Morgunblaðið - 10.12.1988, Qupperneq 68

Morgunblaðið - 10.12.1988, Qupperneq 68
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1988 68 -»■■■ ■ 'P t HJÁLMUR ÞORSTEINSSON, fyrrum bóndi, Skarði, Lundarreykjadai, lést i Borgarspítalanum 8. desember. Edda Guðnadóttir, Þorvaldur Guðnason. t GUÐMUNDÍNA BJARNADÓTTIR frá Gautshamri, Háteigsvegi 22, Reykjavík, andaðist í Landakotsspítalanum þriðjudaginn 6. desember. Jarðarförin verður gerð frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 14. desember ki. 15.00. Ketill Sigfússon. t Konan mín og móðir okkar, SÓLVEIG MARÍA ANDERSEN, Ljósheimum 6, lést í Landspítalanum að morgni sunnudagsins 4. desember. Jarðarförin fer fram frá Langholtskirkju mánudaginn 12. desem- ber kl. 13.30. Magnús Jónsson, börn, barnabörn og barnabarnabarn. t Útför eiginkonu minnar, ÞURÍÐAR GUÐJÓNSDÓTTUR, Vesturvallagötu 1, Reykjavík, fer fram frá Fossvogskapellu mánudaginn 12. desember kl. 13.30. Sigvaldi Björnsson. Minningarathöfn um móður mína, MARGRÉTI ÁRNADÓTTUR frá Gunnarsstöðum, Hringbraut 91, fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 15. desember kl. 13.30. Kristin Gfsladóttir. t Útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, VILHJÁLMS ÞÓRÐARSONAR, Ofanleiti 27, Reykjavfk, sem andaðist 1. desember, fer fram frá Bústaðakirkju, mánudag- inn 12. desember kl. 13.30. Blóm eru afþökkuö. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Lands- samtök hjartasjúklinga. Svanur Þ. Vilhjálmsson, Hlöðver Ö. Vilhjálmsson, Erla Vilhjálmsdóttir, Vilhjálmur Þ. Vilhjáimsson, Viðar Vilhjálmsson, Einar Þ. Vilhjálmsson, Helga Finnbogadóttir, Rosina Myrtie Vilhjálmsdóttir, Hrafnhildur Ásgeirsdóttir, Skúli G. Jóhannesson, Anna Johnsen, Rósa Stefánsdóttir, Jóhanna Björnsdóttir. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður og bróður, BJARNA STEINGRI'MSSONAR. Rannveig M. Garðars, Sigrfður E. Bjarnadóttir, Sigrfður Steingrfmsdóttir. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem auðsýndu okkur samúö og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns og föður, LÁRUSAR FRIÐRIKSSONAR, vólstjóra, Eyjahrauni 26, Þorlákshöfn. Guð blessi ykkur öll. Guðmunda Guðmundsdóttir, og börn. Scherlotta J. Jóns- dóttir - Miimingarorð Fædd 19. mars 1897 Dáin 1. desember 1988 I dag, 10. desember, er til moidar borin frá Brimilsvallakirkjugarði, Fróðárhreppi, Scherlotta Jónsdóttir fyrrum húsfrú í Fögruhlíð, sömu sveit, en síðustu 20 árin búsett í Ólafsvík. Lotta, en þannig var hún ætíð ávörpuð af vinum og kunningjum, fæddist 19. mars 1897 í Hrísum, Innri-Neshreppi (nú Fróðárhreppur). Foreldrar hennar voru Ingveldur Jónsdóttir frá Mávahlíð og Jón Sig- urðsson frá Höfða í Eyrarsveit. Þeim varð fímm barna auðið: Áslaug, d. 1973, giftist Þorgilsi Þorgilssyni bónda Þorgilsstöðum, Stefán, bóndi Hrísum, d. 1964, giftist Kristínu Sig- urðardóttur, Hjörtur, ókvæntur, fórst með gamla Gullfossi 27. febrúar 1941 undan Snæfellsjökli, Hermanía, d. 1921, giftist Ögmundi Jóhanns- syni, d. 1937, og Scherlotta sem við fylgjum til grafar í