Morgunblaðið - 10.12.1988, Side 41
.....-.----------- - ..—-ll
kner
starinnar
ar mætur á. Bruckner var þó viður-
kenndur sem snillingur á sviði org-
anleiks, einkum þó af fingrum fram,
og síðustu æviárin var fjárhagsleg
afkoma hans sæmileg.
Bruckner var kaþólskur og mik-
ill trúmaður og kemur það glöggt
fram í kirkjutónverkum hans. Hin
stærstu þeirra eru messumar þijár,
nr. 1 í d-moll, nr. 2 í e-moll og nr. 3
í f-moll. Messa nr. 2 í e-moll var
samin haustið 1866. Hún hefur
nokkra sérstöðu meðal hinna
þriggja messa Bruekners enda fylg-
ir hún ekki hinum klassísku aust-
urn'sku hefðum Mozarts, Haydns
og Beethovens. Messa Bruckners í
e-moll byggist upp á fleygröddun
(pólifóníu) gömlu meistaranna en
einnig horfir hann fram á veginn
og boðar nýja tíma í tónlist. Hljóm-
sveitin er sérstök, Bruckner notar
15 blásara í stað hefðbundinnar
hljómsveitar.
Mótettur Bruckners eru meðal
þess besta sem samið hefur verið
fyrir rómversk-kaþólsku kirkjuna.
Þær eiga það sammerkt að vera
samdar við breytilega liði messunn-
ar. Þær eru því samdar til notkunar
í messugjörðinni og hafa allar verið
fluttar þannig upprunalega.
Locus iste var samið 1869. Mót-
ettan var fyrst flutt við vígslu nýrr-
ar kapellu við Dómkirkjuna í Linz
haustið 1869 og við sama tækifæri
var e-moll messan frumflutt. Pange
lingua var samið 1868 og talið er
að það hafi verið frumflutt við sama
tækifæri og Locus iste. Christus
factus est var samið 1884. Þetta
er ein áhrifamesta mótetta Bruckn-
ers, einkum vegna mikillar hug-
myndaauðgi í hljómsetningu. Mót-
etturnar Afferentur regi og Ave
Maria voru samdar árið 1861 og
eru því elstu mótettur Bruckners.
Þær voru báðar samdar fyrir St.
Florian klausturkirkjuna.
1972 og hef því ágætan saman-
burð. Hljómsveitin sem leikur undir
í messunni er óvenjuleg og það
reynir mjög á kórinn að halda réttri
tónhæð. I verkinu má greina áhrif
frá mörgum höfundum, svo sem
Mozart og Beethoven, en þar má
líka finna nútímalega hljóma.
Messan hæfir kórnum vel en er.
þó mjög krefjandi. Raddlega er hún
ákaflega erfið, fer óhemju hátt í
sópran og tenór og lágt í bassa.
Styrkleikabreytingar eru líka ótrú-
lega miklar, það er óvenjulegt í
kórsöng að syngja frá tveimur péum
og upp í þtjú eff eins og gert er í
messunni."
Bergþóra Bjarnadóttir sópran
byijaði í haust og er því nýliði í
Kór Langholtskirkju. Hún sagði að
sér fyndist erfitt að syngja verk
Bruckners og á æfingum yrði hún
oft að reiða sig á sessunauta sína
ef hún færi út af laginu. „Það hjálp-
ar samt að ég lærði á fiðlu í fimm
ár og get því lesið nótur þó það sé
auðvitað öðruvísi að syngja eftir
nótum en að spila eftir þeim.“
Fallegt verk
„Mér finnst þetta verk Bruckners
ekki eins aðgengilegt og mörg önn-
ur verk sem við höfum sungið, til
dæmis eftir Bach og Beethoven,"
sagði Birna G. Jensdóttir sem syng-
ur altrödd. „Ég er búin að vera í
ellefu ár í kórnum og þetta er með
því erfiðara sem við höfum flutt.
