Morgunblaðið - 10.12.1988, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 10.12.1988, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGÍM 10. DÉSEMBER Még Spennandi að spila með ókunnugu fólki - segir Helga Hauksdóttir fíðluleikari sem leikur með Alþjóðlegu fílharmóníu- hljómsveitinni í næstu viku HELGA Hauksdóttir fiðluleikari í Sinfóníuhljómsveit íslands er nú stödd í Montreal í Kanada þar sem hún æfir með Alþjóðlegu filharm- óníuhljómsveitinni, World Phil- harmonic Orchestra. Hljómsveit- in, sem er skipuð hljóðfæraleikur- um frá 58 löndum, heldur síðan tónleika í Wilfrid Pelletier tón- leikahöllinni þann 12. desember og verður þeim sjónvarpað víða um heim. „Það verður góð tilbreyting að leika með þessari hljómsveit og ég hlakka mikið til þess,“ sagði Helga er hún ræddi við blaðamann Morgun- blaðsins áður en hún hélt utan síðast- liðinn föstudag. „Þrír félagar mtnir í Sinfóníuhljómsveitinni hafa áður leik- ið með hljómsveitinni og segja þetta mjög skemmtilegt." Helga sagðist hafa fengið að vita í vor að hún ætti að spila með hljóm- sveitinni á þessu ári. „Boðið var ekki til mín persónulega heldur hefur ákveðnum sætum í Sinfóníuhljóm- sveitinni verið boðið hingað til. Að þessu sinni var fyrsta sæti í annarri fíðlu boðið, en það er einmitt mitt sæti.“ Helga Hauksdóttir hefur verið fastráðin hjá Sinfóníuhljómsveit ís- lands í tuttugu ár. Síðastliðin tíu ár hefur hún verið leiðandi í 2. fiðlu. Helga nam fiðluleik hjá Bimi Ólafs- syni konsertmeistara og lauk prófi frá Tónlistarskóla Reykjavíkur árið 1967. Áður hafði hún leikið af og til með Sinfóníuhljómsveitinni á náms- árunum. Alþjóðlega Fílharmóníuhljómsveit- in var stofnuð af tveimur Frökkum fyrir nokkrum árum, þeim Marc Verriere og Francoise Legrand. Fran- coise Legrand er alþjóðlegur hljóm- sveitarstjóri og mun hún stjóma hljómsveitinni að þessu sinni. Fyrstu tónleikar hljómsveitarinnar voru haldnir í Stokkhólmi árið 1985 undir stjóm Carlo Maria Giulinis og þá lék Helga Þórarinsdóttir lágfiðlu- leikari með henni. Næst lék hún í Rio de Janeiro undir stjóm Lorin Maazels og var Pétur Þorvaldsson sellóleikari fulltrúi Islands. I fyrra lék Guðný Guðmundsdóttir konsert- meistari með hljómsveitinni í Tókýó og þá stjómaði Claudio Abbado. Yfírskrift tónleikanna er „Tónlist og friður" og rennur ágóðinn til Rauði kross íslands: Armenum sendar tvær milljónir Ný bók eftir séra Gunnar Bjömsson Bókaútgáfan Tákn hefúr sent frá sér bókina Svarti sauðurinn — séra Gunnar og munnsöfnuðurinn, eftir Gunnar Björnsson. í kynningu útgefanda segir m.a.: „í formála bókarinnar kemst séra Gunnar meðal annars svo að orði um tilefni bókarinnar: „Sú eign mín af þesum heimi, sem mér er minnst sama um, er prestshepma ein fátæk- leg. Á undanfömum árum hefur hóp- segir frá vem sinni á Bolungarvík, tildrögum þess að hann gerðist prest- ur Fríkirkjunnar, safnaðarstarfi, deilum og aðförinni sem að honum var gerð. Höfundur rifjar upp kynni sín af fjölda fólks og dregur fram í dagsljósið upplýsingar sem hingað til hafa verið á fárra vitorði. Bókin er skrifuð á hressilegan og hispurs- lausan hátt, innlegg „svarta sauðs- ins“ í umraeðu sem ekki sér fyrir endann á. í lokakafla bókarinnar segir séra Gunnar: „Ég vona að lausn fáist í þessu máli hið fyrsta. Annars hættir Fríkirkjan að vera evang- elísk-lúthersk kirkja og skipar sér á bekk með sértrúarsöfnuðum.““ Svarti sauðurinn er 212 slður, prentuð í Prentsmiðju Áma Valde- marssonar. Ólafur Lámsson hannaði bókarkápu. Morgunblaðið/Þorkell Helga Hauksdóttir fiðluleikari. ýmissa mannúðarmála svo sem Bamahjálpar Sameinuðu þjóðanna og Rauða krossins. í stefnuskrá hljómsveitarinnar segir meðal annars að tilgangur með stofnun hennar sé að auka vináttu milli þjóða. Helga var spurð hvemig hún hefði undirbúið sig fyrir tónleikana. Hún sagðist hafa fengið að vita efnis- skrána strax í vor, en á henni em 9. sinfónían og Leonomforleikurinn, hvort tveggja eftir Beethoven. „Þetta eru mjög falleg verk,“ sagði Helga. „Ég hef leikið 