Morgunblaðið - 30.08.1988, Side 14

Morgunblaðið - 30.08.1988, Side 14
»)/ 14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 1988 Það er ekkert svo erf- itt að læra íslensku - segir Sadao Morita, japanskur prófessor Sadao Morita og Makoto eiginkona hans. Morfrunblaíið/Július SADAO Morita er japanskur prófessor í norrænni málfræði við Waseda háskólann i Tokyo. Hann lagði stund á forn- íslensku í Bandaríkjunum 1951-52 og kom til íslands tíu árum síðar til að læra nútíma íslensku við Háskóla ísland. Hann kennir nú íslensku við Waseda háskólann. Sadao dvaldi hér í nokkra daga fyrir skemmstu ásamt Makoto eigin- konu sinni og ræddi blaðamað- ur Morgunblaðsins þá við hann. Það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar heyrist að útlend- ingur hafí lagt stund á íslensku án þess að vera í nokkrum sér- stökum tenglsum við landið er spumingin hvers vegna? „Þetta er spuming sem allir leggja fyrir mig,“ svarar Morita. „Eg get ekki sagt að það hafí verið nein sérstök ástæða fyrir því að ég fór að læra málið nema þá helst sú að ég hef lagt stund á samanburðarmálfræði." En er ekki íslenskan japönum erfið? „Nei, ekki svo mjög. Málfræðin er erfíð en framburðurinn er ekki svo erfíður fyrir Japani. Banda- ríkjamenn eiga t.a.m. erfíðara með að ná honum." Sjálfur hefur hann ekki fengið mikla þjálfun í að tala eða skilja íslensku og kýs að rasða við blaðamann á ensku. Hann skilur þó eitthvað af því sem sagt er og getur vel bjargað sér sé þess þörf. „Það er auðveldara að lesa,“ segir hann. Sadao kennir ekki aðeins íslensku við Waseda háskólann heldur jafnframt dönsku og got- nesku, sem hann segir mun flókn- ara tungumál en íslenskan. „Það er ekki hægt að læra íslensku nema kunna dönsku," segir hann. „Ástæðan er sú að það hafa verið skrifaðar fleiri og betri íslenskar málfræðbækur á dönsku en íslensku. Það má nefna mál- fræðibækur Sveinbjörns Egilsson- ar og Finns Jónssonar og svo orðabók Sigfúsar Blöndal." En danskan, erhún ekkierfíð? „Nei, það er auðvelt að læra dönsku. Auðvelt að lesa hana ef maður kann ensku og þýsku. Framburðurinn er aftur á móti strembinn." Hversu marga nemendur he- furðu í íslensku og dönsku? „Ég hef ekki marga nemendur þó Waseda sé eini skólinn í Japan þar sem hægt er að læra íslensku. Japanir eru hagsýnir og velja fög í samræmi við það. Núna eru hjá mér fjórir nemendur í íslensku og sex í dönsku. Námið tekur tvö ár og því eiginlega aðeins byijenda- námskeið. Eftir þessi tvö ár eru þeir færir um að lesa einfaldar setningar á íslensku en ekki mik- ið meira." Þetta er í fjórða sinn sem Sadao kemur til íslands, en síðast kom hann hingað 1980. Honum fannst Reykjavík hafa breyst mikið á þessum átta árum. Ekki endilega til hins verra en tók þó sérstak- lega fram að bókabúðunum hefði hrakað. „Ég býst við að fínna meira úrval af bókum um íslenska málfræði í Kaupmannahöfn en á íslandi. Mér þykir leitt að þurfa að segja það en hér er úrvalið heldur bágborið. Það kemur mér mjög á óvart og einnig hve marg- ar gamlar bókabúðir eru horfnar. í bókabúð Snæbjamar í Hafnar- stræti fékkst mikið af góðum íslenskubókum, en hún hefur versnað." Sadao og Makoto gera aðeins stuttan stans á íslandi í þetta skipti. Þau eru á ferð um Evrópu. Komu hingað frá París og héðan var ætlunin að fara til Kaup- mannahafnar þar sem Sadao stundaði einnig nám á sínum tíma. Garðurinn við Tjarnarstíg 16 var einn þeirra gárða sem hlaut viður- kenningu. Fegnrstu garðar Selljarnarness Þessi garður við Hofgarða 13 á Seltjarnamesi hlaut viðurkenningu umhverfismálanefndar bæjarins í ár. FYRIR skömmu veitti um- hverfismálanefnd Seltjarnaraess viðurkenningar fyrir fallega garða og fallegustu götumynd- ina. í fréttatilkjmningu segir að valið hafi farið fram í samvinnu við fé- lagasamtök á Seltjamamesi. Nokk- ur félög tilnefndu skoðunarmenn sem sáu um valið í samráði við umhverfísmálanefnd. Þeir garðar hlutu viðurkenningu sem taldir voru bera af um snyrtimennsku og um- hirðu í ár. Fyrir valinu urðu að þessu sinni Ijamarstígur 16, Skóla- braut 49, Hofgárðar 13, Selbraut 2 8 og Nesbali 108 126, sem einnig hlaut viðurkenningu fyrir fegurstu götumyndina. íbúum við Nesbala 108-126 var veitt sérstök viðurkenning fyrir fagra götumynd. Islensk frí- merki 1988 fá silfur- verðlaun ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJU var á þessu ári boðið að senda íslenska frímerkjaverðlistann /s- lensk frímerki til sýningar á al- þjóðlegri frímerkjabókasýningu í Cardinal Spellman Philatelic Museum, Inc. sem er, að því er segir í frétt frá prentsmiðjunni, með þekktari stofnunum í frímerkjaheiminum. Var boð þetta þegið og sendir árgangarn- ir 1984- 1988. Alþjóðleg dóm- nefnd veitti bókinni síðan silfur- verðlaun. Frímerkjasafn Spellmans kard- inála, í Weston, Massachusetts í Bandaríkjunum, er ekki aðeins bygging yfir frímérkjasöfn kardíná- lans er hlotið hafa verðlaun á ýms- um sýningum víða um heim. Þar er einnig bókadeild og er á hveiju ári haldin þar sýning sem nefnist Philatelic Litterature Fair, þar sem sýndar eru bækur er fjalla á ein- hvern hátt um frímerki. í fréttinni frá ísafoldarprentsmiðju segir að það sé ekki aðeins sérstakur heiður að bók skuli vera valin til sýningar þama, heldur sé það einnig mikill árangur að fá silfurverðlaun á þess- um sýningum. Þær bækur sem sýndar eru, verða hluti af safninu og aðgengi- legar fyrir gesti um alla framtíð. Höfundur og ritsjóri íslenskra frímerkja hefur frá upphafi verið Sigurður H. Þorsteinsson, uppeldis- fræðingur og skólastjóri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.