Morgunblaðið - 30.08.1988, Page 31

Morgunblaðið - 30.08.1988, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 1988 31 1—2 fulltrúar frá hverri bekkjar- deild skólans. Ef skólinn væri orðinn meira fjár- hagsleg sjálfstæður, væri eðlilegt að foreldrar ættu fulltrúa í stjóm skólans og fylgdust með hvernig fjármagni væri varið. Ljóst er að foreldrar myndu þannig fá meiri áhuga á að styðja við skóla barna sinna, einnig varðandi húsnæðis- mál, búnað og umhverfi skólanna. Foreldar myndu með virkari þátt- töku í skólastarfi gera sér betur grein fyrir þörf á auknu ijármagni til skólamála. Þeim yrði ljósara mikilvægi þess að byggja nauðsyn- legt og rúmgott húsnæði yfir æsk- una. Við virðumst hafa ráð á svo mörgu öðm, m.a. að byggja glæstar verslunar- og peningahallir yfir dauða hluti. Fræðsluvarp Allir vita að það hefur hvetjandi áhrif á börn og unglinga, ef foreldr- ar sýna námi og störfum þeirra í skóla áhuga. Með þjóðlífsbreytingum, sem orðið hafa og aukinni vinnu kvenna utan heimila, hefur dregið úr heimavinnu nemenda og aðstoð frá heimilum við námið. Einnig hefur efling sjónvarps- og myndbanda og annarra fjölmiðla haft sitt að segja í þessum efnum og tekið mikinn tíma af samvemstund fjölskyldunn- ar. Því er nauðsynlegt að nýta þessa nýju tækni, bjóða hana velkomna, en ná valdi á henni, m.a. til að efla og auðvelda nám og fræðslu innan veggja heimilanna í samvinnu við skólana. Því ber að fagna aukinni hlut- deild sjónvarps í fræðslu með til- komu fræðsluvarps, sem gæti orðið til að efla umræðu og áhuga á skólamálum og gefa foreldrum betri möguleika á að fylgjast með því sem verið er að kenna í skólunum og ræða það við böm sín. Ýmislegt námsefni gæti höfðað betur til áhuga sumra nemenda á þennan hátt, og stuðlað að því að nemendur fengju jafn betri og ljós- ari fræðslu í sumum tilfellum. Skól- ar myndu ýmist geta nýtt sér beina útsendingu sjónvarpsins eða tekið efnið á myndbönd. En það má segja, að fræðsluvarp- ið sé nú rétt í fæðingu og það er dýrt að koma því á laggimar og því mun ekki veita af ríflegum „fæðingarstyrk". Því vil ég hreyfa þeirri hugmynd að þeir aðilar, for- eldrar, kennarar og nemendur, sem mest samstarf þurfa að eiga um fræðsluvarp og mest not af því, taki höndum saman og færi barninu „vöggugjöf'. Tillagan væri eitthvað í þá átt, að hver bekkjardeild, ein eða fleiri, taki saman dagskrá um eitthvert efni t.d. náttúm eða umhverfis- vernd, — varðveislu móðurmálsins, — skógrækt, — sögulega atburði, — heilsuvernd eða hvað sem væri, þar sem hver og einn nemandi kæmi fram og gerði eitthvað. Samkoma með tilheyrandi dagskrá yrði síðan fyrir foreldra eða afa, ömmur eða eldri systkini og aðgangur seldur t.d. eins og á kvikmyndasýningu. Skólinn safnaði þannig peningum og veitti þeim í fræðsluvarp. Síðan mætti velja einhver dagskráratriði úr skólanum sem ástæða þætti til að taka upp, jafnvel með lagfæringu og nota í fræðsluvarpi. Með auknu sjálfstæði skóla, fræðsluvarpi og stórefldu samstarfi við foreldra getur skólinn orðið vagga nýs og betra samfélags. Höfundur er fræðslustjóri Reykja víkurumdæmis. KOSTABOÐ TIL KORTHAFA VISA ! Fyrstu 15 daga Septembermánaðar fá allir korthafar VISA sérstakan auka - afslátt: 10 % VISA - AFSLÁTT ef öll upphæðin er greidd með VISA 5% VISA - AFSLÁTT ef kaupverðinu er skipt í 2 mánaðargreiðslur eðafleiri með VISA RAÐGREIÐSLUM, sem geta verið til allt að 11 mánaða. KORTHAFAR ! KYNNIÐ YKKUR ,TEPPATRAUSTM OKKAR ! Teppabúðin hf. býður úrvalsgólfteppi frá WESTON - ensku ullarteppin frá STODDARD ásamt mörgum öðrum merkjum frá helstu teppaframleiðendum. Fjölbreitt úrval af stökum teppum og mottum á parket og flísagólf. í Teppabúðinni hf. fást hinir rómuðu ARMSTRONG gólfdúkar, sem ekki þarf að líma, norska BOEN gæðaparketið og úrval CORCEMA korkflísa. í þessum mánuði bætast svo keramikflísar og marmari við gólfefnaúrvalið. Teppabúðin hf. er því sannkallaður gólfefnamarkaður. VISA TEPPABCÐIN GÓLFEFNAMARKAÐUR SUÐURLANDSBRAUT 26 S - 91 681950 HAPPDRÆTTI 5 Ford Bronco - 40 Fiat Uno Dregið 12. september. Heildarverðmœti vinninga 21,5 milljón. /i/tt/r/mark 4/1 l«i 4il . U i 1 U14 5-iili

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.