Morgunblaðið - 10.12.1988, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1988
Laugavesfurinn og stræto
eftir Sigmjón
Fjeldsted
I Morgunblaðinu 22. nóvember
sl. birtist grein eftir Astbjöm Egils-
son, framkvæmdastjóra samtak-
anna Gamli miðbærinn, sem fjallaði
um strætisvagna og Laugaveginn.
Framkvæmdastjórinn hefur í
nokkum tíma Iátið ýmislegt frá sér
fara í ræðu og riti um þjónustu SVR
við Laugaveginn án þess að athuga-
semdir hafa verið gerðar við orð
hans að ég muni. Vera má að fram-
kvæmdastjórinn telji sér óhætt að
færa sig upp á skaftið og setja
hvaðeina á prent sem honum hentar
í þessum efnum, þar sem andsvörin
hafa verið lítil sem engin til þessa.
En með þessum síðustu skrifum í
Morgunblaðið finnst mér mælirinn
vera fullur og ég tilknúinn að leggja
nokkur orð í belg þó að það sé
ekki vani minn að ræða við félög,
samtök eða aðra í fjölmiðlum um
þjónustu SVR. Reynsla mín er sú
að bestur árangur á lausn ágrein-
ingsmála næst með beinum per-
sónulegum og málefnalegum við-
ræðum, þar sem skipst er á skoðun-
um og vandamálin lögð á borðið.
Hvernig var ástandið orðið
á Laugaveginum?
í áraraðir fór fjöldi vagna um
Laugaveg niður á Lækjartorg, eða
allt að 17 vagnar á klukkustund.
Jafnt og þétt þyngdist róður vagn-
stjóra við að halda tímaáætlun
vegna hins gífurlega umferðar-
þunga sem orðinn var á þessari
götu og tommaðist umferðin varla
áfram á mestu annatímum, m.a.
vegna bíla sem var illa og ólöglega
lagt. Tími sá sem áætlaður var til
þess að aka þessa 1200 metra, frá
Hlemmi að Lækjartorgi, tvö- þre-
faldaðist gjarnan og meiriháttar
röskun varð því einatt á tímaáætl-
unum þeirra vagna sem óku niður
Laugaveginn. Einkum gerðist þetta
síðdegis.
Reynt var að setja aukavagna á
leiðimar með æmum tilkostnaði til
þess að reyna að bæta úr mesta
vandanum en ljóst var orðið að sú
lækning var álíka árangursrík og
að gefa magnyl til þess að græða
sár.
Þessar seinkanir og ruglingur á
tímaáætlun bitnaði síðan á far-
þegum víðsvegar um borgina og var
svo komið að farþegar töldu lítt eða
ekkert treystandi á tímatöflur.
Hér varð að taka á meininu og
gera eitthvað annað en að loka
augunum fyrir vandanum. Þess
vegna voru hafnar tilraunir, sem
miðuðu að því að finna greiðfærari
leið fyrir vagnana þegar umferðin
var hvað mest en jafnframt að sjá
farþegum frá Hlemmi fyrir ferðum
um Laugaveg.
Tilgangur mið-
borgarvagnsins
A tilraunatfmabilinu voru ýmis
tilbrigði rejmd varðandi Laugavegs-
akstur. Vagnar voru m.a. látnir aka
niður Laugaveg, um Lækjargötu,
Vonarstræti, Aðalstræti, Hafnar-
stræti og upp Hverfisgötu að
Hlemmi. Voru 1-3 vagnar notaðir,
og við mismunandi útfærslur, þ.e.
leiðir og tíðni ferða.
Að fenginni reynslu varð niður-
staðan sú, að tilgangurinn með
miðborgarvagni hlyti að vera sá að
koma farþegum úr austurhverfa-
vögnunum og öðrum sem eiga
erindi á Laugaveg frá Hlemmi á
leiðarenda.
Miðað við þessa niðurstöðu lít ég
svo á að núverandi fyrirkomulag
sé eins og best verður á kosið, en
það er þannig:
Einn vagn er á þessari leið
mánud.-föstud. milli kl. 13.00-
18.30 og á laugardögum kl. 11.00-
17.00. Brottfarartími er frá Hlemmi
á stundarfjórðungsfresti (00-15-
30-45.) Fram til kl. 13.00 aka leið
2, 3, 4, 5 og 15A um Laugaveg.
Engir vagnar aka um Laugaveg
eftir kl. 19.00 mánud.-föstud. og
eftir kl. 17.00 á laugard. eða á
helgidögum.
