Morgunblaðið - 10.12.1988, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 10.12.1988, Blaðsíða 35
, MORGUNBLABIÐ, i LAUGARiÐAGUR 10/ DESEMBER 1088 35 Morgunblaðið/Sverrir. Hjalti Hugason, Frosti F. Jóhannsson, Hafsteinn Guðmundsson og Jón Hnefill Aðalsteinsson kynntu nýja bindið í bókaflokknum Islensk þjóðmenning. • • Oimur bókin í flokknum Islensk þjóðmenning BÓKAÚTGÁFAN Þjóðsaga hefur gefið út bók i bókaflokknum ís- lensk þjóðmenning. Þessi bók er fimmta bindið i bókaflokknum, en það fyrsta, Uppruni og umhverfi, kom út fyrir ári. Nýja bindið Qall- ar um trúarlíf og trúarvenjur Islendinga frá öndverðu og fram á fyrstu áratugi þessarar aldar. I bókinni eru þijár ritgerðir sem fjalla um norræna trú, kristna trúarhætti og þjóðtrú. Höfundar eru tveir, þeir Hjalti Hugason kirkjusagnafræðingur og Jón Hnefill Aðalsteinsson þjóðfræðingur. Dijúgur hluti af efni bókarinnar er byggður á frumrannsókn. í ritgerðinni um norræna trú er greint frá því hvernig hugmynda- fræðin var byggð upp og með hvaða hætti guðsdýrkunin fór fram hér á landi. Fjallað er um stöðu norrænn- ar trúar meðan hún var hér við lýði, sagt frá hnignun hennar og loks kristnitökunni. Ritgerðin um kristna trúarhætti skiptist í fjóra aðalkafla. Sá fyrsti er einkum um guðshúsin. í öðrum kafla er fjallað um hið opinbera trúarlíf sem tengd- ist kirkjuhúsinu. í þriðja kaflanum er fjallað um trúarlegt uppeldi ís- lendinga og íl fjórða aðalkaflanum Listasafti Sig*ur- jóns Olafssonar: Bókmennta- dagskrá með tónlistarívafi LISTASAFN Siguijóns Ólafsson- ar á Laugarnesi gengst fyrir upp- lestri úr nýjum bókum með tónlist- arívafi sunnudaginn 11. desem- ber. Meginuppistaðan í dag- skránni er lestur skálda úr ljóða- bókum sínum. Sigurður Pálsson les úr Ljóð námu menn, Nína Björk Árnadóttir úr Hvíta trúðnum og Hannes Sigfússon les úr Lágu muldri þrumunnar. Auk þeirra lesa Björn Th. Bjöms- son úr bók sinni, Minningarmörkum í Hólavallagarði, sem gefín er út í tilefni af 150 ára afmæli Gamla kirkjugarðsins, og Guðmundur Andri Thorsson úr fyrstu skáldsögu sinni, sem nefnist Mín káta angist. Gunnar Kvaran sellóleikari kemur til liðs við skáldin og leikur saraböndur úr ein- leikssvítum Bachs.' Kynnir á upp- lestrinum verður Viðar Eggertsson leikari. Dagskráin á sunnudag hefst kl. 15.30 og stendur í ema og hálfa klukkustund. Listasafn Siguijóns Ólafssonar var vígt þann 21. október sl. Þar eru til sýnis fímmtíu verk eftir listamann- inn. Safnið er opið á laugardögum og sunnudögum kl. 14—17. Kaffí- stofa safnsins er þá opin og þar geta menn notið veitinga í fögm útsýni yfir sundin. í fréttatijkynningu frá Listasafni Siguijóns Ólafssonar segir að ráð- gert sé að áframhald verði á bók- menntadagskrám með tónlistarívafí í listasafninu. Öðru sinni verði lesið úr nýútkomnum bókum sunnudaginn 18. desember og eftir áramót verði slíkar dagskrár mánaðarlega til vors. segir af heimilisguðrækni, m.a. húslestrinum, bænum og trúarleg- um athöfnum. Orsakir breytinga og þróunar eru greindar bæði sam- hliða og í sérstökum lokakafla. Hjalti Hugason sagði á blaða- mannafundi, þar sem bókin var kynnt, að það sem kalla mætti sérís- lenskt við trúarlíf Islendinga væri fastheldnin á trúarsiði. íslendingar