Morgunblaðið - 30.08.1988, Síða 28

Morgunblaðið - 30.08.1988, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 1988 AGALEGT KRÆFT MERGJAÐ STYRKJAIMDI BÉHÍ FYNDIÐ HRATT LITRIKT Alýttblað á föstudaginn Áskriftarsíminn er 83033 En þegar kem- ur að f ötluðum eftir Hrafn Sæmundsson Fatlaðir eru ekki lítilmagninn í þjóðfélaginu. Fatlaðir eru hluti af þjóðfélaginu. Þónokkur hluti fötlun- ar er til kominn — svo undarlegt sem það kann að virðast — vegna þess hve þjóðfélagið okkar er gott þjóðfélag. Betri þjónusta, meiri tæknivæðing, betri lífskjör, full- komnara heilbrigðiskerfi, allt þetta eykur fötlun. Þessvegna er það meðal annars skylda þjóðfélagsins að greiða þann sameiginlega toll sem fötlunin er. Þetta gerir þjóð- félagið ekki nema að hluta. Þjóð- félagið lætur það líðast að mikið fatlað fólk fær ekki fullnægt frum- þörfum sínum. Þjóðfélagið lætur það líðast að fjölskyldur fatlaðra bama brotna undan álagi af þessum sökum, að fjölfötluð böm fái ekki umönnun, að andlega fatlað fólk í heimahúsum fái ekki húsnæði þeg- ar það þarf á því að halda og mik- ið hreyfihamlað fólk geti ekki flutt í eðlilegt umhverfí. Þjóðfélagið við- urkennir ekki fötlun af þessu tagi eins og það viðurkennir til að mynda almenna heilbrigðisþjónustu. Fólk fær almenna heilbrigðisþjónustu á sjúkrahúsum þegar það þarf á henni að halda — og raunar eina ef ekki þá bestu í heiminum — en mikið fatlað fólk fær ekki álíka þjónustu nema það fái hefðbundna sjúk- dóma. Það fær ekki umönnun eða húsaskjól þegar það þarf á þessu að halda — ekki nema hluti þessa fatlaða fólks fær þessa þjónustu. Þetta hlýtur að stafa af því að annað mat er lagt á þennan þátt en aðra. Almennt heilbrigðiskerfi er nú viðurkennt og það byija ekki endalausar vangaveltur í hverri fjárlagagerð um það hvort fólk fái grundvallarþjónustu á sjúkrahúsun- um. Það er vegna þess að þjóð- félagið hefur viðurkennt þessa þjón- ustu. En það hefur ekki viðurkennt að allt mikið fatlað fólk eigi rétt á að fá frumþörfum sínum fullnægt. En hefur þjóðin nokkumtíma verið spurð um þetta? Það held ég ekki. Ég er viss um að þjóðin myndi segja já, að skattgreiðendur myndu með glöðu geði segja já, ef þeir væru spurðir. Og jafnvel þó að þeir væm ekki spurðir. Skattgreiðendur eru yfírleitt ekki spurðir um hlut- ina. Þeir eru ekki spurðir um millj- arð hér eða milljarð þar. Ekki um milljarð í Útvegsbanka og Hafskip, ekki um milljarð í Kröflu, ekki um milljarð í flugstöð, ekki um milljarð í munaðarlaus laxaseiði — ekki um milljarð þar eða milljarð hér sem einhver úti í þjóðfélaginu hefur stofnað til án samþykkis. En þegar kemur að fötluðum, þegar kemur til að mynda að Fram- kvæmdasjóði fatlaðra upp á einar 180 milljónir, ætlar allt vitlaust að verða. Þá þjóta ábyrgðarfullir stjómmálamenn aftur og fram um þingsalina og utan þeirra með tertu- spaðann og halda margar og langar ræður um skurðinn á þjóðarkök- unni. Maður verður aldeilis ofur- seidur tómleikatilfínningu að hlusta á þetta á hveiju einasta ári. Og takið enn og aftur eftir því að hér er aðeins verið að tala um algerar frumþarfir mikið fatlaðs fólks. Önnur