Morgunblaðið - 30.08.1988, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 30.08.1988, Qupperneq 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 1988 Suðurver- Breíðholt . ■ ■ VETRARDAGSKRÁ ’88 - ’89 Haustnámskeið hefst 5. september. Vetrarnámskeið I hefst 3. október. Vetrarnámskeið II hefst 14. nóvember. Vetrarnámskeið iii hefst 9. janúar. Vetrarnámskeið IVhefst 20. febrúar. ÞOLAUKANDI OG VAXTAMÓTANDI ÆFINGAR Byrjendur I og II og framhald I FRAMHALDSFLOKKAR I OG II Lokaðir flokkar ROLEGIRTIMAR Fyrir eldri konur og þær, sem þurfa að fara varlega FYRIR UNGAR OG HRESSAR Teygja-þrek-jazz. Eldfjörugir tímar með léttri jazz-sveiflu „LOW IMPACK“ - STRANGIR TÍMAR Hægar en erfiðar æfingar, ekkert hopp en mikil hreyfing ATH! Efþú ert með á haustnámskeiðinu færðu 5% afslátt af vetrarnámskeiði / NÝTT-NYTT Nýi kúrinn slær ígegn!! 28+7 undirstjórn Dóru og Önnu ATH! Kynniðykkurafslatt- arprógramm okkar. Keðjuverkandi a slátturfyrirÞær’ sem eru allan vetur- inn : - Mr KERFI MEGRUNARFLOKKAR Fjórum sinnum í viku | KERFI / SKÓLAFÓLK Hörku púl og svitatimar ATH! Nú eru einnig tímar á laugardögum C'C . C; Súðun/eriy si'mi 83730 Hraunbergi, sími 79988 Michelin-rall Hjólbarðahallarinnar: Sjöundi Islands- meistaratitill Jóns Ragnarssonar SJÖUNDI íslandsmeistaratitill- inn bættist í safnið hjá Jóni Ragn- arssyni, þegar hann sigraði ásamt syni sínum Rúnari í al- þjóðlegri rallkeppni Michelin og Hjólbarðahallarinnar um helg- ina. Saman hafa þeir hirt titilinn þijú ár í röð, en Jón vann titilinn fjórum sinnum með Ómari bróð- ur sínum, en þá sem aðstoðaröku- maður. Ómar hefur hinsvegar unnið titil ökumanna fjórum sinnum, oftar en nokkur Islend- ingur. I öðru sæti í alþjóðarallinu lentu tvíburarnir Guðmundur og Sæmundur Jónssynir á Nissan 240 RS, en bræðurnir Ólafur og Halldór Siguijónssynir urðu þriðju á ford Escort RS. Það voru því skyldmenni í öllum verð- launasætunum, sem hlýtur að vera einstakt í íþróttum. „Það er náttúrulega gaman að hafa haldið þessu innan fjölskyld- unnar undanfarin ár,“ sagði Jón Ragnarsson í samtali við Morgun- blaðið. Á undanfönium níu árum hefur hann hlotið íslandsmeistara- titilinn í sjö skipti, sem sannar hve mikill yfirburðamaður hann hefur verið í þessari íþrótt. „Ég örvænti aldrei í þessari keppni, þó við féllum á tímabili í tíunda sæti eftir að hafa sprengt dekk á fyrsta degi. Ég vissi að það var nægur tími og aðrir myndu fá sinn skerf af óheppni í svona langri keppni. Ég hélt bara mínum hraða og hafði það að leiðarljósi að aka þétt en ör- uggt. Það voru steinar á öðrum leiðum sem biðu þess að sprengja dekk, eins og kom á daginn hjá helstu andstæðingum okkar,“ sagði Jón. Tvíburamir Guðmundur og Sæ- mundur Jónssynir voru helstu and- stæðingar feðganna, höfðu forystu eftir fyrsta dag, en sprengdu tvö dekk á sömu sérleið í byijun ann- ars dags. „Við klúðruðum þessu, létum Jón plata okkur upp í of hrað- an akstur. Hann hægði á bílnum á varasamri leið, en við ókum grimmt, of grimmt," sagði Sæmundur. „Við tókum þann pólinn í hæðina að aka hratt á Gunnarsholti og reyna að hrista Jón endanlega af okkur. Það fór á annan veg, þegar við ókum á stein og sprengdum tvö dekk. við skiptum um annað dekkið, en klár- uðum leiðina á sprungnu að aftan. við töpuðum með þessu af sigrinum, en það kom okkur á óvart að ná henni strax á fyrsta degi. Við hefð- um gjarnan viljað halda henni til enda ...“ sagði Sæmundur. í þriðja sæti voru líka bræður, Ólafur og Halldór Siguijónssynir. Þetta gekk að mestu átakalaust, við ókum öruggt í vissu um að topp- bílamir myndu lenda í ógöngum. Við fórum af stað á fullu, en þegar við vorum komnir í þriðja sæti á fyrsta degi ákváðum við að veija það. Það stóð mjög tæpt að við kæmumst í endamark, afturhjóllega brotnaði í mél á einni lokaleiðinni en við sluppum með skrekkinn, en það fór mikill skjálfti um okkur,“ sagði Ólafur, sem náði sínum besta árangri sem ökumaður. í fjórða skipti á árinu unnu Óskar Ólafsson og Jóhann Jónsson á Sub- aru flokk óbreytta bíla eftir örugg- an akstur. í sama flokki voru Frakkar á Fiat Uno Turbo og kom- ust í endamark í sinni fyrstu keppni hérlendis. Þeir Philip Goubert og Meistarafjölskyldan. Omar og Jón Ragnarssynir og Runar hafa verið sigursælustu rallökumenn landsins undanfarin ár. Jón hefur orðið Islandsmeistari sjö sinnum, Ómar fjórum sinnum og Rúnar þrisvar. Jón og Rúnar unnu alþjóðarallið um helgina og Ómar tók á móti þeim með hlátrasköllum. Vegurinn á Rakna- dalshlíð breikkaður Patreksfirði. Vegaframkvæmdir hófust í sumar á Rakknadalshlið í Pat- reksfirði sem felast í því að nú- verandi vegarstæði er breikkað og útbúið öryggissvæði fyrir of- an veginn og reynt að rétta veg- inn af eins og kostur er. Lægsta tilboð í verkið átti Karl Þórðarson verktaki frá Bolung- arvík. Erfíðlega gengur að vinna verkið þar sem umferð er á veginum og eru talsverðar tafir fyrir vegfar- endur, en veginum er alveg lokað frá kl. 4 á nóttunni til kl. 10 á morgnana. Fyrirhugað er að þessum fram- kvæmdum ljúki með haustinu og þá verði langt komið með að búa veginn undir varanlegt slitlag sem mun verða lagt á veginn næsta sumar. Þegar því verki verður lokið verður komið bundið slitlag inn fjörðinn að Kleifaheiði að undan- teknum kafla fyrir svonefndan Stapa, sem ekki er búið að taka ákvörðun um framkvæmdir á. Talsvert skiptar skoðanir hafa verið manna á milli varðandi lagn- ingu vegarins með tilliti til snjó- flóða- og skriðuhættu og sýnist sitt hveijum þar um. Bent hefur verið á að ef farið hefði verið með veginn í fjöruna, hefði núverandi vegur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.