9. sinfóníuna nokkmm sinnum og tíminn hefur verið nægur til -að æfa sig. Maður er ekki vanur að hafa svona mikinn fyrirvara. Fyrsta samæfíngin verður mánudaginn 5. desember í Montreal og síðan verða stífar æfíngar á hveij- um degi þar til tónleikamir verða, þann 12. desember." — Em þessir tónleikar að ein- hveiju leyti sérstakir? „Já. í fyrsta lagi vekur athygli að annar stofnenda hljómsveitarinnar, Legrand, er stjómandi að þessu sinni. Hún er alþjóðlegur hljómsveitarstjóri, en ekki nærri því eins fræg og þeir sem áður hafa stjómað hljómsveit- inni. í öðm lagi leikur hljómsveitin í Montreal og með henni syngja tveir kórar. Verður annar staddur í París og hinn í San Francisco. Samskiptin fara fram um gervihnött og kórarnir birtast áheyrendum í Montreal á stór- um skermi. Ég skil ekki hvemig þeir ætla að fara að þessu og það verður spennandi að vita hvemig til tekst." — Hvemig leggjast tónleikamir í þ'gí'. „Ég hlakka til að spila á þessum tónleikum og mér fínnst spennandi að spila með alveg ókunnugu fólki. Ég vona að með þessu skapist kynni við tónlistarfólk frá öðmm löndum. Það eina sem ég kvíði svolítið fyrir er að fara frá fímm bömum á þessum árstíma," sagði Helga að lokum. ÁH Fjársöftiun hafín RAUÐI kross íslands hefúr nú sent tvær milljónir króna til hjálparstarfsins í Armeníu, þar sem tugir þúsunda hafa látist í jarðskjálftum. Að sögn Hannes- ar Haukssonar, framkvæmda- sljóra RKÍ, verður fénu varið til kaupa á hjúkrunargögnum, en sovéski rauði krossinn hefúr beðið um slíkt. í fréttatilkynningu frá RKÍ segir að Alþjóðasamband Rauðakross- félaganna í Sviss hafi þegar sent fulltrúa sína á jarðskjálftasvæðið og óskað aðstoðar frá landsfélög- um. Sovéski Rauði krossinn og Rauði hálfmáninn hafa einnig leigt flugvélar til þess að flytja sjúkra- gögn, teppi og önnur hjálpartæki. Blóði er safnað í Sovétríkjunum allan sólarhringinn og á fimmtu- daginn gáfu 3.000 manns blóð í Moskvu, samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðasambandinu. RKI tekur á móti fjárframlögum til hjálparstarfsins. Gíróseðlar hjálparsjóðs hans liggja frammi í öllum bönkum og sparisjóðum. Hægt er að leggja framlög inn á gíróreikning nr. 90000-1 hjá Póst- gíróstofunni, Ármúla 6 Reykjavík og á hlaupareikning nr. 311 hjá Sparisjóði Reykjavíkur og nágrenn- is. „Við vonum að íslenska þjóðin sýni samstöðu um að hjálpa því fólki, sem nú á um sárt að binda í Armeníu, sagði Hannes Hauks- son. „Við Islendingar vitum aldrei hvenær stóri skjálftinn eða stóra gosið kemur héma og þá verðum við upp á hjálp frá öðrum þjóðum komin," sagði Hannes. Líf og land: Póstkortaherferð á þingmennina LÍF og land hafa nú um tveggja ára skeið beitt sér fyrir almenn- um umræðum og opinberum að- gerðum vegna þeirrar hrikalegu gróðureyðingar, sem enn. á sér stað á íslandi. Vegna þess hve ofbeit búíjár skiptir miklu um eyðingarmátt nátt- úruaflanna, hefur Líf og land lagt áherslu á friðun landsins fyrir lausagöngu búfjár. Stjómvöld virð- ast nú um það bil að vakna til vit- undar um hlutverk sitt í þessu máli. Líf og land vill nú gefa kjósend- um kost á að taka þátt í baráttunni fyrir því að alþingismenn vakni og hefjist handa. í þessum tilgangi hafa samtökin nú látið prenta póst- kort, sem fólk getur keypt í bóka- verslunum og sent formönnum þingflokkanna. Á kortin em prent- uð viðeigandi hvatningarorð til þeirra. Laugardaginn 10. desember kl. 13 til 18 verður Líf og land með uppákomu í Kringlunni í Reykjavík til þess að vekja athygli almennings á þessu átaki. ur fólks hér í bænum ekkert til spar- að til að svipta mig hempu þessari. I bamaskap mínum hefur mér samt verið ómögulegt að hata þetta fólk. Ég segi heldur eins og Una í Unu- húsi, þegar næturgesturinn stal frá henni dúnsænginni hennar: „Það þarf að hjálpa þessu fólki". Allt frá greinargerð safnaðar- stjómar Fríkirkjunnar sem birtist í blöðunum í byrjun júlí, niður ( frétta- blað, sem leifar þessarar sömu stjómar sendu hveiju heimili í söfn- uðinum, líka smábömum, hefur mál- flutningur þessa blessaðs fólks verið merktur lftt skiljanlegum tilfínninga- hita, eins og lifíð lægi við að losna við prestinn, hvað sem það kostaði. Og nú er búið að skrifa það svo oft í blöðin, að fríkirkjupresturinn sé geðvondur ávísanafalsari, óstundvís bögubósi í kirkjulegum athöfnum, þurftafrekur á fjármuni safnaðarins til einkaneyslu sinnar og með fá- dæmum illa giftur — það er búið að prenta þetta svo víða, að það hlýtur að vera satt.