Morgunblaðið - 10.12.1988, Blaðsíða 78

Morgunblaðið - 10.12.1988, Blaðsíða 78
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1988 78 ÍHém/t FOI_K ■ BOGDAN Kowalczyk, lands- liðsþjálfari íslands í handknattleik, kom til landsins í gær. Bogdan mun því sjá tvo leiki í síðustu um- ferð 1. deildarkeppninni í hand- knattleik, áður en hann velur lands- liðshóp sinn sem hefja æfingar fyr- ir B-keppnina í Frakklandi. ■ BJARNI Asgeir Friðriksson hefur verið útnefndur júdómaður ársins 1988 af Júdósambandi Islands. ■ ■ JEAN Charest, íþrótta- málaráðherra Kanada, segist ekki ætla að breyta ákvörðun sinni um ævilangt bann Ben Johnson. Hann má ekki keppa fyrir hönd Kanada og fær enga styrki frá ríkinu. Flest- ir áttu von á að mikil gagnrýni hefði mildað afstöðu Charest en annað hefur komið á daginn. Hann sagði að málið yrði ekki tekið upp aftur nema eitthvað kæmi fram sem benti til sakleysis Johnsons. Frank Ratcliffe, talsmaður kanadísku ólympíunefndarinnar, segir hins vegar að ráðherann hafi farið út fyrir valdsvið sitt með yfirlýsingum sínum. „Ólympíunefndin ákveður hveijir keppa á Ólympíuleikum, sagði hann. ■ MIKIL brögð eru að því þessa daganna að íþrottafólk um víða veröld sé að gefa út yfirlýsingar um að herða ætti refsingar við ólög- legri lyfjaneyslu í íþróttum. Sá síðasti sem gekk fram fyrir skjöldu var Anita Defranz, frá Banda- ríkjunum, verðlaunahafi í róðra- 'jjjkeppni á síðustu Olympíuleikum. Ungfrúin taldi réttast að dæma uppvísa íþróttamenn í ævilangt bann. ■ SÆVAR Jónsson hefur verið útnefndur Knattspyrnumaður árs- ins 1988 af stjórnarmönnum Knatt- spyrnusambands íslands. KNATTSPYRNA / ENGLAND Ardiles og Villa fyrstu út- lendingamir hjá Tottenham Guðni Bergsson fetar nú ífótspor þessara litríku leikmanna frá Argentínu. Verðurfyrsti áhuga- maðurinn til að ganga beint inn í lið Tottenham GUÐNI Bergsson er sjöundi útlendingurinn til að ganga til liðs við Lundúnarliðið Totten- ham. Argentínumennirnir Osvaldo Ardiles og Ricky Villa voru þeir fyrstu sem klæddust búningi félagsins. Þeir gengu til liðs við Tottenham eftir heimsmeistarakeppnina íArg- entínu 1978 og settu þeir mjög skemmtilegan svip á Totten- hamliðið þegar þeir léku með því og varð Tottenham bikar- meistari 1981 og 1982 og UEFA-bikarmeistari 1984. Síðan hefur hallað undan fæti hjáfélaginu. ÞráttfyriraðTerry Venables hafi keypt leikmenn fyrir yfir 5,5 millj. sterlings- pund. Það vakti mikla athygli 1978 þegar Argentínumennirnir tveir voru keyptir - Ardiles frá Huracan fyrir 327 þús. sterlings- pund og Villa frá Rrvcing Club fyrir 375 þús. sterlings- pund. Þessir tveir snjöllu leikmenn lögðu mikla vinnu á sig til að aðlag- ast enskri knattspyrnu og síðan settu þeir skemmtilegan svip á Tott- enhamliðið, eins og Hollendingarnir Frans Thijssen og Arnold Muhren settu á Ipswich á þessum árum. Tottenham-liðið var geysilega skemmtilegt þegar þeir Villa, sem átti oft í erfiðleikum með meiðsli, og Ardiles léku, en þá léku með lið- inu leikmenn eins og Ray Clemence, Steve Archibald, Garth Crooks, SigmundurÚ. Steinarsson