Morgunblaðið - 10.12.1988, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 10.12.1988, Blaðsíða 19
819 , MORGyNBIAJPID,, LAjUGARDAGliR 10, DESKMBER 1988 Skrifræðisstíflan fyrirtælcjum leyft að skipta beint við útlönd. Nú eru sovésk fyrirtæki með útflutningsréttindi orðin rúm- lega 90, flest á sviði vélafram- leiðslu. í stuttu máli sagt hefur fyrir- tækjunum 90 og lýðveldunum verið gert að afla sjálf þess gjaldeyris með útflutningi sem þarf til inn- flutnings. Til að auðvelda þetta ber fynrtælq'unum ekki lengur að greiða eins mikinn hluta söluverðs- ins til ríkisins og viðkomandi ráðu- neytis og áður. Vegna þess að áætl- unarbúskapur er ekki enn af lagður fá fyrirtækin sem fyrr árlegan pönt- unarlista frá ríkinu sem tekur til hluta af framleiðslu þeirra. Því sem framleitt er umfram það geta þau ráðstafað að vild. Eins og fyrr seg- ir er gert ráð fyrir því að í ár verði 90% af framleiðslunni í Sovétríkjun- um í samræmi við áætlun Gosplan. Áformað er að þetta hlutfall lækki niður í 50% árið 1993 og 10% árið 1996. Sovétmenn hafa hvatt erlend fyr- irtæki til þess að stofna samstarfs- fyrirtæki (joint venture) með sov- éskum aðilum. Skýringin er m.a. góð reynsla annarra A-Evrópuríkja af samstarfí af þessu tagi. Þegar hafa verið stofnaðir nokkrir tugir slíkra fyrirtækja í Sovétríkjunum og því er spáð að þessir grein við- skipta Sovétmanna við erlend ríki eigi eftir að stækka mjög. Til að örva slíka samvinnu er áformað að sameiginlegfyrirtæki erlendra og sovéskra aðilja geti ráðstafað sínum gjaldeyristekjum að vild. Til að greiða fyrir þessu viðskiptaformi var nýlega heimiluð meirihlutaeign vestrænna aðila í sovéskum fyrir- tækjum. Enn er þó óleyst það vandamál hvemig flytja eigi hagnað úr landi á meðan rúblan er ekki skiptanleg. Pepsí-fyrirtækið, sem rekur tvo Pizza Hut-veitingastaði í Moskvu í samstarfi við Sovétmenn, hefur leyst þennan vanda með því að taka við rúblum á öðmm staðn- um en erlendum gjaldeyri á hinum. Occidental Petroleum, sem starf- rækir plastverksmiðjur í Scvétrílq- unum, hyggst flytja ijórðung fram- leiðslunnar út til Vestur-Evrópu. Vi\ja vöruskipti Vegna verðlækkunar olíu og gjaldeyrisskortsins, sem af henni hlýst, vilja Sovétmenn almennt fremur vöruskipti en gjaldeyrisvið- skipti. Sovéska kerfið, sem byggist ennþá á áætlunarbúskap, hefiir til- hneigingu til að forðast viðskipti þar sem mörg fyrirtæki koma við sögu. Vegna sérhæfni þeirra fyrir- tækja sem skipta við útlönd og sam- bandssleysis þeirra á milli eru líkur á að vestræn fyrirtæki geti ekki selt slíkum fyrirtælqum vöru nema kaupa í staðinn hjá sama fyrir- tæki. Taka má dæmi um þetta af bandarísku rafeindafyrirtæki sem seldi vörur til Elektronorgtkhnika en fann engar vörur hjá því fyrir- tæki til að kaupa í staðinn. Banda- ríkjamennimir fundu hins vegar álitlegar vörur hjá þremur öðmm fyrirtækjum. Fyrst var hugmynd- inni vel tekið hjá ráðuneytinu sem annaðist milligöngu en eftir þtjá mánuði var henni hafnað því hún væri „of flókin". Sovétmenn hafa sjálfír lýst þessum vanda þannig að ekki hafi enn tekist að mynda lárétt tengsl á meðan lóðréttu tengslin hafa verið rofín. Sú staðreynd að fyrirtæki hafa orðið að greiða stóran hluta aflaðs gjaldeyris til ríkisins flækir reyndar líka gagnkvæm viðskipti mjög. Greiði fyrirtæki til dæmis 50% af verði vöru sem seld er úr landi til ríkisins þá getur það ekki endur- goldið kaupin nema að hálfu. Afleiðing allra þessara breytinga fyrir erlenda aðila er í fyrsta lagi sú að viðskiptin við Sovétmenn eru orðin mun flóknari. Ríkismiðstýrða kerfið er að flosna upp en lítið hef- Olían og gasið mikilvægust Verðlækkun olíu og gass hefur komið illa niður á Sovétmönnum. Vinstra megin sést gasdælistöð í Síberíu en þaðan er gas leitt til Vestur-Þýskalands. Hægra megin getur að líta olíubortuma í Azerbajdzhan. ur komið í staðinn. Útflutningur