Morgunblaðið - 30.08.1988, Page 32

Morgunblaðið - 30.08.1988, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 1988 Forsetinn í hópi ungra Blönduósinga á leið til að gróðursetja birkitré. Morgunbiaðíð/Þorkcii Heimsókn forseta í Húnavatnssýslur lokið: KOM TÍL AÐ HTTTA FÓLK - EKKl HORFA Á VEÐUR Sveinn Þorgrímsson, staðarverkfræðingur, bendir yfir virkjunarsvæðið. Kornelíus Sigmundsson, forsetaritari, Vigdís Finnbogadóttir, forseti, og Jóhannes Nordal, formaður stjórnar Landsvirkjun- ar, njóta leiðsagnar Sveins. Barðaströnd: Heyskap að ljúka Innri-Múla, Barðastrandarhreppi. HEYSKAP er nú senn lokið hérna og hefur hann gengið mjög vel þrátt fyrir rysjótt tíðar- far. Velgengnina má þakka tækni í landbúnaðinum. Menn eru ekki eins háðir tíðarfarinu og áður. - SJÞ Haraldur Rúnar Karlsson Doktorsvörn íjarðfræði HARALDUR Rúnar Karlsson varði doktorsritgerð í jarðfræði við jarðeðlisfræðideild Chicago- háskóla í Bandarikjunum mið- vikudaginn 27. júlí. Ritgerðin heitir „Oxygen and hydrogen Isotope Geochemistry of Zeolit- es“ og greinir frá þvi hvernig nota má mælingar súrefnis á vetnissamsætum til þess að kom- ast að raun um við hvaða aðstæð- ur geislasteinar myndast. Fimm manna dómnefnd þekktra vísindamanna lauk lofi á ritgerðina og kvað hana brautryðjendaverk á sínu sviði. Haraldur vann að dokt- orsverkefni sínu í samvinnu við R.N. Clayton prófessor. Haraldur lauk stúdentsprófí frá Menntaskólanum í Reykjavík 1974 og BS-gráðu í jarðfræði frá Há- skóla íslands 1978. Hann hefur verið við nám í Chicago-háskóla síðan haustið 1979. Haraldur er sonur Karls Óttars Guðbrandssonar, fyrrum húsa- smíðameistara, og konu hans, Guð- rúnar Haraldsdóttur. Haraldur er kvæntur Abbie L. Kleppa og eru þau hjón búsett í Chicago sem stendur, þar sem Haraldur mun halda áfram vísindastörfum. Vitni vantar Slysarannsóknadeild lögregl- unnar í Reylgavík lýsir eftir vitn- um að þremur árekstrum þar sem tjónvaldur ók af vettvangi. Milli klukkan 17 á fostudag og 9 á laugardagsmorgun var ekið á dökkgráa Subaru fólksbifreið á bílastæði við Hótel Esju. Nokkrar skemmdir urðu á hurð bílsins. Á efra bílastæðinu við Kringluna var ekið á hvíta Lödu um klukkan 18.30 föstudaginn 26. sl. Ekið var á bláa VW Golf bifreið á bílastæði við Miðbæ Háaleitis- braut milli klukkan 17 og 23.30 á laugardag. Fróóleikur og skemmtun fyrirháa semlága! Blönduósi, frá Urði Gunnarsdóttur. Veðurguðirnir^ tóku óblídlega á móti forseta íslands, Vigdísi Finnbogadóttur, er hún brá sér út á Skaga, nyrstu sveit i Húna- vatnssýslu, á sunnudag. „Hingað kom ég til að hitta fólk, ekki horfa á veður,“ sagði Vigdís er heimamenn lýstu óánægju með veðrið. Úrhelli var og mjög hvasst. Heimsókn forseta i Húna- vatnssýslur lauk á sunnudags- kvöld er Jón ísberg sýslumaður kvaddi forseta og fylgdarlið við Hrútafjarðará. Húnvetningar hafa ekki látið veður hindra sig í að taka vel á móti forseta sínum. Skagstrending- ar höfðu prýtt aðalgötur bæjarins fánum og fjölmenntu við komu for- seta þangað á föstudagskvöld. Tók Adolf Bemdsen oddviti á móti Vigdísi og sýndi henni bæinn. Var síðan haldið til kvöldverðar í boði Höfða-, Vindhælis- og Skaga- hreppa. Þar flutti Kristján Hjartar- son forseta átján erinda drápu eftir son sinn Rúnar, sem hann gat ekki verið viðstaddur. Þess má geta að Kristján er bróðir Hallbjöms Hjart- arsonar, kántrísöngvara. Að lokn- um kvöldverði var íbúum hreppanna boðið til kaffísamsætis. Á laugardag var haldið í Húna- ver þar sem forseti drakk morgun- kaffi með íbúum Svínavatns-, Ból- staðarhlíðar- og Engihlíðarhreppa og gróðursetti þrjú birkitré með bömum í hreppunum. Úr Húnaveri lá leiðin upp að Blönduvirkjun. Þar tóku forsvars- menn Landsvirkjunar, þeir Jóhann- es Nordal stjómarformaður, Hall- dór Jónatansson, forstjóri og Sveinn Þorgrímsson staðarverkfræðingur á móti forsetanum. Var haldið niður 800 m löng jarðgöng sem liggja úr stöðvarhúsinu inn í bergið. Skoð- uðu gestir stöðvarhúsið, sem er enn í byggingu. Síðan var haldið upp á Auðkúluheiði, þar sem stíflumann- virki voru skoðuð og gestum