Aðeins Missa Solemnis eftir Beet-
hoven sem við fluttum í vor var
erfiðara."
Birna segir að mörg verkefna
kórsins á undanförnum árum séu
verk sem hann hafi flutt áður, til
dæmis Jólaóratoría Bachs.
„Ég er búin að syngja Jólaórator-
íuna svo oft að mér þykir orðið
vænt um hana. Það er alltaf erfið-
ara að takast á við nýtt verk sem
maður hefur ekki sungið áður.
Messa Bruckners er ofsalega falleg
en að sama skapi ægilega erfið
raddlega. Ég hef mest gaman af
því að syngja háa tóna, röddin mín
liggur í rauninni hærra en altrödd
og því er gaman að fá að reyna á
sig.“
Mikill hraði
Gestur Ásólfsson bytjaði í Kór
Langholtskirkju í hausl. Hann er
þó enginn nýliði í kórsöng því hann
hefur starfað með Karlakór
Reykjavíkur um árabil.
„Ég skipti yfir í Langholtskórinn
vegna þess að ég hef meiri áhuga
á að syngja umfangsmeiri verk. Það
hefur gengið vonum framar hjá
mér að komast inn í þennan sam-
hæfða hóp þó hraðinn sé meiri en
ég á að venjast.
Verk Bruckners eru mjög góð
og Jón Stefánsson hefur frábær tök
á kórnum. Jafnframt finnst mér
mjög erfitt að syngja þessi verk og
tónhæð fyrsta tenórs er engu minni
en gengur hjá fyrsta tenór í Karla-
kór Reykjavíkur," sagði Gestur
Ásólfsson.
|rnadóttir og Birna G. Jensdóttir.
i i
I „Eg hef sungið með kórnum öll
I verk sem hann hefur flutt síðan
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
tón-
i
Langholtskirkju
Morgunblaðið/Sverrir
Frá Qölskyldutónleikunum. Myndum Snorra Sveins Friðrikssonar varpað á Qall.
Fj ölskyldutónleíkar
Tónlist
JónÁsgeirsson
Að halda fjölskyldutónlcika er
skemmtileg tilbreytni og víst er
að áheyrendur kunnu þessu vel
því húsfyllir var í Háskólabíói.
Trúlega væri annar tími heppi-
legri ef tónleikarnir eru að hluta
til ætlaðir börnum, því hætta er
á að margur krakkinn sé orðinn
syfjaður þegar klukkan er langt
gengin í ellefu, eins og var að
þessu sinni er tónleikunum lauk.
Viðfangsefnið var balletttón-
listin við Hnotubijótinn eftir
Tsjajkovskíj. Á kvikmyndatjaldinu
var sýnd myndverk eftir Snorra
Svein Friðriksson en sögumaður
var Benedikt Ámason leikari. Að
flytja ballett á þennan máta er
góð hugmynd en eina atriðið sem
ekki gekk upp var að „græjumar"
vom þannig stilltar að á köflum
heyrðist ekki í sögumanni, þrátt
fyrir mjög skýran, góðan lestur
Benedikts. Þennan agnúa hefði
hljómsveitarstjórinn, Petri Sakari,
getáð iagfært með því að láta
hljómsveitina leika veikar þegar
lesið var, enda hefði hávaðinn
orðið óþolandi ef „græjunum"
hefði verið beitt gegn hljómsveit-
inni, þegar sterkast var leikið, að
heyra mætti í sögunni.
í heild vom tónleikamir
skemmtilegir og í lok fyrsta þátt-
ar söng bamakór úr Kópavogi
undir stjóm Þómnnar Bjöms-
dóttur og var mikil prýði af falleg-
um söng bamanna. Hljómsveitin
var góð og hljómaði auk þess mun
betur en áður, sem má vera bæði
vegna þess að kvikmyndatjaldið
var niðri (vegna myndverksins)
og hljómsveitin var framar á svið-
inu en venjulega. Hvað sem þessu
líður þá var leikur hljómsveitar-
innar mjög góður og margar ein-
leiksstófumar, sem prýða þetta
ágæta verk, mjög vel leiknar.
