Morgunblaðið - 10.12.1988, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 10.12.1988, Blaðsíða 63
OÐfir mrowiOTn nr fFlí>/W7FÁ')nrA.I flWAJSWiítfWM MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. -DESEMBER -1988 „Varasamt að skerða reglur um hundahald“ SAMBAND dýravemdunarfé- lag-a íslands hefur sent borgar- stjórn Reykjavíkur eftirfarandi bréf: Stjóm Sambands dýravemdun- arfélaga Islands varar við öllum til- raunum til þess að skerða leyfi til hundahalds í borginni — hvað þá banna það með öllu. Það mun hafa verið árið 1924 að hundahald var bannað í borginni vegna ótta við sullaveiki. Reyndin var sú að borgin varð aldrei hundalaus en sullaveiki hvarf fyrir aukið hreinlæti og bætta meðferð sláturafurða. Allar götur síðan hefur fólk haldið hunda í Reykjavík og lengst af í trássi við lög og rétt. Það hefur m.a. haft það í för með sér að sá sem hefur hugs- að vel um sinn hund og gætt þess að hann ylli ekki öðmm ónæði hef- ur verið jafn réttlaus og sá sem ekki hefur kunnað með hundinn sinn að fara. Fyrir fjórum ámm vom settar strangar reglur um hundahald í borginni sem gerðu þó fólki kleift að halda þessi dýr. Nú hafa heyrst hugmyndir um að breyta reglunum á þann veg að þeir hundar sem nú em í Reykjavík fái að lifa en engin ný leyfi verði veitt. Þetta em mjög óraunsæjar hugmyndir og ef þær verða að vemleika emm við komin aftur til þess tíma þegar hundahald var bannað í borginni. Fólk mun, eins og áður, halda áfram að fá sér hund og taka þá upp fyrri hátt að laumast og læðupokast með dýrið sitt. Lifa í stöðugum ótta um að upp um það komist. Slíkt veldur spennu og er vissulega ekki á slíkt bætandi í þessu þjóðfélagi hraða og samkeppni. Kosning sú, eða skoðanakönnun, sem er nýafstaðin, er ekki marktæk út frá tölfræðilegu sjónarmiði — til þess var þátttaka allt of lítil. Marg- ir hundaeigendur komu ekki á kjör- stað því þeir töldu að úrslitin skiptu engu máli, hvorki til né frá, en það mátti ráða af orðum forseta borgar- stjómar. Einnig fannst mörgum spumingin villandi. Jafnframt vilj- um við taka það fram að það er í grundvallaratriðum rangt að etja íbúum borgarinnar saman í máli sem þessu þar sem vitað er að mik- ill minnihluti borgarbúa kærir sig um að eiga hund. Því er haldið á lofti, af fólki sem ekkert þekkir til eðli hunda, að hundum líði illa í borginni. Þetta er rangt. Hundurinn hefur fylgt manninum í þúsundir ára — frá eyðimörkum til Grænlandsíss. Og frá því að maðurinn settist að í borgum hefur hundurinn búið þar með honum. Það sem hundur þarfn- ast fyrst og fremst er góður og ábyrgur húsbóndi en ekki ákveðin búseta. Reykjavík er eina höfuð- borgin í heimi sem bannar hunda- hald og hefur oft verið hjákátleg, eða jafnvel vond borg, í augum fólks vegna þess. Því er það skoðun stjómar SDÍ að það sé afar varasamt að skerða reglur um hundahald frá þeim sem gilt hafa síðustu íjögur ár. Reglum- ar má bæta þannig að auðveldara verði að framfylgja þeim og fá fólk til þess að fara eftir þeim og er stjómin fús til viðræðu um leiðir í þeim efnum. Jórunn Sörensen HiÓ frábæra tungumálaspil, Polyglotir er nú loks komió til íslands. POLYGLOT er andlega þroskandi og menntandi leikur sem hefur verið hannaður til þess að örva skilning og þekkingu á erlendum tungumálum. Hér er valið tækifæri til að efla tökin á ensku, frönsku, íslensku, ítölsku, spænsku og þýsku. Happaglot fylgir hverju spili. í vinninga eru: ferð fyrir tvo til Florida nteð FlugieiAum og Hexaglot - nýjasta tungumálatölva í heimi. Verdkr. 3.390.- Fæst m.a. í Pennanum og hjá Magna Póstkröfuslmi: 32750 JOLA- FÖT Jakkafot 8.999,- Blússa 2.499,- Buxur 3.499,- Buxur 2.499,- Jakkapeysa 1.990,- Jakki 4.990,- Pils 2.990,- HAGKAUP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.