tili Sovétríkjanna krefst mikillar út- sjónarsemi á meðan breytingaskeið- ið variriíÁður var hægt að styðjast við árlega áætlun Sovétríkjanna um innflutning til að sjá hvar væri sölu- von en nú er leikurinn öllu erfíðari. Útflytjendur til Sovétríkjanna segja í gríni að þeir séu mjög mótfallnir perestrojku vegna þess að kostir hennar séu ekki enn famir að koma í ljós, fyrir þá a.m.k. Fáir hafa reynslu Eins og vænta mátti er mikil togstreita milli gamla kerfisins og nýrra aðilja sem fengið hafa ut- anríkisviðskiptaheimildir. Gmnur leikur á að þegar utanríkisvið- 'skiptaráðuneytinu var gert að fækka starfsfólki hafi það haldið fæmstu mönnunum eftir til að sýna fram á að nýju aðilamir stæðu sig ekki í stykkinu. Talið er að í upp- hafi þessa árs hafí einungis sjö þúsund manns í Sovétríkjunum haft beina reynslu af utanríkisviðskipt- um. Staifsmenn fyrirtækjanna, sem nú eiga að versla við útlönd, hafa enga þekkingu á því sviði né tækni- búnað eins og telex til að auðvelda samskiptin. Vestræn stórfyrirtæki hafa sum gripið til þess ráðs að senda hraðboða með skjöl því ann- ars væra þau tíu daga að meðal- tali að berast með pósti. Sum fyrir- tækjanna sem heimildir hafa til utanríkisviðskipta hafa ekki nýtt sér þann rétt. Að hluta til er það vegna þess að þjálfaður mannafli vill ekki yfírgefa Moskvu fyrir vinnu úti á landi. Útflytjendur til Sovétríkjanna verða þess einnig varir að neytend- ur eða notendur vömnnar em fam- ir að skipta máli. Sem dæmi má nefna að nýlega seldi fyrirtæki á Vesturlöndum vöm til Kazahkstan í gegnum ráðuneytið Tekhnoprom- import. Fulltrúar frá Kazakhstan vom viðstaddir samninga en þegar þeir vora famir heim stakk vest- ræna fyrirtækið upp á smávægi- legri breytingu á samningnum. Ráðuneytismenn sögðust þá þurfa að spyija mennina í Kazahakstan fyrst. Fýrir tveimur ámm hefðu þeir breytt samningnum án j)ess að segja viðkomandi frá því. Áhrif neytenda birtast einnig í því að skyndilega em famar að berast kvartanir vegna vöm sem flutt er út til Sovétríkjanna. Áhrif kerfis- breytinganna fyrir Sovétmenn sjálfa era þau m.a. að fyrirtæki, sem kaupa vöm að utan, vita í fyrsta skipti hvað hún kostar i raun. Áður greiddu þau verð á sambæri- legri vöm í Sovétríkjunum. Flókið reikningsdæmi Til þess að ráða bóta á gjaldeyr- isskortinum er fremur auðvelt að skera niður innflutning en erfiðara er að hleypa lífí í útflutning. Eitt af því sem stendur í vegi fyrir sókn Sovétmanna á erlenda markaði er verðmyndunarkerfíð í Sovétríkjun- um sem enn hefur ekki verið lagað að heimsmarkaðsverði. Sem dæmi um vanda útflytjenda má nefna að sovéskur bíll af gerðinni Zhiguli kostar 9.000 rúblur (660.000 ísl. kr.) í Sovétríkjunum. Sams konar bíll er seldur til Bretlands fyrir sem svarar 1.300 rúblum (95.000 ísl kr.). Áður fyrr fékk framleiðandinn sama verð hvort sem bíllinn var seldur utan eða innan Sovétríkj- anna. Núna er þetta breytt og því fær framleiðandinn sjö sinnum minna í rúblum fyrir bílinn ef hann er fluttur út. Ofan á þetta bætist að miklu meiri kröfur em gerðar til bifreiða erlendis en í Sovétríkjun- um. Fyrmefnda atriðið hefur verið leyst með notkun stuðla sem marg- faldaðir em með verði útflutnings- vömnnar. Núna em u.þ.b. 3.000 slíkir stuðlar í notkun. Þeir em á bilinu 0,6-6,0 sem sýnir e.t.v. þörf- ina á gríðarlegri gengisfellingu rúblunnar. Auk þess þarf að hafa hliðsjón af fimm flokkum gjaldeyr- is. Framleiðandi stendur því and- spænis 15.000 hugsanlegum stuðl- um. Augljóslega er gífurlegt verk- efni fyrir hann að reikna út hvort hagstæðara sé að flytja vörana út eða selja hana heima. Útflutningur er engu að síður freistandi fyrir sovésk fyrirtæki að því leyti að erlendur gjaldeyrir er ávísun á verðmæti með skömmum fyrirvara ólíkt rúblunni. Fyrir rúbl- una fær maður einungis vömr sem falla undir áætlun og stundum ekki einu sinni þær. Því hefur