skrifar .ekkl bar? heppH €i Sala getraunaseðla lokar kl. 14:45 á laugardögum 49. LEIKVIKA- 10. DES. 1988 1 X 2 leikur 1. Charlton - Q.P.R. leikur 2. Coventry - Manch.Utd. leikur 3. Derby - Luton leikur 4. Middlesbro - Aston Villa leikur 5. Newcastle - Wimbledon leikur 6. Norwich - Arsenal leikur 7. South.ton - Notth.For. ieikur 8. Tottenham - Millwall leikur 9. West Ham - Sheff.Wed. leikur 10. Blackburn - Ipswich leikur 11. Chelsea - Portsmouth leikur 12. Leicester - Sunderland Símsvari hjá getraunum eftir kl á laugardögum er 91-84590 og . 17:15 -84464. NÚ ER POTTURINN ÞREFALDUR HJÁ GETRAUNUM Tony Galvin, Graham Roberts, Steve Perrymann, Glenn Hoddle, Paul Miller og Chris Hughton. Þess- ir leikmenn eru allir hættir að leika og má segja að Tottenham hafi ekki borið sitt barr síðan. Útlendingarnir hjá Tottenham Frá því að Villa og Ardiles, sem er nú hjá QPR, léku með Tottenham hefur félagið fengið nokkra útlend- inga til liðs við sig. Belgíumanninn Nico Claesen, sem var keyptur frá Standard Liege og Hollendingurinn Johnny Metgod, sem var keyptur frá Nottingham Forest. Claesen náði sér ekki á strik og fékk heim- þrá, en Metgod féll ekki inn í leik liðsins. Nú eru hjá Tottenham Spán- veijinn Nayim, sem var fyrir stuttu fengin að láni frá Barcelona, Norð- maðurinn Erik Thorstvedt og Guðni Bergsson. Enska deildin er erfið Margir útleningar hafa reynt að freista gæfunnar með félagsliðum í Englandi og hafa aðeins nokkrir þeirra náð sér á strik. Enska deild- arkeppnin er erfíð fyrir hvaða leik- mann sem er - hve góðir þeir eru. Baráttan, hraðinn og harkan er mikil. Norðurlandabúar hafa átt í erfið- leikum með að aðlaga sig ensku knattspyrnunni - hraðanum og hörkunni. Gott dæmi um það er danska landsliðsmanninn Jesper Olsen, sem náði sér aldrei á strik hjá Manehester United, eftir að hafa verið yfirbuðamaður hjá Ajax í Holiandi. Daninn Jan Mölby hefur verið Helgin Handknattleikur 1. deild kvenna Laui?ardacfur: FH-Þór Sunnudagur: kl. 14.00 kl. 14.00 2. deild karla Laugardagnr: ÍBK-UMFA kl. 15.15 ÍR-Þór Sunnudagnr: HK—Selfoss kl. 14.00 kl. 14.00 kl. 16.30 kl. 15.15 Blak 1. deild karla Laugardagur: kl. 17.15 KA-ÍS kl. 14.45 Sunnudagur: HK-Þróttur R 1. deild kvenna Laugardagur: kl. 17.45 kl. 16 00 KA-ÍS kl. 13.30 Sunnudagur: kl. 16 30 Miðbæjarhlaup Fijálsíþróttadeild KR efnir í sam- vinnu við samtökin „Gamii mið- bærinn“ til miðbæjarhlaups í dag kl. 14. Hlaupið, sem er um 3 km, hefst á mótum Kirkjustrætis og Aðalstrætis og lýkur á Austur- velli. Keppt verður i flokkum karla og kvenna og sveina og meyja 16 ára og yngri. Skráning fer fram við rásmark og lýkur kl. 13.30. Þátttökugjald er 200 krónur. Ardiles sést hér fagna sigri á Wem- bley 1981. úti og inni hjá Liveipool og einnig í fangelsum í Englandi. Hann sýndi þó góða leiki þegar Liverpool vann tvöfalt - 1986. Sigurður Jónsson átti erfitt uppdráttar með Sheffield Wednes- day, sem er þekkt fyrir að leika knattspymu sem byggist upp á hlaupum og langspörkum. Knatt- spyrna sem hentar ekki Sigurði. Það er ekki fyrr en í vetur, eftir þijú ár, að Sigurður nær að tryggja sér fast sæti hjá Wednesday. Guðni er alhliðaleikmaður Guðni Bergsson er nú á leið út í hinn „harða heim“ - og er óhætt að segja að það sé ekki á hveijum degi sem áhugaknattspyrnumaður gengur svo að segja beint inn í herbúðir eins af frægustu félagslið- um Englands og segi: „Hér er ég!