Morgunblaðið - 10.12.1988, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 10.12.1988, Blaðsíða 62
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. DESEMBER1988 Osætt j ólabakkelsi Flestir hugsa um sætar kökur, þegar minnst er á jólabakkelsi. En ýmislegt ósætt er hægt að baka. Margir þola kökur illa eða vilja bara eitthvað annað hvort sem það er af heilsubótarástæðum eða einhverjum öðrum. Eg hefí i mörg ár bakað bæði ostakex, annað kex og alls konar brauð fyrir jólin og fínnst öllum það ágæt tilbreyting frá öUum sætindunum. Gerbrauðið er hægt að geyma í frysti, en kexið geymist vel í lokuðum boxum. Heimabakað brauð er gott með öllum mat, og við getum borið fleira brauð með hangikjöti en laufabrauð. Margir eru hræddir við gerbakstur, en það er aðeins tvennt sem þarf að varast, að deigið sé of þurrt og vökvinn of heitur. Nú fæst mjög fíngert þurrger sem setja má beint út i deigið, sem óþarfi er að láta lyfta sér tvisvar. Brauðdeig er hægt að móta að vild, og er tílvalið að búa til jólakarl eða jólatré úr brauðinu. Og fyrir alla muni leyfíð börnunum að vera með í að móta brauðið. Ostalengjur með sesamfræi 4 dl hveiti, 1 tsk. salt, 3 tsk. þurrger, 1 dl rifínn óðalsostur, 4 msk. matarolfa, 2 dl volgt vatn úr krananum, 35oC, 1 tsk. milligróft salt, 2 msk. sesamfræ, 1 egg + 1 tsk. vatn. 1. Setjið hveiti, salt, þurrger og rifínn ost í skál. 2. Setjið matarolíu út í. 3. Takið volgt vatn úr kranan- um, ef hvorki fínnst hiti né kuldi er það mátulega heitt. Setjið út í mjölið. Hrærið vel saman. 4. Mótið fíngurþykkar lengjur, snúið örlítið upp á þær. 5. Skerið lengjumar í 25 sm bita. 6. Sláið eggið sundur með vatn- inu, penslið lengjumar með því. 7. Blandið saman sesamfræi og salti, stráið yfír lengjumar. 8. Setjið lengjumar á bökunar- pappír, leggið stykki yfir, setjið plötuna með lengjunum milli barmanna á eldhúsvaskinum, setj- ið heitt vatn í vaskinn og látið þetta lyfta sér f 20-25 mínútur. 9. Hitið bakaraofn í 175°C, blástursofn f 155°C, setjið piötuna í miðjan ofninn og bakið í 20-30 mínútur. 10. Berið lengjumar fram í háum glösum. Brauð (jólatré) 500 g hveiti, lh tsk. salt, iw8,B»Ki?vgas'ii’ 1 tsk. sykur, 1 msk. þurrger, 20 g smjörlíki, 3 dl mjólk, 1 egg + 1 eggjahvíta, 1 eggjarauða + 1 tsk. vatn til að pensla með, valmúafræ (poppyseed), gráleitt kom sem fæst í kryddboxum. 1. Setjið hveiti, salt, sykur og þurrger í skál. 2. Bræðið smjörlíkið, setjið mjólk í skál, heliið heitu smjörlík- inu út í, þá ætti vökvinn að vera um 35°C. 3. Setjið mjólkurblönduna strax út í mjölið ásamt eggjahvítu og eggi. Hrærið vel saman. Þetta á að vera frekar lint deig, en þó þarf að vera hægt að móta það. Bætið hveiti í ef með þarf. 4. Mótið nú aflangar lengjur, mislangar, vetjið saman, þannig að þið bijótið þær saman og vefj- ið hvomm enda utan um hinn. 5. Mótið nú jólatré eins og sýnt er á myndinni, látið lengstu vafn- ingana vera neðst en þá stystu efst. Leggið síðan 2 vafninga í kross sem fót á tréð. 6. Penslið „tréð“ með eggja- rauðu/vatninu, stráið valmúafræi yfír. Setjið á pökunarpappír. 7. Setjið plötuna með brauðinu milli barmanna á eldhúsvaskinum, setjið heitt vatn í vaskinn og látið þetta lyfta sér í 20-25 mínútur. 