Morgunblaðið - 10.12.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.12.1988, Blaðsíða 2
2 »«pr flfjstMsjp.va (ir ítioAnflAnTiA.i maA.TawifTHOM MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1988 Borgarstjóri um ástand löggæslu í höfuðborginni: Treystum því að ríkisvaldið drepi lögreglumál ekki í dróma Mun ræða við lögregluyfirvöld og dómsmálaráðherra DAVÍÐ Oddsson, borgarstjóri, segir að skýrsla um slæmt ástand lögreglumála í Reykjavík sé verulegt áhyggju- efni og borgaryfírvöld muni „ÞAÐ ER margt í þessari skýrslu skælt og beinlínis rangfært," sagði Hjaiti Zóphaníasson, skrif- stofustjóri i dómsmálaráðuneyt- inu, um skýrslu þá sem Lögreglu- félag Reykjavíkur lagði fram í gær. Aðspurður kvaðst Hjalti telja að óánægja lögregiumanna ætti rætur að rekja til samdráttar í aukavinnu þeirra. „Lögregiustjóri er farinn að Kind og fugl eftir Louisu Matthíasdóttur. krefjast þess að þar verði bætt úr. Að sögn Davíðs var lög- gæsla í borginni flutt úr hönd- um borgarinnar til ríkisins árið 1972 og hefði þvi þá verið treyst stýra embættinu þannig að hann vill láta fjárveitingamar hrökkva. Þær höfðu ekki gert það nokkuð lengi þannig að um leið og hann er búinn að færa þetta í rétt horf hefur aukavinna minnkað það mikið að þeir eru óánægðir. En það er það sem verið er að gera annars staðar líka,“ sagði Hjalti. Aðspurð- ur hvort hann teldi að aukavinnu- niðurakurðurinn hefði haft það í för með sér að eftirlit hefði iagst af og að embættið væri undirmannað sagði Hjalti að það væri allt of mikið sagt. „Það hittist þannig á að lögregiu- stjórinn í Reykjavík er erlendis á opinberum fiindi. Við höfum ekki háft tök á að ræða þetta við hann en við munum svara þessu þegar við höfum rætt betur við hann. Skýrslan beinist bæði að lögreglu- stjóra, ráðuneytinu og öðrum stjómvöldum," sagði Hjalti Zóphan- íasson. að ríkisvaldið dræpi hana ekki í dróma. Mál þetta var tekið fyrir á borgarráðsfúndi í gær og borgarstjóra falið að ræða við hlutaðeigandi aðila. „Borgin hlýtur að óska eftir því að fá þessa skýrslu. Ég mun einn- ig ræða við formann Lögreglufé- lags Reylg'avíkur um skýrsluna og einnig við lögregluyfírvöld í Reykjavík og dómsmálaráðherra landsins," sagði borgarstjóri. „Borgin hefur ýmsar ástæður til að hafa áhyggjur af málinu og er þá rétt að nefna sérstaklega að árið 1972 var fyrirkomulagi lögreglumála breytt þannig að yfírstjóm löggæslu var færð til ríkisins og lögreglumenn hættu að vera borgarstarfsmenn. Við þessa breytingu treysti borgin því að ríkisvaldið myndi ekki drepa lögreglumál í Reykjavík í dróma. Við hljótum að telja það mjög al- varlegt ef lögreglumenn gefa yfír- lýsingar um það opinberlega, og því er ekki mótmælt af lögreglu- yfírvöldum, að heilu hverfín í borg- inni séu algerlega eftirlitslaus og mönnum nánast gefíð grænt ljós á að þeir geti athafnað sig þar í annarlegum tilgangi," sagði borg- arstjóri. Davíð sagði að benda mætti á að borgin hefði nýlega tekið í sínar hendur stöðumælavörslu í auknum mæli, og hún hefði verið innt af hendi svo eftir væri tekið. „Þetta hefði átt að létta á Iögreglunni," sagði borgarstjóri. Skýrsla Lögreglufélagsins: Skælt og rangfært - segir Hjalti Zóphaníasson Morgunblaðið/Amór Mikill reykur var í skemmunni þegar slökkviliðið kom á staðinn. Miklar sót- og- reyk- Skemmdir í Garðinum Bruni í trésmíðaverkstæði Hús- byggingar hf MIKLAR skemmdir urðu af völdum reyks og sóts í trésmiðaverkstæði Húsa- byggingar hf. í fyrrinótt. Það var í um kl. 7.20 í gær- morgun sem slökkviliðið var kallað út og þegar komið var á staðinn var húsið, sem er stór skemma, fullt af reyk. Reyk- kafarar voru sendir inn í húsið og kom þá í ljós að kviknað hafði í ruslagámi sem stóð skammt frá útidyrunum. Er talið líklegt að þegar smiðir hættu vinnu í fyrrakvöld hafí blandast saman efni í gámun- um með þessum ófyrirsjáan- legu afleiðingum. Brunaskemmdir urðu litlar en miklar sót- og reykskemmd- ir. Þetta er í annað sinn sem Húsabygging hf. verður fyrir áföllum af völdum elds, en í júní 1984 brann gamla trésmíðaverkstæðið til kaldra kola. Arnór Málverki eftir Louisu Matthías- dóttur stolið MYND eftir Louisu Matthías- dóttur, „Kind og fúgl“, olía á striga, máluð 1987, stærð 36x48, án ramma, að verð- mæti 170.000 krónur, hvarf úr Gallerí Borg síðdegis siðastliðinn miðvikudag 