í miðborgarvagninn er gjaldfrítt,
en frá Lækjartorgi að Hlemmi tekur
hann ekki farþega, enda tíðar ferð-
ir á þeirri leið og ekki tilgangurinn
að flytja farþega ókeypis frá Lælq'-
artorgi í íbúahverfi í grennd við
Hlemm.
Fleiri ættu að nota strætó
Flestir eru sammála því að hin
mikla og hraða aukning á einkabíl-
um hefur m.a. orðið þess valdandi
að umferðaræðar Reykjavíkur eru
meira og minna stíflaðar á
álagstímum og farþegum SVR hef-
ur fækkað ár frá ári, þrátt fyrir
að það hljóti að vera þjóðhags-
lega hagkvæmt að nota strætis-
vagna meira og einkabíla minna.
Fargjaldatekjur SVR duga æ
skemur til að mæta rekstrarútgjöld-
um miðað við núverandi þjónustu
og framlag Borgarsjóðs til SVR
eykst stöðugt. Utlit er fyrir að
Borgarsjóður verði að greiða á
þessu árí nálægt 600. þús. kr. á
dag með rekstri SVR.
Mér virðist að framkvæmdastjóri
Gamla miðbæjarins meti þá viðleitni
SVR lítils að Iáta vagn aka um
Laugaveg án gjaldtöku, heldur gera
samtökin kröfu um að enn sé aukið
á hailarekstur SVR með tvöföldun
á ferðatíðni og að ekið verði um-
hverfis miðbæinn, upp Hverfisgötu
og að Hlemmi. Áætlaður kostnaður
við núverandi fyrirkomulag er 2,6
millj. kr. á ári. Færu tveir vagnar
lengri leiðina eins og Ástbjöm Eg-
ilsson leggur til er kostnaður áætl-
aður 3,9 millj. kr. á ári.
Eg lít svo á sem stjómarformað-
ur SVR að það sé ábyrgðarleysi
stjómar SVR að vísa kostnaði við-
stöðulaust á borgarsjóð.
Ástbjöm Egilsson framkvæmda-
stjóri telur að aki tveir miðborgar-
vagnar Laugavegsleiðina, eins og
reynt var sl. haust, skapi það mun
fleiri laus bílastæði í miðbænum,
því þá legði starfsfólk fyrirtækja
og stofnana bílum sínum á lang-
tímabílastæðum, og sleppa mætti
byggingu eins bílageymsluhúss.
Það að strætisvagn færi um Lauga-
veg á 7 mínútna fresti í stað 15
mín. geti haft slíkt í för með sér
finnst mér vægast sagt ótrúlegt,
Siguijón Fjeldsted
„Ekki veit ég betur en
verulegn fé hafi verið
veitt í Laugaveginn til
þess að gera hann vel
úr garði í alla staði og
efast ég um að hærri
Qárhæðum hafi hlut-
fallslega verið varið í
nokkra aðra götu í
borginni.“
því að ekki var það merkjanlegt
þegar 17 vagnar fóru um Laugaveg
á hverri klukkustund eða á liðlega
3ja mín. fresti að jafnaði.
Ef svo er að starfsfólk í gamla
miðbænum fylli flest bílastæði á
þessu svæði og viðskiptavinimir
hafi lítinn sem engan aðgang að
þeim, þá hlýtur það að vera verðugt
verkefni fyrir framkvæmdastjórann
að snúa sér að innra starfi samtak-
anna og fá starfsfólkið til að leggja
bílum sínum þar sem hann telur
heppilegt og nota þá þjónustu SVR
sem fyrir hendi er, því varla er
starfsfólk við Laugaveginn að jafn-
aði á svo mikilli ferð og flugi að
vagn á 15 mín. fresti dugi ekki í
flestum tilvikúm.
Sú fullyrðing framkvæmdastjór-
ans að rætt hafi verið um að vagn-
ar stönsuðu á Laugavegi nánast
hvar sem væri til þess að hleypa
farþegum út eða þá að taka þá upp
í hefur aldrei verið rædd í stjóm
SVR og hlýtur því að vera eigið
hugarfóstur hans.