“ Svarti sauðurinn skiptist í fímm- tán kafla og hefur að geyma fjölda mynda og nafnaskrá. Séra Gunnar Foldaskóli og Seljaskóli mikil- vægnstu skólaverkefiii næsta árs - sagði Davíð Oddsson borgar stjóri á Varðarfiindi um borgarmálefhi „Umfangið í skólamálum borg- arinnar er mjög mikið og sem dæmi má nefna að í einum grunn- skóla borgarinnar, Seljaskóla, eru 1.440 nemendur, en til dæmis á öllum Vestfjörðum eru samtals um 1.800 nemendur í grunnskól- um,“ sagði Davíð Oddsson borgar- stjóri á Varðarfundi í sfðustu viku þar sem hann Jgallaði um borgar- málefni. Sagði Davíð að vegna mikillar fjölgunar íbúa í Reykjavík á þessum áratug, eða um Í3 þús- und manns síðan 1981, hefði orð- ið að koma til móts við ýmsar breytingar. Davíð sagði að lokið yrði við framkvæmdir við skóla í Vest- urbæ á næsta ári, auka þyrfti við skóla í Grandahverfi þar sem Melaskóli væri fullsetinn og rúm- lega það. Einnig þyrfti að byggja við Hagaskóla af sömu ástæðu fyrir næsta haust. Borgarstjóri kvað Foldaskóla og Seljaskóla mikilvægustu verkefnin á næsta ári, verið væri að ljúka sundlaug við Ölduselsskóla og víða væri unnið að ýmsum verkefnum sem væru aðkallandi í uppbyggingu skólastarfsins í höfuðborginni. Öll bamaheimili Reykjavíkur- borgar eru nú fullmönnuð. Það kom fram f máli borgarstjóra, að Reykjavíkurborg rekur milli 60 og 70 bamaheimili, en um skeið var mjög erfít að fá nógu margt starfsfólk. Þá kvað Davíð starfs- menn eins heimilisins, Stakka- borgar, hafa óskað eftir því að yfirtaka reksturinn, en í vaxandi mæli væm einstaklingar að taka að sér ýmsa þjónustu sem hingað til hefði að mestu verið í höndum opinberra aðila. Nefndi hann að tveir einstaklingar með fóstru- menntun rækju dagheimili í Vest- urbænum á eigin reikning og sama væri að segja um Tjamar- skólann, sem skilaði mjög góðum árangri. Davíð kvað borgina já- kvæða í að opna leiðir í þessum efnum til þess að ná bæði betri þjónustu og aukinni hagræðingu, enda hefði borgin tekið beinan þátt í nýjungum af þessu tagi. Davíð Oddsson vék í máli sfnu m.a. að heilsugæslu í borginni og málefnum aldraðra. „Heilsu- gæslustöðvar vom fyrst byggðar á landsbyggðinni og við vomm sáttir við það en nú teljum við að það sé komið að okkur,“ sagði Davíð Oddsson, „þessi uppbygg- ing mjakast, en það stendur upp á ríkið í þessum efnum því það á að greiða 85% af dæminu. Við emm nú að byggja Hraunberg og Vesturgötu 7, en höfum aðeins fengið 22 milljónir af 44, sem búið var að ákveða. Borgarstjóri kvað málefni aldr- aðra vera ofarlega á baugi, enda vildu margir tryggja sér aðstöðu í Reykjavík vegna mikillar þjón- ustu höfuðborgarinnar á þessu sviði. „Við emm ekki komin fyrir vind að vísu,“ sagði borgarstjóri, „en eftirspum hefur minnkað mjög, enda hefur mikið verið gert, bæði af borginni og í samvinnu við aðra. Um þessar mundir er verið að fullhanna 90 íbúða hús fyrir aldraða á homi Vitastígs og Skúlagötu, en þar verða bæði leigu- og eignar- íbúðir, bílakjallari og mikil þjón- usta verður í húsinu, enda eiga nálægð hússins við miðbæinn og mikil þjónusta að vera aðlaðandi. Þá er víða verið að byggja upp íbúðir og þjónustu fyrir aldraða í höfuðborginni. Síðan vék borgarstjóri að þjóð- málunum. „Umsvifin í þjóðfélaginu hafa minnkað svo hratt að undanfömu að menn em famir að óttast at- vinnuleysi vegna þess að ríkis- stjómin gerir ekkert raunhæft í að stjóma landinu," sagði hann. „Þessi ríkisstjórn var mynduð á mettíma og hún virðist ætla að koma öllu í vaskinn á mettíma, þeir sömu menn.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.