Morgunblaðið - 10.12.1988, Page 60

Morgunblaðið - 10.12.1988, Page 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1988 Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson FramtiÖarkort í gær fjallaði ég um nokkrar stefnur innan stjömuspekinn- ar og þá ekki síst um þá stjömuspeki sem fæst við það að skoða orku komandi tíma- bila. í dag ætla ég að nefiia þær aðferðir sem helst eru notaðar til að finna hvert tímabil. TvœraÖferöir Tvær aðferðir eru algengast- ar. Annars vegar er til tákn- rænt kerfi sem kalla má þró- unarkerfi og hins vegar er staða pláneta á gefiiu tíma- bili borin við stöðu pláneta í fæðingarkorti. Fyrri aðferðin heitir á ensku „seeondary progressions" og hin síðari „transits". Algengara er að nota „transitta". Eg hef notað íslensku orðin þróun og fram- vinda sem þýðingu á hinum ensku orðum, enda er um þróun og framvindu að ræða þegar kort eru skoðuð fram í tímann. Þróunarkort I fyrri aðferðinni er hver dag- ur eftir fæðingu talinn tákn- rænn fyrir eitt ár. Tíundi dag- ur lífsins er táknrænn fyrir tíunda árið, 35. dagurinn fyr- ir 35. árið o.s.frv. Ef við vilj- um gera þróunarkort fyrir 25. árið flettum við upp á 25. degi eftir fæðingardag, skrif- um niður stöðu pláneta og færam þær inn á fæðingar- kort okkar. Við skoðum síðan þær afstöður sem þessar plánetur mynda við fæðingar- kortið. Ef Venus hefur færst . yfir Úranus í fæðingarkortinu má búast við úrönskum áhrif- um í samskiptin o.s.frv. Þegar þróunar- og framvindukort era skoðuð gilda sömu reglui um afstöður og í fæðingar kortinu. Afhverju? Það vafðist lengi fyrir mér af hveiju við gætum notað þessa þróunaraðferð. Sú skýring sem er notuð er eitt- hvað á þessa leið: Grann- hugmyndin að baki stjömu- speki er sú að hið stóra endur- speglist i hinu smáa. Jörðin fer einn hring í kringum Sól- ina og dýrahringinn á ári, en möndulsnúningur hennar gerir það að verkum að hún snýst jafhframt í einn hring gagnvart dýrahringnum á einum degi. Það er þvi sagt að sama mynstur endurtaki sig á deginum og á árinu. Þessi skýring hefur vafist fyrir mér, en hins vegar hef ég prófað aðferðina áram saman, þó ég noti hana sjald- an í vinnu, og hefur mér fund- ist hún marktæk. Framvindukort Framvindur era hins vegar einfaldari í notkun. Ef við viljum skoða framvindur fyrir árið 1989, þá teiknum við upp fæðingarkort, föram síðan í plánetutöflur, skoðum stöðu pláneta á árinu 1989 og teiknum ferð þeirra inn á fæðingarkortið. Það hvort ákveðin pláneta er siðan sterk fer eftir því hvort hún mynd- ar afstöður við persónulegu þættina eða ekki. Sól, Tungl, Rísandi, Miðhiminn, Merkúr, Venus og Mars teljast til per- sónulegu þáttanna. Samstaða Og spennuafstaða (90 og 180 gráður) era sterkastar. Plútótímabil Ef ákveðinn maður hefur Sól 10 gráður f Nauti, kemur hann til með að ganga i gegn- um Plútótímabil þegar Plútó er í kringum 10 gráður í Nauti, eða 10 gráður í Ljóni, Sporðdreka eða Vatnsbera sem eru þau merki sem mynda spennuafstöðu við Nautið. A morgun mun ég fara yfír það hvers konar tímabili hver pláneta er tákn- ræn fyrir. GARPUR £7/V5 OG ÞU STALFOgjEH Þ&SAZ £/z éo <-——"gsee búuvn &BSTU/Z... ) 'VIUUU ÍZUNUADALUÞ, a& ÖLt EtBBNÍA / t'lTA /VlE=Œ / GRETTIR III BRENDA STARR Þv UBFVE GEy/vrr GIFT/NGBiey 1 | : 7 I VATNSMYRINNl EH és H£U> 4£> SÓLLÚGA SÉ &íE>/E> !//£> ÞESSU/ Æ FERDINAND SMAFOLK 11PEAR C0NTR18UT0RJMANK YOU FOR LETTIN6 U5 REAP Y0UR AUT0BI06RAPMY.. ' |T5 THE W0R5T B00K WE HAVE EVER. REAP..IF Y0U PIPN’T LlVE 50 FAR AUJAV, WE’P COME AMP THR0W R0CK5 AT Y0UR MAILB0X" „Kærí höfundur, þakka þér fyrir að lofa okkur að lesa sjálfsævi- sögu þína ...“ „Þetta er versta bók sem við höfum lesið ... ef þú ættir ekki heima svona langt í burtu kæm- um við og hentum gijóti í póst- kassann þinn. marga vegu! BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Hollenski ríkisbankinn, Stat- en Bank, kostar árlegt stórmót þar sem frægustu spilurum heims var boðið til keppni. Breski spilarinn Irving Rose var eini vesturspilarinn á síðasta móti, sem fann réttu vömina gegn þremur gröndum suðurs. Suður gefur, énginn á hættu. Norður ♦ KD73 VD1086 ♦ 643 ♦ D8 Vestur Austur ♦ Á652 ♦ 1098 ♦ AG52 ¥743 ♦ KD85 ♦ 10972 ♦ 2 ♦ 954 Suður ♦ G4 ¥K9 ♦ ÁG ♦ ÁKG10763 Vestur Norður Austur Dobl Pass Pass 1 hjarta Pass 3 spaðar Pass Pass Pass Suður 1 lauf 3 lauf 3 grönd Útspil: tígulkóngur. Rose leysti fyrsta vandamálið þegar hann hitti á að spila út tígulkóng, frekar en litlum tígli. „Fjórða hæsta,“ átti ekki við í þessu tilfelli af tveimur ástæð- um: (1) tígullinn var greinilega veikasti litur sóknarinnar, (2) með tvo ása til hliðar var engin hætta á alvarlegri stíflu í litnum. Sagnhafi drap auðvitað strax á ásinn og spilaði smáum spaða. Ætlaði að stela sér 9. slagnum. En'Rose var vel vakandi, stakk upp ás og lagði niður tígul- drottningu. Einn niður. Ástæðan? í fyrsta lagi hafði makker kallað í tígli með tvistin- um (öfug köll), og í öðra lagi hefði sagnhafi vafalítið dúkkað með ÁGX. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á Ólympíumótinu i Saloniki kom þessi staða upp í kvennaflokki í viðureign stórmeistaranna Wiese, Póllandi, sem hafði hvítt og átti leik, og Jönu Bellin, Englandi. Hvítur: Kgl, Dc4, He7, Rf3, a2, b4, d5, f2, g4, h3. Svartur: Kh8, Dc7, Hf8, Ha8, Bd7, a7, b7, c6, f6, g6, h7. 22. Rg5! — Dd6 (Svartur verður auðvitað mát í næsta leik eftir 22. - fxg5? 23. Dc3+) 23. Hxh7+ - Kg8 24. Hxd7! og svartur gafst upp, því drottningin fellur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.