verið haldið fram að erfíðasta verkefni Gorbatsjovs en jafnframt skilyrðið fyrir því að per- estrojka gangi upp sé að gera rúbl- una skiptanlega, ganga í Alþjóða- gjaldeyrissjóðinn og láta verð heima fyrir ráðast af framboði og eftir- spum. Ástæðan fyrir því að þetta er erfítt í framkvæmd er sú að í upphafi myndi slík breyting þýða hærra verð á nánast hveiju sem er vegna þess hve framboð er lítið en eftirspum mikil. Vömverð hefur á yfirborðinu ekki hækkað í Sov- étríkjunum svo lengi sem elstu menn muna. Reyndar hafa verð- hækkanir verið duldar með því að selja sömu vömna sem „nýja línu“ á hærra verði. Vestrænir hagfræð- ingar teja að verðbólga í Sovétríkj- unum hafi í raun verið 3-5% á ári undanfama tvo áratugi. Gorbatsjov hefur frestað breytingum á verð- myndunarkerfínu fram til 1990 eða 1991. Erfítt er að ímynda sér að hann geti staðið við þau orð sín að afkoma einstaklinga versni ekki við slíkar breytingar. Biðröðin langa Nokkuð hefur verið um það rætt á Vesturlöndum með hvaða hugar- fari eigi að mæta umbótatilraunum í Sovétríkjunum. Sumir telja það allt að því siðferðilega skyldu vest- rænna rílqa að styðja við bakið á perestrojku á meðan aðrir segja að árangur hafi aldrei verið meiri í samskiptum austurs og vesturs en þegar full harka var sýnd af hálfu Vesturlanda. Á meðan hugsjóna- menn velta þessu fyrir sér standa vestrænar lánastofnanir og nokkrar ríkissljórnir í Evrópu í biðröð til að mega ávaxta fé sitt í Sovétríkjun- um. í október og nóvember gengu Sovétmenn frá viðskipta- og lána- samningum við aðila í Frakklandi, Vestur-Þýskalandi, Ítalíu og Bret- landi að upphæð rúmlega 10 millj- arðar Bandaríkjadala. Bandarísk stjómvöld hafa fremur viljað halda að sér höndum, meðal annars vegna COCOM-sáttmálans, sem takmark- ar útflutning á hátæknivöm til austantjaldsríkja. Þó em mörg dæmi um bandarísk fyrirtæki sem leita eftir samstarfi við Sovétmenn. Pepsi og Occidental Petroleum hafa verið nefnd. Ford Company hefur í hyggju að framleiða 100.000 bif- reiðar á ári í sovéskum verksmiðjum og matvælafyrirtækið Archer Dani- els Midland hugleiðir þátttöku í endurskipulagningu kjúklingabú- skapar í Sovétríkjunum. Til stendur að auka framleiðsluna úr 500 millj- ón kjúklingum á ári í 5 milljarða árið 1990! Á morgun sunnudag: ísland og perestrojkan. Vígslu- aftnæli Askirkju Við guðsþjónustuna í Ás- kirkju sunnudaginn 11. desem- ber kl. 14, verður þess minnst að rétt fimm ár eru liðin frá vígslu kirkjunnar, en hún var vígð 3. sunnudag í aðventu, 11. desember 1983. Sr. Grímur Grímsson, fyrrver- andi sóknarprestur Ásprestakalls, mun annast guðsþjónustuna ásamt núverandi sóknarpresti og kirkjukór Áskirkju. Þá syngur Sólveig M. Björling þátt úr Magn- ifícat eftir J.S. Bach við undirleik Gústafs Jóhannessonar organista og Eddu Kristjánsdóttur og Magneu Ámadóttur á flautu og Bjöm Kristmundsson, formaður sóknamefndar flytur ávarp. Eftir guðsþjónustuna gefst kirkjugestum kostur á að skoða nýja safnaðarheimilið sem sam- byggt er kirkjuhúsinu en þau glæstu húsakynni munu verða safnaðarstarfi öllu mikil lyfti- stöng, ekki síst starfí í þágu aldr- aðra. Vinna við múrverk safnaðar- heimilisins er langt komin og um áramót hefst smíði innréttinga, en í ráði er að safnaðarheimilið verði frágengið í hólf og gólf fyrir mitt næsta ár. Vona ég að margur leggi leið sína til Áskirkju til að taka þátt í guðsþjónustunni og njóta og auka fagnaðarefni dagsins. Bifreið mun aka íbúum stærstu bygginga og dvalarheimila sóknarinnar til og frákirkju. Árni Bergur Sigurbjörnsson Jólamerki komin út JÓLAMERKI Líknarsjóðs Li- onsklúbbsins Þórs eru komin út. Merkin em hönnuð af Þórhildi Jónsdóttur auglýsingateiknara og em í fjórum litum. Merkin fást hjá klúbbfélögum, en upplýsingar er hægt að fá á skrifstofu Lions- umdæmisins, Sigtúni 9.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.