Morgunblaðið - 30.08.1988, Side 25

Morgunblaðið - 30.08.1988, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 1988 Gerð var nokkurs konar mála- miðlun, og samþykkt með 32 at- kvæðum gegn 9 að kanna leið B með nokkrum skilyrðum, og stofnuð verði gjaldheimta eigi síðar en 25. september næstkomandi. Jafnframt því sem gjaldheimtunefnd starfaði áfram fram að stofnfundi gjald- heimtunnar. Fyrir þann fund hafi sveitarstjómir tekið afstöðu til til- lagna nefndarinnar og tilnefni full- trúa með umboð til undirritunar samnings á grundvelli samþykktar sveitarstjómar. Breytingartillaga kom fram um að sveitarfelögunum verði skylt að lúta vilja meirihlut- ans, en hún var felld með nokkrum mun. Stofnun héraðsnefnda Fjölmargar ályktanir um önnur mál vom samþykktar á fundinum og ótal mál bar á góma. Má þar nefna að stjóm félagsins var falið að skipa starfshóp til að íj'alla um kosti og galla héraðsnefnda eða fytlkisstjóma, sem tækju yfír verk- efni sýslunefnda. Telja margir nauð- synlegt að koma þeim á í tengslum við aukin verkefni sveitarfélaganna. Einnig var ályktað um ýmis menn- ingar- og framfaramál í fjórðungn- um. Ný stjórn kjörin Aðalfundi SSA lauk með kjöri nýrrar stjómar og kosningu í nefnd- ir og ráð á vegum sambandsins. Kjömefnd lagði fram tillögur sínar um stjómarmenn, og vom þær sam- þykktar með lófataki. Þrír nýir menn komu inn í stjóm- ina, Einar Már Sigurðsson, Nes- kaupstað, Guðmundur Þorsteinsson, Fáskrúðsfírði, og Hálfdán Haralds- son, Norðfj arðarhreppi. Aðrir stjómarmenn em Hrafnkell A. Jóns- son, Eskifirði, Þráinn Jónsson, Fellabæ, Magnús Ingólfsson, Vopnafírði, _ Birgir Hallvarðsson, Seyðisfirði, Ólafur Ragnarsson, Bú- landshreppi og Guðjón Þorbjöms- son, Höfíi. M Anægður með hlut sveitarstjórnamanna ALLIR fimm þingmenn kjördæmisins mættu á fundinn. Þeir Hjörleifur Guttormsson, Alþýðubandalagi, Halldór Ásgrimsson og Jón Kristjáns- son, Framsóknarflokki, og Egill Jónsson og Kristinn Pétursson, Sjálf- stæðisflokki. Þar sem nokkuð var rætt um samskipti þingmanna og sveitarstjórna þótti rétt að taka einn þingmanninn tali og varð Egill fyrir valinu. „Samstarfíð við sveitarstjómimar em hluti af starfí mínu sem alþingis- maður. Og þar sem ég á sæti í íjár- veitinganefnd þingsins þá verður þetta samstarf nánara en ella. Eg er mjög ánægður með hlut sveitar- stjómamanna I þessu samstarfi. Þetta er reynt félagsmálafólk og átt- ar sig á aðstæðum I þjóðfélaginu. Það veit það líka, að við höfum áhuga á þeirra málum, enda em þau flest mjög mikilvæg og hafa að sjálfsögðu gífurlega mikla þýðingu í framfara- málum sveitarfélaganna," sagði Eg- ill. Egill var spurður um þá gagn- rýni, sem fram kom í opnu bréfí frá stjóm SSA til þingmanna kjördæmis- ins og annarra landsbyggðarþing- manna. .Þar er meðal annars spurt hvers vegna lög og reglur séu lands- byggðinni jafn óhagstæð og raun beri vitni, á sama tíma og lands- byggðarþingmenn séu í meirihluta á Alþingi. Egill Jónsson, alþingismaður „Alþingi er mikil sáttasamkoma. Mjög ríkjandi í störfum þess er tillits- semi og skilningur milli manna. í þeirri umfjöllun, sem þar á sér stað, er að sjálfsögðu tekið fullt tillit til þeirra sjónarmiða sem eru í þjóð- félaginu. Við eigum það sameiginlegt allri þjóðinni, Austfírðingar, að mál- efni atvinnuveganna eru aðalmálin á þingi. Út úr framleiðsluverðmætum sjávarútvegsins hafa horfíð fleiri milljarðar. Þau verðmæti verða ekki kölluð til baka með atkvæðagreiðslu milli landsbyggðar og þéttbýlis. Þetta er sameiginlegt vandamál, sem bitnar fyrst á þeim byggðum, þar sem verðmætin verða til, en gengur slðan yfir alla þjóðina," sagði Egill. Hann var spurður að