Morgunblaðið - 10.12.1988, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.12.1988, Blaðsíða 18
18 ....................... ................. MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1 10. DESEMBER 19M. __U ... Utanríkisviðskipti Sovétríkjanna taka stakkaskiptum; sóst eftir eignaraðild vestrænnafyrírtækja Ekki er sopið kálið. The Economist Eftir Pál Þórhollsson MÍKHAÍL Gorbatsjov, aðalritari Kommúnistaflokks Sovétríkjanna, berst á mörgnm vígstöðvum í senn. Þessa dagana stjórnar hann björgnnaraðgerðum vegna jarðskjálftans í Armeníu. í vikunni boðaði hann óvænt einhliða fækkun í sovéska heraflanum. Ein skýring er bágur efhahagur Sovétríkjanna. Perestrojkan þarfnast alls tiltæks flár og mannafla. Leiðtoginn, sem lagði heiminn að fótum sér á örskömmum tíma og nýtur að líkindum meiri vinsælda en nokkur annar núlifandi stjórnmálamaður, á sinn djöfúl að draga sem er arfleifð forfeðranna, rússneska kerfið. Hér á eftir verður Qallað um uppstokkunina í sovéska efnahagskerfinu, breytingar á sovéskum utanríkisviðskiptum og vaxandi aðild vestrænna ríkja að sovéskri framleiðslu. egar Míkhaíl S. Gorbatsj- ov tók við völdum í mars Bpw árið 1985 blasti við I M stöðnun á öllum sviðum ■ sovésks efnahagslífs nema ef til vill í svarta- markaðsbraskinu. Inn- lend framleiðsluvara var léleg og uppfyllti engan veginn kröfur neytenda. Bændur höfðu lítinn áhuga á að auka og bæta framleiðslu í landbúnaði. I 8 lýð- veldum af 15 var kjöt. skammtað (og er raunar enn). Iðnaðurinn var þunglamalegur og áratugum á eftir vestrænum iðnaði. Framleiðslan snerist um magn en ekki gæði. Pólskur hagfræðingur hefur áætlað að austantjaldsríki þurfi helmingi meira en vestræn ríki af orku og hráefni til að framleiða hveija verð- mætaeiningu. Ný tækni var að stór- um hluta flutt inn frá Vesturlöndum því sovéska kerfíð stuðlaði síst að nýjungum. Hráefni og orkugjafar svo sem olía og gas voru uppistaðan í sovéskum útflutningi til Vestur- landa. Samgöngu- og flutninga- kerfið var þani(S til hins ýtrasta. Hvað var til ráða? Gorbatsjov ein- setti sér að bylta framleiðslunni í þrepum. Afleiðingin hefur orðið sú að um þessar miindir eru þrjú hag- kerfi við lýði / í Sovétríkjunum: gamla ríkiseinokunin, nýtt kerfi sjálfstæðra fyrirtækja, sem ýmist eru samvinnúfélög eða í ríkiseigu, og svartimarkaðurinn, sem veltir 90 milljörðum rúblna á ári, eða 7.000 milljörðum ísl. króna, og lýtur frumskógarlögmálum framboðs og eftirspumar. Þessari hagstjórnarflækju fylgir óvissa og allt að því öngþveiti en Gorbatsjov átti fárra annarra kosta völ; hann skorti pólitískan stuðning til að stíga skrefíð til fulls. Megin- hugmyndin með nýjum fyrirtækja- lögum, sem sett voru í byrjun þessa árs, er sú að draga úr miðstýringu svo framleiðslufyrirtækin geti ráðið sínum málum sjálf. Verksmiðjur eiga að standa undir sér í stað þess að þiggja styrk frá ríkinu. Ákvarð- anir byggðar á hagkvæmni eiga að leysa óstjórnina af hólmi. í stað þess að verksmiðjum sé sagt ná- kvæmlega hvað þær eigi að fram- leiða eiga þær mismunandi kosta völ. Hluti framleiðslunnar fer í að sinna pöntunum frá ríkinu en af- gangnum eiga fyrirtækin að geta ráðstafað að vild. Þau verða sjálf að leita viðskiptavinina uppi og út- vega sér nauðsynleg hráefni og tæki. Á þessu ári hafa fyrirtæki, sem framleiða um það bil 60% af heildarframleiðslunni, öðlast nokk- urt frelsi. Gorbatsjov stefnir að því að árið 1991, þegar núgildandi fimm ára áætlun rennur út, nái breytingamar til alls efnahagslífs- ins. Um svipað leyti eiga aðrar efna- hagsbreytingar að hafa átt sér stað eins og nýtt bankakerfi, nýtt heild- sölukerfí og nýtt launa- og verð- myndunarkerfi. Uppstokkunin gengur hægar en Gorbatsjov vonaði. Til dæmis em 90% framleiðslunnar enn í samrærni við áætlun Gosplan, ríkisáætlunar- nefndarinnar, og þótt fyrirtæki njóti þess hve eftirspum eftir nýjum vör- um er mikil reynist framleiðendum erfítt að verða sér úti um hráefni utan ramma áætlunarinnar. Nær ógerlegt er að meta hvort fyrirtæki em arðvænleg á meðan verð vöm er stórlega brenglað. Hugmyndin er engu að síður sú að í framtíðinni geti fyrirtæki orðið gjaldþrota ef illa gengur. Breytingarnar taka sinn tima Það má ekki gleymast að Gorb- atsjov hyggst ekki losa um tök flokksins á þjóðlífinu. Kjaminn í umbótunum er að ala upp nýja kynslóð kommúnista, sem ver tíma sínum í eitthvað þarfara en afskipti af því hve mikið menn framleiða