Morgunblaðið - 30.08.1988, Side 66

Morgunblaðið - 30.08.1988, Side 66
66 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 1988 Meðlimir hljómsveitarinnar „The Rolling Stones“ gætu hafið sam- starf aftur á næsta ári, „ánægjunnar vegna“, er haft eftir Mick Jagger. Hann tilkynnti þessi tíðindi þegar hann var staddur á Heathrow flugvelli á leið til Ástralíu þar sem hann mun starfa næstu fimm vikur. Hljómsveitin fagnaði því fyrir tveimur mánuð- um að 25 ár eru liðin frá því að fyrsta sólóplata þeirra kom út. Síðusta hljómleikaferð þeirra var farin árið 1982. Eijur höfðu komið upp milli Mick Jagger og gitarleikarans Keith Richards og var samstarf þeirra í hljómsveitinni meðal annars sagt í vafa af þeim sökum. Árið 1986 héldu þeir tónleika í Lundúnaborg til minningar Ian Stewart, framkvæmdastjóra / hljómsveitarinnar, og var síðasta hljómplata þeirra „Dirty Work“ gefin út sama ár. Þessi skór eru mjög sérstakir. Poppstjarnan Michael Jackson hafði þá á fótum áður, en guð má vita á hvaða stígum þeir tróðu. Þeir voru seldir á uppboði fyrir litlar 300.000 ísl. krónur, en ekki er vitað hvaða aðdáandi var svo gæfusamur að eignast þá. Báðir skórnir eru áritaðir af goðinu. Vestur þýska flugfélagið Lufthansa kynnti sina fyrstu kvenflug- menn í vikunni, þær Nicole Lunemann og Evi Lausrnann. Hér má sjá þær kampakátar þar sem þær standa fyrir framan Boeing 737 og munu báðar fljúga slíkum vélum í byijun starfsferils síns. fclk í fréttum KVIKMYNDUN Að sögn FViðriks Þór segir sagan í stuttu máli frá ungum dreng sem bjó sér til vængi og gat flogið. Þegar fréttist af þessu undri lét biskup kalla hann fyrir, og voru vængimir brenndir. Var það mikið áfall fyrir drenginn sem tærðist upp og dó. Friðrik Þór með „Flugþrá“ Um þessar mundir ér Friðrik Þór Friðriksson að vinna að nýjustu kvikmynd sinni „Flugþrá". Er handritið skrifað eftir atriðum sem séra Oddur Einarsson skráði, og eru heimildir sannsögulegar. Kvikmyndataka fer fram hjá Hvítá nærri þeim stað sem atburðir áttu sér stað. Fjöidi úrvalsleikara koma við sögu, og em um 60 manns sem gegna hlutverki í myndinni. Unga manninn leikur Þröstur Leó Gunn- arsson, móður hans leikur Krist- björg Kjeld, og föðurinn leikur Steingrimur Hjörleifsson. Rúrik Haraldsson leikur biskupinn og Sveinn M. Eiðsson leikur blóðtöku- mann. Valinkunnið lið sér um aðra þætti við vinnslu myndarinnar. Morgunblaðið/Þorvar Hafsteinsson „Illt er að fljúga fjaðralaus". Þröstur Leó breiðir út vængina. Tökum lýkur 9. september og verður myndin tilbúin til sýninga í haust. Mannskapurinn stendur sig með miklum sóma og gengur upp- taka eftir áætlun, að sögn Friðriks Þór Friðrikssonar leikstjóra og handritshöfunds. Og þá er bara að bíða þar til sýningar hefjast í haust. Anna, Signin (smink), Hreiðar (aðstoðartökumaður), Guðmundur (kvikmyndatökumaður), Friðrik Þór (leikstjóri) og Jónas, við bakka Hvitár.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.