Morgunblaðið - 10.12.1988, Blaðsíða 53
8861 aaaMaaaa .01 auoAajiAOUAJ .aioAjaviuoflOM
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1988
Stykkishólmur:
Gott mannlíf og veð-
urfar með ágætum
Stykkishólmi.
ÞAÐ ER ekki ofsögum sagt að veður hafi leikið við okkur hér á
landi í haust og vonandi bitnar þetta ekki á vordögum þegar gróð-
ur þarf á sem mestri hlýju að halda. Samgöngur hafa verið í
sumarhorfi og er þá mikið sagt og Keríingarskarð, aðalfarartálmi
vetrarveðra, hefir verið feert og þvi hefir áætlunarferðin hér á
milli oftast verið á réttum tíma.
Hjá vöruflutningum hefír verið
ærið að gera og eykst nú fyrir
jólin, enda jólavarningur og jóla-
ljósin farin að setja sinn svip á
umhverfið og lýsa upp svartasta
skammdegið. Flutningabílar frá
fyrirtækjum úr Reykjavík birtast
hér óðum til að gera vaminginn
ijölbreyttari og auka á hag-
kvæmnina.
Héðan eru aðallega stundaðar
skelfískveiðar og hafa þær gengið
eðlilega fyrir sig og aldrei fallið
úr róður. Þórsnesin og Sif hafa
verið fyrir austfjörðum og lagt upp
síld á fjörðum þar, en eru bæði
komin heim og koma senn, því
kvótinn er uppurinn. Og þessar
50 þúsund tunnur sem menn héldu
að Rússar myndu kaupa í viðbót,
eru víst ekki í augsýn.
Mannlífið hér gengur sinn vana
gang. Talsvert um skemmtanir og
mót. Eldri borgarar hafa talsvert
við að vera, bæði í föndri og öðru.
Morgunverðarfundur var á hót-
elinu 1. desember þar sem bæj-
arbúar komu saman að ræða
vandamál líðandi stundar og huga
að framtíðinni og atvinnuvegunum
með sem mesta samstöðu í huga.
Jóhannes Finnur Halldórsson bæj-
arritari stendur fyrir þessum fund-
um og fær jafnan mann í fram-
sögu og til að leiða umræður. Eru
þessir fundir mjög af hinu góða
og til þess fallnir að fá menn til
að íhuga málin og líta í eigin barm
í þeim tilgangi hvað þeir geti gert
Hólminum til framdráttar og
blessunar.
- Arni
Veiðivörur
J OLAGJOF
VEIÐIMANNSI N S
JÓN DAN
atbueðirnir
ASIAPA
ÖNNURÚTGÁFA
Atburðirnir
á Stapa
eftir Jón Dan
2. útgáfa er komin í bókabúðir.
Hvað varþað sem átti sér stað á
Stapa sumariðgóðaf
Lesið um einn mesta grallara í
íslenskum bókmenntum.
Saga full afkynlegum atburðum,
kímni oglúmsku háði.
Ogspennu.
Bókaútgáfan Keilir.
SPENNA,ÁTÖK 06 ÁSTIR
r Robert Ludlum:
OVÆNT ENDALOK
Frammi fyrir byssukjöftum ofstækisfullra
hermdarverkamanna bíða 236 konur, káriar og böm
dauða síns.
Friðsamur öldungadeildarþingmaður bíður fram aðstoð
sína við að leysa þetta skelfilega mál með
ófyrirsjáanlegum afleiðingum. ÓVÆNT ENDALOK
er bók magnþmngin spennu sem gagntekur lesendur um
heim allan eins og önnur verk ROBERT LUDLUMS.
M Danieile Steel:
ORLAGAMUEDIR
ÁSTARINNAR
Pegar ástin og hamingjan em allsráðandi í lífi
söguhetjunnar Bemie, taka örlögin í taumana. Hann
þarf nú að horfast í augu við nístandi sorg en um leið
heyja baráttu til að halda fjölskyldunni saman. En tekst
honum að sigra?
Að hætti DANIELLE STEEL em ÖRLAGAÞRÆÐIR
ÁSTARINNAR saga mikilla átaka og tilfinninga. Sá
sem les þessa bók, finnur skjótt hvers vegna höfundur
hefur skipað sér á bekk metsöluhöfunda Evrópu og
Ameríku.