af kartöflum eða hvaða skótegund henti fótum manna. Bjartsýnustu menn segja að það kunni að taka 15-20 ár. Sumir segja að sovéska lausnin sé ekki endilega vöxtur í hagkerfmu heldur betri vömr. Til dæmis framleiða Sovétmenn 800 milljón pör af skóm á ári. Skómir em hins vegar lélegir, endast illa og biðraðir myndast þegar boðið er upp á góða skó. Sama er að segja um dráttarvélar. Sovétmenn fram- leiða íjórum sinnum fleiri traktora en Bandaríkjamenn enda endast þeir fjómm sinnum skemur. Því ætti Gorbatsjov ekki að krelja fyrir- tækin um aukna framleiðslu heldur betri afurðir. Fyrstu merkin um aukna hagkvæmni verða því minni hagvöxtur. Skilningur á þessu er að aukast enda er nú talað um Brezhnev-tímann, árin 1964-82, sem tímabil stöðnunar þótt fram- leiðsluvöxtur hafí verið allt að 5% á ári. „Við emm að tapa taflinu," sagði Gorbatsjov þegar hann blés til mið- Gleypt við vestrænni siðmenningu Astro-Pizza í Moskvu, í eigu Roma Food Enterprises og borgaryfirvalda í Moskvu, er eitt kunnasta dæmið um samstarfsfyriræki vestrænna og sovéskra aðila. Þar kostar sneiðin af ekta bandarískri flatböku 100 íslen- skar krónur. stjórnarfundar í lok september. Hann hafði rekið sig óþyrmilega á tregðuna í kerfinu og fmmkvæðis- leysi almennings. Fyrirtækjalögin vom komin á blað en víðast hvar sáust þeirra engin merki í batnandi lífskjömm. í Prövdu var greint frá því í haust að töpuðum vinnudögum vegna skorts á hráefni, lélegrar mætingar og annarra vandamála hefði fjölgað um 20% milli áranna 1986 og ’87. Þeir sem gjarna vilja he§a sjálfstæðan atvinnurekstur eiga í erfiðleikum með að leigja húsnæði eða afla hráefnis. Þau samvinnufélög, sem halda velli, mæta svo lítilli samkeppni að þau geta verðlagt vöm sína að vild og það hefur víða komið óorði á þau. Kveikt var í svínabúi á dögunum í nágrenni Moskvu, ekki vegna þess að óþefurinn væri að drepa menn heldur varð hinn sæti ilmur hagnað- arins nágrönnunum ofviða. Gjaideyrisskortur Perestrojka á ekki síður að bylta utanríkisviðskiptum en viðskiptum og framleiðslu innanlands. Olía og gas em uppistaðan í útflutningi Sovétmanna. Verðlækkun orku- gjafa undanfarin ár hefur því óhjá-. kvæmilega komið niður á innflutn-. ingi til Sovétríkjanna (sjá línurit). Sérfræðingar telja að meðalverð á olíufati frá Úral-svæðinu verði 13,70 Bandaríkjadalir í ár, saman- borið við 17,80 dali á síðasta ári og 27,30 dali árið 1985. Það ár vom tekjur Sovétmanna af olíuút- flutningi áætlaðar 33,4 milljarðar Bandaríkjadala (rúmir 1.500 millj- arðar íslenskra króna miðað við núverandi gengi) en tekjumar í ár verða að líkindum aðeins 19 millj- arðar dala (um 950 milljarðar íslenskra króna). Annar þáttur sem ræður miklu um innflutning til Sovétríkjanna er kornuppskera. Ef hún brestur þá þurfa Sovétmenn að flytja inn korn og geta ekki varið eins miklu fé til annarra hluta. Vert er að geta þess að rúmlega 60% af utanríkisvið- skiptum Sovétrílq'anna em við sós- íalistaríki og þau viðskipti hafa litl- um breytingum tekið; em sem fyrr nær eingöngu í formi vöraskipta. Einokun aflétt í utanríkisviðskiptum Það breytingaskeið, sem utanrík- isviðskipti Sovétríkjanna era núna að ganga í gegnum, hófst í ágúst árið 1986 með ákvörðun miðstjóm- ar sovéska kommúnistaflokksins. Þá var ákveðið í anda valddreifing- arhugmynda Gorbatsjovs að ut- anríkisviðskipti landsins skyldu ekki lengur vera í höndum eins ráðuneytis. Reyndar var Sovéska samvinnusambandið og þróunarað- stoð einnig áður utan ramma ut- anríkisviðskiptaráðuneytisins. Þeg- ar fengu 12 önnur ráðuneyti heim- ild til utanríkisviðskipta, þar á með- al er sjávarútvegsráðuneytið sem tekið hefur við fiskkaupum. Núna eru ráðuneyti. með utanríkisvið- skiptaheimildir orðin 21. Enn sem fyrr þarf leyfi frá ráðuneyti er- lendra viðskiptatengsla (nýtt yfír- ráðuneyti) til utanríkisviðskipta en talið er að smám saman sé sú leyf- isveiting að verða formsatriði. Þetta ráðuneyti sér m.a. um olíuútflutn- ing og kornkaup vegna þess hve þau viðskipti. em mikilvæg. Önnur nýjung var sú að sovétlýð- veldin fengu hvert um sig heimild til utanríkisviðskipta. Þau verða sjálf að standa straum af innflutn- ingi með útflutningi. Enn sem kom- ið er hefur fjárskortur lýðveldanna og sú staðreynd að þau hafa fáar vörur upp á að bjóða staðið utanrík- isviðskiptum þeirra fyrir þrifum. Og í þriðja lagi var 68 af 48.000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.