Morgunblaðið - 10.12.1988, Page 58
58
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1988
Hermang við heimskautsbaug:
NATO er stærsti
Trójuhestur sögunnar
eftir Asgeir Hannes
Eiríksson
Sá sem þessar línur ritar flutti
þingsályktunartillögu á Alþingi ís-
lendinga fyrr í þessum mánuði um
— að endurskoða vamarsamning ís-
lands og Bandaríkjanna. Ágætt fólk
hefur velt vöngum bæði í Morgun-
blaðinu og víðar í þjóðfélaginu út
af málflutningnum. Þess vegna er
undirrituðum bæði ljúft og skylt að
ieggja fáein orð í belg.
Sagan og kringlan
Allar götur síðan Kain gerði upp
sakimar við Abel á akrinum forðum
daga hefur mannskepnan tekist á
um lönd og lausa aura og ritað
söguna með blóði. Saga þjóðar er
því nauðsynlegur formáli til að
skilja stöðu hennar betur í fjöl-
skyldu þjóðanna í dag.
Þjóðir heimsins em eins misjafn-
"^ar og þær em margar og misjöfn
em morgunverkin hjá hverri þeirra.
Færeyingar og íslendingar em til
dæmis dvergþjóðir í Atlantshafl og
una sér við fískveiðar en láta ekki
að sér kveða á alþjóða vettvangi.
Þjóðveijar og Japanir sleikja aftur
á móti sárin eftir síðasta verald-
arstríð og hafa hljótt um sig og
drúpa höfði í samfélagi hinna sigr-
uðu. Álengdar vex svo Kínverjum
og bedúínum fískur um hrygg og
þolinmóðir bíða þeir síns tíma.
En Bandaríki Norður-Ameríku
og Samband lýðveldanna í Sov-
étríkjunum hafa öðmm hnöppum
að hneppa um heimsbyggðina. Þau
skiptu á sínum tíma kringlu Snorra
Sturlusonar í tvo hluta og breiða
nú vemdarvængi sína yfír sinn hlut-
ann hvor.
íslands önnur öld
Helstu þjóðir Evrópu héldu flest-
ar nýlendur um allan heim á sínum
tíma og langt fram á þessa öld.
Rann þar víða blóð eftir slóð eins
og gengur. Sumar þjóðimar halda
reyndar ennþá nýlendur þó nú sé
horfín fomaldar frægð að mestu.
Að loknu síðasta veraldarstríði
hlutu margar nýlendur svokallað
sjálfstæði og í þeirra hópi var
danska nýlendan Island í Norður-
Atlantshafí.
En nýlendur heimsins virðast
halda áfram að hafa sama flatar-
mál á yfírborði jarðar þrátt fyrir
vaxandi flölda af sjálfstæðum þjóð-
um og margs konar lýðveldum.
Einn nýlenduherra kemur þá annar
fer og eins dauði er annars brauð.
Þannig var til dæmis eylandið
ísland orðið hluti af herveldi banda-
manna áður en það losnaði úr ný-
lenduveldi Dana.
NATO og nýlendan
í stríðslok birtist svo hin nýja
stétt Evrópu við sjóndeildarhringinn
og horfði yfír valinn: Bolsivikkar í
austri og Bandaríkjamenn í vestri.
Þá færðist líka skörin víða upp í
bekkinn og fomar nýlendurþjóðir í
Evrópu skiptu um sæti. Húsbændur
urðu hjú og hjúin gerðust hús-
bændur á betri bæjum.
Eða eins og nóbelsskáldið okkar
lætur hetjuna segja í Guðsgjafaþulu
um áhrif byltinga: — Stórhertogynj-
umar verða mellur, en mellumar
stórhertogynjur. — En í Norður-
Evrópu þurfti hvorki byltingu né
blóð til að stofna mesta nýlendu-
veldi sögunnar. Aðeins NATO-sátt-
málann um Norður-Atlantshafíð.
Nýi tíminn hóf innreið sína. Það
var allt og sumt. Eitt eilífðar smá-
Ásgeir Hannes Eiríksson
„Svona NATO-banda-
lög- geta sjálfsagt
reynst félögum sínum
hin mestu þarfaþing ef
rétt er að þeim staðið.
En þau geta líka reynst
litlum eyþjóðum í Atl-
antshafí hinar mestu
svikamyllur.“
blóm með titrandi tár.
Á íslandi tóku Bandaríki Norð-
ur-Ameríku upp þráðinn þar sem
Danmörk hvarf frá honum. Islands
þúsund ár.