8. Hitið bakaraofn í 210°C, blástursofn í 190°C, setjið plötuna í miðjan ofninn og bakið í 15 mínútur, eða þar til brauðið hefur fengið fallegan lit. Athugið: Þetta brauð má fíysta og hita sfðan upp við notkun. Jólakarl með saflroni 500 g hveiti, 1 J/2 msk. sykur, V2 tsk. salt, 1 g saffron (gult kiydd, mjög dýrt), 1 msk. þurrger, 1 eggjahvíta, 150 g smjörlíki, tæpl. 2 dl mjólk, 1 eggjarauða + 1 tsk. vatn til að pensla með, nokkrar rúsínur. 1. Blandið saman hveiti, sykri, salti og þun-geri. 2. Bræðið smjörlíki, setjið mjólkina út í það heitt. Hellið strax í hrærivélarskál, vökvinn á nú að vera um 35°C heitur. 3. Meijið saffronþræðina með skeið eða notið saffronduft, setjið út í mjólkina. 4. Hellið mjólkurblöndunni út í og hrærið vel saman. Bætið hveiti í, ef þarf, en þetta á að vera lint deig, sem þó þarf að vera hægt að móta. Mótið nú karl eins og sýnt er á myndinni, búið til fléttu neðst á húfunni og um mittið. 6. Penslið karlinn með eggja- rauðuvatninu, setjið rúsínur í augnastað, í munninn og sem töl- ur á karlinn. 7. Setjið heitt vatn í eldhús- vaskinn, setjið karlinn á bökunar- pappír á bökunarplötu, látið plöt- una miili barmanna á vaskinum, leggið plastfílmu yfír. Látið lyfta sér í 25-30 mínútur. 8. Hitið bakaraofn í 210°C, blástursofn í 190°C, setjið plötuna í ofninn og bakið í 15 mínútur eða þar til karlinn hefur fengið fallegan lit. Athugið: Saffron er mjög dýrt kiydd, ýmist selt sem þræðir eða duft. Yfírleitt er 1-2 g í krydd- boxi. Látið engan segja ykkur að nota tumerik í staðinn, betra er að sleppa kryddinu en nota það. Hvað dvelur Orminn langa? Frímerki Jón Aðalsteinn Jónsson Þetta gamla orðtak hefur á stundum komið upp í huga minn, þegar mér verður hugsað til þess seiniætis Póst- og símamálastofn- unarinnar að koma frá sér tilkynn- ingu um væntanleg frímerki næsta árs. Við, sem höfum unnið fyrir samtök ffímerkjasafnara og jafnvel setið í frímerkjaútgáfunefnd póst- stjómarinnar, höfum árum saman reynt að hafa áhrif á yfírvöld pósts og síma um að senda tímaniega frá sér tilkynningar um frímerki nýs árs, en því miður árangurslaust. Ég hef áður bent á í ffímerkjaþátt- um, að póststjómir allra Norður- ianda senda tilkynningar sínar um ný frímerki alltaf út með góðum fyrirvara. Færeyingar og Græn- lendingar fylgja þeim einnig vel eftir í þeim efnum. Satt bezt að segja er þetta seinlæti óskiljaniegt, enda tel ég víst, að íslenzka póst- stjómin tapi jafnvel einhveiju fé á þessu, en að auki veldur hún bæði sér og starfsmönnum sínum margs konar óþægindum með seinlæti sínu. Af samtölum við ýmsa ráða- menn póstsins þykist ég merkja það, að þeim þyki leitt, að þannig skuli takast til á hveiju ári. Ég veit sjálfur af fenginni reynslu, að útgáfunefnd hefur síðustu árin ver- ið búin að ganga frá áætlun næsta áirs og oft velja bæði tilefni og myndefni með svo nægum fyrir- vara, að þetta á ekki að þurfa að eiga sér stað. Hér vaknar þess vegna sú spuming, hvar það sé inn- an veggja Póst- og símamálastofn- unarinnar, sem málin tefjast. E.t.v. geta póstyfírvöid skýrt málið, og þá er rúm fyrir þá skýringu hér í þessum þáttum. Fyrir fáum dögum barst mér bréf frá Frímerkjasölu póststjómar- innar. Þá hélt ég, að nú kæmi lang- þráð tilkynning um ný frímerki. Nei, því miður var ekki svo vel. Hér var hins vegar ágæt auglýsing um nýja ársmöppu með öllum frímerkjum ársins 1988. Þar segir á forsíðu: Fallegur safngripur, skemmtileg gjöf. Undir þau orð get ég tekið, því að loksins urðu ársmöppur íslenzku póststjómar- innar