réttindamál fatlaðra skulum við tala um og beijast um á ,jafnréttisgrundvelli“ með tertu- spaðanum margfræga. Þegar fjallað er um þessi mál fatlaðra, um þarfir mikið fatlaðra einstaklinga, kemur sú spurning ‘ upp í hugann af hveiju stjórn- málamennimir spuija ekki þjóðina, fólkið sem þeir þurfa alltaf að vera að hitta og umgangast. Ég er sann- færður um að þjóðin yrði til dæmis glöð að fá að greiða þann milljarð sem ríkið skuldar þessum marg- hijáða Framkvæmdasjóði fatlaðra samkvæmt lögum Alþingis og eymamerktum tekjustofnum til sjóðsins samkvæmt lögunum. Kannski myndi þessi milljarður fara Hrafn Sæmundsson „Það sem er verið að tala um í þessari grein og verið að benda hér á, er að vandi mikið fatlaðra einstaklinga sem ekki hafa fengið grundvallarþjónustu — grundvallarfrumþarfir — húsnæði og umönn- un, verði leystur hér og nú.“ langleiðina að standa undir stofn- kostnaði við húsnæði fyrir það mik- ið fatlaða fólk sem hefur ekki feng- ið úrlausn ennþá og býr við ótrúleg- ar þrengingar — fjölfötluð böm, andlega fatlað fólk í heimahúsum og mikið hreyfíhamlað fólk sem þarf vemdað húsnæði og umönnun nú þegar eða í náinni framtíð. Áf hveiju í ósköpunum eru þessi mál ekki leyst í eitt skipti fyrir öll — dreginn inn slóðinn — og þessi smánarblettur þveginn af löggjaf- anum. Ég fullyrði að þjóðin myndi ekki setja alþingismennina út í kuldann vegna þessa eina milljarðs. Auðvitað em í þessari grein al- hæfíngar. Auðvitað er ekki alls staðar um nákvæmlega milljarð að ræða. Fólkið í landinu er samt far- ið að venjast þessari einingu í um- ræðunni og virðist raunar orðið sljótt fyrir stærðum. Og auðvitað er Framkvæmda- sjóður fatlaðra ekki einangraðar 180 milljónir. Framlög úr sjóðnum em til stofnkostnaðar og fara raun- ar ekki nema að hluta til að leysa þann vanda sem hér er verið að tala um. Rekstur vemdaðs hús- næðis og stofnana er svo annar þáttur þessa máls. Og auðvitað er varið mjög mikl- um peningum til málefna fatlaðra. En af hveiju skyldi það ekki vera gert? Hvemig væri hægt að komast hjá því? Engin leið væri önnur til þess en að færa þjóðfélagið á allt annað menningarstig en vestræn þjóðfélög em yfírleitt á. Það sem er verið að tala um í þessari grein og verið að benda hér á, er að vandi mikið fatlaðra ein- staklinga sem ekki hafa fengið gmndvallarþjónustu — gmndvallar- fmmþarfir — húsnæði og umönnun, verði leystur hér og nú. Og hér er líka um mikla mismun- un að ræða milli fólks. Það sitja ekki allir við sama borð. Hvað þýð- ir það til að mynda fyrir fólk sem eignast fjölfatlað eða mikið fatlað bam eða fólk sem þarf að sinna mikið fötluðum einstaklingi? Það þýðir einfaldlega að viðkomandi þarf að afsala sér meira og minna venjulegum mannréttindum. Þátt- töku í félagslífi, þátttöku í atvinn- ulífí og svo framvegis. Sá hluti fólks sem er ekki í þeim hópi sem löggjaf- inn hefur leyst margnefnd mál fyr- ir — þetta fólk verður að afsala sér þessum réttindum. Sjómenn eða alþingismenn til að mynda sem lentu í slíkri stöðu yrðu ekki degin- um lengur á sjónum eða á þinginu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.