Morgunblaðið - 10.12.1988, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.12.1988, Blaðsíða 28
aaet aaaMagaa .01 auoAOHAOUAJ .aiGAJaviuoHOM MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1988 Ný barnabók eftir Krístínu Steinsdóttur Rannsókn á meint- um lögbrotum ekki tileftiislaus töf VAKA-Helgafell hefur gefið út nýja barnabók eftir Kristínu Steinsdóttur en hún hlaut ís- lensku barnabókaverðlaunin 1987 fyrir bók sína Franskbrauð með sultu. Nýja bókin, Fallin spýta, er sjálfstætt framhald verðlaunabókarinnar. I kynningu útgefanda segir: „Sagan gerist í kaupstað á Aust- fjörðum árið 1955. Foreldrar sögu- hetjunnar, Lillu, þurfa óvænt að fara til útlanda og hún er send frá Revkiavík til ömmu sinnar og afa á Austurfirði. Þar bíða gamlir og nýir leikfélagar og ævintýrin eru á næsta leiti eins og kaflaheiti bókar- innar gefa augljóslega til kynna: Flugferðin, Skólinn, Lús, Svarta höndin, Á sleða, Snjókast, Jólin, Bamaball, Bolludagur og Sólar- kaffi. Brian Pilkington myndskreytti bókina og teiknaði kápumynd. Bók- in er 114 blaðsíður í kiljuformi. Prentstofa G. Benediktssonar sá um prentvinnslu og bókband. Kristín Steinsdóttir eftirHöskuld Skarphéðinsson í Morgunblaðinu þann 22. nóv- ember 1988 las ég fréttagrein um vinnubrögð okkar varðskipsmanna og var þar lýst hversu löggæzlu- störf okkar væru flónskulega unnin og ámælisverð. Þar sem blaðið er sagt „blað allra landsmanna", þá hef ég beðið með nokkurri eftir- væntingu eftir því að þið leituðuð þó ekki væri nema skýringar á þeim vinnubrögðum okkar sem skips- stjóri bv. Dalborgar lýsir. En þar sem þið, væntanlega af nærgætni við okkur varðskips- menn, hafið ekki viljað gera okkur að meiri flónum en þegar hefur verið sagt að við séum, þá verð ég að biðja um að fá birta mína útskýr- ingu á umræddu atviki út af Vest- fjörðum hinn 5. október síðastlið- inn. Sérstaklega vegna þess að sú vinna sem þar var framkvæmd var gerð á mína ábyrgð. Og ef hún er talin ámælisverð þá er við mig að sakast en ekki alla starfsmenn Landhelgisgæslunnar. Atvik voru þau að árdegis þann 5. október 1988 fóru ljórir af áhöfn varðskipsins yfir í bv. Dalborgu EA 317 sem þá var að veiðum út af Vestfjörðum, til að framkvæma afla og veiðarfæraskoðun, auk þess sem þeir áttu að gera búnaðarskoðun á skipinu. Þegar varðskipsmenn höfðu mælt og yfirfarið botnvörpu Dal- borgar kom í ljós, að undirbyrði hennar var bæði klætt slitneti og húðum. Leituðu mælingarmennirnir til mín varðandi þennan búnað og kvað ég upp úr með að samkvæmt skilningi mínum á ákvæði a-liðar 7. greinar reglugerðar um möskva- stærð botnvörpu og flotvörpu núm- er 353 frá 1984, væri slíkur búnað- ur ekki heimill. Sagði ég mínum mönnum að sjá til þess að þessum búnaði yrði breytt á þann hátt, að annað hvort yrði aðeins um slitnet að ræða eða húðir og mottur. Þess- um fyrirmælum mótmælti skipstjóri Dalborgar og las ég þá upp fyrir hann í tajstöð úr fyrrnefndri reglu- gerð, en þar stendur þetta: „Þó er heimilt að festa undir allt að 18 öftustu metra vörpunnar net eða annað efni í því skyni að koma í veg fyrir eða draga úr slíku sliti. Slitvarar þessir skulu aðeins festir að framan og á hliðunum við vörp- una.“ Tilvitnun lýkur. Benti ég skipstjóra Dalborgar á, að eins og ég skildi texta greinar- innar þá væri ekki leyfilegt að hafa hvort tveggja slitnet og húðir eða mottur, heldur annað hvort. En ég kvaðst fús að leita álits sjávarút- vegsráðuneytisins og fá úrskurð þess í málinu. Þegar ég leitaði álits sjávarútvegsráðuneytisins treysti enginn sér að svara spumingu minni og bentu á Jón B. Jónasson en þá vildi svo óheppilega til að hann var á fundi og ekki væntanleg- ur fyrr en síðdegis. Ég tók því þá ákvörðun að bíða. Síðdegis hafði ég svo samband við Jón B. Jónsson og bað hann um skilning hans á greininni. Jón kvað hann vera þann sama og minn, en bað mig að bíða með frekari aðgerð- ir þar til hann hefði fengið álit Guðna Þorsteinssonar