Að flytja leikhúsið inn í hljóm-
leikasalinn á þannan hátt er góð
hugmynd og trúlega má flytja
þannig ýmis tónverk og hafa þá
í huga bæði texta og myndverk.
Trúlega mætti gera tónverkið
Pétur og úlfinn eftir Prokofíev
mjög áhrifamikið á þennan máta,
svo dæmi sé nefnt. Þama er vett-
-vangur fyrir Sinfóníuhljómsveit
Istands sem ekki aðeins yrði mikil-
vægur fyrir unga fólkið í landinu,
heldur og fyrir alla er unna góðri
og vel fluttri tónlist.
Fimmtánda starfsár-
ið hefst nk. sunnudag
Kammersveit Reykjavíkur:
Frönsk tónlist þema vetrarins
FIMMTÁNDA starfsár Kammersveitar Reykjavikur, hefst
með tónleikum í Áskirkju sunnudaginn 18. desember. Þar
verður flutt frönsk barrokk-tónlist, en þetta starfsár verð-
ur helgað franskri tónlist í tilefhi af200 ára afmæli frönsku
stjórnarbyltingarinnar.
Alls verða fjórir tónleikar á
starfsárinu. Á jólatónleikunum
verður leikin frönsk barrokk-tón-
list á barrokkhljóðfæri, leiðbein-
andi verður Ann Wallström og ein-
söngvari Sigrún Hjálmtýsdóttir.
22. janúar verða tónleikar í ís-
lensku óperunni þar sem leikin
verður rómantísk frönsk kammer-
tónlist. Einsöngvari er Signý Sæm-
undsdóttir og einnig koma fram
píanóleikaramir Guðríður S. Sig-
urðardóttir og Selma Guðmunds-
dóttir. Á efnisskránni em m.a.
verk eftir C.Saint-Saens og
C.Franck. Afmælistónleikar
Kammersveitarinnar verða 23.
febrúar, þar flytja 44 hljóðfæra-
leikarar „Des Canyons aux Étoi-
les“ eftir Olivier Messiaen, en hann
á einmitt áttræðisafmæli i dag.
Stjórnandi verður Paul Zukofsky
og einleikari á píanó Anna Guðný
Guðmundsdóttir. Síðustu tónleikar
vetrarins verða 2. apríl þar verða
KAMMERSVEIT REYKIAVÍKUK
flutt verk eftir frönsk tónskáld frá
fyrri hluta þessarar aldar. Einleik-
ari á hörpu verður Elísabet Waage.
Á efnisskránni em m.a. verk eftir
D.Milhaud og A.Jolivet.
Að sögn Rutar Ingólfsdóttur,
formanns Kammersveitar
Reykjavíkur, er þetta í fyrsta skipti
sem ákveðnu þema er fylgt á öllum
tónleikum starfsársins, en frönsk
kammertónlist hefur lítið verið
leikin hérlendis og því þótti ástæða
til að kynna hana. Þess má geta
að einungis tvö þeirra verka sem
em á efnisskrá Kammersveitarinn-
ar hafa verið leikin á tónleikum í
Reykjavík.
Kammersveit Reykjavíkur er
samtök atvinnuhljóðfæraleikara í
Reykjavík sem taka þátt í tónleika-
haldinu af áhuga og án þess að
eiga von um hagnað. Sagði Rut
að stofnun sveitarinnar héfði á
sínum tíma verið tilraun til að
auka fjölbreytni i tónlistarlífí borg-
arinnar, og þótt annað væri upp á
teningnum nú ætti Kammersveitin
fullan rétt á sér enda orðin fastur
liður í tónlistarlífínu. Markmiðið
væri að kynna kammerverk sem
sjaldan væm leikin jafnframt því
að skapa hljóðfæraleikumnum
tækifæri til að koma fram og þá
gjarnan sem einleikarar.