Morgunblaðið - 30.08.1988, Page 34

Morgunblaðið - 30.08.1988, Page 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 1988 Fundur Grosz og Ceausescus í Rúmeníu: Lítill árangur af „bróð- urlegum“ viðræðum Vín, Reuter. KAROLY Grosz, leiðtogi Ungveijalands, átti á sunnudag viðræður við Nicolae Ceausescu, Rúmeníuleiðtoga, í bænum Arad í Rúm- eníu. Er þetta í fyrsta sinn í 11 ár sem leiðtogar þessara þjóða ræðast við. Tilgangur fundarins var að finna lausn vegna versn- andi samskipta þjóðanna í kjölfar ákvörðunar Ceausescus um að jafna 8.000 þorp í Transylvaníu við jörðu. Reuter Karoly Grosz og Nicolae Ceausescu fyrir fundinn á sunnudag. Samskipti Rúmena og Ungveija hafa farið versnandi að undanf- ömu vegna ákvörðunar Ceauses- cus og veldur þar að meirihluti íbúa í þorpunum sem um ræðir er af __ ung- versku bergi brotinn. Ákvörðun rúmenskra yfirvalda hefur vakið mikla reiði Ungveija og tugir þús- unda tóku þátt í mótmælaaðgerð- um í Búdapest í júnímánuði síðast- liðnum. Ceausescu lét loka ung- verska sendiráðinu í Cluj í kjölfar mótmælanna. Vestur-þýsk stjórn- völd hafa einnig mótmælt ákvörð- un Ceausescus og hafa margsinnis farið þess á leit við rúmensk stjóm- völd að þau leggi þessi áform á hylluna en töluverður fjöldi fólks- ins í þorpunum er af þýskum upp- runa. ■ Fundur leiðtoganna á sunnudag stóð í rúmlega sjö klukkustundir og hélt Grosz heimleiðis strax að honum loknum. Þrátt fyrir að leið- togamir tveir segðu báðir að um- ræður þeirra hefði verið opinskáar og í mesta bróðemi er ljóst að árangur varð lítill. Grosz sagði í samtlai við ung- verska sjónvarpið’ eftir fundinn að það væri ofsögum sagt að mikill árangur hefði orðið af fundinum. „Allt sem ég get sagt er að ég trúi því að þessi fundur hafi mark- að tímamót í samskiptum þjóð- anna,“ sagði Grosz. „Það ríkti spenna á fundinum og við höfum ólík sjónarmið sem flest eiga sér rætur í sögu þjóðanna," bætti hann við. Báðir leiðtogamir sögðu á blaða- mannafundum að ágreiningurinn væri enn mikill. „Við teljum þó að þrátt fyrir að okkur greini á í ein- staka tilliti megi ekki gera of mik- ið úr slíkum ágreiningsefnum og þjóðimar verða að gera sitt besta til að skilja hvor aðra,“ sagði Ce- ausescu að loknum fundinum. Eini verulegi árangurinn af fundinum var samkomulag um að senda ungverska sendinefnd til Rúmeníu til að kynna sér áform stjómarinnar um að jafna þorpin við jörðu og byggja í þeirra stað iðnaðarþorp og samyrkjubú. Ekki var ákveðið hvenær sendinefndin færi til Rúmeníu. Grosz sagði blaðamönnum að hann teldi þetta skipta afar miklu máli. „Ég held að upplýsingar sem við höfum fengið varðandi þessar fram- kvæmdir hafi ekki verið með öllu réttar," sagði hann. F-18 þotur til Kuwait Kuwait. Reuter. KUWAIT skrifaði undir samning við Bandaríkin um kaup á 40 F-18 orrustuþot- um á laugardag en þessi gerð af þotum er talin ein sú nýtískulegasta í heimi. Kuwait verður fyrsta ríkið í Mið-Austurlöndum sem fær F-18 þotur til umráða. Fyrr í mánuðinum tilkynnti Kuwait- stjóm að hún hefði samþykkt nokkrar breytingar á miklum samningi um vopnakaup í Bandaríkjunum. Fyrstu samn- ingsdrög höfðu mætt andstöðu stuðningsmanna ísraels á Bandaríkjaþingi er ekki vilja láta arabaríkjum í té ákveðnar vopnategundir. Kúvæskir embættismenn héldu til Sovétríkjanna í gær til að skoða sovéskar vopna- verksmiðjur, að sögn opinberu fréttasofunnar KUNA í gær. Að sögn fréttastofunnar er heimsóknin, sem stendur í sex daga, farin með það fyrir aug- um að halda jafnvægi í samkiptum við stórveldin í austri og vestri af hálfu kúvæ- skra stjómvalda. í hádeginu alla virka daga: Mar&rétta ^****%. 'Á 8P arjf ■ ISSáÍlS!' íMm m ♦l Barbecue- kjúklingurmeð hrísgrjónapflaf Rjóma- naútagúllas meðkarlöflumús WMk [\autapottsleik mcðgrænmeti m Djúpsteikt rauðsprettuflök meðremolaðisósu Heimalagaðar kjötbollurmeð paprikukartöflum m ÉP M" ÉjF HBBwhp> ; • m fjm ■ 1 m Margrélta er enn ein nýjungin sem við á nýja Aski bjóðum upp á í hádeginu. Þú getur valið úr sex girnilegum réttum eða fengið þér sitt lítið af hverjum fyrir hlægilega lágt verð: Yðcins kr. 590! En þar með er ekki öll sagan sögð því að innifalin í verðinu er súpa dagsins og salat af salatbamum. -verði þér að góðu! Nýi Askur Suðurlandsbraut 4 Sími: 38550 'Tí\ 11 »1 r 1» ■Íi'l hJm

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.