dag. Jón stundaði búskap og sótti sjóinn eins og flestir urðu að gera í þá daga undir Jökli. Formaður var hann um langt árabil, farsæll í sjósókn sinni og færði mikla björg í bú. Lotta ólst upp á glaðværu heimili í hópi góðra systkina. Með einhverj- um hætti tókst henni að eignast hljóðfæri, tvöfalda harmonikku, sem í þá daga þótti kjörgripur til að leika á fyrir dansi. Hún æfði gömludansa- lögin heima og æði oft var kátt á hjalla í stofunni í Hrísum. Þegar unga fólkið í hreppnum kom saman til að skemmta sér var Lotta fengin til að spila í litla samkomuhúsinu á Völlum og í Ólafsvík, og voru þá fáir sem sátu á bekkjum þegar hún fór léttum fíngrum um nótnaborðið og ljúfír tónar liðu um salinn. Þann 22. desember 1917 gekk hún að eiga efnismann mikinn, Brand Sigurðsson að nafni, frá Lág í Eyrar- sveit, þá sjómaður í Ólafsvík. Flutti hún nú úr föðurgarði og hófu ungu hjónin búskap í Olafsvík, hann sótti sjóinn en hún bjó manni sínum fal- legt heimili. Æskuþróttinn áttu þau bæði og framtíðaráformin voru stór. Á þessum tíma var bújörðin Fagrahlíð til sölu og festu þau kaup á jörðinni, þótt eigið fé væri lítið, og mun Sparisjóður Ólafsvíkur hafa komið þar við sögu. Ákveðið var að flytja inn að Fögruhlíð' vorið 1920 og hefla þar búskap. En enginn veit sín örlög fyrir. Skyndilega bar ský fyrir sólu. — Fyrstu mánuði árs 1920 var Brandur háseti á kútter Valtý, sem var vand- að þilskip þess tíma. í aftakaveðri í marsmánuði það ár fórst Valtýr með allri áhöfn og var þá þungur harmur kveðinn að Lottu. En hún var vel af Guði gerð, bæði til líkama og sál- ar, og lét ekki bugast. Eiginmaðurinn var horfínn eftir aðeins þriggja ára samúð, en þau t Þökkum innilega þeim fjölmörgu er sýndu samúð og hlýhug viö andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, MAGNEU GUÐLAUGSDÓTTUR, Hnotubergi 31, Hafnarfirði. Halldór Jónsson, börn, tengdabörn og barnabörn. t Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför GUÐRÚNAR JÓNSDÓTTUR. frá Hrisum, Eyjafirði. Sérstakar þakkir færum viö starfsfólkinu á Dvalarheimilinu Hlíð fyrir umönnun í veikindum hennar. Benjamín Stefánsson, Rósa Dagný Benjamfnsdóttlr, Sigurgeir Arnar Benjamfnsson, Stefán Gunnar Benjamínsson, Helena Benjamfnsdóttir, Jón Ágúst Benjamfnsson, Þóra Björnsdóttir, Aðalsteinn Halldórsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega öllum þeim fjölmörgu, sem auösýndu okkur sam- úð og vinarhug við andlát og jarðarför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ERLENDS ÁRNASONAR, fyrrv. bónda og oddvita, Skfðbakka, Austur-Landeyjum. Sérstakar þakkir til starfsfólks og vistmanna á Kirkjuhvoli og til hjúkrunarfólks og lækna Sjúkrahúss Suðurlands. Árni Erlendsson, Guðmunda L. Hauksdóttir, Ragna Erlendsdóttir, Siguröur Guðberg Helgason, Sigríður Oddný Erlendsdóttir, Albert Ágúst Halldórsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinar- hug við andlát og útför ÓLAFS GÚSTAFSSONAR, múrara, Hraunbæ 3, Reykjavfk. Þuríður Runólfsdóttir, Gústaf Bjarki Ólafsson, Björk Steingrfmsdóttir, Víðir Ólafsson, Erla