“ Þeir sem þekkja Guðna vita að hann á eftir að spjara sig hjá Tott- enham. Guðni er mjög fjölhæfur leikmaður, sem getur leikið allar stöður á vellinum - í vörn, á miðj- unni og í sókn. Terry Venables, Villa skoraði tvö mörk á Wembley þegar Tottenham vann Man. City, 3:2, 1981. framkvæmdastjóri Tottenham, vildi ólmur að Guðni tæki stöðu enska landsliðsmannsins Gary Stevens, sem á við meiðsli að stn'ða, og hann vildi tefla Guðna fram gegn Mill- wall í dag. Guðni gerði rétt þegar hann sagði við Venables: „Því mið- ur - ég er ekki tilbúinn í slaginn.“ Það hafa ekki allir leikmenn af- þakkað að fá að leika með Totten- ham. Þama sýndi Guðni sterkan leik, sem sýndir að hann kann sín takmörk. Það er langt um liðið síðan keppnistímabilinu lauk á íslandi, þannig að Guðni er ekki eins vel upplagður og leikmenn sem hafa verið á fullu í margar vikur, eða frá því að keppnistímabilið hófst í Englandi í ágúst. Guðni á framtíðina fyrir sér - hans tími á eftir að koma. Mikil barátta er framundan hjá Guðna, en það þarf ekki að efa að með miklum sjálfs- aga og æfingum á þessi ungi og snjalli leikmaður eftir að vera í sviðsljósinu í hörðustu deildar- keppni heims. HANDKNATTLEIKUR Andstæðingar Vals sýnd veiði en ekki gefin Valur mætir svissnesku meist- uranuro, Amicitia, í fyrr leik liðanna í annarri umferð Evrópu- keppninnar í Sviss í dag. Amicitia vann svissneska meistaratitilinn 1986 og 1987 og er nú efstí 1. deild. Liðið hefur aðeins tapað tveimur leikjum af 14 það sem af er keppni og stefnir á meistaratitilinn auk þess sem það ætlar sér stóra hluti í Evrópu- keppninni. Handboltafélagið Amicitia var Anna Bjarnadóttir skrifar fráSviss stofnað 1931. Félagið hefur leik. 23 Evrópuleiki, unnið 12 ogtapað níu. Tveimur lauk með jafntefli. Liðið er aðallega skipað stúdent- um og er maðalaldur ieikmanna 23 ár. Sex þeirra eru í svissneska landsliðinu og tveir, Jens Meier og Martin Glaser, eru með bestu skyttum deildarinnar. Aðeins 400 manns eru meðlim- ir í Amicitia klúbbnum, en aðdá- endur liðsins eru tryggir og búist er við að það verði uppselt á leik þess gegn Val í Saal-íþróttahúsinu sem tekur um 3.000 áhorfendur. HANDKNATTLEIKUR / 5. FLOKKUR Framarar kærðu „kvensemi" KA KA sigraði í 2. deild í 2. umferð á íslandsmóti 5. flokks drengja í handknattleik, sem fram fór um síðustu helgi. Fram hafnaði í 3. sæti, en að sögn Vigfúsar Þor- steinssonar hjá HSI hefur félagið sent inn kæru til HSÍ vegna þess að stúlka lék með KA-liðinu. „Ég get ekkert um þetta sagt, en dóm- stóil HSÍ tekur málið fyrir á næst- unni,“ sagði Vigfús. Ekki náðist í forsvarsmenn Fram, en þjálfari viðkomandi flokks og formaður eru erlendis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.