leiki lausum hala í sænskri lögsögu. Hún standi þeim að öllu leyti opin. Hann fullyrðir að þar séu eingöngu að verki sovézkir kafbátar, en Svía skorti kjark til að sakfella Sovét- menn opinberlega. í einkaviðtölum fari sænskir ráðamenn og yfirmenn séu að verki. Að sögn McCormicks spyija bandarískir leiðtogar sig þeirrar spumingar hvemig Svíar myndu bregðast við á stríðstímum fyrst þeir þori ekki að reyna að laska eða sökkva óboðnum kafbáti í lögsögu sinni á friðartfmum. Samkvæmt upplýsingum Pentagon hafa bandarískar flugvél- ar og skip náð Ijósmyndum af dvergkafbátum í austanverðu Eystrasalti. Reyndust þeir vera 29 metra langir, eða sömu lengdar og bátar, sem Svíar telja sig hafa orð- ið vara við í lögsögu sinni. Af hálfu yfirmanna sænska hers- ins og varnarmálaráðuneytisins í Stokkhólmi hefur fullyrðingum McCormicks verið harðlega vísað á bug. Talsmaður varnarmálaráðu- neytisins segir að þvert á móti sé allt kapp lagt á að komast að því hverjir séu að verki. Ein leiðin til þess sé að laska eða sökkva óboðn- um báti. Uppboð á eig- um Bítlanna Lundúnum, Reuter. MIJNIR sem voru í eigu bresku Bitlanna og fleiri frægra tón- listarmanna verða seldir á upp- boði þjá fyrirtækinu Christie’s í Lundúnum í þessari viku. Meðal þess sem selt verður á uppboðinu eru teikningar eftir Paul McCartney, bréf sem John Lennon skrifaði, ljósmyndir og árituð hljómplötuumslög Bítlanna. Uppboðshaldari hjá Christie’s sagði að auk muna frá Bítlunum yrðu einnig boðnar upp ljósmynd- ir af David Bowie, Bee Gees, fatn- aður af gitarsnillingnum Jimi Hendrix og skór af Michael Jack- son. Talið er að teikningar McCart- neys verði slegnar á 6.000 sterl- ingspund (480.0000 ísl. kr.) en skór af Michael Jackson á allt að 3.000 pund (240.000 fsl. kr.). Sothesby’s uppboðsfyrirtækið í Lundúnum hefur einnig á pijón- unum að halda uppboð á eigum frægra manna í næsta mánuði. Verða þar boðnir upp persónuleg- ir munir sem voru í eigu Pete Best, sem var meðlimur Bitlanna áður en þeir urðu frægir. Upp- boðið hjá Sothesby’s verður hald- ið 12. september.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.