Jónsdóttir, Runólfur Ingi Ólafsson, Ólöf María Ólafsdóttir, Berglind Ólafsdóttir Ólaffa Sigurðardóttir, Benedikt Bjarnason. höfðu eignast tvo efnilega syni, sem áttu eftir að verða hennar stoð og stytta á löngum ævidegi. Þeir eru: Sigurður fæddur 14. október 1917, nú búsettur í Ólafsvík, kona hans er Margrét Ámadóttir frá Tröð, og Ólafur fæddur 28. október 1919, búsettur í Hafnarfirði, kona hans er Fanney Magnúsdóttir frá Neskaup- stað. Báðir þessir drengir eru miklir sómamenn og góðum gáfum gæddir. Lotta var kona föst fyrir og með aðstoð foreldra sinna fluttist hún með bömin sín tvö inn í Fögruhlíð á tilsettum tíma og um svipað leyti fluttu foreldrar hennar frá Hrísum í Fögmhlíð, þar sem þau stóðu við hlið dóttur sinnar í þeim miklu erfið- leikum sem hún stóð nú andspænis, og auðnaðist þeim að leggja henni lið allt til ársins 1939 er þau létust. Þann 12. júní 1934 eignaðist Lotta sinn þriðja son. Hann var skýrður Guðmundur og er Hjartarson. Hann ólst upp hjá móður sinni og að loknu skyldunámi tók hann Samvinnuskól- ann og vann um tíma hjá Kaupfélag- inu Dagsbrún í Ólafsvík. Ég held, að halli ekki á neinn þó ég segi að Guðmundur hafí reynst móður sinni fádæma vel, og raunar leitun að öðru eins og sýnir það best hve góða sál hann hefur að geyma. Enginn veit tölu þeirra ferða sem þau áttu saman vítt um land við náttúruskoð- un og steinaleit, en Guðmundur er áhugamaður á því sviði og á nú marga sjaldséða steina í sínu stóra safni. Árið 1968 fluttist Lotta aftur til Ólafsvíkur og var heimili hennar að Ólafsbraut 22, en síðar að Mýrar- holti 7, sem Guðmundur festi kaup á. Þar áttu þau saman hlýlegt og gott heimili. Það að kynnast Lottu og hennar persónuleika er góð reynsla, alltaf var það efst í huga að gera öðrum greiða og gleðja þá sem stóðu henni nálægt. Lífsfylling og innri gleði bar vott um sátt við lífið, örlögin og sjálfa sig. Hún hafði því sjálfstraust og sjálfsöryggi til að fara sínar eigin leiðir og láta í ljós skoðanir sínar óhikað. Fyrir um það bil mánuði heimsótt- um við hjónin Lottu, var hún þá sama glaðværa og káta konan og við höfð- um ætíð hitt fyrir. En að skilnaði hafði hún á orði við okkur að nú færi að líða að leiðarlokum og brosti til okkar um leið. Við gengum niður útitröppumar en hún lagði hurðina hljóðlega að stöfum. Nú þegar Lotta hefur verið kölluð burt úr þessum heimi, leiðum við hugann að þeim ljúfu minningum, sem við eigum um hana og dylst okkur ekki að gengin er verðugur fulltrúi sinnar kynslóðar, sem varð að vinna hörðum höndum við þær erfíðu aðstæður sem aldamótakyn- slóðinni voru búnar. Um leið og við kveðjum Scherlottu hinstu kveðju, þökkum við sérstak- lega þá hjartahlýju er hún bar í bijósti til okkar hjónanna, og biðjum Guð að blessa minningu hennar. Anna og Sveinn B. Ólafsson Leiðrétting Nafn eiginkonu Jónasar G. Jó- hannssonar, sem minningarorð birt- ust um hér í blaðinu á fimmtudag misritaðist. Hún heitir Rosa Jones, en er ekki Jónsdóttir. Leiðréttir það hér með.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.