í upphafi viðræðna um miðborg-
arvagn ræddi ég m.a. við formann
samtakanna Gamli miðbærinn um
hugsanlega þátttöku þeirra í þess-
ari sérþjónustu, sem ýmsir aðrir
mundu ekki fúlsa við, stæði hún
þeim til boða. Var þá til umræðu
að samtökin Gamli miðbærinn
veittu fé til þessa rekstrar. Hug-
myndir vom um að sérstakar aug-
lýsingar væru settar í vagnana og
greitt fyrir þær í formi fjárframlags
eða sem beinn fjárstyrkur. Enn
fremur var rætt um það að þessi
þjónusta yrði sérstaklega auglýst
t.d. í þeim aragrúa auglýsinga sem
þessi fyrirtæki láta frá sér fara í
fjölmiðla. Þetta dæmi gekk ekki
upp.
Ég kannast ekki við það að sam-
tökin Gamli miðbærinn hafi auglýst
þessa þjónustu hraustlega eins og
segir í grein Ástbjöms, a.m.k. virð-
ist það hafa farið framhjá mörgum
og þætti mér gaman að vita hvaða
lýsingarorð greinarhöfundur notaði
yfir þær auglýsingar sem ná til
fólksins.
Að lokum
Mér finnst í umræddri grein látið
í það skína að borgaiyfirvöld vinni
að því leynt og Ijóst að murka Iífið
úr miðbæjarstarfseminni, sem ég
tel alrangt.
Ekki veit ég betur en verulegu
fé hafi verið veitt í Laugaveginn til
þess að gera hann vel úr garði í
alla staði og efast ég um að hærri
fjárhæðum hafi hlutfallslega verið
varið í nokkra aðra götu í borginni'.
Ég lít einnig svo á að Reykjavík-
urborg hafi með ákvörðun sinni að
byggja ráðhús í gamla miðbænum
staðfest, svo ekki verði um deilt,
að gamli miðbærinn verður hjarta
Reykjavíkur um ókomin ár.
Höfiindur er formaður stjórnar
Strætisvagna Reykjavíkur.
Um veiðar og eftirlit
eftir Óskar
Magnússon
Síðustu daga hefur allmikið verið
fjallað um möskvastærð og smá-
fiskadráp í fjölmiðlum. Mikið veður
hefur verið gert út af nýju möskva-
mælitæki Landhelgisgæslunnar.
Það hefur ekki farið framhjá fólki
allra síðustu árin, að gleymdar eru
hetjurnar okkar úr þorskastríðun-
um, því vegur gæslunnar hefur far-
ið síminnkandi. Spamaðarástæður,
segja pólitíkusar, en síðan er t.d.
veiðieftirliti dreift á ýmsa aðila sem
lítið vita hver af öðrum.
Sjávarútvegsráðherrann furðar
sig á að sum skip komi með undir-
málsfisk að landi, jafnvel svo tugum
ef ekki hundruðum tonna skipti,
meðan hjá öðrum sjáist aldrei smá-
fiskur.
VZterkurog
kJ hagkvæmur
auglýsingamióill!
Hann bætir því reyndar við, að
við verðum að treysta skipstjórnar-
mönnum og sjómönnum almennt
fyrir því að ganga ekki um of á
fiskistofnana og einkum að hlífa
ungviðinu. Ekki hvarflaði það að
nokkrum manni að treysta svo
kaupmönnum í verðstöðvuninni, að
ekki þyrfti sérstakt eftirlit með því
að þeir hækkuðu ekki vörur sínar
til að auka hagnaðinn.
Sannleikurinn er sá, að svo mik-
ill þrýstingur er á skipstjóra að
koma með sem mestan afla á land,
að of margir þeirra gleyma að horfa
fram á veginn, en taka í þess stað
allan þann afla sem hægt er að ná,
án þess að gera sér rellu út af stærð
fiska, svo lengi sem hann selst.
Um möskvastærð og fleira
Meðan deilt er um hvort löglegra
sé að þrýsta mælispjaldi með 5 eða
10 kílóa þrýstingi í gegnum möskva
til að fá réttláta mælingu, draga
skip miklu minni möskva en um er
rætt, — meira að segja alveg uppi
í landsteinum.
Á meðan togbátar verða að vera
með 155 mm möskva, en þó bundn-
ir af þriggja og íjögurra mílna land-
helgismörkum, mega dragnótabát-
ar vera með 135 mm möskva og
eins nærri landi og þeir þora að
hætta sér. Mörgum þykir sem hér
sé ekki staðið rétt að hlutunum,
bæði hvað varðar möskvastærð
dragnótarinnar og það að veiða
megi nær landi en togbátamir.