þvl að lokum hvort hann fengi eitthvert veganesti af þessum fundi, sem hann tæki með sér inn á Alþingi I haust. „Ég fer ekki með neitt sérstakt veganesti inn á Alþingi frá þessum fundi. Ég er í góðu sambandi við fólkið í kjördæminu, ekki aðeins mína flokksmenn. Og auðvitað veit maður hvemig straumurinn liggur í kjör- dæminu sínu, skárra væri það. En málefnaleg umræða er alltaf nauð- synleg I þjóðfélaginu og auðvitað hefur hún sín áhrif." Fólk leitar í þéttbýlið „ÉG HEF starfað i rösk 40 ár í hreppsnefnd, en það eru um 50 ár síðan ég fór að sýsla í þessum máliim heima i sveit minni,“ sagði Vil- hjálmur Hjálmarsson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður Framsóknar- flokksins, í samtali við blaðamann. Hann sat aðalfund SSA fyrir hönd sveitunga sinna 35, sem búsettir eru á Mjóafirði. „Þeim hefur þótt gott að hafa mig i þessu, þar sem ég er laus og slyppur," sagði Vil- hjálmur. „Ég hef verið á flestum fundum SSA frá upphafí. Miðað við það vald og §ármuni, sem sambandið hefur yfír að ráða þá hefur það haft mikil áhrif. Það hefur samræmt sjónarmið manna, stutt við bakið á þingmönn- um kjördæmisins og ýtt á eftir mál- um,“ sagði Vilhjálmur. Hann var spurður að því hvaða mál bæru hæst á þessum fundi að hans mati. „Menn hafa tekið samgöngumálin sérstaklega fyrir nú. Auk samskipta ríkis og sveitarfélaga, meðal annars vegna þeirra breytinga sem verið er að gera á þeim. Þannig að samgöng- umar og samskiptin við ríkið hafa verið helstu málin á þessum fundi. Þá hefur verið rætt um stofnun hér- aðsnefndar Norður- og Suður-Múla- sýslu og kaupstaðanna á Austurl- andi. Sýslunefndir yrðu þá lagðar niður en héraðsnefndin, sem skipuð yrði sömu mönnum og stjóm SSA, fengi verkefni þeirra. Menn em á því að þetta þriðja stjómsýslustig verði að koma til, ef færa á vemleg Vilhjálmur Hjalmarsson, frá Mjóafirði. verkefni frá ríki yfír á sveitarfélögin. Það er verið að færa mörg verk- efni yfír á sveitarfélögin, sem er já- kvætt ef til þess fást tekjustofnar. En það er kúnstugt að koma upp með, að sveitarfélögin taki við heilsu- gæslustöðvunum. Þvi er þannig hátt- að, að heilsugæslustöðvemar em staðsettar á sjúkrastofnunum og sama fólkið starfar á báðum stöðum. Ekki yrði þetta til einföldunar." Um stöðu sveitarfélaganna í fjórð- ungnum og landsbyggðina almmennt sagði Vilhjálmur: „Hún er að mörgu leyti erfíð. Jöfnunarsjóðurinn hefur til dæmis verið grátt leikinn, sem er hið versta mál. Þróunin hefur verið mjög óhagstæð landsbyggðinni, ekki síst íðustu árin. En það er rétt að hafa það I huga, að þessi þróun hef- 'ur staðið yfir frá aldamótum, þegar sjávarbæimir fóm að byggjast. Fólk leitar í þéttbýlið og fínnst sjálfsagt meira virði það sem þar er að hafa. En til lengri tíma litið þá hef ég ekki trú á öðra en að menn byggi nokkum veginn allt landið," sagði Vilhjálmur Hjálmarsson að lokum. FIFA W> RÚSSARNIR KOMA Undankeppni Heimsmeistarakeppninnar 1990 ÍSLAND - SOVÉTRÍKIN Atll Ásgelr Arnór Belanov Protassov Dassajev Islendingar með sitt sterkasta lið gegn sovésku snillingunum. Síðast voru íslendingar nálægt sigri gegn þeim. Missum ekki af einstökum knattspyrnuviðburði. Forsala aðgöngumiða: þriðjudag 30. ágúst frá kl. 12-18 á Lækjartorgi og Laugardalsvelli. * Miðvikudag 31. ágúst frá kl. 12-16 á Lækjar torgi og frá kl. 12 á Laugardalsvelli. Aðgöngumiðaverð: Stúka 800 kr. Stæði 500 kr. Börn 200 kr. Dómari: Alan Snoddy frá N-írlandi Línuverðir: T.O. Donnellyog F. McKnight. Til vara: Guðmundur Haraldsson. Homaflokkur Kópavogs leikurfrá kl. 17 undir stjórn Björns Guðjónsssonar. Knattspyrnusamband Islands.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.