fiskifræð- ings. Eftir nokkra stund hafði Jón B. Jónasson samband við mig að nýju og kvað það vera álit Guðna Þorsteinssonar að búnaður Dal- borgarinnar væri samkvæmt reglu- gerð og kvaðst Jón harma þennan misskilning. Þar með lauk afskipt- um okkar varðskipsmanna af Dal- borginni. Síðar heyrðum við í talstöðinni þegar skipstjóri Dalborgarinnar hneykslaðist á flónsku okkar varð- skipsmanna og því, að vita ekki að slíkur búnaður og hann væri með á vörpunni hefði viðgengist um ára- tuga skeið. Nú er það svo að fleiri en einn áratugur getur verið ótilgreindur tími, en ég var á togurum árin 1950 til 1956 og þykist muna það rétt að þá voru húðimar benzlaðar eingöngu á undirbyrðið. Ég vil einn- ig geta þess að ég hef undir höndum líkan sem búið er til af Hampiðj- unni og þar er ekki gert ráð fyrir slitneti með húðum, heldur eru mottur eða húðir benzlaðar á undir- byrðið eins og gert var fyrir áratug- um. En skipstjóri Dalborgarinnar lét ekki við það sitja að fárast yfir lítið sigldum löggæslumönnum, heldur klagaði hann til lögmanns LÍÚ sem rann þessi uppákoma til rifja og kærði til dómsmálaráðherra. í bréfi lögmannsins til ráðherrans kemur að nokkm fram hvaða ástæður lágu til þessarar svonefndu tilefnislausu tafar, en í ljósi þess sem hér að framan er lýst, þá mót- mæli ég því að um tilefnislausa töf af hendi okkar varðskipsmanna hafi verið að ræða. Ég álít það ekki vera tilefnislausa töf, sem or- sakast vegna rannsóknar á meint- um ólöglegum verknaði. Og ég vildi gjaman sjá úrskurð óvilhallra manna, hvort út úr lið 7. greinar reglugerðar um botnvörpu og flot- vörpu númer 353 frá 1984, skuli afdráttarlaust lesa að á botnvörpu sé leyfílegt að hafa hvort tveggja slitnet og önnur efni, svo sem mott- ur eða húðir, til að koma í veg fyr- ir slit. Hvað varðar hugleiðingar lögmanns LÍÚ um þekkingarleysi OGFUUORm ÚTSÖLUSTAÐIR REYKJAVlK: Alafossbúðin, Vesturgötu 2 • Árbæjarapótek, Hraunbæ 102B • Breiðholtsapótek, Módd • Droplaugarstaðir, verlsun • Ellingsen, Grandagarði • Garðsapójek, Sogavegi 10 • Heilsumarkaðurinn, Hafnarstræti 11 • Holtsapótek, Lang- holtsvegi 84 • Ingólfsapótek, Kringlunni • Laugavegsapótek, Laugavegi 16 • Lyfjabúðin iðunn, Laugavegi 40 • Madam, Glæsibæ • Skátabúðin, Snorrabraut 60 • Sportval v/Hlemm • Sportval, Kringlunni • Veiðivon, Langholtsvegi 111* KÓPA- VOGUR: Bergval, Hamraborg 11 • GARÐABÆR: Apótek Garðabæjar • HAFNARFJÖRÐUR: Apótek Norðurbæjar, Mið- vangi • Hafnarfjarðarapótek, Strandgötu 34 • Hannyrðabúöin, Strandgötu 11 • KEFLAVÍK: Vinnufatabúðin, Hafnargötu 32 • MOSFELLSBÆR: Apótek Mosfellsbæjar • Ffnull hf. v/Álafossveg • AKRANES: Sjúkrahúsbúðin • STYKKtSHÓLMUR: Hólmkjör • BÚBARDALUR: Kaupfélag Hvammsfjarðar • fSAFJÖRÐUR: Sporthlaðan • BOLUNGARVfK: Einar Guðfinns- son hf. • FLATEYRI: Brauðgerðin • PATREKSFJÖRÐUR: Verslun Ara Jónssonar • TÁLKNAFJÖRÐUR: Bjarnabúð • HÓLMAVÍK: Kaupfélag Steingrímsfjarðar • VARMAHLfÐ: Kaupfélag Skagfiröinga • SAUÐÁRKRÓKUR: Skagfirðingabúð • SIGLUFJÖRÐUR: Veiöafæraversl. Sig. Fanndal • AKUREYRI: Parls, Hafnarstræti • DALVfK: Dalvíkurapótek • Versl- unin Kotra • ÓLAFSFJÖRÐUR: Valberg • HÚSAVÍK: Bókaversl. Þórarins Stefánssonar • MÝVATN: Verslunin Sel, Skútu- stöðum • EGILSSTAÐIR: Kaupfélag Héraösbúa • SEYÐISFJÖRÐUR: Verslun E.J. Waage • HÖFN: Kaupfélag A-Skaft- fellinga • HELLA: Rangárapótek • SELFOSS: Vöruhús KÁ • HVERAGERÐI: Heilsubúðin, Heilsuhæli NLFl • Ölfusapótek • VESTMANNAEYJAR: Mozart. * # Sk * » * m. * £ 7%X Svefnpokar * * ajimcjilak. SNORRABRAUT 60 SÍM112045 Skátabúðin selur hina heimsþekktu Ajungilak svefnpoka, en Ajungilak er einn stærsti svefupokaframleiðandi í heimi. Við hjá Skátabúðinni aðstoðum við val á þeim poka er hentar þínum þörfum. Okkar ráð- leggingar eru byggðar á áratuga reynslu. k í Kaupmannahöfn F/EST í BLAOASÖLUNNI Á JÁRNBRAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁÐHÚSTORGI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.