7. desember. í fréttatilkynningu frá Gallerí Borg segir að grunur leiki á að um samantekin ráð manns og konu hafí verið að ræða, en þau voru í galleríinu umræddan dag og héidu starfsólki uppteknu við eitt og annað smálegt, sem þau vildu fá svör við. Verði fólk vart við að myndin sé boðin föl, eða viti um hana, er það vinsamlegast beðið að hafa samband við Gallerí Borg eða Rannsóknarlögreglu ríkis- ins. Að sjálfsögðu er varað við kaupa myndina. Landssamband iðnaðarmanna: Vörugjaldið yrði rothögg á fjölmörg iðnfyrirtæki Myndi skaða samkeppnisstöðu iðnaðar HÆKKUN vörugjalds myndi kveða upp dauðadóm yfír Qölda fyrirtækja í iðnaði, að áliti Landssambands iðnaðarmanna. Sam- bandið telur órökrétt að auka skatta á fyrirtæki á sama tíma og mikill og hraður samdráttur eigi sér stað í atvinnulífinu. Þá sé það ekki rökrétt heldur að ætla að slá á fjárfestingu með hækkun vörugjalds, því Qárfesting hafí ekki verið hlutfallslega minni í 40 ár og að óbreyttu stefíii í 15% frekari samdrátt á næsta ári. Vörugjaldið muni þar að auki skaða samkeppnisað- stöðu íslensks iðnaðar, þar sem aðföng hans séu skattlögð auk fúllunninnar vöru. „Eg trúi því ekki að þessar breytingar á vörugjaldi muni koma á,“ sagði Haraldur Sumar- liðason, formaður Landssambands iðnaðarmanna. Hann sagði að- spurður að hugsanlega gætu um 50-60 iðnfyrirtæki lagt upp laup- ana vegna vörugjaldshækkunar- innar, en tók fram að eingöngu væri um ágiskun að ræða og hann hefði ekki tölur til að rökstyðja það. Hann sagði að atvinnurekst- Hæstiréttur: Haraldur Henrýs- son hlaut embættið HARALDUR Henrýsson saka- dómari hefúr verið skipaður dómari í Hæstarétti frá áramót- um en þá lætur Guðmundur Skaftason af störfúm. Haraldur hefúr um skeið verið settur dómari við Hæstarétt og á dögunum var setning hans fram- lengd vegna frávikningar Magnús- ar Thoroddsens. Samkvæmt upp- lýsingum ur dómsmálaráðuneyt- inu verður í næstu viku gengið frá því að setja annan dómara í stað Magnúsar. Yfírsakadómarinn í Reylq'avík hafði ákveðið að Haraldur yrði dómsforseti er Hafskipsmál verða dæmd í sakadómi. Ljóst þykir að endurskoða þurfí þá ákvörðun nú er Haraldur hefur hlotið skipun í Hæstarétt. Haraldur Henrýsson urinn hefði ekki verið í svipuðum erfíðleikum síðan á árunum 1968-’69, en samdrátturinn nú væri miklu hraðari. Fjölmörg iðn- fyrirtæki stæðu mjög tæpt og það væri ljóst að ríkissjóður yki ekki tekjur sínar með auknum sköttum á fyrirtæki ef það dræpi mörg fyrirtæki um leið. „Það þarf ekki að skattleggja kreppuna. Kreppan er byrjuð og það á ekki að auka á hana með nýjum álögum,“ sagði Þórleifur Jónsson, framkvæmdastjóri Landssambands iðnaðarmanna. Hann sagði að breytingarnar á skattakerfinu um síðustu áramót — þegar vörugjald var einfaldað með því að taka upp eitt skatthlut- fall og fækka gjaldskyldum vörum — hefðu verið til bóta, en nú ætti að stíga skrefíð aftur á bak. Vöru- gjaldið væri sértækur skattur, en ekki almennur, og væri þar af leiðandi óréttlátur og erfiður í framkvæmd. Meðal þess sem atvinnurekend- ur í iðngreinum gagnrýna í frum- varpinu um breytingar á vöru- gjaldi er að ýmsir nýir vöruflokkar verði gerðir gjaldskyldir. Þar á meðal eru byggingarefni, eins og timbur og steypa, og húsgögn, innréttingar og önnur unnin trjá- vara. Þórleifur Jónsson sagði að þetta myndi þýða um 12,5% hækkun á verði húsgagna og inn- réttinga og valda mjög snöggum samdrætti í þeirri grein innlends iðnaðar sem ætti einna mest í vök að verjast. Hætt sé við að smíði innréttinga flytjist að einhveiju leyti frá verksmiðjum og viður- kenndum trésmíðaverkstæðum yfir í „bílskúrsstarfsemi" með til- heyrandi skattsvikum. Alagning vörugjalds á aðföng málmiðnaðar væri einnig forkastanleg. Þá telur Landssamband iðnað- armanna að hækkun byggingar- kostnaðar muni þýða um 3% hækkun á byggingarvísitölu, sem aftur þýði hækkun á almennu verðlagi. 6,7% útsvar í Kópavogi BÆJARRÁÐ Kópavogs hefúr samþykkt að álagning gjalda á næsta ári verði svipuð og í ár. Lagt verður á 6,7% útsvar, sem er sama hlutfall og á yfirstand- andi ári og sama álagningarhlut- fall verður í Reykjavík. LESB0K b ni i) @ ® ii oe b a ® [n m ® ® LESBÓK kemur ekki út í dag Jólalesbókin verður prentuð um næstu helgi og borin út mánu- daginn 19. desember.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.