eftirsóknarverðar fyrir frímerkjasafnara. Um leið eru þær góð landkynning. Og veit ég af reynslu, að safnarar erlendis kunna vel að meta þær sem gjöf frá ís- landi. Með þessari tilkynningu fylgdi eins konar atkvæðaseðill, þar sem viðskiptavinum Frímerkjasöl- unnar og öðrum áhugamönnum er boðið upp á að velja það frímerki ársins 1988, sem þeir álíta falleg- ast. Jafnframt skulu þeir tilgreina tvö önnur, sem þeim fínnst koma þar næst á eftir. Hefur þessi skoð- anakönnun farið fram um nokkur ár og verið vinsæl, ekki sízt meðal erlendra safnara. Hér er líka til nokkurs að vinna með þátttöku í þessari könnun, því að dregin eru út nöfn 25 þátttakenda, og hljóta þeir ókeypis áskrift að öllum frímerkjum ársins 1989, þ.e. einu fyrstadagsumslagi og svo óstimpl- aðri fjórblokk. Ég vil eindregið hvetja íslenzka frímerkjasafnara að afla sér „atkvæðaseðils" hjá Frímerkjasölunni eða pósthúsum landsins, þar sem ætla verður, að þeir liggi frammi, og taka þátt í þessari könnun. En hvað um frímerki næsta árs? Þegar þetta er skrifað, er sem sagt engin formleg tilkynning komin út um þau. Hins vegar hef ég hlerað eftir nokkuð öruggum heimildum, að fyrstu frímerki næsta árs verði fuglafrímerki. Munu þau væntanleg í febrúar. Þá koma að sjálfsögðu út Evrópu-frímerki í maí, og eins mur.u sameiginleg Norðurlandafrí- merki væntanleg. Á Degi frímerkis- ins í október 1989 mun koma út ný smáörk eða blokk. Heyrt hef ég, að myndefni hennar verði landa- bréf. Jólafrímerki koma svo út í október eða nóvember, svo sem venja hefur verið þennan áratug. Þá hef ég hugboð um, að við eigum von á tveimur nýjum landslags- Ársmappa póststjórnarinnar 1988. frímerkjum eftir nokkurt hlé. Verða áreiðanlega margir ánægðir með að fá þess konar merki í söfn sín. Aftur á móti munum vic) ekki eiga von á blómafrímerkjum á árinu 1989. Þetta, sem hér hefur verið greint frá, er vitaskuld allt sagt með fyrirvara. Hins vegar hafa ýmsir verið að spyija mig um frímerki næsta árs, og því er það, að ég segi hér frá því, sem ég hef hlerað. Fréttir af landsbyggðinni í síðasta þætti var nokkuð sagt frá störfum frímerkjasafnara á Húsavík og Dalvfk. Því miður er ekki mikið að frétta úr öðrum stöð- um. Á Akureyri er Félag frímerkja- safnara. Ég hef þær einu spumir haft af starfí þess, að það heldur fund annan fímmtudag í mánuði hverjum í Menntaskólanum. Munu tveir fundir þegar hafa verið haldn- ir á þessum vetri. Þar hittast félags- menn, sem munu nú vera um 30, til að ræða um áhugamál sín og skiptast á frímerkjum. Sú nýbreytni varð 'a liðnu hausti, að stjóm LÍF hafði forgöngu um það í samvinnu við póststjómina að senda ýmsa frímerkjalista til Akureyrar og víðar um land. Hefur þetta að vonum mælzt mjög vel fyrir. I stjóm FFA sitja nú Ámi Friðgeirsson formað- ur, Þorsteinn Eiríksson gjaldkeri og Gunnar Rafn Einarsson ritari. — Austur á Selfossi er Frímerkja- klúbburinn Selfoss. í honum er dijúgur hópur unglinga á Selfossi og svo úr nágrannasveitum. Þessi klúbbur er undir leiðsögn Emsts Sigurðssonar og em fundir hálfs- mánaðarlega. Ætlunin var að ræða hér örlítið um unglingastarf innan samtaka frímerkjasafnara og þann árangur, sem það hefur borið, en sakir rúm- leysis í jólaösinni verður það að bíða næsta þáttar. Ég óska svo iesendum þáttarins og landsmönnum öllum gleðilegrajóla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.