Þó aðeins væru sannar örfáar
sögur af öllum þeim sem sagðar
eru af smáfiskadrápi, væri ærin
ástæða til að herða eftirlit og reyna
að komast að hinu sanna.
Nokkrir dragnótabátar hafa
fengið leyfi til tilraunaveiða á kola
í dragnót. Þeir fá að veiða með 120
mm möskva og virðist lítið eftirlit
með því hvað þeir koma með að
landi. Margir sjómenn við suður-
ströndina óttast að með þessu sé
verið að drepa ungfísk og vilja að
dragnótinni séu sett sömu fjarlægð-
armörk og trolli. Þeim finnst líka
fáránlegt að bátur með kolaleyfi
og þar af ieiðandi 120 mm möskva,
megi halda áfram veiðum í hólfi sem
lokað hefur verið vegna smáfisks
fyrir togbátum og dragnótabátum
með 135 mm möskva. Þess utan
virðast sumir bátar jafnvel fá leyfi
til að nota mismunandi stóra
möskva í sömu veiðiferðinni.
Þessir sjómenn vilja að veiðieftir-
lit verði hert, dragnótin færð, hið
minnsta út fyrir þijár mílur og
nokkur svæði verði lokuð allt árið
fyrir dragnóta- og togveiðum. Oft-
ast má þó heyra nefnd svæði við
Ingólfshöfða og undan Þykkvabæj-
armeJ.
Sunnlendingum fínnst að sér
vegið, meðan bátar víðsvegar af
iandinu mega veiða við suður-
ströndina, en víða annars staðar fá
aðeins heimabátar að veiða.
Eftirlitið
Allt í kringum landið ganga sög-
ur um smáfiskadráp. Frystitogarar
eru grunaðir um að gefa ekki upp
allan afla sem á skip kemur og jafn-
vel að fiski sé hent. Norðmenn hafa
staðið sína frystitogara að því að
Óskar Magnússon
„Sunnlendingum finnst
að sér vegið, meðan
bátar víðsvegar af
landinu mega veiða við
suðurströndina, en víða
annars staðar fá aðeins
heimabátar að veiða.“
leika þannig á kerfið. Ekki er ólík-
iegt að sama sagan gerist hér. í
enskum blöðum er talað um mjög
aukið framboð á smáýsu frá ís-
landi, sem líkur benda til að komi
af miðunum við suðurströndina.
Gaman væri að vita hvort rækju-
skipin sem eru með mjög smáriðna
vörpu, fái ekki físk og þá ef til vill
srriáfisk með rækjunni.
Eini aðilinn sem getur annast
virkt eftirlit á hafí úti er Land-
helgisgæslan. Það er því nauðsyn-
legt að efla hana og gefa henni
færi á aðhalda uppi raunhæfu eftir-
liti í stað þess að leggja skipum
hennar og draga úr starfseminni.
Frumskilyrði er þó að leyfisveit-
ingum sé þannig varið að hægt sé
að hafa eitthvert eftirlit.
I „Þróun sjávarútvegs", skýrslu
sem unnin var á vegum Rannsókna-
ráðs ríkisins þegar núverandi for-
sætisráðherra, Steingrímur Her-
mannsson, var formaður ráðsins,
segir á bls. 88: „Talið er að með
réttri nýtingu geti þorskstofninn
gefið af sér allt að 500 þúsund tonn.
Er þá gert ráð fyrir að veiðar á 4ra
ára fiski og yngri verði takmarkað-
ar eða stöðvaðar, þannig að þorsk-
urinn nái tveggja kílóa þyngd áður
en farið er að veiða hann.“ Á bls.
89 í sömu skýrslu segir ennfremur:
„Ýsan, eins og þorskurinn, telst til
ofveiddra stofna og ber því brýna
nauðsyn til að draga úr sókn í ýsu-
stofninn og gefa smáýsunni kost á
að vaxa upp, áður en hún er veidd.
Öðruvísi kemst stofninn ekki í það
horf að um hámarksafrakstur verði
að ræða.“
Sfðan þessi svokallaða svarta
skýrsla kom út árið 1975 hafa fram-
sóknarmenn lengst af farið með
sjávarútvegsmálin og hafa reyndar
á sinni könnu enn í dag.
Væri ekki ráð að þeir færu að
gægjast út úr fílabeinstumi sínum
til að sjá það sem flestir aðrir sjá,
að svona getur þetta ekki gengið
Iengur.
Höfundur er skólastjóri á Eyrar-
bakka.