sýnt hvar uppistöðulón Blönduvirkjunar verður, en það verður eitt af stærstu vötnum landsins. Svæðið sem Blönduvirkjun nær yfír er feikna- stórt, að sögn staðarverkfræðings, álíka stórt og umráðasvæði allra virkjana Landsvirlgunar á Suður- landi. Að skoðunarferð lokinni var snæddur hádegisverður í boði Landsvirkjunar. Áður en ekið var frá Blönduvirkjun gróðursetti for- seti þijú birkitré í skógræktarreit ásamt tveimur bömum. Landsvirkj- un hefur ræktað upp 1.200 hektara örfoka lands og gróðursett um 20.000 tré til að bæta heimamönn- um gróðurtap vegna framkvæmda við virkjunina. Þá var haldið til Húnavalla þar sem Sigríður Höskuldsdóttir hús- freyja á Kagaðarhóli fagnaði for- seta fyrir hönd íbúa Torfalælq'ar-, Sveinsstaða- og Áshrepps. Færði hún forseta að gjöf mynd af Þverár- kirkju, sem Guðráður Jóhannsson málaði. Samkvæmt venju var síðan gróðursett með dyggri aðstoð bam- anna og kaffidrykkju. Frá Húnavöllum hélt forseti til Blönduóss þar sem snæddur var kvöldverður í boði bæjarstjómar. Milli rétta flutti Leikfélag Blöndu- óss frumortan forsetabrag. Forseta voru einnig færðar gjafir, dúkur og vettlingar, sem Sigfríður Angantýs- dóttir pijónaði, og sauðskinnsskór, sem Þorbjörg Magnúsdóttir gerði. Illa viðraði á fjórða og síðasta degi forsetaheimsóknarinnar. Fyrst brugðu gestir sér í Blönduósskirkju þar sem séra Ámi Sigurðsson tók á móti þeim og sýndi þeim altaris- töflu, sem Jóhannes Kjarval mál- aði. Þaðan var ekið út á Skaga að Hofí og kirkjan þar skoðuð. Sveinn Sveinsson frá Tjöm og séra Ægir Sigurgeirsson sýndu forseta kirkj- una, sem var vígð 1870 og er elsta kirkjan í prófastsdæminu. Hún er úr viði og er tekin að síga en nú em í undirbúningi gagngerar endur- bætur á henni, að sögn séra Ægis. Fagnaði Vigdís því, en hún leggur ríka áherslu á að gamlar trékirkjur sem enn standa verði varðveittar. Sveinn sagði að í Skagahreppi, eins og í fleiri hreppum, hefðu menn nú áhyggjur af fólksfæð en í hreppnum em nú 17 býli. Aðeins fímm böm em undir fermingu, öll systkini. Færði Sveinn síðan forseta tréplatta með víkingamunstri, sem Jóhann Baldvinsson vann. Úti fyrir nauðaði vindurinn og bæjarlækimir fossuðu sem stórfljót niður hlíðamar og var því hætt við skoðunarferð um Skagann. Til að bæta forseta það upp bauð Rafn Sigurbjömsson hreppstjóri Skaga- hrepps forseta og fylgdarliði í kaffí, heim að Örlygsstöðum II. Vakti snyrtileg umgengni hjónanna Rafns og Ingibjargar Olafsdóttur aðdáun gestanna en óvíða getur að líta jafn snyrtiiegan bæ að utan sem innan. Frá Skaga var haldið til Blöndu- óss. Að loknum hádegisverði á heimili sýslumannshjónanna var ekið um staðinn. Kom forsetinn við á heimilisiðnaðarsafni sem Sam- band austur-húnvetnskra kvenna hefur reist. Þar getur m.a. að líta margt muna úr eigu Halldóm Bjömsdóttur. Þá var haldið í Hnit- björg, dvalarheimili aldraðra. For- seti gaf sér tíma til að heilsa upp á hvem og einn vistmann og skoð- aði sýningu á munum sem þeir höfðu gert. Færði vistfólk henni gjafír, m.a. sjal úr eingirni. í lok skoðunarferðarinnar um Blönduós vom tré gróðursett í Fagrahvammi og síðan haldið í fé- lagsheimilið þar sem hátt á fjórða hundrað manns þáðu kaffí. Fór nú að líða að lokum ferðar forseta, haldið var fram Vatnsdal og komið við á Hofí. Þar gróður- setti Vigdís síðustu birkitrén í ferð sinni um sýsluna. Þaðan var haldið í Flóðvang og fengin hressing fyrir suðurferð. Einnig var staðnæmst við Þórdísarlund. Þar stendur minn- ismerki um meybam það, sem kona Ingimundar gamla, landnáms- manns á Hofí í Vatnsdal, fæddi í lundinum og nefndi Þórdísi. Úr Vatnsdal var haldið að Þing- eyrarkirkju þar sem Ólafur Magn- ússon, formaður sóknamefndar, sagði frá kirkjunni. Áður en haldið var þaðan fór séra Stína Gísladóttir farprestur með ferðabæn. Sýslu- nefnd Austur-Húnavatnssýslu kvaddi forseta á Þingeymm en Jón ísberg sýslumaður fylgdi henni að sýslumörkum Vestur-Húnavatns- sýslu við Hrútafjarðará og lauk þar með formlega opinberri heimsókn Vigdísar í Húnavatnssýslur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.