hefðu haldið miklu lengur í ýms atriði en til dæmis var annars stað- ar á Norðurlöndum. Til dæmis hefðu íslendingar lengi vel almennt signt sig, t.d. þegar þeir gengu í kirkju og komu út í nýjan dag. Og sjóferðabænin hefði verið lifandi athöfn fram um 1950. Þannig hefð- um við íslendingar haldið miklu lengur en aðrar þjóðir sýnilegu trú- arlífi. í ritgerðinni um íslenska þjóðtrú er fjallað um ýmiss konar yfirnátt- úrulegar verur, drauga, útilegu- menn, galdra og töfrabrögð, nátt- úru- og forlagatrú. Á blaðamanna- fundinum va: vakin athygli á þeirri niðurstöðu, að verumar í skjaldar- merki íslands hafi aldrei talist til landvætta. Jón Hnefill Aðalsteins- son sagði af því tilefni, að hann hefði fyrir 23 ámm verið blaðamað- ur viðstaddur doktorsvörn í Uppsöl- um, þar sem doktorsefnið Bo Almq- vist hefði haldið þessu fram. And- mælandi hefði hins vegar notað svo sterk orð gegn þessu að fréttagildið hefði gufað upp. Jón sagðist síðar hafa lesið ræðu andmælandans og komist að þeirri niðurstöðu að hann hefði eyðilagt fyrir sér fréttina með orðum en engum rökum. Sagðist Jón nú vera þeirrar skoðunar að þessi niðurstaða Almqvists stæði óhögguð og því léti hann nú loksins þessa frétt frá sér fara ! í þessu bindi eru 140 myndir bæði S lit og svart-hvítar. Atriðis-, orða- og nafnaskrá fylgir og einnig útddráttur á ensku. Hafsteinn Guð- mundsson hannaði útlit bókarinnar og öll prentsmiðjuvinna fór fram í Prentsmiðjunni Odda hf. Frosti F. Jóhannsson ritstýrir bókaflokknum og Haraldur Ólafsson, Jón Hnefill Aðalsteinsson og Þór Magnússon skipa ritnefnd. Frosti sagði á blaðamannafund- inum, að íslensk þjóðmenning ætti að verða níu binda bókaflokkur um íslenska þjóðmenningu og spanna tímabilið frá landnámi og fram á fyrstu áratugi þessarar aldar. Skipulagi hans væri í aðalatriðum lokið og búið að fá höfunda að öllurn köflum bókaflokksins. Sagði Frosti, að um 50 fræðimenn legðu þar hönd að verki og væri þegar Ijóst, að dijúgur hluti efnisins byggðist á frumrannsóknum höfundanna. eftir Þórarinn Eldjárn Lesning sem hrífur: Mig verkjaði í höfuðbeinin. — Einar Kárason Stíllin blómstrar svo unun er við að dvelja. — Öm Ólafsson, DV Sagan verður forvitnilegri eftir því sem ótrúlegri atburðir gerast... — Jóhann Hjálmarsson, Morgunblaöinu Þegar fýrsta bók Þórarins kom út var ég fimmtán ára. — Soffía Auóur Birgisdóttir, RÚV Þegár farið er að kafa niður í hana kem- ur þó margs konar samhengi í ljós og margar hugleiðingar vakna. — Eysteinn Sigurdsson, Tímanum ...frásögn af einkennilegu fólki sem nefn- ist Islendingar og samskiptum þess við umheiminn. — Jóhann Hjálmarsson, Morgunblaóinu Er þetta skáldsaga? — Audur Sojfía Birgisdóttir, RÚV ...þvi er nú verr og miður. — Ámi Bergmann, fjóðvijanum. Skuggab°x var það heillin. Fæst í öllum bókaverslunum. Verd kr. 2.480 Afgreiðsla: Fífumýri 4, Garðabæ, sími: 91/641455. btgibjörg Sigurðardóttir eftir Ingibjörgu Sigurðardóttur SNÆBJORG í SÓL- GÖRÐUM Þetta er 28. bók Ingibjargar Sigurð- ardóttur. í þessari nýjustu skald- sögu sinni leiðir hún lesandann á vit spennandi atburðarásar þar sem skiptast ó skin og skúrir t Itft vina og elskenda. V
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.