Andinn og lampinn
Saga Bandaríkja Norður-
Ameríku er ekki löng saga en hún
er fátæk saga því hún byggir minn-
ingu sína á afrekum í hernaði. Ekki
þarf ^ð ganga lengi um götur í
höfuðborginni Washington til að sjá
anda þjóðarinnar klappaðan í stein.
Þar em miklu fleiri minnismerki
reist um fallna stríðsherra en and-
ans afreksmenn.
Þeim mun hærra virðast líknesk-
in standa sem fórnarlömbin voru
þeim nákomnari. Hæst gnæfir því
sjálfur meistari Grant í höfuðborg-
inni en hann hefur lagt að velli
fleiri bræður sína úr Suðurfýlkjum
landins en aðrir menn. Þetta er
rétt að hafa í huga þegar sam-
hengið er skoðað í sögu lands og
þjóðar.
Áður en lengra er haldið er rétt
að taka fram að undirritaður kann
vel að meta bandaríska þjóð bg
unir hag sínum vel í hennar landi.
En það breytir hvorki eðli þjóðarinn-
ar eða sögu landsins.
Hervald og auðvald
Ekki höfðu Bandaríki Norður-
Ameríku fýrr losnað úr nýlendu-
veldi Breta en þau fóru sjálf að
svipast um eftir nýlendum í næsta
nágrenni. Lögðu fljótlega allt land
undir ríki sitt á milli Kanada og
Mexíkó til strandar við Kyrrahaf.
Felldu rauðskinna og hlekkjuðu blá-
menn. Tóku Filippseyjar og Portó
Ríkó með valdi af Spánverjum og
hirtu Panamaskurð með klækjum
af Kólombíu.
En nýir tímar kölluðu brátt á
nýja siði og því tóku seinni tíma
landvinningar stundum á sig aðra
mynd en nýlendustríð gamla
tímans. Þannig keyptu Bandaríkja-
menn nú Alaska af Rússum og
Vestur-Indíur af Dönum á sama
hátt og Lúisíanadalinn forðum af
Frökkum. Auðvald leysti nú hervald
af hólmi og stundum líka öfugt.
Bættu nú við sig Hawaii og Gúam
í Pólínesíu og létu greipar sópa um
gjörvallt Karíbahafið með Kúbu í
broddi fylkingar. Náðu smám sam-
an taki á allri Mið-Ameríku.
Bandaríkin tóku sér loks alþjóð-
legt lögregluvald um allan Vestur-
heim með sáttmálum í Washington
og Ríó. Stofnuðu samband
Ameríkuríkja eða OAS og náðu
fljótlega valdi á restinni af Róm-
önsku álfunni.
Stríð í friði
En þessi mikli landaparís í næsta
nágrenni við sjálft Guðs eigið landið
dugði varla til að seðja sárasta
hungrið. Aðrar þjóðir hafa varla
mátt heyja sín stríð ! friði svo
Ameríkanir séu ekki mættir á svæð-
ið sem handhafar lýðræðis og frels-
is í veröldinni.
Síðan hafa þeir svo stofnað sín
eigin bandalög með sigurvegurum
jafnt sem sigruðum og breitt vernd-
arvænginn yfír rústir þeirra þjóða
sem urðu að heyja sín stríð á heima-
velli.
Allt þetta og himininn líka og
nú síðast sjálfan himingeiminn.
Norður-Atlantshafs-
nýlendan
Að loknu seinna Evrópustríði
skiptu Bandaríkjamenn álfunni á
milli sín og bolsivikka austan úr
Mongólíu. Fljótt kastaðist þó í kekki
hjá hinni nýju stétt Evrópu og brátt
tók að næða um þessa hart leiknu
heimsálfu hið kalda stríð. Fyrrum
vopnabræður í austri og vestri sátu
nú ekki lengur á sátts höfði heldur
á svikráðum. Grófu sér áfram
víglínu um hernumin lönd til fram-
búðar og voru gráir fyrir járnum.
Þá kölluðu Bandaríkin saman
fund með þjóðum Norður-Evrópu
og allt suður til Tyrklands ásamt
Kanada. Þessar þjóðir skrifuðu und-
ir sáttmálann um Norður Atlants-
hafið eða NATO-bandalagið og er
hann stærsti nýlendusáttmáli seinni
tíma.
Stærri en samningur Portúgala
við Spánarkonung um skiptingu
landanna í Vesturheimi. Mun stærri
en skipting nýlendunnar Indlands
eftir trúflokkum. Og miklu stærri
en stofnun nýlendu sakamanna í
Ástralíu.